Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.06.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 15.06.1927, Blaðsíða 3
LÖGRJBTTA f „Vesalingarnir“. Þriðji þáttur „Vesalinganna“ eftir Hugo — Maríus — er nú nýkominn út, í þýðingu eftir Vilhjálm Þ. Gíslason. Er þessi bók í sama sniði og tveir fyrri þættimir, Fantína og Cosetta og geta bókamenn þannig eignast ált verkið í góðri útgáfu („Marí- us“ kostar 2 kr). En innanskams fer fjórða bókin að koma út í Lögrjettu og verður hraðað. í íslensku þýðingunni á Maríusi er fylgt bókaskiftingu frumbók- arinnar og er hún því nokkru fyllri og lengri en t. d. þýðingin eftir Winkel-Hom, sem hjer var dálítið kunn áður. „Vesalingamir" hafa unnið sjer miklar vinsældir síðan þeir fóru að koma í Lögrjettu. Það er einnig viðurkent, ekki aðeins af lestrarfúsum almenningi, heldur einnig af góðum ritskýrendum, sem við franskar bókmentir hafa fengist, að „Vesalingamir“ sjeu í tölu hinna bestu skáldsagna, bæði vegna frásagnarlistar sinnar og hins siðferðilega boðskapar. Þegar fyrsta ítalska þýðingin á Vesalingunum var að koma út (1862) skrifaði Hugo útgefand- anum, Daelli í Mílano, m. a. á þessa leið: „Þjer hafið rjett fyrir yður, herra minn, þegar þjer komist svo að orði, að „Vesaling- amir“ sjeu skrifaðir fyrir allar þjóðir. Jeg veit ekki hvort allar þjóðir lesa þá, en jeg skrifaði þá fyrir allar þjóðir. Þeir eiga jafnt erindi til Englands og Spánar, til Italíu og Frakklands, til Þýskalands og írlands, jafnt til lýðvelda, sem hafa þræla og keisaradæma, sem hafa menn í ánauð. Þjóðfjelagsmálin takmark- ast ekki af landamæmm. Vesæld mannkynsins, þessi mikla vesæld, sem nær um allan hnöttinn, nem- ur ekki staðár við rauðar og blá- ar línur, sem! dregnar em á landa- brjef. Alstaðar þar sem maðurinn situr í vanþekkingu og vonleysi, alstaðar þar, sem konan er seld fyrir brauð, alstaðar þar sem bamið brestur bókina, sem á að leiðbeina þvi og hjartað, sem á að verma þvi, alstaðar þar drepur bókin um „Vesalingana“ á dyr og segir: Ljúkið upp, til ykkar kem jeg. Á því stigi menningarinnar, sem við nú stöndum á, er nafnið vesalingsins „maður“. Hann kvelst í öllum löndum, andvarpar á öllum tungum“. Sættir. I. Hljótt er nú orðið að mestu um það málið, sem mestum olli öfgunum og flestum kom á kreik í vetur og fyrrasumar: Áburðar- málið svonefnda eða Sigurðarmál- ið, eins og það líka hefur verið kallað. Er það gleðilegt mjög og gott til að vita, að þeir flestir, sem þá reiddu brandana hæst, hverjir að öðrum, hafa nú ýmist slíðrað sverðin eða gengið í eina sveit, til að sækja fram að sama marki og berjast hlið við hlið. Deilunni lauk sem menn muna með sætt þeirri, er samin var á Búnaðarþinginu í vetur. En sætt- in var sú, eins og líka mun landsfleygt orðið, að búnaðar- málastjórar skyldu vera tveir, í stað eins, sem áður var. Og Sig- urður Sigurðsson skyldi vera annar búnaðarmálastjórinn. Stjóm Búnaðarfjelagsins hafði með nokkum veginn Ijósum rök- um borið sakir á hendur Sigurði og svift hann stöðu sinni. Sigurð- ur vildi hinsvegar enga sekt við- urkenna, en krafðist fullrar upp- reisnar. Og bæði honum sjálfum og áhangendum hans hafði tek- ist að snúa þannig umræðunum um málið, að mjög var erfitt að átta sig á því, af því einu sam- an, sem fram kom í orðræðum manna og blaðagreinum. Það varð og honum í hag, að stjómin hafði sennilega sýnt óþarfa fljót- fæmi, er hún veik honum úr sæti. Og það annað: Að hún annað- hvort skyrðist við, eða var ekki tilbúin að gera það opinskátt, sem hún hinsvegar á tilfinning- unni taldi honum til saka. Það var þess vegna alls