Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.06.1927, Blaðsíða 4

Lögrétta - 01.06.1927, Blaðsíða 4
4 LOGRiETTA lendinga. A6 víau má segja það jafnt um alla rafmagnsnotkun. Við erum of skamt komnir í því a6 notfæra okkur þessa ótæm- andi orku, sem til er í landinu. | Væri brýn þörf á að hafa leið- ! beinandi rafmagnsráðunaut, sem gerði áætlanir um bygging smærri aflstöðva og leiðbeindi á þessu sviði. Þá myndi brátt fjölga aflstöðvum út um sveitir landsins og eins í kauptúnum. Um menningarlegt gildi þess verður ekki deilt. Mjer er skrifað frá Noregi að nyrsta stöðin þar í landi sem notar hitun með rafmagns- straum, sje í Narvik. Er sá stað- ur mikið norðar en ísland, norð- ur á móts við Lofoten. Þar hafa verið ræktaðir tomatar með góð- um árangri. Eitthvað hefur þessu máli verið hreyft hjer fyr, en þolir nú enga bið lengur. Hólum í Hjaltadal. Vigfús Helgason. ----o--- Vorið kemnr. Eg vaknaði við það í morgun, að hlýir geislar vorsólarinnar komu inn í rúm til mín og heils- uðu mjer með kossi. Þeirtóku hlý- lega um hendur mjer og hvísluðu að mjer fögrum vorómum. Jeg fann að mjer hlýnaði öllum hið ytra og hið innra við slík atlot. Himnanna ljóshurðir ijúkast upp og út um hliðið kem- ur herskari himneskra sveita, sem boða mjer, að nú sje þó ljósið bú- ið að vinna sigur eftir langvinna baráttu við myrkur og hel. Og sigurvegararnir stika mjúkum fótum yfir hálfan hnöttinn í einu skrefi til að kunngera þennan dýrðlega sigur. Og alt fær eins og nýja vængi við þessar gleði- frjettir, og nýr lífsstraumur fer um alt, sem lifir, því nú varð öll- ■ um það Ijóst, að Ijósið er lífsins 1 lykill, sem lýkur upp hinu mikla ! forðabúri. Jeg finn að til mín j streyma orkulindir utan úr djúp- j inu mikla. Hugur minn hendist ' hamförum langt út í höfin óend- anlegu og heimsækir hásæti þess, er aldrei sjer átti stól, en alt af er eilífðarhjól. Jeg krýp í lotn- ing fyrir þvi, sem enginn skilur j og aldrei verður af neinum hægt j að skilja, því enginn á svo hrað- . fleygan anda, að hann geti komist út yfir það, sem er óendanlegt. Jeg breiði út faðm minn og faðma að mjer ljósyljað láð og i sólþrungið lofthaf. Jeg hneigi höf- uð mitt fyrir alveldis vordýrðinni. Jeg stari hlustandi á hin síkviku æðaslög lífsins og hlusta agndofa á hina undurþýðu ómhörpu eilífr- j ar æsku. ! Vorblærinn vekur upp nýjan lífsandardrátt og bakkafullar elf- ur flæða yfir mig úr nægtabúri lífgefandi strauma. Stattu upp, svo þú verðir einhvers var. Horfðu í kringum þig, hlustaðu, hugsaðu og leystu tilfinningar þínar úr böndum. Láttu ekki vetrardvalan lengur ríkja yfir sálu þinni. Horfðu á hin björtu ský, hvað hæglátlega þau vagga sjer á ljósbáruöldum. Líttu á hið i útþanda haf, hvað bárur þess blika og titra undir sól og sjá, eins og vildu þær segja: Alt af sigur vinnur vorið og vermir það, sem myrkrið fól. Hefur þrá úr býtum borið blíðu, frið og háa sól. Ó, þú vaknandi sál á vordegi, sem vakinn vindblær leikur um hve dýrðleg er þín þrá, að gróa sjálf og græða út fagran reit í annara sálum. Ó, þú göfgvandi þrá, að fá að vita um ófamar leiðir, er liggja langt út um ókunn höf. Ó, þú dýrðlega vor, sem vekur úr moldu fræ það, er fallið hafði til jarðar, þá er fok- sandar fuku. Skjótt líða vordagar og skjótt líður æfi vor. Sælir eru vordagar, þá sól sjer. Veglegt er um vorið að dreyma, þegar mannssálin er fyrst að líta í kringum sig og fer að byrja að hugsa af eigin rammleik. Ef að þú ert altaf af öðrum leiddur, lærir þú aldrei að ganga