Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.06.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 29.06.1927, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA XXEL ár. Reykjavík, miðvikudaginn 29. júní 1927. Um víða veröld, Aðall, stjórnmál og siðmenning. I enskum stjórnmálum hefur undanfarið verið óvenjuleg ólga. Ihaldsstjórnin hefur lagt fram tvö stórmál hvort á fætur öðru. Rjett þegar verið er að Ijúka iðn- f jelagafrumvarpinu, — sem samþ. var með rúmlega 200 atkvæða meirihluta, gegn megnum mót- mælum verkamannaflokksins, sem m. a. gekk einu sinni af fundi — segir símfregn að Baldwin for- sætisráðherra boði frumvarp um nýtt skipulag lávarðadeildarinnar og hafa þegar hafist um það all- miklar deilur. Skipulag lávarðadeildarinnar er gamalt deilumál. í deildinni eiga nú sæti um 700 lávarðar, flestir bretskir og forustumenn aðals- ættanna í landinu, einnig nokkrir kosnir lávarðar úr flokki skotska og írska aðalsins og loks hinir svonefndu andlegu lavarðar, eða 26 biskupar ensku ríkiskirkjunn- ar, og nokkrir tignir lögfræðing- ar, sem einkum eiga sæti í deild- inni sem dómarar, þar sem hún hefur hæstarjettarvald í nokkr- um málum. Hjá tveimur síðast- nefndu flokkunum gengur þing- sætið ekki að erfðum, eins og hjá hinum. I neðri málstofunni geta að sjálfsögðu aðalsmenn (aðrir en þeir, sem sitja í efri deild) einnig átt sæti, ef þeir eru kosnir þang- að á venjulegan hátt. Vald og verksvið lávarða- deildarinnar hefur verið mismun- andi á ýmsum tímum, en verið að því unnið, eftir því sem lýðræðið hefur aukist, að draga úr völdum hennar. Síðasta og alvarlegasta áfallið fekk lávarðadeildin fyrir fáum árum í stjórnartíð Asquiths og frjálslynda flokksins. Tillaga íhaldsstjórnarinnar nú fer í þá átt, að takmarka skuli þing- mannatðlu efri deildarinnar þann- ig, að aðeins sitja þar 350 full- trúar, flestir kjörnir úr -hópi þeirra, sem nú eiga annars allir rjett til setu þar, en nokkrir sjeu konungkjörnir. Talið er svo, að flestir lávarð- ar íhaldsflokksins hafi fyrirfram fallist á frumvarpið, en þeir eru mikill meirihluti deildarinnar. En lávarðar frjálslynda flokksins og jafnaðarmanna eru mjög á móti frumvarpinu, enda gæti hið nýja skipulag skert áhrif þeirra og at- kvæðamagn. Ennfremur hefur verið á það bent, að með hinu nýja skipulagi yrði það útilokað, að unt yrði að beygja efri deild- ina til hlýðni við neðri deildina með því, eins og nú er hægt, að fjölga lávörðum, útnefna nógu marga nýja, til að bera hina ofur- liði í atkvæðagreiðslu. Enski aðallinn hefur löngum þótt kjarnmikill og úr flokki hans hafa komið margir hinir mætustu menn. Hann hefur að öllum jafn- aði verið starfandi að flestum þjóðþrifamálum og oft haft for- ustu þeirra og komist hjá úr- kynjun þeirri,sem þótt hefur bera á hjá aðli ýmsra annarra þjóða, enda hafa Bretar þau ráð, að þeir taka í aðalsmanna tölu marga hina merkustu menn og endur- nýjast þannig aðallinn. Af þess- um orsökum hefur enski aðallinn einnig oftast verið vinsælli af allri alþýðu en oft er um aðal annar- staðar. Aðalsmennirnir eru stór- bændur í sveitunum, herforingjar eða embættismenn út um