Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 06.07.1927, Síða 1

Lögrétta - 06.07.1927, Síða 1
Um víða veröld. Dönsk stjórnmáL Þess heyrist oft getið og um það kvartað, hversu stjómmála- líf nútímans sje blælaust og hug- sjónasnautt og flokksmálin fánýt. En það er ekki einungis hjer á landi, að slíkar raddir heyrast. T. d. í Danmörku kvarta ýmsir hinir bestu menn um þetta sama. Lögrj. skýrði nýlega frá helstu deilumálunum í dönskum stjóm- málum og verður nú bætt við það nokkrum alm. hugleiðingum, sem nýlega stóðu í Tilskueren um dönsk stjómmál: ... 1 þing- inu er að vísu sagt ýmislegt gott, ýmislegt gáfulegt, mátulega gott og gáfulegt til þess að vekja nokkura athygli, en hið stóra orð, mælskan, hið andríka form, sem ekki er fyndni einber, en mynd, sem maður bregður upp af tíma sínum, og opnar ný sjónarmið í einni svipan, — þessháttar er sjaldgæft. Enginn afhjúpar fyrii áheyrendunum framtíðina, eng- inn beinir sjónum þeirra út yfir landið, þar sem stjómmál og bókmentir, viðskifti og blaða- menska eru aðeins mismunandi hliðar sama málsins, samnefnari alls þess, sem lifir og hrærist með þjóðinni. Dönsk stjómmál nútímans em ekki menningarafl, þau, em leiðinleg skylduvinna. En er þá til ofmikils ætlast, að sál- in fái næringu í þjóðkjörinni þingdeild? Það er erfitt að verj- ast þeirri þugsun um stjóm- málaleiðtoga nútímans, hversu góðir og rjettsýnir sem þeir em, að þeir sjeu fremur verkfærl flokka sinna og stjetta, en vem- legir leiðtogar. öll stjómmál verða meira og meira stjetta- stjómmál. En hvað gerist eigin lega í þeim, sem gildi hafi fyrir menningarlífið?Fátt.En samt em tímamir, sem við lifum á fullir af stórfeldum viðfangsefnum. Danmörk er bændaland og dönsk stjómmál fara því í bændastefnu. Stjettimar setja blæ sinn á stjómmálalífið, en einstaklingamir hverfa. Bændur eru á móti tolli, verkamenn vilja vinnuvemdun, iðnaðurinn heimt- ar lág laun og yfirstjettin horfir hæðnislega á æskulýðinn, sem berst fyrir breyttu þjóðskipulagi. En embættismenn og starfsmenn borga brúsann, því þeir em enn- þá ekki svo margir, að atkvæði þeirra ráði úrslitum. Það er næst- um því óhugsandi að opinberar umræður geti hafist yfir stjetta- mörkin, að bóndi tali máli verka- mannsins, eða verkamaður máli bóndans, eða að kaupsýslumaður taki svari hinna svonefndu óarð- berandi starfa. Á slíku byggist samt framtíðarvonin í stjómmál- unum — hún byggist á flokks- leysingjunum, á hinum óháðu ein- staklingum. Síðustu fregnir. Byrd sá, sem flaug til Norður- pólsins, hefur nýlega flogið frá Ameríku til Frakklands, en vilt- ist þegar þangað kom og steypt- ist niður, en menn allir björguð- ust. Er hann þegar farinn að undirbúa flug til Suðurpólsins. Dr. Eckener, sem ætlaði í loft- skipi til Norðurpólsins, er nú hættur við það, en er að undir- búa flugför umhverfis jörðina og telur sig geta flogið þá leið á 300 kl.st. — Lögreglan í Osló hefur nýlega handtekið þrjá kom- múnista vegna undirróðurs þeirra. — Lögreglan í París hef- ur ekki eíhiþá getað fundið Dau- det leiðtoga konungssinna, sem slapp úr fangelsi nýlega. En Poju, ritstjóri Action Francaise, blaðs konungssinna, hefur verið tekinn fastur. — Á flotamálaráðstefn- unni í Genf gengur alt í þófi ennþá. Bretar hafa stungið upp á því, að takmarka stærð stórra herskipa og hjálparskipa og Jap- anar munu ætla að styðja tillögu þeirra. En Bandaríkjamenn hafa verið þessu andvígir og vígbúast þeir nú af kappi og vilja koma sjer upp jafnstórum herskipastól og Bretar. Líklega næst samt eitthvert samkomulag. — Land- skjálftar miklir voru nú í byrjun mánaðarins á Peloponnes í Grikk- landi og hrundu hús hundruðum saman, en manntjóns er ekki get- ið. — 1 NorðurSvíþjóð og Mið- Svíþjóð eru nú miklir vatnavext- ir og hafa af þeirra völdum eyði- lagst akrar, brýr og jámbrautir. -----o---- Nýbýli og rsktun. ------ Frh. 1. Verndartollar. Ein leiðin til þess að skapa atvinnu- rekendum betri aðstöðu í sam- kepninni við atvinnurekendur annara þjóða er að leggja vemd- artolla á afurðimar. Þá er stuðl- að að aukinni framleiðslu vöm- tegundar, með því að leggja toll á samskonar vömr, sem fluttar em inn í landið. Hækkar það verðlag á vömnni innanlands, og eykur því dýrtíð í landinu. Þessa leið hafa Þjóðverjar einkum far- ið, en sú leið er mjög