Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.06.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 22.06.1927, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA f Hann var sagður kirkjurækinn trúmaður og síðustu orðin, sem til hans heyrðust voru: Faðir, í þínar hendur fel jeg minn anda. Það voru ekki einungis ísl. blöðin vestra, sem skrifuðu ræki- lega og loflega um Th. H. J. held- ur ekki síður ensku blöðin. Mani- toba Free Press sagði m. a. Mr. Johnson var einn hinn aðdáan- legasti maður, þeirra er við opin ber mál hafa riðnir verið, og fylki þetta hefur framleitt. Hann var djarfsækinn bardagamaður, er fylkið þurfti frekast og mest á slíkum hæfileikum að halda. . . . Hann var fögur fyrirmynd meðal þeirra manna, er stundum hafa verið kallaðir hinir nýju Kanadamenn. Kanadafæddur var hann ekki. Þó mundi enginn Kanadamaður hafa getað tekið honum fram í aðdáun og hollustu við þetta land. Enskan var ekki móðurmál hans. Þó mælti hann á þá tungu með slíkri nákvæmni og með slíku magni að stórhæfir Kanadafæddir mælskumenn öf- unduðu hann af. Hann var kanadiskur stórhöfðingi um leið og hann var hinn langglæsileg- asti fulltrúi síns eigin þjóðflokks í Vestur-Kanada, þar sem áhug- inn og hollustan við hin dýrmætu óðul, hvort um sig, hjeldust í hendur og rákust aldrei á . . . Hann stóð nýlega . . . með pálm- ann í höndunum á hinni veglegu hátíð í Minneapolis, — þar sem saman voru komnir Skandínavar úr víðri veröld —, sem einn hinn áhrifamesti málsvari norænna hugsjóna og norrænnar menning- ar . . . Winnipeg Evening Tribune segir: 1 sögu þessa manns býr allur gróðrarandi Vesturlandsins, andinn, sem enn leitar áfram og upp á við og æ skyldi lifa. ----o---- Mjólkurmeðferð. Eins og kunnugt er, er þess víða krafist, að sölumjólk sje hreinsuð eða gerilsneydd og er það venjulega gert með aðferð sem nefnd er „pasteurisering“, kend við franska vísindamanninn Pasteur,sem fann hana upp.Þessi aðferð er notuð hjer af Mjólkur- fjelagi Reykjavíkur. Aðferðin er í því fólgin, að mjólkin er hituð mikið (víðast lögboðin 80—85 st. hitun) svo að sóttkveikjur í henni drepist, en svo er hún aft- ur kæld jafnharðan með sjer- stökum og allflóknum aðferðum. Þessi mjólkurmeðferð þykir hver- vetna framfaraspor, frá því sem áður var, er mjólk var seld óvalin og eftirlitslaust til neytslu svo að oft gat stafað heilbrigðishætta af, einkum í bæjum. Ókosti þótti að- ferðin samt jafnframt hafa. Hún er alldýr og fyrirhafnarsöm, mjólkin missir nokkuð af nær- ingargildi sínu við það, að nokk- uð af „albumini“ hennar hleypur og kolsýra hverfur úr henni og glatast þannig nokkuð að kalk- og fosfatsöltum. 1 Pasteurstofnuninni í París hafa því árum saman verið gerð- ar tilraunir í þá átt að fá bætt um aðferðina. Nú er sagt, að prófessor Stassano hafi, eftir 20 ára tilraunir, tekist að finna nýja og betri mjólkurmeðferð, sem kölluð er „stassanisering“. Með henni þarf ekki nema 75 st. hit- un og miklu minni kælingu (í 20 st. í stað 3), með ódýrari aferð- um en áður, og öll á hreinsunin að taka skemri tíma en fyr. Alt um það á mjólkin að gerilsneyð- ast betur og halda óskertari nær- ingarefnum sínum, ekki síst bæti- efnunum. Dönsk verksmiðja (Silkeborg Maskinfabrik), sem selt hefur mjólkurvjelar um allan heim, hefur fengið notkunarrjett | þessarar nýju uppfyndingar, og | er um þessar mundir verið að | reyna hana enn á ný í tilrauna- mjólkurbúi danska ríkisins í Hilleröd. Telja fróðir menn, að hún muni fljótlega og alment ryðja sjer til rúms að breyta núv. mjólkurmieðferð. ----o---- Nýbýli