Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.06.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 22.06.1927, Blaðsíða 2
a LÖGRJBTTA LÖGRJETTA Útfefandi og riutjóri t’oritaÍHB eiilnti Þingholtsatrœtí 17. Simi 178. iBBhcimt* of Bfffroiðsla 1 Þingholtntrseti 1. Simi 185. og aukning hans, getur ekki hugs- að um sál sína. Hann hefur bundið sig allan þeim hluta efnis- heimsins, sem hann samkvæmt samningum og lögum hefur rjett til að kalla sinn, og gefur sjei’ jafnvel oft og tíðum ekki einu sinni tíma til nautna. Þessum hlutum þykist hann þurfa að bjarga, en ekki sál sinni. Til þess að drotna yfir mönnum gerir margur sig að þræli dauðra muna, og til þess að ná ráðum yfir lítilsverðum munum tapa þeir öllu því, sem nokkurs er vert. í raún og veru geta mennimir ekkert átt annað en sjálfa sig. Eina leiðin til þess að eignast annað er, að afneita því. Þeim, sem afneitar öllu, er alt gefið. En sá, sem vill eigna sjer einum eitt- hvað af gæðum heimsins, missir samstundis bæði það, sem hann gerir að eign sinni, og líka alt annað. Hann þekkir ekki framar sjálfan sig, á ekki framar sjálf- an sig og getur ekki framar unn- ið að andlegum vexti sínum. Hann á ekki einu sinni þá muni, sem hann virðist hafa hönd yfir, því hann er þræll þeirra. Og sál sína á hann ekki framar,það eina,sem nokkurs er um vert. Hann á ekk- ert og getur ekkert gefið. Hvem- ig á hann þá að vinna kærleiks- verk, sem brjóti honum leið að innganginum í ríkið? Hvemig á hinn ríki maður, sem ekki er framar sjálfum sjer ráðandi og ekki á framar nokkra sál, að geta gert þá einu eign, sem nokkurs er verð, stærri eða veglegri! „Hvað gagnar það manninum, þótt hann ynni allan heiminn, ef hann liði svo tjón á sálu sinni?“ Þessi spuming, sem er bamslega einföld, eins og öll hin æðsta speki, gefur skýringu á þeirri ógnun, sem við liggur. Sá, sem ' er auðnum ofurseldur, missir ekki aðeins eilífðina, heldur glatar hann einnig sál sinni, lífi sínu og hamingju hjer á jörð. „Menn geta ekki samtímis þjónað guði og Mammoni". Andi og auður eru báðir drotnunargjamir og geta ekki skift með sjer, eða verið í fjelagsskap. Þeir vilja hvor um sig vera einvaldir, ráða öllu. Og maðurinn getur ekki, þótt hann vildi, skift sjer á milli þeirra. Alt hjá honum verður að lúta öðmm virði. Og andinn er í augum þess, sem andanum þjónar, einskis virði. Og andinn er í augum þess, sem auðnum þjónar, marklaust ! orð. Sá, sem auðinn velur afneit- ar öllum andans gæðum. Sá fyr- nefndi er fátækur maður með ótæmandi sjóð, en sá síðamefndi ríkur maður, sem aldrei getur losnað úr örbirgð sinni. Sá fátæki á, samkvæmt afsalsins undarlegu lögum,ekki aðeins það, sem talið j er hans eign, heldur einnig það, j sem ekki er talið hans eign. Sá Hjera.dsixiót verður háð að Þjórsártúni laugardaginn 2. júlí n. k. og hefst kl. 1. eftir hád. Kept verður í þessum íþróttum: glímu, (2 flokkar) 100 og 800 metra klaupi, stökki og og sundi. Til skemtunar verður ennfremur: ræðuhöld, söngur (26 manna flokkur) o. fl. Hjeraössambandið „Skarphjeðinn“. ríki á, samkvæmt lögum hinnar óseðjandi ágimdar, ekki einu sinni það,sem hann telur sig eiga. Guð gefur óendanlega miklu meira en það, sem hann hefur lof- að að gefa. En Mammon tekur aftur það, sem hann hefur lofað að gefa. Sá, sem afsalar sjer öllu, fær alt. Hinn, sem ætlar að halda einhverju handa sjer einum, stendur að lokum tómhentur. Þegar menn reyna að hugsa til enda hina hræðilegu