Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.06.1927, Blaðsíða 4

Lögrétta - 15.06.1927, Blaðsíða 4
4 LOGftiETTA eða fáir vita svo nokkru nemi um orsökina. Og þeir sem eitthvað vita, vilja langhelst þegja. En þá koma blöðin til skjalanna og hrópa hátt um „heimting þjóðar- innar um að vita hið sanna í málinu“. Sú krafa er tekin til greina. Lögreglumenn eru sendir af stað. Vitnum er smalað saman í stórhópum. Rjettarþing eru haldin í tugatali. Dómarar og iagalallar sitja mánuðum saman með sveitt ennin og sýnist sein- lega horfast. Loksins auðnast þeim þó að fræða þjóðina um hið sanna.Og hverju er hún svo nær? Jú, kjaftakindumar fá nýjan texta til að leggja út af og for- vitni fólksins fær augnabliks saðning!! Annars er þjóðin engu bættari. — Jeg skal játa það hreinskilnis- lega, að jeg áttaði mig ekki nærri gtrax á ágæti sættarinnar. Mjer fanst eins og mörgum öðrum, að deilan yrði að skríða til skarar. Síðan hef jeg komist á þá skoð- un, að sættin hafi verið hin heppi- legustu málalok. Og jeg vona þess og bið að hún megi vel og lengi haldast, svo að þeir sem öndverð- astir stóðu í áburðarmálinu sæla, fái með sameinuðum kröftum flýtt fyrir fjölgun smjörstráanna á landi hjer. En það starf tel jeg mest aðkallandi hjá þjóð vorri nú. Helgi Hannesson. ----<».-.. Lamleyiðr. --Jveitii m. Breiðfelda, sólríka sveit! í kvöld horfi jeg um öxl mjer, yfir 'liðin 24 ár, — jeg horfi heim til þín, og sje þig glöggt, þrátt fyrir fjarlægð og ómælishöf, sem skilja mið við þig. Jeg sje þig, breiðar strendur þínar; fjöllin sem standa í hæfilegri fjarlægð að baki þjer og halda vörð um þig. Og hugur minn hvílir sæll í skauti þínu, eftir langferð, sem varað hefur um mörg ár, eftir breytilegum erlendum slóðum. Á brjóstum þínum stóð bemsku- rúmið mitt.Hjá þjer óx fífill æsku minnar. En mjer er sjerstaklega hlýtt til þín, sökum þess, að um langan aldur hafa forfeður mín- ir unað hjá þjer, fæðst og dáið í fangi þjer. Hjá þjer lærði mamma mín fyrst að ganga. Æskuglöð og ljett í lund hljóp hún um holtin þín, hól af hól og tíndi áhyggjulaus blóm og ber, sem spruttu um holtin þín. Hjer lifði hún í draumheimi. Huldu- fólkið bjó í hverjum steini, þar sem bamslegt ímyndunarafl var annarsvegar. Vafurlogar vom kyntir í rökkrinu, æfintýri lesin og sögð. Hjer lifði mamma mín í draumkendri æsku, uns alvara lífsins tók við. Og þú sveitin mín kæra, fóstraðir pabba minn. Sem drengur ljek hann sjer hjá þjer, Ijettur í spori, með útþrá í ungu hjarta. Vart meira en drengur stýrði hann fiskibát við strend- ur þínar, og þreytti, ásamt fje- lögum sínum, ofurkapp við brim- ið sem oft verður ægilegt við strendur þínar. Þeir fjelagar drógu oft björg á land, en hörð var sóknin, snör vom handtökin, — við ofurefli brims og strauma. Hjá þjer, sveitin mín, háðu þau pabbi og mamma baráttu fyrir lífstilvemnni, með bamahópinn sinn. Stór var hópurinn og hörð var sóknin, og ýms voru örlögin. Þau urðu loks að flýja þig, bros- hýra sveit, en söknuðu þín æ síðan. En þótt þau flyttu í burt, varst þú þó fóstra mín eftir sem áður, því þig eina þekti jeg, og hjá þjer dvaldi hugurinn oft, — þegar heim var hugsað. Jeg kvaddi þig þegar haust- fölvinn hafði sett merki sitt á blóm og grös, og engjateigamir vom orðnir bleikir. Jeg kvaddi þig með sársauka tilfinningu unglingsins. Mig langaði að sönnu að dvelja hjá þjer, starfa þjer, helga þjer krafta mína. En út- þrá heillaði sálu mína. Þegar út- rænan sveiflaði hressandi