Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 08.06.1927, Side 1

Lögrétta - 08.06.1927, Side 1
LOGRJETTA XXn. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 8. júní 1927. 32. tbL Tilkynning. Jeg hefi seit hr. Skúía Tómassyni verslunarmanni, Laugaveg 73, Rvík, bókaverslun mína í Þingholtsstræti 1 og bókabirgðir minar, þar á meðal J>ær, sem liggja hjá bóksölum úti um lánd. Kemur hann í minn stað sem fjelagsmaður í Bóksalaf jelagi Is- lands og bið jeg alla viðskiftamenn bókaverslunar minnar, að sýna honum sömu velvild og Iipurð í viðskiftum, sem þeir hafa áður sýnt mjer. 1 Blöð mín, Lögrjetta og Óðinn, eru ekki innifalin í sölunni. Reykjavík 1. júní 1927. Þorsteinn Gíslason. Samkvæmt ofanrituðu, hefi jeg k.eypt bókaverslun og forlag hr. ritstjóra Þorsteins Gíslasonar í Þingholtsstræti 1, og rek jeg hana þar undir nafninu „Bókaverslun Þorsteins Gíslasonar“. Mun jeg hafa þar til sölu innlendar og erlendar bækur. Allskonar papp- ír og ritföng, skrifstofu- og skólaáhöld o. fl. þar að lútandi. Vænti jeg þess, að heiðraðir viðskiftavinir verslunarinnar láti hana njóta hinnar sömu velvildar framvegis, sem hún hefur notið hingað tiL Reykjavík 1. júní 1927. Skúli Tómasson. Um víða veröld. Verkföll og verkbönn í enskri atvinnulöggjöf. SímfregTiimar sem borist hafa um hið svonefnda verkfallsfrum- varp ensku stjómarinnar hafa vakið eftirtekt, og einnig fyrir- spumimar, því þær hafa verið ógreinilegar, en annað hefur ekki um málið sjest í ísl. blöðum. f síðustu enskum blöðum sem hing- að hafa komið sjest það nákvæm- lega hvemig í málum þessum liggur og hefur ekkert enskt þingmál vakið jafnmikla athygli og umræður ámm saman. Með- ferð málsins er einnig fylgt með eftirtekt alstaðar um hinn ment- aða heim, þar sem til er fjelags- bundin verkamannahreifing, sem þátt tekur í stjómmálum. Það er allsherjarverkfallið síð- asta og kolamálaskærumar, sem knúið hafa fram þetta fmmvarp stjómarinnar um takmarkanir verkfallsrjettarins. Löiggjöfin, sem nú er búið við um þessi efm er frá árunum 1871, 1875 og 1906. En síðan hefur margt breytst í bretsku þjóðlífi og stjómmálum, einkum er afstaða stjettanna og stjettafjel. sem standa að þing- flokki jafnaðarm. orðin talsvert önnur og völd þeirra og úhrif meiri en áður. En að flokkinum standa mörg og mismunandi fje- Iög ýmisk. mismunandi starfs- manna og em allólík að ýmsum skoðunum. Hefur því verið hald- ið fram af mörgum, að þótt fje- lagasamband þetta væri rjett- mætt þegar um það væri að ræða, að vemda eða berjast fyrir eðli- legum hagsmunum fjelaganna þá væri það óeðlilegt og þjóðfjelag- inu hættulegt að slík fjelög hefðu rjett til þess að beita áhrifum sínum óhindmð hvenær sem þeim eða einhverjum leiðtogum þeirra biði við að horfa, í þjóðfjelags- málum, sem væru gmndvallartil- gangi þeirra lítt viðkomandi. Einkum kæmi þetta fram í því, að verkföllum væri hægt að beita mjög óþyrmilega og þjóðfjelags- heildinni til tjóns og það jafnvel gegn vilja einstakra fjelaga, sem þannig væru neydd til þess, að styrkja stefnu, sem þeim væri oft og einatt lítið gefið um. Ihaldsmenn þeir, sem lengst hafa gengið (Diehards) hafa lagt fast að stjóminni að fá hnekt stjóm- málaáhrifum þessara iðnfjelaga, En stjómin hefur ekki verið fáan- leg til þessa fyr en nú, og þó farið miklu skemra en þeir vildu. Meginatriði fmmv. (Trade Unions Bill) eru þessi: Verkfall er ólöglegt þegar því er beitt í einhverjum öðmm til- gangi en þeim, að ráða fram úr vinnudfiilum í iðngrein þeirra, sem verkfallið Ihefja, eða þegar því er beitt til kúgunar stjóminni eða til ögmnum og skaða þjóð- fjelagi eða bæjarfjelagi eða hluta þess. Framlög fjelaganna til stjómmálaþarfa era bundin við það fje eingöngu, sem lögum samkvæmt er ætlað í stjóm- málasjóði. Opinberir starfsmenn mega aðeins vera í þeim stjetta- fjelögum, sem eingöngu ná til opinberra starfsmanna og þau fjelög mega ekki vera tengd annarskonar fjelögum (eins og iðnfjelagasambandinu eða verka- mannaf lokknum). St j ettaf jelög opinberra starfsmanna mega ein- ungis fást við stjettarmál, ekki almenn stjómmál. Opinberir starfsmenn mega ekki hefja verk- fall sem hindrað getur fram- kvæmd opinberra starfa eða fyrirskipana. Það er ólöglegt, að gera það að skilyrði fyrir veiting opinberra starfa að viðkomandi sje í