Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.06.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 29.06.1927, Blaðsíða 3
LOG&tfKTTA » gem er óvissari, gefur engar stórteikjur í venjulegum árum, og þá heldur engin stórtöp, ef hann er sæmilega trygður gegn harð- indum. Hann elur upp sjálfstæða, hrausta og framgjama menn, sem stælast við hvem erfiðleika eem mætir. Slíkur atvinnuvegur á altaf framtíð fyrir sjer, þótt ilt sje útlitið sem stendur. Óvissan um hvað framtíðin á að geyma í öðrum atvinnuvegum, er stærsta böl þeirra. Það leiðir til smákaup- mensku og brasks. Sá atvinnuvegur, sem eykur varanleg verðmæti í þjóðfjelag- inu, fremur öðrum atvinnuvegum, gerir landið byggilegra fyrir eft- irkomenduma, ásamt því, að gefa þeim sem hann stunda, góða af- komu, sá atvinnuvegur má ekki falla í rústir, hann verður að efla eftir fylsta mætti. Orsökin. Hver er svo orsökin til þess að atvinnuveginum hnign- ar? Orsakimar em margar. Áður hefur verið drepið á heimilafjölg- unina í landinu, en að heimilum fjölgi aðeins í kauptúnum og kaupstöðum. Það bendir á, að möguleikar sjeu ekki til staðar fyrir heimilafjölgun í sveitunum. Enda eru þeir möguleikar áreið- anlega mjög takmarkaðir. Aldar- andinn er jafnvel sá, að bændur álita að gengið sje á foman helgidóm, ef talað er um mögu- leika fyrir því, að skifta jörð í tvö býli, og að selja land undan jörð þykir oft miður sæmandi. Þessi hugsunarháttur þarf að víkja; hann er leifar frá eldri tíma, frá hörmungatímum þjóðar- innar, þegar bændur flosnuðu upp af jörðum sínum, og kotið og hjáleigan vom lögð undir aðal- býlið, — tvö býli gerð að einu. Sá hugsunarháttur þarf að mót- ast í hug hinnar íslensku bænda- stjettar, að það göfugasta, sem hægt er að óska sjer fyrir hvem einstakling hennar, sje að láta tvö strá vaxa þar, sem eitt óx áður, tvö býli rísa upp, þar sem eitt var áður. ^ En samkepnin ræður. 1 skauti náttúrannar em fólgin mörg og mikil auðæfi. Þessi auðæfi kepp- um vjer eftir að höndla, en þau em misjafnlega fólgin. Þeim er ausið upp við strendur landsins og þeim verður ausið úr hinni bundnu orku fossanna. En til þess að höndla þau þarf starfsfje, helst á fárra höndum. Þar er að ræða um risafyrirtæki. Landbúnaðurinn þarf einnig starfsfje, en hann getur ekki kept á opnum peningamarkaði um fjeð, sem leiðir af því meðfram, að fjenu þarf að skifta meðal margra tiltölulega smárra fram- Íeiðenda. Meðfram er orsökin sú, að hann bindur tiltölulega mikið fje í fyrirtækjum, sem ekki gefa arð, eða ekki fullan arð, fyr en eftir nokkum tíma, og sumpart em unnin í haginn fyrir eftir- komenduma-Afleiðing þessa verð- ur því sú,að hann á erfitt með að keppa um starfsfjeð við aðra at- vinnuvegi. Er það svo í flestum löndum. Fólkið streymir því að ýmsum öðrum atvinnugreinum. Sumar þjóðir hafa horft á þetta aðgerðarlitlar, eins og t. d. Bret- ar. Þar em akurlöndin orðin beitilönd, býlin lögð í eyði. Aftur á móti hafa aðrar þjóðir barist af alefli á móti þvi, að þessari móður-atvinnugrein þjóð- anna hnignaði eða legðist í rústir. — Hefur það þá stundum með- fram verið af hernaðarlegum ástæðum eins og hjá Þjóðverjum. Þeim var það lífsskilyrði, að geta verir óháðir öðmm þjóðum með aðflutning nauðsynja sinna. Var það þeirra góða landbúnaði að þakka, að þeir hjeldu svo lengi velli í síðasta ófriði. Þessi erlendu dæmi em all- fjarri, en eigi að síður getum vjer lært af þeim, jafnvel þótt um þjóðir með margar miljónir íbúa sje að ræða, því að sjúk- dómurinn, sem þjáir vort litla þjóðfjelag, er