Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.06.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 29.06.1927, Blaðsíða 2
s LOGBJBTTA — LÖÖRJBTTA ÚtfefkBdi og ritatjóri t o r ■ t • 1 ■ ■ diiluti ÞinghðltMtrati 17. Simi 178. Innhelmta •( afrrelðila 1 ÞingholUitrietl 1. Simi 189. I i-..---------- ■! mótmælti í þinginu og þótti slæ- legar efndir á heimkvaðningu setuliðsins í Rínarlöndum. ----o---- Nýbýli og rsktun. ------- Frh. Einangrunin veikir. Þessi ein- angrun veikir á ýmsa lund. Ein- yrkinn á stóru jörðinni þarf í mörg hom að líta. Honum veit- ist erfitt að bæta býlið, til þess vantar ef til vill tilfinnanlegast starfsfjeð; viljinn getur verið einlægur á að framkvæma. Hin óræktaða jörð hans, þessi stóri jarðarskrokkur, ætlar að sliga hann. Sem betur fer er búskapur- inn ekki svona víða, en of víða samt. Bóndanum verður það nú ljóst, að mannsaflið er orðið of dýrt til að nytja óræktarlandið. Hann leitar því að ódýrara afli og finn- ur það. Hesturinn, þarfasti þjónninn, verður til að lyfta hon- um upp úr ófærunni. Nú snýr hann við blaðinu, hann ræktar og hann ræktar, hann býr á lít- illi jörð á stóru jörðinni, þ. e. hann nytjar mestmegnis ræktað land og hættir að nytja óræktar- landið. Nú verður honum það ljóst, að til að byrja með var jörðin hans lítil, þótt stór væri, þ. e. að víðáttu — en rányrkjan krafðist hennar. Hann finnur möguleikana vaxa, finnur mögu- leika, þar sem hann sá enga áður. Á þessa skoðun eru vorir fram- takssömu bændur komnir, þeir bændur sem hafa breytt kotinu í stórbýli, — en þeir sem hafa unnið að því gagnstæða, sjá ekki þann sannleika. Þessi einangrun horfir inn á við, en bændur eru einnig ein- angraðir út á við. Það er erfitt að nytja afdala- kotið, þegar þangað er yfir tóm- ar vegleysur að fara. Þó eru mörg dæmi þess, að þau eru síst ver setin en margar aðrar jarðir. Ber það ljósastan vottinn um framtakssemi þeirra, sem þar búa. En hvað sem því líður, þá er það eitt aðalvelferðamál fyrir landbúnaðinn, að samgöngur verði bættar, bæði á sjó og landi. Enda er þjóðinni að verða það ljóst, og hafa þær verið bættar stórkostlega hin síðari árin. Ak- færir vegir hafa verið lagðir, ár og torfærur brúaðar. Eimskip sigla umhverfis landið og inn á afskekta firði og víkur o. s. frv. En þetta þykir ekki allsstaðar fullnægjandi. Mikið hefur verið rætt og ritað um að bæta sam- göngur á Suðurlandi, sem er al- veg lokað frá samgöngum á sjón- um. Er þá talað um að byggja bílveg eða jámbraut. Einnig er farið að minnast á flugferðir. Suðurlandsundirlendið bíður þess, að samgöngur verði bættar. Svip- að má segja um önnur hjeruð. Fróðir menn telja að allir Islend- ingar gætu verið búsettir í hinum víðáttumiklu og frjóu landbúnað- arhjeruðum á Suðurlandsundir- lendinu. Og eru það síst öfgar. En til þess að slíkt geti rætst, þarf bættar samgöngur. Góð samgöngutæki eru lífæð sveit- anna. Þetta sýnir ljóst bæði út- lend og innlend reynsla. Fjölgun býla og ræktun bygg- ist á bættum samgöngum. Þetta er fyrsta og stærsta skilyrðið. Enda sjást þess greinileg merki, að ræktunin er mest þar sem samgönguskilyrði eru best og auk þess markaðsskilyrði. Má þar nefna nágrenni Reykjavíkur og fleiri kaupstaða. Ef um býla- fjölgun verður að ræða í fram- tíðinni, þá á þeim að fjölga frá sjónum og meðfram helstu sam- gönguæðunum. Enginn þarf að hugsa sjer að afskektu eyðibýlin byggist fyrst. Meiri og betri ræktun verður að vera kjörorð íslensku bændanna. Þeim verður að vera það ljóst, að á því byggist öll framtíð sveit- anna eða íslenskrar