Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 15.06.1927, Side 1

Lögrétta - 15.06.1927, Side 1
LOGRJETTA xxn. ár. Reykjavík, miðvikudagjnn 15. júní 1927. 33. tbL Um víða veröld. Atvinnumálaskrá fascismans. Atvinnumálin og erfiðleikar þeir og- deilur, sem risið geta út af þeim eru hvervetna hið mesta úr- lausnarefni og hafa þau víðtæk áhrif á líf þjóðanna, þar sem launakjörin hafa mikil áhrif á af- komu manna og verkföllin og ▼erkbönnin sem af deilum um þau atafa, ekki síður. í síðustu blöð- um Lögr. hefur verið sagt frá til- raunum þeim, sem Norðmenn hafa gert til þess að jafna þessi mál, s. s. með lögskipuðum gerða- dómi í öllum vinnudeilum, sem nú hefur ákveðið 15% alm. kaup- lækkun, og frá stjettafjelaga- frumvarpi ensku íhaldsstjómar- innar. En nýlega hafa ítölsku fascistamir einnig lagt sinn skerf til þessara mála. En þeir hafa mjög lagt áherslu á það, að fas- cisminn væri færari um það en aðrar stjómarstefnur, að ráða fram úr atvinnumálunum og einkum undirstrikað það, að orð og gerðir jafnaðarstefnunnar neru þar öldungis óhafandi. Nú fyrir röskum mánuði birti Mussolini í aðalráði fascistanna Bvonefnda atvinnumálaskrá Italíu eða tilskipun um skipulag at- ▼innumálanna. Fyrsti bálkurinn er um „ríkisfjelagið og skipulag þess“. Vinna, í öllum myndum, er þjóðfjelagsleg skylda, segir þar og er þess vegna háð valdi og vemd ríkisins. öll framleiðslu- fyrirtæki em órofin eining í þeim tilgangi að vinna að vel- gengni framleiðendanna og að þroskun á krafti þjóðarinnar, segir ennfremur. En þótt því sje lýst yfir, hjer sem annarsstaðar í stefnuskrám fascista, að ríkis- ▼aldið sje hafið yfir vald og vilja einstaklingsins, er jafnframt kveðið svo að orði, að fascistarík- ið telji einstaklingsframtakið bestu leiðina til þess að ná til- gangi hinnar samstarfandi fje- iagsheildar og því grípi ríkisvald- ið ekki beinlínis fram í atvinnu- málin, nema þegar einstaklings- átakið mistakist, eða þegar stjómarfarslegir hagsmunir ríkis- ins sjeu í hættu, en ríkisvaldið sker sjálft úr því hvenær svo er. Iðnfjelög og framleiðslufjelög er frjálst að starfrækja, ef þau hafa verið löglega viðurkend. Úrskurð- arvaldið um andstæða hagsmuni vinnuveitenda og vinnuþiggjenda og það hversu hvorutveggja verði sveigt undir æðri hagsmuni fram- leiðslunnar, er hjá ríkinu, eða sjerstöku atvinnuráði þess,en það bætir við sig, undir vissum kringumstæðum, fulltrúum þeirra framleiðslufjelaga, sem í hlut eiga. En fyrir íhlutunarrjetti ríkisins em engin takmörk, seg- ir í skránni, þegar um hagsmuni ríkisins er að ræða, og má þá styrkja atvinnureksturinn, hafa sjerstakt eftirlit með honum, eða koma á beinum ríkisrekstri. Rík- ið getur einnig hlutast til um launakjör, en þau á að ákveða á hagfræðilegum grundvelli hlut- fallslega við eðlilegar lífsuppeldis- þarfir og getu framleiðslunnar. Sjerstök stjómardeild á að hafa mál þessi með höndum og eru nánari ákvæði um þau í öðram bálki skrárinnar, sem heitir um samstarfssamninga og atvinnuör- yggi. Þar em m. a. ákvæði, sem lögbjóða einn launaðan leyfisdag á ári. Þriðji bálkur skrárinnar er um atvinnuleysisskrifstofur. Þar segir að ríkið eitt geti skorið úr því, hversu mikið sje atvinnuleysi á hverjum tíma og það eitt hafi ákvörðunarvald um þau mál. Þar er vinnuveitendum einnig gert það að skyldu, að láta fascista sitja fyrir öðmm um vinnu. Loks eru í skránni ýms ákvæði um heilbrigðismál og tryggingar. Orðið verkfall kemur hvergi fyr- ir í skránni. Fascistar sjálfir halda því fram, að samþykt þessarar nýju atvinnumálaskrár sje eitt hið merkasta atvik í sögu fascism- ans, því með henni sje skýrt mörkuð afstaða svartstakka- byltingarinnar í einhverjum mik- ilverðustu málum nútímans og sýnt fram á möguleikana um heilbrigt samstarf auðvalds og vinnu. Einkum er lögð áhersla á það í boðskap fascistaráðsins um samþykt skrárinnar, að hún sýni það greinilega, gagnstætt hinni gjaldþrota jafnaðarstefnu, að fascisminn stefni raunvemlega að því að hækka og bæta kjör og stöðu lýðsins, siðferðilega og efnalega, enda hafi hann verið fascistaríkinu hinn hollasti. Gagnrýnendur fascismans bera það hinsvegar fram, að í samþykt þessarar nýju skrár sje aðeins fólgin lausn ítalskra atvinnu- mála á pappímum, en bæði sjeu ákvæði skrárinnar sjálfrar mörg óákveðið og teygjanleg og svo sje framkvæmdin í mörgu öll önnur en orðin. I raun og veru er ríkinu fengið alræði í atvinnumálunum, enda er Mussolini gamall jafnaðarmað- ur, en ríkishugsjón hans, eins og hún birtist í þessari skrá, er einna mest í