blæ- væng sínum á fögmm sumardegi, þá gat jeg tekið undir með skáld- inu, sem lýsti sálarlífi íslensks unglings, að: „Þá fanst honum eins og ótal fleirum, að utan af hafsins rönd, þar dagaði af hamingju heiðri og frægð, — það heillaði ’ann burtu af strönd“. (G. M.). Útþráin heillaði mig. Undra- land hins ókunna, fjarlæga, snart spenta strengi í ungri sál. Jeg kvaddi ástkæra foreldra, systkini og vini, — jeg kvaddi þig. Og árin hafa liðið hjá, starfsrík blessuð ár. Ekki hafa allar vonir æsku minnar náð lendingu á landi virkileikans, en björt hefur leiðin oftast verið; — betri ef til vill, en í skauti þínu. — En ást- vinahópurinn sem jeg kvaddi er nú tvístraður, af hendi dauðans og örlaganna. Sumir þeirra hvíla í skauti þínu, og þú breiðir yfir hvílurúm þeirra nýja glitábreiðu á hverju sumri. Aðrir ástvina minna dvelja í fjarlægð við þig. Þær slóðir sem þeir dvelja á, era mjer Mtt kunnar. Eiginlega em það örlög mín, sem margra ann- ara, að þekkja eingöngu þær slóðir, þar sem starf mitt hefur verið. En með fjölgandi áram þrengist sú tilfinning inn í sálu mína, að: „Jeg á orðið einhvemveginn ekkert föðurland“ — nema þig. Ef til vill er nú brekkan fagra mót suðri, þar sem jeg ljek mjer bam, ekki lengur til, en þar hefi jeg oft hugsað mjer sjálfan mig, í sælh ró, sem áður fyr. Litli lækurinn, þar sem jeg fleytti skipum mínum, smá- um og stóram, sem pabbi þreytt- ist aldrei á að búa til, er orðinn að straumþungri á. Alt breytist. Jeg er heldur ekki lengur litli áhyggjulausi drengurinn. Að eðlilegleikum finn jeg til ýmsrar ábyrgðar, sem fjölgandi áram fylgir. En ef þú bara vissir, kæra sveit, hve oft jeg hefi í anda flúið þreyttur til þín, dvalið við brjóst þjer, og fundið hugðnæma hvíld, og komið aftur úr flugför minni endurhrestur og ungur! Efamál er það, að jeg fái þig oftar augum litið, en oft hugsa ! jeg heim með þakklátum huga, og er hinsta langferð að höndum ber, kem jeg við og kveð þig, broshýra bemskusveitin mín. Sigurður Ólafsson, frá Ytri-Hól. ----o----« Stórstúkuþing hefur setið hjer undanfarið með um 170 fulltrú- um og er það meira en nokkru sinni fyr. Reipdráttur nokkur hefur verið um það, hvort fram- kvæmdanefndin ætti að sitja syðra eða nyrðra og var hún nú flutt til Rvíkur og kosinn stór- templar Sigurður Jónsson skóla- stjóri, í stað Brynleifs Tobías- sonar. Stórkanslari er Pjetur Zophoníasson, stór-varatemplar frú Gróa Andersen, stórgæslum. ungl. Magnús V. Jóhannesson, st,- gæslum. löggjafarstarfs Vilh. Knudsen, stórritari Jóh. ögm. Oddsson, stór-fregnritari Jón Brynjólfsson, st.-fræðslustjóri Hallgr. Jónsson, st.-gjaldkeri Rich. Torfason, st.-kapílán sr. Ámi Sigurðsson, umboðsm. há- templars er Borgþór Jósefsson. Árni Jóhannsson bankamaður varð sextugur 13. þ. m. Kom þá út eftir hann þýðing á sögunni Hvar era hinir níu? eftir E. Aa- gaard, með lofsamlegum formála eftir sr. Bjama dómkirkjuprest. Á. J. er mörgum kunnur af trú- málaáhuga sínum og ýmsum skrifum um kristindóms- og kirkjumál. Áttræð varð nýlega ekkja Hall- gríms biskups Sveinssonar, og býr hún stöðugt hjer í bænum. Flóaáveitan. Hvítá var nú ný- lega veitt á Flóann í fyrsta sinni aðall. í tilraunaskyni. Segjast flestir eystra hyggja gott til á- rangurs áveitunnar, þegar lagað- ir hafi verið eftir fyrstu tilraun- imar nokkrar misfellur, sem þeir telja. Dómkirkjan í Rvík. Um það er nú rætt, að Rvíkursöfnuðurinn taki að öllu leyti við dómkirkj- unni og jafnframt verði bygð ný kirkja (í austurbænum) og hefur verið farið fram á 250 þús. kr. ríkisframlag til hennar. Landhelgisbrot. Chamberlain utanríkisráðherra lýsti því ný- lega yfir í neðri málstofu enska þingsins, að rannsókn yrði hafin út af sektardómi eins bretsks togara (í Vestmannaeyjum). Þýskir útgerðarmenn hafa einn- ig kvartað um meðferð sinna tog- ara í landhelgisdómum. Þingframboð. Framboðsfrestur er nú útrunninn og er kunnugt um þessi framboð, auk þeirra, sem áður era nefnd. 