bændastjett- ar. Ræktunin er á byrjunarstigi hjá oss, og höfum vjer því tak- markaða reynslu til að byggja á. Bera þess ljósastan vottinn mörg túnin. Nýlegar sljettur þýfast á örfáum árum. Takmarkið verður að vera vjeltæk tún. Engin kák- rækt má lengur eiga sjer stað, bændum þarf að verða það ljóst, að því að eins gefur landið góða eftirtekju, að það sje erjað og unnið svo vel, að nytjajurtimar finni þar þau lífsskilyrði. sem þeim hagar best. öll meiri háttar ræktun krefst þess, að hestaflið sje notað og verkfæri, sem spara hið dýra handafl. Mýramar eru framtíðarlandið til túnræktar. Nóg er um mýr- amar hjer á landi; talið er að um 1 milj. hektara sje til af ræktanlegum mýrusi. Efnagrein- ing á mýrarjarðvegi hjer á landi, hefur leitt í ljós, að þær em betri til ræktunar en víða 1 öðr- um löndum. Stafar það af því, að þær innihalda mikið af steinefn- um, sem borist hafa á þær með vatni og vindi. Þegar mýramar em framræst- ar og að öðm leyti undirbúnar til ræktunar, er í þeim hinn frjóasti jarðvegur, vel fallinn til túnrækt- ar. I þeim er margra ára köfnun- arefnisforði, en köfnunarefnið er það áburðarefnið, sem er dýrast og oftast mest vöntun á. Fram- ræsla á mýmm er auðvitað mik- ill kostnaðarliður, en áríðandi er að hún sje vel framkvæmd, að öðrum kosti mishepnast ræktun- in. 4—500 hesta tún. Á meðalbýl- um er töðufallið nú frá 100—200 hestar. En þetta er of lítið, með- altúnið verður að stækka og það meira en til helminga, 4—500 hesta tún verður að vera mark- miðið. Á þeim heyskap má fóðra gott bú, svo stórt bú, að það er langt yfir meðalstórt bú eins og nú er. En jafnframt túninu verð- ur svo altaf eitthvað af engjum. Slíkar jarðir, sem þessar, mega kallast stórbýli, eftir því sem nú er búið. Þegar nú jörðin er orðin svona mikið bætt, og auk þess sæmilega húsuð, þá liggur beint við sú spuming: Má ekki skifta þessari jörð í tvent, tvö býli, og auka síðan við ræktaða landið, svo að á báðum verði vel lífvænlegt, og mikið fram yfir það. Enginn vafi er á því, að þama er ein leið til þess að fjölga býl- um, enda þótt tvíbýlin sjeu mis- jafnlega sjeð. Og mun það verða sú leiðin, sem auðveldust verður að fara, til að fjölga býlum. Mun jeg síðar taka það nánar til at- hugunar. Áveitur. Lengi hefur bændum verið það ljóst, að það tekur tíma, nokkur ár, að rækta stór tún. Oft er það erfitt verk og krefst mikils fjárframlags, en gefur vissan arð, þegar túnið er komið í rækt. Var því ekki nema eðlilegt, að bændur vildu reyna greiðari leiðir. Komu þá áveitu- málin fram á sjónarsviðið og hafa menn yfirleitt gert sjer miklar vonir um þau. Að vísu er þar um litla reynslu að ræða. En sú reynsla sem fengin er, hefur sýnt, að áveitur hafa gefið fljóttekinn arð, svo fljóttekinn, að engin ræktun jafnast á við á- veituræktun í því tilliti. En þeg- ar vatnið er ljelegt, eru áveitur sannkölluð rányrkja. I flestum tilfellum má þó rjettlæta hana, einkum þegar miklum jurtanær- ingaforða er af að taka í jarðveginum, eins og alt af er í mýrarjarðvegi og öðrum1 þykkum jarðvegi. Að öðrum kosti geta á- veitur verið jarðpíning, þar sem jarðvegurinn tæmist af öllum auðleystum frjóefnum á örfáum árum. Þær áveitur mishepnast. Nú hefur verið ráðist í stór á- veitufyrirtæki, sum þegar full- gerð, og það stærsta, Flóaáveit- an, nærri fullgerð. Engin veruleg reynsla er komin á það enn þá, hvort áveitulöndin verða notuð til fulls, nema býlum sje fjölgað. Að mínu áliti er lítil von um það. Verður því nauðsynlega að keppa að því, að býlum fjölgi, og gera róttækar