Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.06.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 22.06.1927, Blaðsíða 1
LOGRJETTA XXII. ár. Reykjavík miðvikudaginn 22. júní 1927. 34. tbl. Umvðaveröid. Flugferðir. Allar stórþjóðirnar leggja nú mikla áherslu á flugferðir og flugtæki og keppast þar hver við aðra. Langflugin, sem svo mikið er talað um, sýna áhuga manna á þessum málum, en hafa samt hlutfallslega lítið hagnýtt gildi fyrir framgang þeirra. Reynslan af loftferðunum sem samgöngu- bótum er miklu gildismeiri, auk þess sem hemaðarþjóðirnar leggja að sjálfsögðu ríka áherslu á hemaðargildi flugvjelanna, ef til ófriðar dregur aftur, eða öllu heldur, þegar til hans dregur. Það eru einkum þjóðverjar, sem nú fást við nýjar og nýjar til- raunir um farþegaflug. Þeir breyta vjelum sínum og bæta þær og draga nýja og nýja staði innundir fastar áætlunarferðir sínar. Luft-Hansa á flugvjelar í föram mjög víða og alls fljúga þýskar vjelar í og milli 20 Ev- rópulanda á þessu ári og til- raunir verða gerðar um fastar loftsamgöngur við aðrar heims- álfur. Til þessa eru bæði notuð lofskip og flugvjelar. Dr. Eckener hefur í smíðum hið stærsta loft- skip sem smíðað hefur verið og á að fara milli Þýskalands og Suður-Ameríku. En dr. Junkers er að smíða hina stærstu flug- vjel, sem sögur fara af og á að geta flutt í einu 100 farþega milli Evrópu og Ameríku. Þessi flugvjel er með nokkuð öðru sniði en tíðkast hefur, bollaus, aðeins vængir, eða vængur, 80 metra langur, 10—12 m. breiður og 2 m. hár. En inní vængnum eru vjelamar og farþegarúmin, útbúin þægilega og eftir nýjustu tísku líkt og á stóram fólksflutn- ingaskipum, með svefnklefum, reykingasal, veitingasal, radio- stöð og tveimur borðsölum hvor- um fyrir 86 manns. Vjelamar eru 4, hver með 1000 hesta afli og era dieselvjelar og hafa þær ekki ver- ið notaðar í flugvjelar fyr en af Junkers. Flugbákn þetta á að fara 200 km. á klukkustund og getur setst bæði á sjó og landi. Vinnudeilur. launakjör og sameign. Varla líður nokkur dagur svo að ekki komi einhversstaðar fyrir einhverjar deilur eða truflanir á vinnu og framleiðslu vegna óánægju vinnuveitenda eða vinnu- þiggjenda eða hvorra tveggja. Menn kenna þetta ýmsu, eins og kunnugt er, og leita margra ráða til bóta. Jafnaðarstefnan er kunnasta, víðtækasta og voldug- asta tilraunin, sem að er unnið ’ i til þess að reyna að koma nýju | skipulagi á þessi mál, með því að taka yfirráð framleiðslunnar úr höndum einstaklinganna og fá þau ríkinu í hendur. En jafnframt eru víða reyndar ýmsar aðrar leiðir til þess að ráða fram úr þessum vandamál- um og eru þær síður kunnar. Sú, sem dregið hefur að sjer einna mesta athygli í iðnaðarlöndunum, er hin svonefnda sameignaraðferð eða kerfið um sameiginlega ágóðahluti vinnuveitenda og vinnuþiggjenda. Margir líta svo á, að þótt ákveðið, og það tals- vert hátt launalágmark, sje skil- yrði fyrir velgengni atvinnuveg- anna og góðu samkomulagi verka- manna og vinnuveitenda, þá sje, þetta út af fyrir sig ekki nóg, og jafnvel ekki aðalatriði. Verka- mennirnir þurfi að finna til sjálfra sín sem lifandi lima at- vimiurekstrarins, þurfi að finna til áhuga á honum og ábyrgðar af honum alveg á sama hátt og eigendumir. Þeir þurfi helst sjálfir að vera meðeigendur þess fyrirtækis, sem þeir vinni í. Það er ameríski auðmaðurinn og iðnrekandinn Henry Ford, sem á síðustu áram hefur verið helsti talsmaður hálaunastefnunnar. Hann heldur því fram, að há laun sje ekki einungis best fyrir þá, sem fá þau, en einnig fyrir þá, sem greiða þau, fyrir fram- leiðsluna og markað hennar. Því hærri laun skapi bætt kjör, meiri lífsgleði og jafnframt meiri kröf- ur til lífsins og lífsins þæginda, en þær kröfur skapi aukna eftir- spum, meiri markað fyrir aukna framleiðslu. Á þennan hátt, segir hann, verða há laun til þess að koma auknu heilbrigðu lífi í við- skifti þjóðfjelagsins. Hefur Ford skrifað bækur um þessar skoð- anir sínar og um reynslu lífs síns í þessum efnum. Hin skoðunin, um sameignina eða samgróðann, hefur einkum komið fram í Englandi, en hefur einnig verið reynd í Frakklandi (af Maison Leclaire). í Bretlandi hefur aðferð þessi m. a. verið reynd af einhverjum stærstu ullariðnaðarrekendum Norður- landsins, Taylor-fjelaginu, sem byrjaði á henni þegar 1892. Ein- hverjir kunnustu iðnrekendumir, sem tekið hafa upp þetta skipu- lag, eru samt Lever Bros., Ltd. í Port Sunlight. Þeir fengust í upp- hafi einkum við sápugerð, en stunda nú margvíslega iðju, eiga allmiklar jarðir og sjerstakar verkamannabyggingar, sem þykja fyrirmynd. Lágmarkskaupið er þar hið sama og verkamanna- fjelögin eða iðnfjelögin krefjast alment, en við það er bætt 4 sh. til 11 sh. á viku hjá duglegum verkamönnum. En 1909 var enn- íremur stofnað fjelag ágóða- í hluthafa, í þeim tilgangi, að gera : verkafólkinu kleift að öðlast hlut- deild í gróða fyrirtækisins.