Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 01.06.1927, Qupperneq 1

Lögrétta - 01.06.1927, Qupperneq 1
LOGRJETTA XXII. ár. Um víða veröld. Síöustu fregnir. Fjármálaráðstefnunni, sem set i6 hefur á rökstólum undanfarið í Genf, er nú slitið. Rússar kröfð- ust þess að viðurkent yrði fjár- hags- og viðskiftaskipulag kom- munismans, jafnt sem kapitalism- ans og varð það úr, að fundur- inn mælti með friðsamiegri við- akiftasamvinnu þjóðanna án til- lits til skipulags. Enn gengur í þófi milli Breta og Rússa. Versl- unarmálafulltrúi Sovjet-stjórn- arinnar hefur ákveðið að hætta viðskiftum við Breta. Tjitsjerin utanríkismálafulltrúi var fyrir nokkrum dögum í París í þeim erindum að fá haldið viðskifta- friði við Frakka og fá þá til þess «ð taka ekki upp sömu stefnu og Bretar. Mun það verða úr, að viðskifti haldist með Frökkum og Rússum. 1 bretska þinginu hefur ákvörðun stjómarinnar gagnvart Rússum verið rædd og fjelst þing- ið á gerðir stjómarinnar. Lloyd George taldi samt, að ekkert væri við það unnið, að slíta stjóm- málasambandinu, en áhætta nokk- ur, en annars vom mótmæli stjómarandstæðinga lítil. Kanada- stjóm hefur sagt upp verslunar- samningum sínum við Rússa. Sumir sem mikils mega sín telja svo, sem tiltæki bretsku stjóm- arinnar muni verða til þess, að hleypa af stað ófriði, og jafn- vel sagt, að Rússar sjeu famir að vígbúast. En Baldwin forsætis- ráðherra Breta segir, að styrjöld geti ekki komið til mála út af þessu. Rússneska stjómin hefur birt opinberlega svör sín til Breta- stjórnar. Segir þar, að ummælin, um hermálanjósnimar sjeu ekki svaraverð, en ummælin um brot á verslunarsamningunum ósönn og muni bygð á fölskum skjölum. — Skærur eru ennþá í Kína. ---o--- lioftferdir. Þýska flugfjelagið Luft-Hansa hefur gert tilboð um það, að starfrækja hjer á landi flugferðir í sumar. Telur það, að engin tor- merki sjeu á því, að unt sje að halda hjer uppi reglubundnum flugferðum alla sumarmánuðina. Býðst fjelagið til þess að senda hingað flugvjel er flutt geti 7—8 farþega milli Reykjavíkur og Akureyrar og Reykjavíkur og Vestmannaeyja, 3 ferðir á viku hvora leið. Allur kostnaður við flutning vjelanna og við manna- Reykjavík, miðvikudaginn 1. júní 1927 30.—31. tbl. hald (5 menn) við undirbúning framkvæmdanna reiknar fjelagið um 40 þúsund mörk, en rekstrar- kostnaðurinn er áætlaður 26.500 mörk á mánuði, eða 2,75 mörk á hvem flugkílómeter. Kostnaður- inn við flug til Akureyrar (250 km. loftleið) yrði því 640 mörk, eða fargjald fyrir hvem farþega (af 8) 80 mörk. — Á þinginu kom einnig fram till. um það, (frá J. J.) að ríkið keypti eða leigði póstflugvjel til tilrauna. En þingið þóttist ekki sjá fært að sinna nokkyð þessum flugmál- um nú. Fyrir nokkmm ámm vom gerðar hjer af einkafjelagi dá- litlar flugtilraunir og tókust sæmilega, en urðu þó lítt til þess, að styrkja trú manna alment á flugferðir hjer, nema síður væri. Það er samt vafalaust talið af sjerfræðingum að möguleikar til flugferða sjeu hjer engu síðri en víðast annarsstaðar og fluglist- inm' fer nú óðum fram og verður æ hættuminni. Eiga flugferðir því vafalaust framtíð fyrir sjer hjer og væntanlega verður ekki langt að bíða þess, að þeim verði komið í framkvæmd í einhverri mynd. Póstflug t. d. mundi geta orðið til mikils hagræðis og far- þegar mundu sjálfsagt nokkuð nota flugferðir, vegna tímaspam- aðarins. Enn um skeið mun þó verða bið á flugferðunum og þótt þær kæmust á að einhverju leyti er margt óunnið samt, sem nauð- synlegt er til samgöngubóta á sjó og landi. ----o--- Norsk fræðirit. Eins og fyr hefur verið rakið nokkuð í Lögr. hefur ýmislegt verið að því unnið víða um lönd á síðustu árum, að koma fræða- samvinnu þjóðanna aftur í lag eftir rugling ófriðaráranna. Eru það ekki síst hlutlausu þjóðimar, sem gengið hafa á undan í þessu, þ. á. m. Norðurlandaþjóðimar. 