varhuga- verð og ekki fær nema stærri þjóðum, sem framleiða mikið og jafnframt því hafa þörf fyrir þær vörur til neytslu í landinu sjálfu, sem innflutningstollur er lagður á, því að venjulegast g'eta^ þær ekki kept við vömr á heims- markaðinum, hvað verðlag snert- ir, þótt gæðin sjeu svo mikil, að varan sje samkepnisfær. Verður þessi leið því að teljast mjög ó- heilbrigð, og ekki verjandi nema alveg sjerstaklega standi á. 1 flestum tilfellum örfar hún því í fyrsta lagi óheilbrigðari framkvæmdir, sem ekki geta stað- ist í frjálsri samkepni. Og í öðm lagi hækkar verðlag í land- inu, sem altaf hlýtur að mæta sterkri mótstöðu af neytenda hálfu. 2. Opinberar ráðstaf- a n i r. Ríkin hafa gert ýmsar opinberar ráðstafanir til þess að hrinda áfram þessum málum, og skal getið þeirra helstu: a. Styrkveitingar. Það hefur mjög aukist hin síðari árin erlendis, að styrkja bændur og landnámsmenn til þess að rækta, byggja á býlum sínum og sjer- staklega þó til að reisa nýbýli og bústaði með landnytjum fyrir verkamenn. Styrkurinn, sem veittur er, er oft mjög ríflegur, i/4—V3 af á- ætluðum kostnaði og stundum meir. Þykir Norðmönnum betra, að veita styrk en lán, þegar um smáupphæðir er að ræða, því að ýmsir annmarkar eru á því að starfrækja slíka lánsstarfsemi. Styrkurinn er eingöngu veittur fyrir nýrækt, fyrir að brjóta land og jafnframt til bygginga. Oft eru ákvæði um það, að styrkveitingin sje bundin við á- kveðnar hámarkseignir og tekjur. í Noregi getur sá ekki fengið styrk, sem á yfir 25000 kr. eign og hefur yfir 4000 kr. tekjur. Ýmsir hafa borið það fram, að það væri varhugaverð leið þessar styrkveitingar. Þetta hefði gjör- spillandi áhrif á hugsunarhátt- inn, að illa væri unnið o. s. frv. Dæmi eru til þess, að svo reyn- ist, en það er talið alveg ómót- mælanlegt, að án ríkisaðstoðar sjeu engir möguleikar á því, að knýja fram ræktun í stórum stíl, eins og nú er ástatt saeð atvinnu- lífið í þjóðfjelögunum. Og þykir þessi leið því oft greiðfömust og fyrirhafnarminst. b. Lánveitingar. öllum er ljóst, sem kynt hafa sjer til hlýtar ræktunarmál, að land- námsmenn og bændur, sem leggja í mikla nýrækt, geta ekki kept um lán á opinberum peninga- markaði, nema þeir hafi alveg sjerstaklega góða aðstöðu, svo sem góðan markað o. fl. Það hef- ur því verið talið alveg bráðnauð- synlegt að stofna sjerstaka láns- stofnun eða lánsstofnanir, annað- Vorsöng-nr. (In vernalis temporis, eftir Morten Börup, frá ca. 1495, undir lagi eftir próf. Sveinbjörn Sveinbjömsson). Unga vorsins yndistíð eyðir valdi snjóa. Bráðum spretta blóm í hlíð, boðar heiða-lóa. Kvöldin verða ljós og löng; lækir hefja gleðisöng; hverfur fönn úr flóa. Fjötrum kastar foss á brún. Fögur sóley prýðir tún. Grund og engi gróa. Unlr glöð í grasi hjörð; gróinn angar hagi. Fuglar hrósa himni’ og jörð, hver með sínu lagi. Hýrt í ljósi hlær hvert svið; himinn brosir jörðu við; ró er yfir ægi. Glaða morgna, glitfríð kvöld góðra dísa máttar-völd signa bygð og bæi. • Dýrð og þökk sje,drottinn,þjer dagsins faðir góði. Frá þjer kemur alt, sem er yndi lífs og gróði. Hans, sem landi’ og lýði gaf lán og blessun, veitta af sinnar gæsku sjóði, sje af tungu sjerhvers manns sungin dýrð, og nafnið hans lofað hátt í ljóði. v Þ. G. hvort af því opinbera eða með styrk og aðstoð þess, til þess að lána út með vægari kjörum en al- menn lánskjör eru til þeirra manna, sem leggja vilja fje f ræktun og til stofnunar nýbýlum. Þessir menn þurfa í fyrsta lagi að fá löng lán, í öðru lagi lán með lágum vöxtum og í þriðja lagi afborgunarlaus lán fyrstu árin, þangað til framkvæmdimar eru famar að gefa fullan arð. Er sá tími- oft 4—6 ár. Eitt vandkvæði við að veita slík lán, er að lántakendur hafa ekki neitt hæfilegt veð til trygg- ingar lánum. Veðhæfi eignarinn- ar vex með aukinni ræktun, en er þó ekki nægilegt veð fyrir því láni, sem allajafnan þarfnast, og auk þess þarf lánið að fást út- borgað að miklu eða öllu leyti áður en byrjað er á framkvæmd- um, eða að minsta kosti að mjög miklu leyti. Er þá ekki um aðra leið að velja, en að lána gegn á- byrgð hreppa eða sýslna, og í því tilfelli að þau vilja ekki taka á sig þá ábyrgð, þá er ríkinu heimilað að taka á sig ábyrgðina. En þau skilyrði em sett fyrir

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.