Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 08.06.1927, Blaðsíða 4

Lögrétta - 08.06.1927, Blaðsíða 4
4 LOGE+BYTA Útrýmið rottunum! Það er nú fullsannað, að afkvæmi einna rottuhjóna geta á einu ári orðið 860 rott- nr. Af þessu er auðsæ þörfin á að útrýma rottunum. Til þess að ná góðum árangri er þvi tryggast að nota K a t i n og R a t i n i n . Ratin sýkir rottumar, og þær sýkja svo aðrar rottur, sem þær umgangast meðan þær em veikar, og drepast að 8—10 dögum liðnum. Ratinin hefir aftur á móti bráðdrepaudi verkanir á þær rottur, sem jeta það. Ratin-aðferðin er: Notið fyrst Ratin, svo Ratinin, þá fæst góður árangur. Sendið pantanir til RÁTINKONTORET, KÖBENHAYN Allar upplýsingar gefur Agúst jósefsson heilbrigðisfulltrúi, Reykjavik. Lögrjetta og Öðinn. Afgreiðsla þeirra er áfram, fjnrst um sinn, í túngholtsstræti 1. En með því að bókaverslun mín er nú seld, má ekki utanáskrift brjefa til mín eða blaðanna lengur vera: Bóka- verslun Þorsteins Gíslasonar, því eins oig auglýst er á öðrum stað í blaðinu, heldur bókaverslunin nafninu áfram, svo að þetta verð- ur utanáskrift til nýja eigand- ans. Þorst. Gíslason. ig fluttir um þessi efni í ka- þólsku kirkjunni o. v. Loks er svo að sjálfsögðu að geta í þessu sambandi predikunarstarfsemi prestanna, en kirkjumar eru mjög vel sóttar í Reykjavík, og engu síður af körlum en konum. Ýmsir bæklingar hafa komið út um trúmál á síðkastið og vak- íð talsverða athygli í svip. Eftir sr. Gunnar Benediktsson í Saur- bæ er bæklingurinn: Var Jesús sonur Jósefs, frá nýguðfræðilegu sjónarmiði, eftir Sæmund Sig- fússon er Guðs son kallar, frá gamalguðfræðilegu sjónarmiði og Sigmundur Sveinsson skrifaði bæklinginn Dæmalaus kirkja, með allhvassri ádeilu á hinar nýju stefnur og losarabraginn á þjóðkirkjunni. Loks hefur Luð- víg Guðmundsson gefið út fyrir- lestra sína um Vígsiuneitun bisk- upsins, en þeir vöktu athygli þeg- ar þeir voru fluttir, en hefur ver- ið hljóðara um þá síðan, enda viðurkent að biskupinn hafi rjett til neitunarinnar. En ýms atrið- in, sem rædd eru í þessari bók og hinum, sem nefndar voru, ættu það skilið, að þau væru nánar rædd og röksamlega og rólega, enda mun ekki geta hjá því farið til lengdar, að presta- stefnan taki mál þessi til alvar- legrar íhugunar og ákvörðunar um afstöðu kirkjunnar og þó með allri varúð, því talsvert er hætt við ofstæki í þessum mál- um, og það oft út af smáatrið- um, sem kirkjunni er til ills eins. Merkasta trúmálaritið, sem út hefur komið á síðkastið er þó ó- nefnt. En það er Kristindómur- inn eftir Adolf v. Hamach, í þýðingu eftir sr. Ásmund Guð- mundsson skólastjóra á Eiðum, með formála eftir biskupinn. Hamach er eins og kunnugt er, einhver helsti forvígismaður þýskrar nýguðfræði, stórlærður maður og ritfær. En um margar skoðanir hans mundi að sjálf- sögðu deilt hjer eins og í heima- landi hans. En ef mönnum er það á annað iborð hugleikið að kynnast þessum málum alvarlega og læra að greina milli gamallar guðfræði og nýrrar, er best að leita til þeirra sem fremstir standa í flokki hvorumegin, þeg- ar þeir gera ítarlega og rólega grein fyrir máli sínu, eins og hjer er um Hamach. Væri fróð- legt að fá þýdda einhverja áþekka bók frá gamalguðfræði- legu sjónarmiði. Mundi það af- farasælla fyrir trúmálalíf lands- ins en margt það pex sem meira tíðkast. ■■■ -o»■■ Ekkjifrl FriOrika Briem áttræð. „Skáld er eg ei“, en skyldukvöðin kallar og kveða biður orkulítinn beim; ei seinna er vænna, óðum æfi hallar, þú ert nú bráðum til hans komin heim, er þráir þig að baki bólstrum skýja og brátt mun með þjer sambúð endumýja. þið voruð hjón í öllu öðrum mönnum til eftirbreytni dýrleg fyrirmynd, með faðminn þaninn út i ykkar rönnum mót eymd og neyð, sem þyrstum svalalind. því hjörtun klökk nú munu ykkar minnast, ei meiri hjón á landi voru finnast. Ættarþjóðar þegar varð hann sómi, én þú varst fágæt, ilmrík Ðanarós; úr augum þjer skein ávalt blíðuljómi, en allra sinna varð hann stoð og ljós. Ei valdist kona betur merkum manni, til meiri sæmdar, þótt jeg landið kanni. I engu var hann eftirbátur sinna, og alt eins skært var gáfnaljósið hans, en um sig sjálfan æ hann hirti minna, en efla þá, og lyfta hátt til manns; og því er