Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.07.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 06.07.1927, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 Mentaskólinn. 51 stúdent útskrifuðust úr I Mentaskólanum nú um mánaða- mótin, þar af 17 utanskólamenn. 6 þeirra höfðu stundað fram- haldsnám á Akureyri og er þetta í fyrsta skifti, sem stúdentspróf er tekið af þeim, sem undirbúnir eru algerlega nyrðra, en þingið veitti þeim ferðastyrk suður. Eixm þeirra gekk frá prófi. Tveir hinna fengu I. eink. Hæstu eink- unn á þessu prófi (7.39) hlaut stútentinn Leifur Ásgeirsson úr Lundareykjadal, en hann hefur aldrei setið í skólanum, en lesið utan skóla. Eins og venjulegt er, hafa út af prófinu spunnist nokkrar um- ræður um stúdentafjöldann og afkomu stúdentanna síðar meir. Hefur oft verið um það kvartað, að Mentaskólinn útskrifaði alt of marga. Samt sem áður sýna opin- berar skýrslur það, að til skamms tíma, að minsta kosti, hafa útskrifast hlutfallslega færri stúdentar hjer en í nágranna- löndunum. Og ástæðulaust er að amast við því, að ungt fólk reyni sem flest að leita sjer þeirrar mentunar, sem best er völ á í landinu, ef þeirri mentun er á annað borð þannig fyrir komið, að hún geti gert úr nemendun um góða borgara. Og meðan það skipulag er á Mentaskólanum, að hann er bæði gagnfræðaskóli og lærdómsskóli í senn, og það eini gagnfræðaskólinn, sem til er í höfuðstaðnum, verður fólki ekki láð það þótt fjölment sje í hann, enda er það einkennileg hugsun hjá sumum mönnum, að gera eigi fólki sem erfiðast fyrir um það að sækja skólann. Sannleikurinn er sá, að aðsókn- in að Mentaskólanum er ekkert óeðlilega mikil og stúdentafjöld- inn ekkert hræðilegur. Það er einnig ósanngjarnt, sem oft er látið kveða við, um þekkingar- og þroskaleysi nemenda, því stúd- entar eru nú upp og ofan engu lakari en þeir áður voru. Veilan er í því fólgin, að skóla- kerfi landsins er þannig fyrir komið, að námsmöguleikamir eru ekki nægilega fjölbreyttir og skilningur fólks á gildi og til- gangi skólagöngunnar jafnframt nokkuð takmarkaður. Sambandið milli gagnfræða- og lærdómsskóla kemur fleirum til þess, en annars mundi vera, að taka stúdentspróf og stúdentsprófið, eins og því og háskólanum er nú fyrirkom- ið, kemur fleirum til þess en annars mundi, að ganga hinn svo- nefnda „embættisveg“. Enn sem komið er að minsta kosti, er samt óþarflega mikið úr því gert að kandidata „framleiðslan" fari úr hófi, nema helst um lögfræð- inga, enda er mikil aukning j þeirra þjóðfjelaginu þarflaus. Bætur á þessu verða auðvitað ekki ráðnar með því, að leggja óeðlilegar fjárhagslegar hömlur á skólagönguna, eða með því að leggja einstrengingslega áherslu á gildi einstakra námsgreina eins og latínu. Bætumar fást aðeins með bættu skólakerfi og skipu- ! Bændaskolinn á Hólum Með því að það er ákveðið, að bygt verði á Hólum í stað húss- ins sem brann í hauat, tilkynnist, að skóhnn starfar að vetri eins og að undanfömu. Jafnframt tilkynnist að alt sumarið milli skólavetranna geta nokkrir piltar fengið tækifæri til að stunda verklegt nám við nýyrkju eingöngu. Páll Zóphóníasson. lagi, bæði á framhaldsfræðslu unghnga og einnig, þótt því sje jafnaðarlega minni gaumur gef- inn, á háskólafræðslunni. En um þetta hvorutveggja hafa komið fram tillögur, sem verða mættu til stórra