alt rík- ið, mentamenn eða atvinnufröm- uðir og koma því víða við. Á síðustu árum hefur samt verið um það kvartað að aðlinum hnignaði, og á þvi m. m. reistar árásir sumra manna á þingsetu hans. Sú skoðun, en jafnframt trú á köllun aðalsins, hefur komið einna glegst fram hjá kunnum rithöf. sem kallar sig „A gentle- man with a duster" og hefur skrifað skarpar og góðar bækur um ýmsa menn og ýms málefni í bretsku þjóðlífi nútímans. Er þýddur hjer dálítill kafli úr einni bók hans, sem að þessu lýtur. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá öðlast þjóðin stjórnmálamenn eftir sínum eigin verðleikum. Því þó árinni kenni illur ræðari er veilan ekki í henni fólgin, held- ur hinu, að mannrænuna vantar í -sjálfa okkur. Ef blærinn yfir opinberu lífi er lítilmótlegur, þá er það af því að blærinn yfir þjóðlífinu í heild sinni er ekki nógu mikilúðlegur. Mjer virðist svo sem upphaf siðferðilegrar og þjóðfjelags- legrar viðreisnar ætti að geta verið í því fólgin, ef aðallinn (the aristocracy) gæti talið í sjálfan sig hug til þess að stað- festa hinn forna rjett sinn með því að sýna í verkinu að hann virði arffengnar skyldur sínar. Við erum hugsjónasnauð þjóð, sem höldumst við meira á föln- andi minningum en örfandi eftir- dæmum. Við göngum ennþá fram eftir deyjandi hljóðfalli voldugra sögumenja, en í fylkingarbrjósti okkar gengur enginn máttugur menningarleiðtogi. Við höfum meira að segja næstum því hætt að vera hersveit, sem í öruggu trausti gengur gegn óvininum, við erum orðinn múgur, sem í óþolinmæði brýtst undan aga og hugsjónum fortíðarinnar. Það verður að segjast eins og það er, aðallinn hefur svikið Eng- land. Hann er hættur að vera leið- toginn, og það ekki vegna þess, að honum hafi verið bolað burta frá rjetti sínum af harðri hendi lýðræðisins, heldur af því að hann hefur sjálfur af ásettu ráði kosið það að slást í för með múgmensk- unni. Enginn hefur þrýst honum niður, hann hefur auðvirt sjálfan sig. Hann hefur glatað virðingu sinni fyrir lærdómnum, hann hef- ur verið kærulaus um framkomu sína, hann hefur slegið slöku við skyldur sínar, hann er sjer ekki meðvitandi neinnar alvarlegrar kvaðar, sem á honum hvíli, hann er áhugalaus um listir, hann hirð- ir ekki um vísindi, hann hefur með glöðu geði ofurselt sig efnis- hyggju og auðshyggju. Ef hann hefði þá getað glatað sjálfum sjer í auðshyggjunni hefði ekki verið hundrað í hætt- unni. En hann er ennþá í augum fjöldans hinn sanni aðall. Fjöld- inn lítur upp til þessa aðals eftir fyrirmyndum sínum — og einka- líf þessa aðals er nú opinber eign. Fjöldinn hefur aðhylst efn- ishyggju, en hent sinni gömlu, hreinu stefnu — Purítanisman- um — fyrir hundana, og olnbogar sig nú áfram að troginu engu ákafaminna en hver annar mat- hákur, sem rær í spikinu, í mið- eða hástjettum lífsins. Eftirdæmin, sem sjerrjettinda- stjettir þessara tíma hafa gefið eru þau sömu sem rjeðu í Frakik- landi á undan stjórnarbylting- unni. Þar er ekki gefin fyrir- mynd auðmýktarinnar, alvörunn- ar, aðhaldsins, sparseminnar, skyldunnar eða mentunarinnar. Alstaðar eru munaðarsýki og of- látungsháttur. Nú er kominn tími