Gunnlaugs ljósríkt yfir leiði, þar ljómar ávalt sólin skært í heiði. Og eg er einn af slíkum, sem ætti að minnast hans, íl af kærleikskrafti ríkum hann kom mjer fyr til manns; og því er hjartað þrungið af þökk og lofi og yl, en samt jeg get ei sungið hans sæmd — þó feginn vil. Hann lítinn dreng mig leiddi frá látins föður beð, hann öllum tárum eyddi og um það fjekk hann sjeð, að einskis í jeg misti, jeg annan föður hlaut. Hann varð minn vinur fyrsti, hann varð mjer skjól í þraut Og því er ei að undra, þótt æ jeg dái þig, er sorgum náðir sundra og síðan leiddir mig, og yfir látins leiði mjer ljósið fegurst skín, er á það blómin breiði; jeg blessa minning þín. Og vel jeg mætti minnast þín, mæta, göfga fljóð; þjer þakkir eiga að innast, þú ætíð varst svo góð. Hinn ljúfi ljóssins faðir þjer launi fyrir svein, um allra alda raðir þjer ami ei sorgin nein. þú vart munt gleymast vinum, þú varst þeim hlíf og skjól, og ekki heldur hinum, er höfðu litla sól; í átta tugi ára þú öðrum hjálpir vanst, að draga úr sviða sára þjer sæla og gleði fanst þú ljós á þinna leiðum, er lífið gjörðir bjart, und minnishimni heiðum í hugann flýgur margt; með silfrað hár þú situr við sólríkt aftan skin, er þýða þökk nú flytur frá þakkarskyldum vin. H. -----o---- Bóklestur á Akureyri. Bóka- vörður Amtsbókasafnsins á Ak- ureyri, Davíð frá Fagraskógi, hefur nýlega samið skýrslu um notkun safnsins sl. vetur. Lesin voru 5438 bindi af 534 maxms og 451 bindi á lesstofu af 1000 manns. Mest iesin einstakur inn- lendur höfundur er þar Einar H. Kvaran (130), þá Jón Trausti (101), Gunnar Gunnarsson (70), Guðm. Friðjónsson (65), o. s. frv. Mest lesinn erlendur höf. er C. Garvice (76), þá H. Ibsen (64), V. Hugo (60), Sigrid Undset (60) Patric McGill (59), Bjömstjeme Bjömsson (58) og Jónas Lie (57), Selma Lagerlöf (53). Tíma- ritin eru einnig allmikið lesin, Nýjar kvöldvökur, Eimreiðin, Skímir, Óðinn. Islendingasögur em talsvert lesnar (144). Kappreiðar fóru fram við Ell- iðaámar á 2. hvítasunnudag. Var þar fjöldi fólks og veður hið besta. 28 hestar vom reyndir. Fyrir skeið fjekk 1. verðl., 200 kr., Sjúss F. Hansens í Hafnar- firði, og auk þess verðlaunabik- ar, gefinn af Ól. Magnússyni ljósmyndara, 2. verðl. fjekk Sleipnir Sig. Z. Guðmundssonar í Rvík, 100 kr., og 3. verðl. Baldur Einars E. Kvaran, 50 kr. — Fyr- ir stökk fjekk 1. verðl., 200 kr., Móðnir frá Deildartúngn og auk þess 50 kr. og silfurbikar, gefinn af Ól. Magn., fyrir að setja nýtt met (22!/4 sek.). 2. verðl., 100 kr., fjekk Reykur Jóns Guðna- sonar í Rvík, og 3. verðl. öm Einars Sæmundssonar skógfræð- ings, með hlutkesti milli hans og Sörla Ólafs Magnússonar, sem áður hefur fengið fyrstu verðl., en nú er 18 vetra gamail. Flokks- verðlaun, 15 kr., fjekk Fluga frá Valdastöðum. Mýlnir frá Gríma- stöðum var við æfingamar talinn fljótastur allra hestanna, en fyr- Velox skilvindan góða er hljóðlítil og ljett í snúningi. Skilur sjerlega vel, einföld og hæg í hreinsun og end- ist ágætlega. Fæst í 8 stærðum. No. 0 skilur 65 lítr. — 1 — 120 — — 2 — 220 — Velox strokkurinn strokkar rjómann á 15—20 mínútum. 3 stærðir 5, 10 og 15 lítra. Y arahlutir ávalt fyrii'ligg'jandi. "V erslun ]óis Pörðirsmar Reykjavík. ir einhver mistök varð hann eftir, er flokkur hans var reynd- ur og var dæmdur úr leiknum. Aflabrögð. Mokafli er nú sagð- ur í verstöðvunum við Eyjafjörð. Tímaritið Rjettur, 1. h. 12. árg., er nýkomið út, fjölbreytt og læsilegt. Forsætisráðherra fór á kon- ungsfund nokkrp eftir þingslit, en er væntanlegur heim aftur 12. þ. m. Frk. Anna Pjeturss, dóttir H. P. jarðfræðings, hjelt hjer ný- lega klaverhljómleika og var lát- ið mjög vel yfir. Hún hefur lært í Khöfn, dvalið þar að undan- fömu hjá móður sinni. Guðm. G. Hagalín rithöfundur er nýkominn heim hingað með fjölskyldu sinni, eftir nær þriggja ára dvöl 1 Noregi. Ætlar hann að dvelja austur á Fljóts- dalshjeraði (á Hvanná) í sumar, en setjast hjer að næsta haust. Óðinn, jan.—júní 1927, er nú bráðum fullprentaður. í honum er m. a. sagt frá Frikirkjunni í Rvík og Leikfjelagi Akureyrar, með mörgum myndum. Sjera Fr. Frið- riksson heldur áfram æfisögu sinni o. s. frv. Prentsm. Aeta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.