ekki undar- legt þó það tækist vel að telja fólki, er fjarri stóð, trú um að Sigurður væri ranglæti beittur. Enda gekk það trúboð greitt. — Þetta mál, sem í sjálfu sjer var lítið og fremur ómerkilegt, hafði hleypt þeim hita í menn, að full ástæða var til að óttast, að ill áhrif hefði á önnur betri og mik- ilvægari mál. Það var því mikil vorkunn þó í mörgum væri uggur við afleiðing þessarar deilu. Menn höfðu skipast í flokka með stjóminni og með Sigurði, flestir án þess að hafa sjálfir haft tóm til eða tækifæri að skapa sjer sjálfstæða skoðun. Kappið var mikið á báða bóga og flestir heimtuðu sigur sinnar trúar. Þetta var því í sannleika sagt: „mesta vandræðamál". En svo þegar bardagahugurinn stóð hæst, kom það, sem fæstum hafði víst til hugar komið, að von gæti verið : sættin. Sigurður skyldi halda launum sínum og starfs- titli, en láta af hendi helming starfsins, a. m. k. — Hinsvegar skyldu allar sakargiftir á hendur honum falla niður án frekari rannsóknar, en þá hafði farið fram. Hjer varð því málamiðlun þannig, að þeir sem deildu slök- uðu báðir til í kröfum sínum. — Gengu hvorugir í móti öðrum, mættust á miðri leið og sættust. I — Æskilegasta úrlausn allra j deilumála. IL Allir þekkja söguna um Hrafna-Flóka og fjelaga hans: Heljólf og Þórólf smjör. Þegar þeir komu til Noregs utan af Is- landi, þá lastaði Flóki mjög land- ið, Herjólfur sagði af því kost og löst, en Þórólfur lofaði það ákaf- lega og sagði þar drjúpa smjör af hverju strái. Því var hann smjör kallaður. — Þessi saga dettur mjer þá jafnan í hug, er eg minn- ist þess margs, sem mælt hefur verið og skrifað um Sig. Sigurðs- j son í tilefni af deilumáli hans við' ! Búnaðarfjelagsstjómina. Sumum hefur farið líkt og Flóka. Þeir löstuðu haim, en lofuðu ekki. Nokkrir hafa reynt að unna hon- um sannmælis. En flestir hafa lofað hann eingöngu og sumir svo óhóflega, að þá væri sennilega sanni nær, ef smjör og hunang, gæfa og gæska streymdi af hon- um og stafaði víða vegu um kring. Eitt dæmi, sem margir sjálfsagt kannast við, skal jeg nefna: Lofkaflann í hinni fjálgu og að sumu leyti góðu grein Gunnlaugs sandgræðslumanns, þeirri sem í Lögrjettu birtist seint í vetur og hann kallaði „Sandgræðslu“. Það er orðið svo algengt, að dauðir menn sjeu of- lofi ausnir að fáum ofbýður nú lengur. En hitt er, sem betur fer, óalgengt enn: að sjá slíkt óhófs- lof borið á lifandi mann edns og Gunnlaugur gerir þar. — Jeg var einn af þeim tiltölu- lega fáu mönnum, sem 1 streng tóku opinberlega með stjófn Bún- aðarfjelagsins. Það gerði jeg af því, að eg var þeirrar skoðunar, að hún þrátt fyrir dálítil mistök á málinu hefði þó rjettinn full- komlega á sinni sveif. Auk þess ofbauð mjer alt moldviðrið, sem eg vissi til að þyrlað hafði verið upp í móti henni víða vega um landið. Því var dróttað að mjer, bæði hátt og í hljóði, eftir að jeg reit grein mína um „áburðar- málið“, sem Lögr. flutti fyrir jól- in í vetur, — að hana hefði jeg skrifað í vinnumensku hjá Magn- úsi á Blikastöðum. Eg felst nú fúslega á, að eðlilegt sje, að þeim mönnum dytti þetta í hug, sem sjálfir eru vanir við að halda slíka leiguskrifara eða skrifa í þess- háttar þjónustu. En jeg skal nú lýsa því yfir þó seint sje: Jeg fór þar einskis manns fluguferð! Jeg skrifaði greinina af eigin hvötum og um hana vissi eng- inn annar en jeg fyrri en full- skrifuð var. Þessu veit jeg, að þeir muni flestir trúa, sem þekkja mig að nokkru. Mig hefur ekki hent það ennþá, svo að jeg muni til, að taka að láni sannfæringu eða selja mína á leigu. Og jeg hef óskað mjer þess einatt, að án slíks fengi