ráðstafanir þar að lútandi. Áveitumar ero rjettmætt byrj- unarstig, sem lyftir undir meiri ræktun, túnræktina. Ef þar á að reka fleytingsbúskap án verulegr- ar frekari ræktunar, verða þær ekki að eins miklum notum, eða til jafnmikilla %þjóðarheilla og menn alment hafa gert sjer von um. Á áveitusvæðunum og í um- hverfum þeirra eiga að rísa aðal- landnám þessa lands á komandi árum. Þar eru skilyrðin til stað- ar. Löggjafarþing þjóðarinnai þarf að taka málið til rækilegrar athugunar, og allir góðir menn þurfa að styðja að framgangi þess. Enginn má þó skilja orð mín svo, að ekki sjeu víðar í landinu landnámsskilyrði til stað- ar. — Ýmsar viðbámr. Skoðanimar eru skiftar um þýðingu land- búnaðarins. Er það ekki nema það sem altaf má vænta. Hefur land- búnaðurinn jafnvel verið af sum- um kallaður ómagi á öðmm at- vinnuvegum, sagt að framleiðslan væri hverfandi lítil samanborið við aðra atvinnuvegi, að hann greiddi lítið til almanna þarfa, eða í ríkissjóð o. s. frv. Það er ekki tilgangurinn, að gera upp þá reikninga, en benda má á það, að of mjög er starað á útflutning afurða, þegar slíkur samanburður er gerður. Því verð- ur ekki á móti mælt, að landbún- aðarafurðir em aðeins lítill hluti af þeim eða um 1/7 af útfluttum afurðum. En þá er ekki gætt að því sem skyldi, að meiri hluti landbúnaðarafurðanna er notaður í landinu (t. d. öll mjólk o. fl.) svo að þetta er enginn rjettur mælikvarði fyrir arðsemi hans. Mun láta nærri að árlegar brúttó- tekjur landbúnaðarins sjeu frá 25—30 milj. króna. En afkoma atvinnuveganna er komin undir nettó-tekjunum, en þær em jafn- ari í þeim atvinnuvegi en öðrum, og af því leiðir jafnari afkomu. Þegar litið er á það, að flest uppvaxandi fólkið, eða það fólkið sem er starfhæfast, flytst jafn- harðan úr sveitunum og það kemst upp, en eftir em einungis húsbændur, böm og gamalmenni, þá má álíta, eins og sakir standa, að afkoman sje fremri öllum vonum. Það er ekki til lít- ils hnekkis fyrir sveitimar að tapa þaðan unga fólkinu um leið og það kemur upp og er farið að vinna að framleiðslu. Það er svo hár skattur lagður á sveitir landsins, að lítil von er til þess, að alment framtak glæðist í sveit- unum, nema hann lækki, eða fólksstraumurinn úr sveitunum minki. Það er ólífis blóðtaka, ef ekki er að gert. Sveitimar sleppa ekki einungis árlegri fólksfjölgun þar, heldur auk þess þar fram yfir um 500 manns árlega. Þetta getur enginn atvinnuvegur þolað til lengdar, enda hefur kyrstað- an verið augljós hverjum manni. En aðstaða atvinnuveganna er mjög ólík, og af þeim mismun stafar þessi fólksflutningur. Sjáv- arútvegurinn getur bygt á reynslu annara þjóða og notfært sjer hana að miklu leyti óbreytta, — sama er að segja um iðnað. En vegna sjerstöðu landsins, einkum hvað veðurfar snertir, getur landbúnaðurinn ekki gert þetta á sama hátt. Hann þarf að afla sjer staðlegrar reynslu. Þetta og margt fleira verður að taka til greina. Svo er annað, eðlismunur þess- ara tveggja atvinnuvega, þegar það fje seml lagt er í ræktun er geymt fje til eftirkomendanna, en flest eða öll önnur mannvirki fyrnast tiltölulega fljótt, svo sem skip, byggingar, veiðarfæri o. fl. þá eykur landbúnaðurinn varan- lega þjóðareign meir en aðrir at- vinnuvegir. Þegar litið er á þjóðina sem heild og hver atvinnugrein skoð- uð og vegin grandgæfilega, og at- hugað, hvemig heildarafkoma at- vinnuveganna er, þá verður það Ijóst, að landbúnaðurinn stendur þó ekkert lágt. Hann gefur jafn- ari afkomu en sjávarútvegur,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.