bóta og enn er rjett að minna á, þó birtst hafi þær einn- ig upphaflega í Lögrjettu. En það eru samskólatillögur Jóns Ófeigssonar og tillögur Vilhjálmp Þ. Gíslason um skipulag háskól- ans (í Islensk þjóðfræði). Með samskólanum ætti að fást góð úr- lausn á framhaldsmentuninni og sæmilegur jöfnuður milli aðsókn- arinnar að samskólanum og Mentaskólanum og þar með nokk- ur hemill á „óeðlilega stúdenta- framleiðslu“. En með tillögunum uta háskólann, sem einkum eiga að vísu við hann sem vísinda- stofnun, er opnuð ódýr leið til þess að gera háskólann fjöl- breyttari en hann er nú og hæf- ari til þess að undirbúa menn í fleiri nauðsynjastöður þjóðfje- lagsins en nú, þar sem full þörf er á sem best mentuðum mönri- um. Um ýms einstök atriði í hvorumtveggja tillögunum, má kanske deila. Um hitt verður ekki deilt, að þessi mál eru meðal þeirra allra merkustu, sem úr- lausnar bíða og öll ástæða til, þess að undirstrika það, þegar um Mentaskólann og próf hans er að ræða. ----o--- Friðarfundurinn , í Björgvin 10.—12. júní. Eftir Fr. Fr. Veraldarsambandið til að efla vináttu þjóða milli með kirkju- legu starfi er stórt alþjóðasam- band sem stofnað var 2. apríl 1924 og hefur starfað að því eftir heimsstyrjöldina að auka sátt og samlyndi meðal þjóða innbyrðis. Forseti sambandsins er erki- biskupinn í Kantaraborg. Fjelag- ið hefur deildir í 28 löndum og standa fyrir þeim tignustu ménn kirkjunnar bæði protestanta og grískkathólskra. Á kirkjulegum grundvelli vinnur fjelagið að hinu mikla markmiði sínu, og leitast við að efla friðarhugsjón- ina meðal þjóðanna og vekja á- byrgðartilfinningu kirkjunnar fyrir þessu starfi. — Að tilhlut- un Alþjóðaframkvæmdamefndar- innar, var haldið sjerstakt þing fyrir norrænu deildirnar og ósk- uðu þær að einhver Islendingur gæti verið á því þingi, enda þótt fsland væri eina ríkið á Norður- löndum, sem enga deild hefur þessa starfs innan sambandsins. Framkvæmdarst j óri A1 þ j óðasam- bandsins bauð því sjera Bjama Jónssyni dómkirkjupresti, sem framkvæmdarstj órinn, sir Wil- loughby Dickinson hafði kynst í Stokkhólmi á kirkjuþinginu 1925, að koma á þingið, eða benda á mann í st^ð sinn, ef hann gæti ekki komið sjálfur. Hann benti á mig og var mjer því boðið að koma til Björgvinar og sitja þingið. — Þetta var aðdragandi þess að jeg tókst ferð á hendur þangað. Þingið stóð yfir dagana 10.—12. júní. Komu þar 4 full- trúar frá Danmörku, þeir'úiskup- amir Ostenfeld og Ammundsen og tveir prestar. Frá Finnlandi komu 4, prófessor Arthur Hjelt, Dr. Paavo Virkhunen, forseti finska Ríkisdagsins, Dr. Lehton- en og E. Wiréu, prestur. Biskup Max v. Bonsdorff gat ekki kom-. ið eins og til stóð. Frá Svíþjóð komu Dr. Verner Söderberg, sem kom í staðinn fyrir barón Adelswárd, próf. Nordenskjöld, prestur riorðan úr Norðurbotnum (Finnmörk) og kand. Karlström, skrifari erki- biskupsins. — Frá Noregi vora biskuparnir: Hognestad, Stöylen, Gleditseh, Petersen og Stören,-. dómprófastur Öle Iversen og þrír prestar. Fyrv. forsætisráð- herra Mowinckel var og boðinn á fundinn. ' Framkvæmdarstjóri fundarins var sjera Klaveness, sóknarprestur við Krosskirkjuna í Björgvin. — Frá Englandi komu þeir Aðalframkvæmdar- stjóri Alþjóðasambandsins, sir Willoughby Dickinson og Dr. Drummond, frændi vísindamanns- ins, sem hjer er kunnur af bók sinni: „Mestur í heimi“. Þingið hófst kl. 10 föstud. 