og ræktun. Þessi mál eru á dagskrá þjóð- arinnar og munu verða það næstu árin. AJlir sjá þörfina á því að | rækta og prýða landið, en menn i greinir aðallega á um leiðirnai' að i markinu. Mikið hefur verið rætt og ritað um þessi mál hin síðari i árin, en þó liggur ekki nærri að ! menn sjeu komnir að nokkurri i verulegri niðurstöðu um úrlausn í þeirra og því ekki úr vegi að reifa þau lítið eitt enn, ekki síst fyrir það, að nú fara kosningar í hönd. Væri tilgangi mínum náð, ef það sem jeg legg til málanna vekti menn til umhugsunar um þessi mikilsverðu mál þjóðarinn- ar aJmennara en nú gerist. Þetta er mál málanna, eins og nú horf- ir við í voru bjóðfjelagi. Krefj- ast slík mál mikils undirbúnings. Það hefur erlendum þjóðum ver- ið fyllilega ljóst og oss ætti einn- ig að verða það ljóst og það held- ur fyr en síðar. Síðasta manntal. Nú er nýaf- staðið manntal hjer á landi, og taldist svo til, að um 100 þús. manns væru hjer búsettir. Öllum mun það mikið gleðiefni að fólk- inu fjölgar. Hin síðari árin hefur verið mikil fólksekla í landinu, enda ekki óeðlilegt, þar sem svo margt er eftir ógert og krefst mannshandarinnar. — Á þessum fjórðungi aldar sem liðinn er af 20. öldinni hefur fólkinu fjölgað um þriðjung, og síðan um alda- mótin 1800 meir en um helming (þá 47 þús.). Árið 1910 voru bú- settir í landinu 85183 menn og 1920 94690 menn. Fólksfjölgunin hefur verið nokkumveginn jöfn hin síðari árin. Nú er vel kunnugt, að margir íslendingar búa erlendis, einkum í Kanada og svo víðar. Mun láta nærri að um 50—60 þús. íslend- ingar og afkomendur þeirra sjeu búsettir í öðrum löndum..— Ef Ameríkuferðir hefðu ekki hafist, byggju nú fleiri menn í landinu. þó því aðeins, að skilyrði hefðu verið til staðar fyrir það fólk að búsetja sig heima þegar útflutn- ingurinn hófst. En þá steðjaði að þjóðinni óáran mikil og efnahag- urinn var mjög bágborinn, svo að ýmsar sveitastjómir sáu sjer jafnvel hag í því, að senda þurfa- menn til Ameríku, eða styrkja þá til fararinnar. Þegar vjer athugum nánar síð- asta manntal og berum það sam- an við fyrri manntöl, þá verðum vjer þess fljótt áskynja, að tals- verð hreyfing er innan þjóðfje- lagsins. Og aðalhreyfingin stefn- ir í þá átt, að fólkið streymi úr sveitum Jandsins í sjávarþorp, kaupstaði og kauptún. Fólldð hverfur frá þeim aðalatvinnuvegi sem 'var, að öðrum atvinnuveg- um, sjávarútvegi og siglingum, verslun og iðnaði. Sjávarútvegur hefur verið stundaður frá landnámstíð, en ekki sem neinn sjerstakur at- vinnuvegur fyr en fram undir síð- ustu aldamót, heldur sem auka- atvinna jafnframt landbúnaði. Þá var stundaður sjór nokkurn hluta úr árinu, einkum að vetrinum, en horfið að sveitavinnu að sumr- inu, einkum heyönnum. Nú er til í landinu stjett manna, sjómannastjettin, sem stundar fiskiveiðar eingöngu, og er hún orðin tiltölulega fjölmenn. Sama má segja um verslunar- menn og iðnaðarmenn. Þó er það fremur algengt, að menn stunda tvo eða fleiri atvinnuvegi jöfnum höndum, stunda sjávarvinnu nokkurn hluta úr árinu, en land- vinnu hinn hlutann o. s. frv. Margir bændur stunda útgerð og og jafnvel aðra atvinnu jafn- framt landbúnaði. Það er því ekki hægt eftir þeim skýrslum, sem fyrir liggja, að sjá ákveðið, hvað mikill hluti þjóðarinnar stundar hvern atvinnuveg, en þó með nægilegri nákvæmni. Fyrir 45 árum (1880) lifðu um s/4 (73%) af þjóðinni á land- búnaði, árið 1910 um V2> árið 1920 um 42% og árið 1926 lík- Jegast eitthvað kringum 37% af öllum fólksfjölda landsins. ,Slík breyting, sem þessi, er í rauninni ekkert