ætt við hina þýsku ríkishugsjón Hegelianismans. — Skráin er einnig eftirtektarverð að því leyti að hún markar mun- inn á einræði Mussolinis og því sem venjulega er talið auðvalds- einræði, því í henni eins og í fjármálastefnu Mussolinis yfir- leitt, em ýms atriði, sem em andstæð vilja ítölsku auðstjett- anna. Hinsvegar er skráin einnig langt frá því í mörgum atriðum að vera í samræmi við vilja vinnustjettanna annarsstaðar í álfunni. Reynsla tímans verður því um þetta, eins og svo margt annað í fari fascismans, að skera úr því, hvort honum tekst að leggja nokkuð raunveralegt til úrlausnar þjóðfjelagsmálanna. Síðustu fregnir. Nokkrar ófriðarhorfur em enn sagðar út af Balkanmálunum, sendiherramorðinu í Póllandi og bretsk-rússnesku deilunni, en samt búist við því, að takast muni að ráða friðsamlega fram úr málunum. Ráðstjómin rússneska hefur látið taka af lífi 20 rúsn. keisarasinna, flest herforingjar sakaðir um njósnir fyrir Eng- lendinga. Þýsk og ensk blöð hafa farið mjög hörðum orðum um þessar aftökur og sagt, að þær muni mjög spilla þeirri samúð, sem Rússar hafi verið famir að njóta víða erlendis. ----o---- Æfisaga Krists Eftiir Giovanni Papini. (Ágrip). Postularnir. Miklum mönnum er áskapað það böl, að þeir eignast lærisveina. Enginn lærisveinn skilur alt. Hann skilur ekki nema að nokkm leyti og fylhr svo upp í eyðumar frá eigin brjósti. Á þann hátt rangfærir hann, án þess að vita af því, kenningar meistara síns. Lærisveinamir em venjulega margir og metast hver við annan. Hver um sig vill vera fremstur, og því hættir þeim við að tala illa hverjum um annan og gera lítið hver úr 'öðram. Hver um sig vill vera eini, sanni túlk- ur meistarans. Eða þá að læri- sveinninn snýr út úr kenningu meistarans, til þess að svo líti út sem hann hugsi sjálfstætt. I öllum lærisveinum, jafnvel þeim auðsveipustu og samvitskusöm- ustu, er einhver angi, sem bendir í áttina til Júdasar. Lærisveinn- inn er milliliður, sem svíkur bæði seljanda og kaupanda. Hann dreg- ur orð og setningar út úr rjettu samhengi, gerir það þungskilda óskiljanlegt, það auðskilda tví- rætt; hann margfaldar erfiðleik- ana með skýringum, hangir við aukaatriðin, dregur kraftinn úr meginatriðunum, þynnir vínið, en selur svo blöndu sína svo sem væri hún hreinsaður lögur sjálfs kjamans. Og þó hefur enginn afburða- maður getað verið án lærisveina. Sá, sem er einrænn og fjöldanum fjarlægur, verður að hafa ein- hverja, sem honum sjeu nákomn- ir. Hann getur ekki lifað án þeirr- ar ímyndunar, að einhverjir skilji hann og flytji hugsanir hans út um heiminn, fyrir eða eftir dauða hans. Hann reikar um án þess að eiga sjálfur hús yfir höfuð sjer, en gleðst yfir því, að hitta fyTÍr heimili, þar sem honum er vel tekið. Hann á enga fjölskyldu, en honum er ánægja að því, að eiga andleg afkvæmi. Hermenn þessa herforingja fæðast ekki fyr en hann hefur vökvað jörðina með blóði sínu, en hann langar til að hafa kringum sig lítinn herskara. Lærisveinamir em þreytandi og hættulegir, en jafnframt óhjá- kvæmilegir. Spámennimir þjást, ef þeir ná ekki í neina lærisveina, en þjást þó jafnvel enn meir þeg- ar þeir hafa fengið þá. Sú hugsun, sem maðurinn hef- ur alið, er tengd við sálu hans með enn sterkari böndum er böm hans. Hún er viðkvæm og vanda- söm í meðfömm, og því fmmlegri sem hún er, þess erfiðara er að koma henni á framfæri. Að fá hana öðmm til meðferðar, að gróðursetja hana í huga annara, ófullkomnari manna, hefur í för með sjer afskaplega ábyrgðartil- finningu, sem stöðug þjáning fylgir. Spámaðurinn hefur altaf brenn- andi löngun til þess að útbreiða hugsun sína til allra, og þetta er verk sem hann annar ekki einn. Svo kemur hjegómleikinn þama líka til greina; hann get- ur læðst inn í huga allra, jafn- vel þeirra, sem hæst hugsa, og hann krefst hróss og aðdáunar. Hann vill sigra, enda þótt sá sig- ur sje ekki annað en missýning og blekking. Kristur var alveg laus við smá- munasemi þá, sem jafnan er meira og minna til af hjá hinum miklu mönnum. Hann var Galilei og valdi lærisveina sína meðaJ Galíleumanna. Hann var fátækur og valdi þá meðal fátæklinganna, því hann var kominn til þess að heyja stríð við þá ríku. Og hann valdi þá ekki meðal hinna skrift- lærðu og lögfróðu, því hann var kominn til þess að bylta við lög- unum.Heimspekingar vom engir í Palestínu á hans dögum, enda mundi hann ekki hafa fengið styrk úr þeirri átt, þótt þeir hefðu verið þar til. Hann vissi, að hin fáfróðu náttúmböm, sem

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.