sá sami, og ráðin til þess að yfirbuga hann eða lækna, einnig þau sömu. — En eitt ráð getur verið öðm betra, og þurfum vjer því að velja úr, hvað best hæfir hjá oss, og einn- ig getur komið til greina, að vjer finnum alveg nýtt ráð eða læknis- lyf, sem ekki einungis á vel við hjá oss, heldur einnig víðar. óneitanlega væri það þó best, að landbúnaðurinn þyrfti engrar slíkrar lækningar við, en eins og nú horfir, verður tæpast hjá því komist, að minsta kosti ekki á meðan vjer erum að komast af stað til framkvæmdanna. Hvað hafa erlendar þjóðir gert? Ýms em þau ráð sem gripið hef- ur verið til, til eflingar þessari hugsjón, og með misjöfnum á- rangri. Fer það mjög eftir stjóm- semi og hagsýni, hvað mikið hef- ur á unnist.Víðfrægt er það orðið hvað Danir hafa ræktað mikið af tiltölulega ófrjóu landi, eins og Jótlandsheiðamar em, ellegar þá Þjóðverjar, sem hafa þurkað víð- áttumikil mýrarsvæði og breytt í akurlönd, eða þá framkvæmdir Svía í Norður-Svíþjóð, þar sem þeir koma í framkvæmd stærðar landnámi á óræktuðum mýrlend- um og skóglendum. Svona mætti lengi telja, því að æðimörg stór- virki hafa verið unnin á þessu sviði. Eins er húsmannalöggjöfin danska alveg sjerstæð í sinni röð og lærdómsrík. Hin síðari árin er þó æ meir horfið frá þessari stefnu, og að því að stofna sjálf- etæð býli, sem geta gefið fjöl- skyldu nægilegt lífsuppeldi. Það er stefnt að því meir og meir, að gera landnámsmennina óháða bændur. Enginn vafi er á því, að vjer þurfum einnig að stefna að því sama marki. Skal nú skýrt frá hinum helstu leiðum sem erlend- ar þjóðir hafa farið til þess áð hrinda þessum málum áleiðis. Frh. -----o---- Fálkaorðan. Leif Halvorsen, orkesturstjóri, söngstjóri Han- delsstandens Sangforening i Osló og Th. A. Jacobsen, kaupmaður, formaður sama fjelags hafa verið sæmdir riddarakrossi Fálkaorð- unnar. Prestastefna stendur hjer yfir. -----o—— Ávarp til íslenskra bænda. Kæm landar! Athugið vel mál það,sem hjer segir frá,því að um björgun ykkar eigin gimsteina er að ræða. Eins og kunnugt er hefi eg á síðari árum fengist nokkuð við rannsókn íslenskra þjóðlaga. 1 fyrra sumar tók eg á hljóðritara nokkur þjóðlög, sem fólk í Reykjavík söng og kvað. Nú hefi jeg fengið afsteypur af hljóðrit- araplötunum, 28 alls. Mjer til nokkurrar undmnar sje jeg við nánari athugun að um tveir þriðju hlutar af lögunum em ómenguð íslensk þjóðlög. en þó má heita að í Rvík sje ekki mikið um þjóðlög og þau þar far- in að spillast af erlendum áhrif- um og gleymsku. Auðsætt er þvi að íslensku þjóðlögin eru enn vel lifandi og að það má vel endur- lífga þau óspilt á vömm þjóðar- innar. Á mínu stutta ferðalagi norð- anlands sumarið 1925 varð jeg þess var að menn bám ekki mikla virðingu fyrir þjóðlögunum og jafnvel síst þeir, sem helst hefðu getað bjargað þeim. Þetta verð- ur að breytast. Það væri rangt að gefa einhverjum sjerstökum mönnum sök á niðurlægingu þjóð- laganna,. því að þar hafa ráðið erlend áhrif og tíðarandi heillar kynslóðar. En nú eru aðrir tímar. Hið þjóðlega tónlistareðli hefur skapað heimsfrægð þeim þjóðum, sem hafa skýmst þjóðareinkenni, Norðmönnum, Finnlendingum, Rússum, Ungverjum, Tjekkum o. fl. íslensku þjóðlögin, rímnalögin og tvísöngurinn, em alveg sam- stæð fombókmentum vorum og tungu vorri. Til foma var oft- sinnis kveðið við raust og með gleðskap.. Tvísöngur var sunginn á víkingaöldinni um öll Norður- lönd. Það má ekki leggja sama mælikvarða á þjóðlögin og á list- söng. Það tvent er óskylt. Það fólk, sem kveður, þarf t. d. ekki