auðsöfn- unargátu, opnast augun fyrir því, hvers vegna kennarar mannkyns- ins hafa litið á auðsöfnunina eins og djöfulsins verk og talið hana tilheyrandi hans ríki. Hlutir, sem em í raun og veru einskis virði, borgast með hærra verði en alt annað. Líf og sál er selt fyrir einskis verða muni. Og þessi djöfullega fjarstæða á, þrátt fyr- ir alt, rót sína í heimkynnum andans. Mönnunum er meðfædd svo sterk þrá eftir auði, að óhjá- kvæmilegt var, að fullnæging hennar yrðu einhver takmörk sett. Verðið varð að setjast hátt. Og hvað hátt sem það er sett, era altaf kaupendur að gefa sig fram. Fátæklingamir era óánægð- ir af því að þeir vilja vera ríkir. Sálir þeirra era jafnspiltar af auragimdinni og sálir hinna ríku. Þeir era flestallir fátækir á móti vilja sínum. Þeir hafa líka selt sál sína, en aðeins ekki fengið það fyrir hana, sem þeir vildu fá. Þeir era líka Mammonsþjónar, en fjelausir. Andleg auðæfi fylgja aðeins sjálfskapaðri fátækt, tilheyra að- eins þeim mönnum, sem með gleði sækjast eftir fátæktinni og verða fyrir það frjálsir menn, hæfir til andlegrar fullkomnunar. Auðsins gáta er erfið og ber í sjer mótsögn. Jesús hefir ráðið hana fyrir þá, sem honum vilja fylgja. Allir eiga að gefa það, sem þeir hafa undir höndum framyfir eigin þarfir, gefa það þeim, sem líða skort. En ríku mennimir eiga að gefa alt. Ungur maður kom til Jesú og spurði, hvað hann ætti að gera til þess að verða lærisveinn hans. Jesús sagði: „Ef þú vilt verða fullkominn, þá seldu alt, sem þú átt, og gefðu það fátæk- um. Þá munt þú eignast fjársjóð á himnum“. Jesús lítur svo á, að það sje ekkert mótlæti, að láta frá sjer eign, og ekkert tap, held- ur miklu fremur ávinningur. „Aflið yður fjármuna, sem möl- ur og lyð fá ekki grandað og þjófar ekki stolið“, segir hann, „því þar sem fjármunir yðar eru, þar munu og hjörtu yðar vera. — Verið örlátir og krefjist þess ekki aftur, sem frá yður hefur verið tekið, því sælla er að gefa en þiggja“. Menn eiga að gefa með gleði, en ekki til þess að fá laun fyrir. „Þegar þú býður til miðdegisverðar eða kvöldverðar", segir Jesús, „þá bjóddu ekki vin- um þínum eða frændum, til þess að þeir bjóði þjer aftur. En þeg- ar þú heldur gestaboð, þá bjóddu íatækum, fötluðum, lömuðum og blindum, og þú verður sæll, af því að þeir eiga ekkert til að launa þjer með. En launin fær þú við upprisu rjettlátra". Fyrir daga Jesú hafði mönnun- um verið ráðlagt, að sækjast ekki eftir auðæfum, heldur afsala sjer þeim. Jesú er ekki fyrsti kennar- inn, sem gerir fátæktina að einni tröppu í fullkomnunarinnar stiga. Hinn mikli siðameistari Vard- hamana j«ik boði um auðsafneitun við önnur skylduboð Parkva. Og jafnaldri hans, Búdda, hvatti lærisveina sína til þess, að lifa í fátækt. Hundingjamir grísku af- neituðu jarðneskum auði til þess að vera frjálsir, þurfa hvorki* að vinna nje sinna mannlegum þörf- um sínum, svo að þeir gætu helg- að sig alla sannleikanum. Krates, aðalsmaður í Þebu, lærisveinn Diogeunesar, gaf alllar eigur sínar og varð betlari. Plató krafðist þess af hermönnunum í ríki sínu, að þeir mættu ekkert eiga. Stó- íkumenn sátu skrautklæddir í dýram veislum og hjeldu lofræð- ur um fátæktina. Aristófanes lætur í einum leik sínum auðguð- inn Plútos ganga blindan um leiksviðið og útbýta auðæfum eins og refsingu til óþokkanna einna. I kenningum Jesú um auð og fátækt er enginn meinlætalífs- regla og ekki heldur nein öreiga- drambsemi. Tímon frá Aþenu, sem jós út