stjettarfjelagi. En það hefur verið gert í sumum bæjarfjelög- um, þar sem jafnaðarmenn era í meirihluta. Ákvæðin um opin- bera starfsmenn mundu hafa það í för með sjer að ýms stjettar- fjelög þeirra yrðu að ganga úr „Trade Union“ sambandinu, þ. á. m. allir póstmenn og einnig úr landssambandi verkamanna (Na- tional Labour Party), en sum þeirra eru nýgengin í þessi sam- bönd. En það em undir 140 þús. opimberir starfsmenn, sem ákvæði frumvarpsins ná til. Umræðumar um frv. þetta hafa orðið langar og hvassar. Baldwin forsætisráðherra og Sir Douglas Hogg hafa verið aðal- formælendur þess. Sagði Baldwin að það hefði verið hin sorglega og dýrkeypta reynsla af atvinnu- deilunum og allsherjarverkfallinu síðasta sem komið hefði stjóm- inni til þess að bera fram fram- varpið til tryggingar friði og heilbrigðu starfsnæði í þjóðfje- laginu. Hinsvegar hefði stjómin ekki viljað bera frv. fram fyr en nú, að sæmilega langt væri um liðið síðan þessir atburðir gerð- ust, svo að ekki yrði rjettilega á það litið sem nokkura hefnd fyrir þá. Sinn tilgangur væri ekki sá, að lama eðlilega starfsemi stjetta- fjelaganna, heldur að hindra það að þeim yrði beitt óeðlilega í annarlegri starfsemi, sem þjóð- fjelagsheildinni gæti orðið háska- leg. Samt mætti gera ráð fyrir því, að bæta mætti frv. á ýmsan hátt og vænti stjómin samvinnu alls þingsins til slíks. Á andstæðinga stjómarinnar hefur frv. fyrst og fremst haft þau áhrif að þjappa öllum verka- mannaflokknum saman til mót- mæla, en annars hefur verið nokkuð grunt á því góða milli ýmsra innan hans. Að sjálfsögðu hefur það einkum verið leiðtogi flokksins, McDonald, sem orð hefur haft fyrir andstæðingun • um. Segir hann að frv. sje eitt hið hættulegasta dæmi stjetta- stríðs, sem hann þekki. Inst inni sje tilgangur frv. sá, að lama verkamannaflokkinn í stjómmála- starfseminni. Að því stefni t. d. ákvæðin um fjárframlög stjetta- fjelaganna til kosningaþarfa, þvi verkamannaflokkurinn eigi ekki annan aðgang að fjármagni til að greiða á nauðsynlegan hátt fyrir málum sínum, en með því. að fá það með framlögum fje- laganna, þar sem bæði íhalds- og frjálslyndi flokkurinn hafi safn- að í sína sjóði með því m. a. að selja auðmönnum aðalstignir dýr- um dómum. Afstaða frjálslynda flokksins til frv. er sú, að óvitur- legt hafi verið að bera það fram nú, það muni auka æsingar að óþörfu, einmitt þegar atvinnu- málin hafi verið farin að færast nokkuð í friðsamlegt horf eftir rigulreiðina síðustu. M. a. hefur Grey lávarður mælt á móti frv. Sir Herbert Samuel, — einn af aðalmönnum frjálslynda flokksins og fyrv, formaður kolamálanefnd arinnar og því nákunnugur þess um málum, — hefur einnig tal- að á móti frv. bæði opinberlega og einnig nýlega í athyglisverðri samsætisræðu. Jeg er á móti frumvarpinu, sagði Sir Herbert m. a. af því að jeg álít að iðn- fjelögin hafi, þrátt fyrir galla þá, sem á þeim eru, gert verkamanna- stjettum þjóðfjelagsins ómetan- legt gagn. Starf þeirra til að bæta kjör verkamanna á að styrkja. Heimurinn er betri núna en hann mundi hafa verið, ef verkalýður- inn hefði verið auðsveipur og undirlægjugjam og aldrei reynt að hefjast upp úr þeirri kúgun, sem vom kjör hans fyrir einni öld. Þess vegna ætti ekki að sam- þykkja fmmvarp, sem ofsækir þennan fjelagsskap. Ennfremur hefur verið bent á það (af Sir Henry Slesser) að verkbönn af sömu tegund og verkföllin, sem frv. ræðir um, sjeu ekki gerð ólögleg. En stjómin hefur lýst því yfir, að hún vildi semja um ýms þessháttar vafa- eða deilu- atriði og tekið upp ákvæði um ólögleg verkbönn. En ýmsir and- stæðingar hennar halda því fram, að það sje ljeleg stjómvitska og slæleg flokksleiðsaga að bera fram frv. í jafnmikilsverðu máli og þessu og hafa það jafnilla úr garði gert, en biðja svo um sam- vinnu eftir á til að bæta úr því. Frv. var samt samþykt fyrst þegar það kom til umr. í neðri málstofunni. Blöðin hafa tekið frv. misjafn- lega. Ihaldsblöðin em yfirleitt með því og verkamannablöðin á móti því og eins flest frjálslyndu blöðin. Manchester Guardian segir t. d. að þótt því verði ekki neitað, að nauðsyn sje á endurbótum á stjettafjelagalöggjöfinni, þá sje frv. eins og þetta pólitískt ólán og tefji fyrir heilbrigðum endur- bótum. Daily Herald telur frv.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.