einn og óstuddur. Undarlegir eru vegir mannanna; sumir ganga altaf í annara skjóli, aðrir hlaða sjer búlka mikinn af mannabeinum til að standa á og þykjast þá komn- ir á háan stað. Fáir eru þeir, er feta einir ósjeðar brautir. Eitt á vordýrðin, sem öllum er sameigin- legt. Það er hið mikla mál lífsins, því enginn getur náð fullri þrosk- un nema hann njóti voryls. Það eru lífómar vorsins, sem fylla sál þess, er finnur til, af ómþýðum röddum — það eru raddir lífsins. Blessuð sje sú stund, er birtan að oss streymir á bak við myrk- urs tjöld. Hinir hverfandi húm- skuggar flýja í felur, því með hverjum degi kemur meira og sterkara Ijós — ljós sem að lýsir yfir lönd og höf — ljós, sem lýsir inn í mannssálimar og hrek- Ur í burtu myrkrið svarta. Ól. ísl. ---o----- Skáld og listamenn. Hinum árlega styrk til skálda og listamanna hefur nýlega verið úthlutað fyrir árið 1927. Upphæð- inni, 8 þús. kr., hefur verið skift j í tólf staði og hafa fjórir hlotið 1000 kr. hver, en 8 fengið 500 kr. hver. í fyrra flokkinum eru Jakob Thorarensen, Stefán frá Hvítadal, j Jón Leifs og Sigurður Skagfeld, j en í hinum síðara Sigurjón Friðjónsson, Ólína og Herdís Andrjesdætur, Eggert Stefáns- son, Guðmundur G. Hagalin og Guðm. J. Kristjánsson söngvari. Skálda- og listamannastyrkur- inn var um eitt skedð allmikið umtalaður og oftast í þá átt, að hnýtt var í hann. Þetta hefur samt minkað nokkuð á síðkastið, eins og vera má. Því þegar á ann- að borð er talið rjett, eins og hvervetna mun nú vera í menn- ingarlöndum, að ríkið leggi nokk- uð af mörkum til bókmenta og lista á þennan hátt, er fremur ástæða til þess að harma það, að ekki skuli vera unt að veita ríf- legar og fleirum, en nú er raun á, þegar um góða menn er að gera. Hitt er annað mál, að sitt mun sýnast hverjum, um þetta sem annað, hvemig úthluta ætti í einstökum atriðum. T. d. mundu ýmsir hafa kosið að Sigurjón Friðjónsson hefði verið settur í hærra flokkinn, í eina skiftið sem hann hefur sótt um þennan styrk, 1 enda mun hann nú hafa í hyggju að safna í bók úrvali kvæða sinna, en hann er nú sextugur, og hafa mörg kvæði birtst eftir hann j á undanfömum ámm, helst í Óðni, og hlotið vinsældir. Um slíkt tjáir samt ekki að tala, eins og nú er, og vafalaust vill kenslumálastjórnin, sem út- hlutunina hefur á ihendi, fram- kvæma hana samvitskusamlega, enda úthlutunin nú færst í það horf, að betur virðist við unað en áður. Helst eru það ungir menn og námsmenn sem afskift- ir verða og er það að vísu ilt, en verður varla við ráðið með því skipulagi, sem nú er. En minna má á það, að hjer í Lögrj. hafa j verið settar fram tillögur um nýtt skipulag á þessum málum, sem ætti að geta verið öllum að- iljum til bóta. -----o---- Framboð. Flestir gömlu þing- mennimir gefa kost á sjer aftur nema Pjetur í Hjörsey. í hans stað býður sig fram Bjami á Reykjum, í Mýrasýslu, en Jó- hann frá Sveinatungu af hálfu íhaldsflokksins. Af öðrum nýjum frambjóðendum þess flokks er kunnugt um Einar prófessor Am- órsson og Valdimar í ölvesholti í Ámessýslu, Pál Sveinsson í A.- Skaftafellssýslu, Bjöm símastj. á fsafirði í Strandasýslu og Stein- grím sýslumann í Eyjafirði. Framsóknarfl. hefur einnig ýmsa nýja frambjóðendur: f Borgar- firði dr. Bjöm Þórðarson, Hann- es dýralæknir Jónsson í Snæfells- nessýslu, sr. Sigurður í Flatey í Barðastrandarsýslu, Páll Her- mannsson á Eiðum í N.-Múla- sýslu, Hannes kaupfjel.stjóri á Hvammstanga í V.