sjerkennileg fyrir Island, þessarar breytingar verð- ur vart í hverju landi að heita má. Sjerstaklega er oss kunnast alt það sem snertir Norðurlanda- þjóðimar, eða ætti að vera, en þar eru alveg sömu straumbrigð- in og hjer. Þó streymir fólkið meir þar að iðnaði en sjávarút- vegi, enda er enginn teljandi iðn- aður risinn upp hjer á landi ennþá. Tölur sem tala. Ef vjer lítum nánar yfir manútöl hin síðustu, sjáum vjer tölur, sem hljóta að vekja hvem hugsandi mann til umhugsunar. Vjer skulum athuga i manntölin 1910 og 1920 og bera þau saman við manntöl tveggja síðastliðinna ára. Árið 1910 búa í kaupstöðum 18013 menn og í kauptúnum (með yfir 300 íbúa) 9451 menn, samtals 27464 manns. í sveitum búa þá 57719 manns og af þeim búa 2493 menn í kauptúnum með frá 100—300 íbúa. Þetta ber það með sjer, að víða eru að mynd- ast þorp, sem smátt og smátt stækka og verða að kauptúnum með yfir 300 íbúa, og hverfa því inn undir þann lið. Skýrir þetta betur hinn öra flutning eða hina öru fjölgun fólksins í kauptúnum, þar sem víða eru að rísa upp slík þorp, er stækka síðan tiltölulega ört. Árið 1920 búa í kaupstöðum 29056 menn og í kauptúnum 11389 menn, samtals 40445 manns. I sveitum búa það ár 54 245 manns eða tæpum 3500 færra en 10 árum áður, og það enda þótt fólkinu í landinu hafi fjölgað um 9500 á sama tíma. Folks- fjölgunin fer því öll til kaup- staða og kauptúna, og auk þess það fólk, sem fólksfækkuninni nemur í sveitunum. Það má mik- ill fólksflutningur kallast. Árið 1924 búa í kaupstöðum 33631 menn og í kauptúnum 11 935 menn, samtals 45566 manns. En í sveit 52804 menn. Árið 1925 búa í kaupstöðum 35640 menn, í kauptúnum 12154 menn, samlagt 47794 manns. En í sveit 52069 menn. Þar með eru taldir íbúar sjávarþorpa með færri íbúa en 300. Verður því um helming- ur allra landsbúa, sem búa í sveitum á móti 2/3 árið 1910. Fólkið streymir úr sveitunum, úr einangrun dalabýlanna, í þjett- býlið við sjóinn. Sveitimar verða æ þunnskipaðri og þunnskipaðri. Eftir hverju sækist fólkið? Þessi spurning liggur beint við, ef menn vilja grafast fyrir or- sakimar. En jeg býst þó ekki við, að menn sjeu alment reiðubúnir að svara spuming- unni, og enda skiftar skoðanir um hana. Vjer skulum athuga nánar manntalsskýrslumar frá 1910— 1920. Þar er talinn heimilafjöldi í kaupstöðum, kauptúnum og sveitum. Árið 1910 voru 5797 heimili til samans í kaupstöðum og kauptúnum, en í sveitum 8912 heimili, samtals 14709 heim- ili á landinu. Árið 1920 voru til- svarandi tölur 8611 og 9009 eða samtals 17620 heimili. Á þessum 10 árum fjölgar heimilum um 2811 og er sú fjölgun nær öll í bæjunum. Þó er það einkennilegt, að enda þótt fólkinu fækki í sveitum landsins, þá fækkar þó heimilum ekki, helaur fjölgar það lítið sem er. Þessi breyting miðar í þá átt, að heimilum fjölgar, og það í stærra hlutfalli en fólkinu. Nú býst jeg við að flestum fari að verða það ljóst, eftir hverju fólkið keppir: Unga fólkið sækist eftir að stofna sjálfstæð heimili. Og jafnframt því sjáum vjer það, að það stofnar þau nær eingöngu í bæjunum, en þó ber þessi litla heimilafjölgun í sveitunum vott um þá sömu hneigð þar, en að skilyrðin sjeu einungis ekki til staðar. Eigið heimili sem sjálf- stæðast, enda þótt lítið sje, virð- ist vera það sem kept er að, markmiðið. Það mun ekki vera eingöngu skemtanalöngun, eins og þó er látið í ljósi. Nei, það er aukaatriði. Satt er það að vísu, að unga fólkið þolir illa einangr- un, en þó er það elíki hún ein- göngu sem fælir fólkið úr sveit-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.