1 Rvík, frá jafnaðarm.: Hjeðinn Valdimars- son, Sigurjón Ólafsson, form. Sjómannafjel., Ág. Jósefsson, heilbr.fulltrúi, Kristófer Gríms- son, búfræðingur; frá íhaldsfl.: Magnús Jónsson dócent, Jón Ó- lafsson, framkv.stjóri, Sigur- björg Þorláksdóttir kenslukona, Stefán Sveinsson verkstjóri, frá frjálslyndum mönnum, Jakob Möller bankaeftirUtsmaður, Páll Steingrímsson ritstj., Baldur Sveinsson ritstj. 1 Snæfellsnesg. Guðm. Jónsson fyrv. kaupfje- lagsstjóri (jafnaðarm.), í Dala- sýslu: Sig. Eggerz (frjálsl.), Þorsteinn sýslum. (utanfl.). I Barðastrandas. Pjetur A. ólafs- son (frjálsl.), A. Straumland (jafnaðarm.). í V.-lsafj.s. sr. Böðvar á Rafnseyri (íhald). I N.-ísfj.s. Finnur Jónsson póstm. (jafnaðarm.). í V.-Húnav. Egg- ert Leví bóndi (íhald). í Eyjafj. Steingrímur sýslum. og Sigurjón læknir í Dalvík (íhald), Steinþór Guðmundsson og Halld. Friðjóns- son (jafnaðarm.). Á Akureyri Sig. Hlíðar (frjálsl), Erl. Frið- jónsson (jafnaðarm.), Björn Líndal (íhald). 1 S.-Þingeyjars. hefur Sig. á Amarvatni teMð aftur framboð sitt, en Sigurjó* Friðjónsson bíður sig fram. I N.-Þingeyjars. Pjetur Zóphonías- son (íhald) Ben. Sveinsson (framsókn). 1 N.-Múlas. Gísli í Skógargerði og Ámi frá Múla (íhald) Jón á Hvanná og Jón Sveinsson bæjarstjóri (frjálsl.). Á Seyðisf. Jóh. Jóhannessoa bæjarf. (íhald), Karl Finnbogar- son (jafnaðarm.). í S.-Múlas. Arnfinnur Jónsson og Jónas Guð- mundsson (jafnaðarm.). 1 Rang- árvallas. Sig. Sigurðsson búnaðar- málastjóri, Björgvin sýslum. og Gunnar á Selalæk (utanfl.), Skúli Thorarensen (íhald). I Ár- ness. Sig. Heiðdal (frjálsl.), sr. Ingimar Jónsson (jafnaðarm.). I Gullbringu- og Kjósarsýslu Stef- án Jóh. Stefánsson hæstarjett- arlögmaður og Pjetur G. Guð- mundsson (jafnaðarm.), Bjöm B. Bimir í Grafarholti og Jónas Bjömsson í Gufunesi (frams.). I Vestmannaeyjum Jóh. Þ. Jósefs- son ræðismaður (íhald), Bjöm Bl. Jónsson* (jafnaðarm.). Á Isafirði Har. Guðmundsson (jafnaðarm.). sr. Sigurgeir Sigurðsson (utanfl.). Danskir verkfræðingar, 30 að tölu, eru hjer nú staddir í kjmnis- för. Meðal þeirra er Neergaard, form. danska verkfræðingafjel. og Flensborg, forstjóri ríkisjám- brautanna. Huitfeld sendiherra Norðmanna í Kaupmannahöfn og frú hans era stödd hjer í kynnisför. Wedel Wedelsborg danskur greifi og ferðalangur er hjer í kynnisför. Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður er nýkominn heim frá Khöfn. Varð samkomulag milU hans og danska þjóðminjavarð- arins um heimflutning ýmsra ísl. gripa, þ. á. m. er hökull Jóns Arasonar og fleiri kirkjugripir. Um ýmsa gripi fekst samt ekki samkomulag og mun dansk-ísl. nefndin gera tillögur um þá á fundi í sumar. Jón Þorláksson forsætisráðh. er nýkóminn heim af konungsfundi. Nori-ænn lyfsalafundur var ný- lega haldinn í Khöfn og sátu hann hjeðan þ. Scheving Thorsteinsson og Kampmann. Sigurður Ólafsson, sem skrifar um Landeyjar hjer í blaðið, er prestur hjá Vestur-lslendingum. ----o---- Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.