1 samvinnustarfsemi sagnfræðinga er t. d. Norðmaður formaður. Norðmenn hafa einnig fyrir nokkrum árum komið á fót fræðastofnun, sem á að verða al- þjóðleg og fást við samanburðar- rannsóknir á menningu, einkum í málvísi, þjóðtrú og siðum. Mun það 'hafa verið Fredrik Stang, sem átti upptök þessa, en ríkið lagði fram fje. Hefur stofnun þessi þegar gefið út ýms rit. Er ástæða til þess að benda íslensk- um lesendum, sem sögufróðleik unna á þrjú þeirra. Er fyrst rit eftir Magnus Olsen um norsk staðanöfn (Ættegaard og hellig- dom), fróðlegt og skemtilegt yfir- lit um norskar (og ísl.) staða- nafnarannsóknir og gildi þeirra fyrir menningarsöguna. Ennfrem- ur hefur H. Shetelig skrifað um forsögu Noregs og A. W. Brögger um norsku þjóðina í fomöld; er þar einnig margur fróðleikur, sem snertir ísl. efni. Aschehougs for- lag gefur bækurnar út. t Nor- vegia Sacra hinu myndarlega árs- rit norsku kirkjunnar eru einnig oft greinar fróðlegar fyrir tslend- inga, m. a. skrifar dr. Jón biskup Helgason venjulega í það (síðast um Jón ögmundsson) og í síð- asta bindinu er ágæt grein um „præsten 1 norsk folketradisjon“ eftir Seierstad. ---o--- Játningar. (Gunnar Ámason frá Skútu- ■töðum ritaði). ----- Nl. Um uppruna og rök þess illa treystist jeg ekki til að rita hjer. Aðeins vildi jeg eins geta. Við og við kveður við: Guð er í öllu. „Guð er líka í syndinni". Undir slíkt get jeg ekki tekið. Jeg vil heldur vera svo gamaldags að segja, að djöfullinn sje í synd- inni. Veit jeg þó að nú er Satan talinn dauður. En einhver vitur maður hefur sagt, að það væri þrautaráð djöfulsins til að fleka menn til að glæpast á syndasögn- um hans, og koma þeim til að vanrækja að vara sig á honum, að hvísla því að þeim, að hann væri úr söguni. Jeg skal játa það, að jeg hef orðið fyrir svo ríkum áhrifum af tíðarandanum, að jeg hef átt bágt með að trúa að til væri persónulegur djöfull. En eftir því sem jeg leitast betur við að kynnast kenning Krists, þá á jeg bágra og bágra með að kom- ast hjá því, að hann hjelt fram tilveru hins illa, og kendi honum að miklu um syndir mannanna. Þessu til svars, er venjulega gripið til að segja að Kristur hafi í því efni verið bam sinna tíma, og því trúað tilveru djöfuls- ins, og eins oft talað um hann sem tákmmynd þess illa. Mjer nægja ekki lengur þessar rök- semdir. Jeg er alveg á sama máli og prófessor Haraldur Níelsson, er hann segir um tal Krists um illa anda: „Eg hefi áður getið um það á prenti, að mjer finst það í meira lagi óaðgengilegt, ef gera á Krist slíkt barn sinnar tíðar, að hann hafi vaðið í villu og svíma um þessi efni, en þó verið guðdómlegur leiðtogi og frelsari mannanna, sendur af guði mann- kyninu til viðreisnar. Eg fæ eigi samrýmt það tnú minni á hann, að sumt í skoðunum hana og kenning, hafi ekki verið annað en „hjátrú“ og „hindurvitni", eina og trúin á útrekstur illu andanna er nefnd í bók síra Friðriks J. Bergmanns: Trú og þekking“. (Sjá Eimreiðina XXIX. 5.—6. 1923, bls. 294). Jeg skrifa undir hvert orð af þessu. Jeg fæ ekki samrýmt það skynsemi minni, að Kristur hafi verið guðdómlegur og flutt mönn- unum sannleika og að hann hafi vaðið reyk í ýmsu því, sem hann kveður hvað fastast að í kenning sinni. Af því nú, að jeg sje ekki að komist verði í kring um það, að játa að hann haldi fram að hinn illi sje til, og megi sín jafn- vel meira en Guð í mörgu mann- lífinu, gerist jeg ekki svo djarf- ur að hrista við því höfuðið. Jeg vil heldur biðja um skyn til að hræðast og varast hinn iUa, og kosta kapps um að forðast sjmd- imar, sem eru honum til gleði, en Guði til hrygðar. Og skyldi það ekki öllum hentast? Um friðþæginguna. Engum trúarlærdómi hefur kirkjan frá öndverðu haldið jafn fast fram og þeim, að Jesús Kristur hafi dáið fyrir syndir mannanna. Altaf hefur það verið kent og boðað, að hver og einn, sem tæki trú á hann fengi fyrir- gefning allra synda sinna, vegna þess að Jesús hefði alsaklaus Uð- ið dauða á krossinum, til þess að syndarinn mætti ókvíðinn treysta, að' Guð mintist ekki framar synda hans, er hann hefði iðrast þeirra. Og þessi trú, trúin á friðþæginguna, hefur aflað kristindóminum flestra fylgjenda og mótað meira líf þeirra en nokkuð annað. Það má nálega kveða svo að orði, að hún sje ekki eingöngu homsteinn kirkju- kenningarinnar, heldur hafi hún altaf veitt flestum frið í sál, og vakið alla dýrðlegustu lofsöngv- ana, sem mannlegar tungur hafa sungið hjer á jörð. Þeir eru ekki margir sálmamir í sálmabók vorri, sem benda ekki beint eða óbeint til þessarar skoðunar á dauða Krists. Og þau trúarljóð, sem vjer eigum ágætust, Passíu- sálmarnir, eru skapaðir af trúnni á þennan lærdóm og snúast eig- inlega eingöngu um hann. Hver sem gæti fært sönnur á, að kirkj- an hefði ranglega kent það um allar aldir, að Kristur hafi dáið fyrir syndir mannanna og risið upp til að færa þeim sönnur á, að þeir sem á hann trúa, lifa þó þeir deyi, hann hefði rjett til að hrópa „vei“ yfir kirkjunni. Hann hefði líka rifið niður þá máttar-

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.