í þetta fjelag hafa hjer um bil allir verkamenn fyrirtækisins gengið. — Annað stórfyrirtæki Bryand and May, Ldt., hefur einnig tek- ið upp þetta kerfi í nokkuð öðra formi, svipað og hjá Taylor-fje- laginu. Verkamönnunum er greiddur ákveðinn „bonus“ í við- bót við launin og gerður kostur á því, að kaupa fyrir hann ákveðna hluti í fyrirtækinu, sem þeir fá arð af, eftir sömu reglum og aðrir eigendur. En deyi þeir eða fari úr þjónustu fjelagsins, kaupir fjelagið hlutinn fyrir nafn- verð, nema aðrar sjerstakar ráð- stafanir hafi verið gerðar vegna efitrlifandi ættmenna verka- mannsins. Þótt skipulag þetta hafi verið allmikið notað og þótt gefast vel, er það enganveginn alment og ýmsa agnúa á því hefur verið bent á. En margir telja að ein- mitt í þessa átt verði að stefna til þess að komast út úr vinnu- þjarksógöngum nútímans, ein- staklingsframleiðsla auðvalds- skipulagsins hafi gefist illa, ríkis- reksturinn muni einnig reynast illa, en samstarf og sameiginleg- ir hagsmunir og sameiginlegur gróði beggja aðilja muni vera heppilegasta úrlausnin. 1 sam- ræmi við þessa skoðun er það, að nú krefjast ýmsir þess, að þetta skipulag verði lögboðið í Bret- landi. Sú krafa hefur t. d. komið fram í The Fortnightly Review frá J. H. Miall, og telja margir að þetta hafi reynst svo vel, þar sem það hafi þegar verið reynt, að ekki verði lengur fram hjá því gengið, það sje ein hin merk- asta leið til allsherjar úrlausnar á atvinnumáladeilunum. Síðustu fregnir. í Kína eru sífeldar skærur. Chang Tso lin hefur verið skip- aður alræðismaður í norður- Kína. — 1 írska fríríkinu hefur stjórnin orðið í minnihluta við nýafstaðnar þingkosningar og Cosgrave forseti beðist lausnar. — Fregnir hafa gengið um það, að af ótta við vaxandi andstöðu hafi sovjetstjórnin rússneska lát- ið taka af lífi marga menn grun- aða, þ. á. m. son Maxim Gorkis. Stjómin hefur mótmælt fregnun- um. — Sættir hafa tekist 1 deil- um Breta og Egypta. — Bretski rithöf. Jerome K. Jerome er lát- inn. — Chamberlain vill koma á samb. þeirra ríkja, sem undir- skrifuðu Locamo-samþyktina, til að hefta undirróður Rússa. Þetta fær inisjafnar undirtektir. ---o---- Æfisaga Krists Eftir Giovanni Papini. (Ágrip). Mammon. Jesús er fátækur, og hann er talsmaður fátæklinganna. Þeirra vegna er hann kominn, hjá þeim dvelur hann, þeim gef- ur hann og fyrir þá vinnur hann. Hann lofar fátæktina og vill ekki vera ríkur. Sumir era fátækir af því, að þeir hafa aldrei haft lag á að eignast neitt, aðrir eignast ekki auð af því að þeir gefa alt, sem þeim innhendist, jafnóðum. Og altaf geta þeir gefið meira og meira. Ríkidæmi þeirra er eins og lind, sem ekkert sjer á, þótt úr henni sje ausið. Jesús er einn af þeim. Ríkidæmið er hegning eins og vinnan. En það er harðari og óvirðulegri hegning. Sá, sem í auðsins hlekkjum gengur, hefur, ef til vill án þess að vita það, drýgt mikla synd, eina af þess- um leyndardómsfullu syndum, sem tungur mannanna eiga ekki orð yfir. Á honum hvílir hefnd drottins. Það er verið að reyna hann, hvort hann geti horfið aft- ur til hinnar guðdómlegu fátækt- ar Hann hefur átt val milli him- ins og jarðar og valið jörð- ina. Hann hefur átt þess kost, að búa í Paradís, en hefur valið Hel- víti. Hann gat vemdað sál sína, en hefur selt hana. Hann gat öðlast hamingju, en þráði völd. Enginn getur frelsað hann. Auð- urinn grefur hann lifandi, og úr grafreit tímanna rjettir hann út í loftið tóma hönd. Og enginn leggur fje í lófa hans, því þama er hann óþektur fátæklingur. Fyrir hann er ekki nema ein leið til frelsunar, sú, að hverfa aftur til fátæktarinnar, kasta af sjer vesældómsbyrði auðsins og verða aftur fátækur. En ekkert er erfiðara fyrir ríkan mann en að taka þá ályktun. Auðurinn hefur spilt honum og lamað skilning hans á því, að fullkomin lausn úr hlekkjunum sje eina frelsisvon hans. Og af því hann vantar kraft til þess að gera sjer ljóst, hver fómin sje, verður valið eins og í þoku fyrir honum. Hann er fangi í eigin fangelsi og skilur ekki, hvemig hann fái opnað hurðina fyrir sjálfum sjer. Auðurinn er harður húsbóndi og þolir engan annan húsbónda við hlið sína. Maður, sem hlekkj- aður er af hugsun um auö sinn

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.