auðæfum sínum á óskynsamlegan hátt, til þess eins, að verða fátækur, er ekki maður að skapi Jesú. Þar hefur hje- gómaskapurinn ráðið. Krates fleygir frá sjer auðæfunum til þess að fá frægð sem heimspek- ingur. Það er ekki heldur í sam- ræmi við kenningu Jesú. Eigna- leysi hermannanna hjá Plató er skynsamleg ráðstöfun stjómmála- manns. Fyrstu lýðveldin þrifust vel, bæði í Spörtu og Rómaborg, meðan borgaramir ljetu sjer nægja að lifa í fátækt, en aftur- förin hófst þegar þeir fóru að meta auðsöfnun og sællífi meira en heilbrigðt og heiðarlegt líf. En fomaldarlýðurinn fyrirleit ekki auðæfin út af fyrir sig, en áleit þau hættuleg, er þau söfnuðust fyrir um of hjá einstökum mönn- um, og ranglát, ef þau ekki voru látin úti aftur með skynsamlegu örlæti. Plató vildi að allir lifðu hófsömu lífi, enginn eyddi í ó- i hófi og enginn liði skort. Hann telur auðinn meðal gæða mann- kynsins, setur hann þar á neðstu tröppu, en gleymir honum ekki. Og Aristófanes hefði lotið Plút- usi, ef hann hefði ekki, að hans dómi, verið blindur, — ef hann hefði gefið gjafir sínar sæmileg- um mönnum, en ekki óþokkum einum. I kenningum guðspjallanna er fátæktin hvorki heimspekileg yfirhöfn nje leyndardómsfull sið- venja. Það er ekki nægilegt að vera fátækur til þess að öðlast borgararjett í ríkinu. Menn ná ekki fullkomnun með því einu, að gefa frá sjer auðæfi sín og verða fátækir. En sá, sem hefur hugann bundinn við jarðneska muni, getur ekki þráð þau gæði, sem mest er um vert. Þegar fá- tæktin þjáir manninn ekki, þeg- ar hann sækist ekki eftir að ^erða ríkarí og er ánægður með hlutskifti sitt, þá er hann nær andlegri fullkomnun en sá ríki. En ríkur maður, sem gefið hefur fátækum eigur sínar og lifir í fjelagi við þá og við sömu kjör, hann er enn nær fullkomnuninni en sá: sem alist hefur upp í fá- tækt. Því hann hefur fómað og orðið fyrir dýrðlegri náð. Jesús elskaði fátæklingana fyrst og fremst af þvi að hann kendi í brjósti um þá; í öðra lagi af því að þeir voru best við því búnir, að skilja kenningar hans; í þriðja lagi af því að hann naut daglegrar ánægju af hjálp sinni við þá. Meðal þeirra fann hann þá, sem samkvæmt rjettlætisins lögmáli vora hæfast- ir til þess að fá borgararjett i hinu nýja ríki. ---o-- Thomas H. Johnson. Þegar símfregnin barst hing- að um lát Thomasar H. Johnson birti Lögrj. mynd hans og dá- litla grein um hann. Hann dó 20. maí s. 4. og hafa nú borist hing- að vestanblöðin frá þeim tíma og kunna þau eins og eðlilegt er, betri skil á ýmsu um líf hans og störf en kunnugt var hjer heima. En þar sem hjer á í hlut hinn merkasti og mikilhæfasti. maður, en starf hans vestra ekki eins kunnugt hjer heima og mátt hefði, þykir rjett að bæta nokkra við það, sem áður er um hann sagt. — Af löggj af arstörf um þeim, sem hann beitti sjer fyrir er getið laga um vemdun og vá- trygging verkamanna, umbóta á reglugerð um meðferð fanga o. fl. Hann kom fram fyrir hönd fylkisins í mikilsverðum málum gagnvart sambandsstjóminni í Kanada og í bretska leyndarráð- inu. Hann var fulltrúi Kanada á verkamálaráðstefnu þjóðabanda- lagsins í Genf 1922. Hann var ! fulltrúi alríkisins á norsku minn- ! ingarhátíðinni í Minneapolis 1925 og flutti þar annálaða ræðu. Hann : var K. C. (Kings Councillor) en ■ það er hinn virðulegasti lögfræða- | titill bretska ríkisins. Hann var stórriddari Fálkaorðunnar og kommandör af reglu Ólafs helga.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.