jeg æfi mína á enda. Fremur en nokkur annar, sem í móti Sig. Sig. hafa mælt hef eg látið hann njóta þess sannmælis, sem mjer sýndist hann eiga skil- ið. Mjer kom það því nokkuð undarlega fyrir sjónir, þegar tveir af tryggustu fylgifiskum ; hans, sýndu framan í alþjóð, sína viðleitnina hvor, á því að heimska mig fyrir þá hreinskilni. Gunn- laugur sandgræðslumaður brá lítillega á þann leik í áminstri „Lögrjettu“-grein. En Valtýr Stefánsson gerði það öllu ljós- legar í fljótfæmislegri útúrsnún- ingsklausu, sem hnýtt var aftan í grein mína: „Sandgræðslumál“, sem prentuð var í Morgunbl. og Isafold. Það er því líkast sem Val- týr og margir fleiri menn telji það löst eða vott um lítið vit að unna andstæðing sínum sannmæl- is, eða segja löst og kost á máli og manni. Enda bera blöðin þessa merki! Hver hefur,til dæmis,sjeð lofsyrði um Jón Þorláksson í Tímanum? Eða um Jónas Jónsson í ísafold? Og hafa nokkru sinni verið sögð sanngjöm orð um jafnaðarstefnuna í Morgunblað- inu, eða um íhaldsstefnuna í Al- þýðublaðinu? Vera má. En sjald- gæft er það áreiðanlega. — Kan- ske sýnist nú flestum öðmm en mjer, þetta vera sjálfsagt og eðli- legt. En jeg vil kalla það blaða- mensku á refilstigum. Jeg geri þá kröfu til blaðamanna og ann- ara, sem í blöðin skrifa, að þeir sjeu sannsöglir, hreinskilnir, djarfmæltir og drengilegir. Sjeu ekki þrælar eins og manns eða málefnis. En segi jafnan það eitt er þeir vita sannast og rjettast. Þeir skyldu forðast jafn að leika eftir Smjör-Þórólfi og Lyga- Merði eða að líkjast þeim í leik. Blöðin eru í rauninni hin enda- lausa biblía þjóðfjelagsins, og blaðamennimir spámenn þess og þjóðhöfðinigjar, fremur en flest- ir menn aðrir. Sjeu þeir góðir spámenn og göfugir, em þeir þjóðinni mikil blessun. Sjeu þeir aftur á móti illir eða óheilir, þræl- ar eigin hagsmuna, ills manns eða málstaðar, geta þeir verið mein- árar og bölvaldar. Og það em blaðamenn, því miður, of oft — Hvað marga góða spámenn í blaðamannahóp á þjóðin okkar núna? Vilja menn ekki líta eftir því í laumi og svara svo hver fyrir sig. Vera má að margir sjeu og vonandi er, að þeim fjölgi. Miklu munar um maimslífið ef gott er! — En þetta var nú lík- lega óþarfur útúrdúr. Jeg var að minnast á „Sand- græðslu“-greinina hans Gunn- laugs. Mig langar að senda hon- um þau orð: að í mínu hjeraði þekkist enginn sveitaplága argari en sandfokið. Það hjelt jeg að hann vissi fyrir löngu og undrað- ist því mjög, er hann þóttist þekkja aðrar verri. En reyndar þekkir hann hana enga. Frekara nenni jeg ekki að eltast við meinlausar hnútur hans, sem flugu fram hjá mjer. Gunnlaugur er þar að auki alt of þjóðnýtur maður til þess að jeg vilji eiga ilt við hann. III. Blöðin hafa yfirleitt verið orð- fá um sættina. Og flest mjög orð- vör. Þó kendi fyrst í stað í Mbl. nokkuð mikillar nepju í garð þeirra manna, er sættina sömdu. Því var haldið fram, að þjóðin ætti heimtingu á að fá að vita hið sanna um sekt og sakleysi þeirra, sem að deilunum stóðu. Hinn seki, ef dæmdur væri, ætti að dæmast o. s. fv. — Þetta um „heimting þjóðarinnar“ er auð- vitað nógu vel orðað til að afla sjer áheymar. En það er heldur ekki mikið meira en það. Athug- um þetta nánar. Setjum svo að einhver lánlítill mannveslingur yrði valdur að einhverju sorglegu óhappatilfelli, svo sem húsbruna, manntjóni eða fjártjóni einhvers eða einhverra. Hugsum okkur or- sökina þá, sem vanalegust er: klaufaskap, athugaleysi eða van- rækslu. En alls ekki ásetning. Ef til vill tæki óhappið á engan meir en þann sem ætti. Enginn

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.