til þess fyr- ir hina bestu menn aðalsins að beita sjer gegn þessari ljettúð og þessum eyðingaranda. Tími er kominn til þess að stemma stigu fyrir óhófinu og guðleysinu; tími kominn til þess að skella hurðinni í lás fyrir nefinu á þeirri skrfl- mensku sem er að þrengja sjer inn. Sköpunin hefur ekki blóðinu sveitst í óteljandi aldir þjáninga og þrekvirkja, til þess eins, að þeir sem best eiga færin til þess að láta gott af sjer leiða skyldu gera úr þeim tækifærum einsk. leikvöll skaðlegrar vonsku. Þróun- in stefndi ekki að stórborgar- hluta aðilsins þegar hún lagði upp í hina löngu leið sína úr hinni bjarmandi frumþoku sól- kerfanna. Við getum ekki gert ráð fyrir því að náttúran sje ánægð með eigingirnina í fiðrildishætti hins „fína" lífs. Blóð andvana siðmenningar hrópar á göfugra líf. 35. tbL Það er auðsjeð, að aðaUinii er of hneigður til þess að Uta á sjálfan sig eins og eftirlætisbarn auðsins, í stað þess að taka á sig með djúpri ábyrgðartilfinningu og auðmýkt hinar þungu byrðar þeirrar siðferðilegu leiðsögu, sem erfið þróun hefur ætlað honum. Það er vonandi að börn þeirrar kynslóðar aðalsins, sem nú vex upp, ahst ekki upp í spilastofum eða næturklúbbum, eða að minsta kosti nokkur hluti hans muni finna gleði sína og gæfu í því mesta, að öðlast þekkingu og visku, fremur en í leikaraskap og grímudansleikjum. Því þegar til kastanna kemur getur mannsand- inn ekki öðlast hvíld í því sem auðvirðilegt er og hjegómlegt. Og eftir svo langan tíma saurugs og skrílslegs sjálfsagaleysis, er það ekki óskynsamlegt að vona þess að aðall okkar geri tilraun til endurreisnar. Ef menn vildu spyrja sjálfa sig þess, hvað er gleðin — áður en þeir steypa sjer út í leitina að henni, ef þeir vildu leita ráða hjá sögu mannkynsins og tilfinnirig- um og tilhneigingum sjálfs sín, þá mundi tæpast hjá því fara, nema um þá allra siðspiltustu, að þeir sæju að hin æðsta sæla er ekki fólgin í lystisemdum á ver- aldarvísu, heldur í hinum lifandi anda. Skoðun náttúrunnar, ást á fögrum hlutum, unun af gofug- um bókmentum, þakklátur skiln- ingur á hinum æðstu greinum skynsamlegrar gamansemi og hæðni, samúð með mönnum allra stjetta, lotning fyrir hátign al- heimsins, alúð við alla, ást á börnum og trygð við heimilið, — þetta alt færir hjartanu frið, þeg- ar samkvæmt því er lifað og leið- ir manninn á götu gæfunnar með síauknu afli ánægjunnar um leið og persónuleiki sjálfs hans víkk- ar svo að hann geti tekið við hin- um æðstu opinberunum lífsins. Síðustu fregnir. Ráðstefna um vígbúnað og möguleika á takmörkun hans stendur nú yfir í Genf. En treg- lega horfir um samkomulag. 1 Rússlandi er ennþá ólga. Yfir- stjórn Rauðakrossins hefur skor- að á sovjetstjórnina að láta hætta hermdarverkum þeim.sem fregnir hafa sagt frá, að þar hafi verið unnin. Sögur segja, að í ráði sje að reka þá Sinovjef og Trotsky úr flokksstjórninni fyrir að vekja sundurlyndi innan flokksins og rjúfa flokksagann. Dálítili kurr hefur verið milli Frakka og Þjóð- verja. Poincaré talaði nýlega tortrygnislega í Þjóðv. garð í franska þinginu, en Stresemann

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.