-Húnavatns- sýslu, Brynleifur Tobíasson og Sigurður á Nautabúi í Skaga- firði. Framboð Jafnaðarm. em lítt kunn ennþá. Utanflokka bjóða sig fram Sigurður á Kálfa- felli í Austur-Skaftafellssýslu, Sigurður á Arnarvatni í S.-Þing- eyjarsýslu, Gunnar á Selalæk í Rangárvallasýslu (og ef til vill Björgvin sýslumaður og Eiríkur útbússtjóri í Árnessýslu og Einar Þorgilsson í Gullbringu og Kjós- arsýslu). „Draugaskipið“. Lögrj. sagði nýlega frá sögusögnum sem gengu hjer um svonefnt drauga- skip og gat þess jafnframt, til árjettingar frásögn annars blaðs, sem fyr hafði frá því sagt, að ekki væri að henda reiður á sög- unni. Nú hefur skipverji á Skúla fógeta sagt Lögrj. að sagan sje tilhæfulaus að því er það skip snerti. Píslargrátur Jóns Arasonar er nýlega kominn út á norsku, í rit- inu St. Olav. Þýðingin fylgir ekki hætti frumkvæðisins, en er ann- ars allnákvæm hvað efni snertir. Hún er eftir frú önnu Grönvold, sem fyr hefur þýtt á norsku ísl. kristileg kvæði og hefur verið frá henni sagt og starfsemi hennar I óðni. Þjóðminjavörðurinn, Matthías Þórðarson er nú í Kaupmanna- höfn til þess að semja um heim- flutning ýmsra ísl. þjóðminja úr dönskum söfnum. Hefur Lögrj. nýlega vikið að þeim málum, en ekki er kunnugt hvað samningun- um líður. Þegar M.Þ. kemur heim aftur byrja rústarannsóknimar á Bergþórshvoli, líklega í júní— júlí. Lútherskan kirkjufund sameig- inlegan fyrir öll lúthersk lönd, á að ihalda í Kaupmannahöfn í júlí 1929, en þá eru liðin 400 ár síð- an fræði Lúthers hin minni komu út. Frá Vestur-íslendingum. Sí5- ustu vestanblöðin sem hinga6 hafa borist, segja frá því, að fyrir nokkru sje stofnaður all- stór íslenskur söngflokkur í Winnipeg og hafi haldið hina fyrstu opinberu hljómleika sína undir stjóm H. Thorolfsons, Isl. kirkjusöngflokkur frá fyrstu lúth. kirkju, undir stjóm hr. P. Bardals hefur einnig nýlega unn- ið í kirkjusöngvasamkepni þar í borginni. Vestur-ísl. kváðu á ýmsum sviðum eiga góða hljóm- listarmenn, Mundi það ekki vera framkvæmanlegt, eða tilvinnandi, að einhverjir þeirra yrðu fengn- ir til að slást í förina heim hing- að 1930 og láta til sín heyra, ef úr því verður að stór ferðaflokk- ur komi? Hljómleikar. Nýlega gat Lögrj. þess að æskilegt væri að safnað yrði saman á eina hljómleíka úr- vali úr ýmsum hljómleikum, sem haldnir höfðu verið undanfarið. Slíkir hljómleikar voru nýlega haldnir í Dómkirkjunni og tókust vel. Bæjarbnmi. 26. þ. m. brann til kalda kola bærinn Forsæti í Vill- ingaholtshreppi í Flóa. Afli er nú ágætur hjá botn- vörpungunum. Þýskur aðalræðismaður, von Pfeil und Kleinellguth greifi er ný- kominn hingað og gegnir aðal- ræðismannsstörfum hjer um stund því Sigfús Blöndahl sem annars er aðalræðismaður hjer hefur óskað þess, að Þjóðverji yrði sendur hingað til að gæta þýskra hagsmuna, vegna árása, sem komið hafa í einhverjum þýskum blöðum út af því, að þýsk- ir togarar yrðu hjer illa úti um landhelgisbrot. En það er eins og kunnugt er, tilhæfulaust, að ver sje farið með Þjóðverja, en aðra landhelgisbrjóta, en sjálfsagt að taka þá alla hlífðarlaust þegar til þeirra næst. Maðurinn, sem eink- um hefur að málum þessum blás- ið í þýskum blöðum, Adr. Mohr, er heldur ekki rithöf. sem ástæða er til að taka sjerlega hátíðlega um ísl. mál, en Þjóðverjar hafa annars löngum notið hjer samúð- ar og ýmsir verið vinveittir ísl. málum. Stúkuöld er nú mikil í Reykja- vík. Gengur stöðugt fjöldi fólks í Góðtemplarastúkumar. Fjölmenn- ust er Verðandi, en þá Einingin og hin nýja stúka Dröfn. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.