að vera söngvið á lærðra manna vísu. Það er meira að segja mjög hætt við því að lærður söngmáti spilli eðli þjóðlaganna, nema var- kámi sje notuð og meiri þekking sje fengin á þeim en náðst hefir hingað til. Við rannsókn mína á lögunum í gegnum hljóðritarann hefi jeg einnig orðið þess var að það er alls ekki hægt að skrifa sum þeirra upp. Jafnvel hin fullkomnasta uppskrift sumra laganna hlýtur að verða tónsmíð skrifarans að meira eða minna leyti. Og þó að það takist að skrifa nákvæmlega upp tónana og fallandann, þá er hætt við að menn lesi eftir á ekki rjett eftir nótunum, en meðferð laganna er ekki hægt að skrifa upp. Þjóð- lagasöfnun í hljóðritara og upp- skrift laganna getur stutt að end- urreisninni,en mest er um vert,að þjóðin sjálf endurlífgi þau án meðhjálpar. Það eitt mun bjarga þeim í hreinustu mynd. Hugsið um það, góðu landar, að á ykkur hvílir ábyrgðin, ef þessi andans auðæfi spillast! — Látið ekkert færi ónotað til þess að endurreisa þau: — Stofnið til kveðskapar og tví- söngs í heimahúsum! Spyrjið uppi alla þá menn eldri sem yngri, er við rímnakveðskap og tvísöng fást. Látið þá kenna þeim yngri, þó ekki með neinum skólabrag og ekki með hljóðfæri, því að tónar þess em annars eðl- is. Hæðist ekki að þeim sem iðka gömul þjóðlög í laumi, þó að þau virðist óáheyrileg í fyrstu, held- ur örfið þá til þess að láta ykkur heyra lögin, því að þið getið margt af öllum þessum söng- og kvæðamönnum lært. Hafið tvísöng og kveðskap til skemtunar á hjeraðsmótum! En síðar verður þjóðdönsum bætt við, rímnadans og söngdans. Auðgið þannig íslenskt þjóðlíf og sveita- líf! Við hinir skulum heldur ekki liggja á liði okkar viðreisninni til stuðnings. Jón Leifs. ,-o—— Æfisaga Krists Eftir Giovanni Papini. (Ágrip). Konungur þjóðanna. „Af hverj- um er þessi mynd?“ spyr Jesú, þegar menn sýna honum róm- verska peninginn. Hann þekti þó andlitið vel, vissi, eins og allir aðrir, að Oktavíanus var fyrir rás viðburðanna orðinn yfirmaður Rómaríkis og hafði jafnframt hlotið hið smjaðurljúfa auknefni: Ágústus. Hann þekti vel fala- drættina í þessu andliti, þjett- hærða höfuðið og stóra nefið, sem slútir fram, eins og það ætti að byrgja munninn, sem er lítill og með fast lokuðum vöram, Þetta höfuð er, eins og gerist um slíkar myndir, skilið frá skrokkn- um á þann hátt, að það minnir á höggvinn háls. En Jesús vill ekki nefna keisarann, því hann viðurkennir ekki vald hans. Ágústus er þessa heims konung- ur. Jesús er konungur hins nýja ríkis, sem ekki er af þessum heimi. Ágústus er fortíðarinnar konungur, Jesús framtíðarinnar. Með þeim er ekkert sameiginlegt. Jesús er kominn til þess að eyða veldi Ágústusar, en ekki til þess að setjast í sæti hans. Ef menn- imir hlustuðu á orð Jesú og skildu þau, þá væri úti um veldi Ágústusar, því stoðir þess eru hugsunarleysi og skilningsleysi almennings. En nú er sá kominn, sem vekur þá, sem sofa, opnar augu hinna blindu og gefur þeim veiku kraft. Þegar alt er full- komnað og nýja ríkið stofnað, mun ríki Ágústusar hverfa eins og fjall úr lausri ösku fyrir blástri sigrandi vinda. En meðan veldi hans varir, þótt ekki sje það annað en sjónhverfing, þá gefum honum það, sem honum ber. Peningurinn hans er einsk- is virði, og skilið þið honum aft- ur. Borgarar hins nýja ríkis hafa ekkert með peninga að gera. Jesús miðar alt við þá jarð- nesku paradís, sem hann ætlar að stofna, og skeytir ekki um stjómir nje valdhafa, því hin nýja jörð, sem hann er að boða,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.