10. júní. Eftir nafnakall hóf biskup Hognestad fundinn með því að lesa upp Jes. 19., 23.—25. og hjelt út frá því stutta ræðu og bað bæn. — Það hafði verið á- kveðið, að hver þjóð legði til fundarstjóra á víxl, þannig að fyrsti fundur var undir forsæti Norðmanns, annar undir forsæti Svía o. s. frv. Þessu var raðað niður áður en víst var hvort nokkur Islendingur kæmi. Hogne- stað biskup, sem ann Islandi allr- ar sæmdar, stakk upp á því að íslendingur stýrði einum fundin- um, en jeg baðst undan því, af því að jeg hefði ekki að baki mjer neina deild Alþjóðafjelags- ins og þættist jeg fremur vera gestur þingsins en fulltrúi. Á fyrsta fundinum var verk- efnið: Hlutverk smáþjóðanna í milliþjóða viðskiftum. Hófu þeir Dr. W. Söderberg og fyrv. forsætisráðherra Mowinc- kel þær umræður, með snjöllum ræðum. Dr. Söderberg talaði um hinn sögulega upprana og framgang Þjóðabandalagsins. Hann dvaldi við þá hlið málsins að grandvall- ar-hugsjón Wilsons, Bandaríkja- forseta, hefði ekki verið fylgt, þegar Þjóðabandalagið hefði ver- ið stofnað, nefnil. fullkomið jafn- rjetti allra meðlima Þjóðabanda- lagsins. Samt gætu smáþjóðimar haft áhrif með því að halda frið innbyrðis sín á milli, og með því forðast að verða fylgifiskar stór- veldanna. Af fremsta megni ættu þær að reyna til að efla hina sið- ferðislegu afvopnun. Smáþjóðim- ar geta orðið sáttasemjarar og gerðardómendur í deilum stór- þjóða og væru dæmi þess að í þeim efnum hafi verið leitað til þeirra. Friðþjófur Nansen pró- fessor hefði fullkomlega sýnt, hvemig fulltrúi smáþjóðar hefði fengið mikið áhrifavald. Fyrv. forsætisráðherra Mowinc- kel hjelt mjög heita og bjartsýna ræðu um starfsemi Þjóðabanda- lagsins hingað til og framtíðar- hlutverk þess. Hann lagði áherslu á að smáþjóðimar ættu ófeimnar að tala máli friðarins. Ef smá- þjóðimar væra samtaka og sam- huga myndu þær allar saman, verða veldi sem stóru þjóðimar yrðu að taka tillit til. í starfinu að samtökum til friðar meðal þjóðanna hefðu Norðurlandaþjóð- irnar gefið heiminum gott eftir- dæmi. Hann nefndi þann samning sem Svíar og Norðmenn hefðu gert sín á milli þ. 8. ágúst 1914 og ' þriggja konunga mótið í Málmey o.s. frv. Væri þessi dæmi því fegurri, þar sem Svíar og Norðmenn hefðu nokkram áram áður (1905) verið rjett að styrj- öld komnir. Eftir þessar ræður hófust svo umræður um þessi mál fram að matmálstíma kl. 1. Fundur byrjaði aftur kl. 3 og var honum stjómað af Dr. Nord- enskjöld. Þá var talað um: Hvað norrænu kirkjumar gætu gert til þess að efla sátt og samúð milli þjóðanna. Þær umræður áttu 5 menn, sinn frá hverri þjóð að hefja. -— Dr. Dr. Lehtonen, Am- mundsen biskup, próf. Norden- skjöld, sjera Thvedt frá Osló og jeg. — Jeg mintist á að vor kirkja yrði víst fyrst um sinn að vera frekar þiggjandi en veit- andi á því sviði, minst á hina erfiðu aðstöðu kirkju vorrar í starfi hennar, vegna fjarlægða og annara erfiðleika, en engan vafa teldi jeg á því að vjer vildum bæði kirkjumenn og aðrir stuðla að vináttu og samúðarþeli við þær þjóðir, sem vjer væram í nánd við, og sjerstaklega þær, er ágreiningur gæti risið upp á milli þeirra og vor í pólitík eða við- skiftum, og væru það þá sjer- staklega Norðmenn og Danir; mundum vjer vilja stuðla að því

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.