Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.07.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 13.07.1927, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA að orðla^t var, enda bjuggu þau vel allan sinn búskap, þrátt fyrir hina miklu ómegð, og þótt þau byrjuðu búskap bláfátæk. En þó hún, eins og áður er sagt, væri flestum kostum búin, sem húsmóðir, þá var hún ekki síður góð móðir. Fyrir umhyggju sína og alla umönnun fyrir böm- unum, hygg jeg að hún hafi átt fáa sína líka. Seint og snemma j reyndi hún að innræta þeim alt j sem gott er, sanna mannúð, iðju- j semi og trúmensku í hvívetna. Það var hennar eigin reynsla og sannfæring, að þá sönnustu og hollustu lífsgleði væri að finna í allri atorkusemi og starfsemi. enda tókst henni vel að ala böm sín upp og gera- þau að nýtum mönnum, eftir því sem best verð- ur sjeð. Og hún gleymdi heldur ekki að innræta þeim það að trúa og treysta á skapara sinn í öllu, sjálf var hún guðhrædd kona, og hjelt sinni bamatrú til dauða- dags. Hún gaf sig lítið að þeim mál- efnum sem nú um nokkurra ára skeið hafa verið á dagskrá hjá kvenþjóðinni, en hún fylgdist vel með, og hafði sínar ákveðnu skoðanir, enda leyfði heilsar henni það ekki nú á síðari áram, að gefa sig að slíkri starfsemi, en drjúgan fjárstyrk lagði hún oft fram, til ýmsra líknarfyrir- tækja, þegar til hennar var leit- að, sem ekki var ósjaldan nú i seinni tíð. En umhyggjusemina fyrir heimilinu og bömunum mat hún mest af öllu, heimilið var hennar heimur. Kristín sál var fríðleikskona, glaðlynd og skemtileg, en aldrei var hún jafnglöð eins og þegar hún hafði sem flest af bömum sínum og bamabömum í kring- um sig, það var henni sól og sumar, enda reyndu þau hvert með öðru, að veita henni alla þá gleði og umönnun sem hægt var, og vera henni til yndis og ánægju, og stytta henni stundirnar í hin- um langvinnu veikindum hennar. Nú er hún flutt yfir á landið mikla, þar sem allir hittast fyr eða síðar, en eftir stendur hann, sem með henni hefur mist besta tryggasta vininn, sem hann átti í lífinu, en hún hefur líka eftir- skilið honum góð og elskuleg böm, sem nú gera sitt ítrasta til að gera honum æfikvöldið bjart og hlýtt. Þegar litið er yfir hið mikla æfistarf Kristínar sál, og hvað mikla þýðingu það hefur fvrir bömin og heimilið, þá dettur manni í hug, hið gullfallega er- indi eftir þjóðskáldið okkar M. J. Víðar en í siklingssölum svanna fas er prýði glæst, mörg í vorum djúpu dölum drotnipg hefur bónda fæðst. Kunnugur. 1 ! ! i ! -----o---- Carl Moe prestur, formaður danska heimatrúboðsins, sem ýmsum er hjer kunnur, er nýlega dáinn, nærri áttræður. Sigurður Magnússon yfirlæknir á Vífilsstöðum hefur af konungi verið sæmdur prófessorsnafnbót. Tímaritið „Samvinnan“ f. á. 2. h. flytur stutta grein eftir rit- stjórann, með fyrirsögn: „Hluta- ! fjelög og samvinnufjelög“. Grein- in er aðallega um hagskýrslur j hlutafjelaga og samvinnufjelaga. : Það sem í greininni er minst á | „einn gamlan samv.mann" get jeg ekki annað en tekið til mín, og tilefni þessarar greinar álít jeg sje erindi eftir mig, sem birt j var í Lögrjettu f. á. Það fjallar j meðal annars um þetta mál. 1 j þessari Samvinnugrein er dálítill ; misskilningur á því, sem jeg hef : haldið fram um þessi mál. Vildi jeg fyrst leiðrjetta hann. Jeg gat þess í Lögrjettugrein- inni, að hinum gamla ritstjóra Tímarits kaupfjelaga, Sigurði í Felli, hefði ætíð verið það mikið j áhugamál, að birta sem mest af hagskýrslum fjelaganna í tíma- i ritinu — bæði þeirra, sem í Sam- j bandinu voru, og líka hinna sem utan við stóðu, og að hann hefði | leyst þar af hendi mikið og þarft starf. — Jeg gat þess einnig, að ; þegar hann hætti ritstjóminni, j hættu líka skýrsluraar að koma | út. En jeg álít fjarri því, að rit- stjóranum sem nú er, sje einum eða aðallega að kenna um þessa j breytingu. — Jeg vissi að til j hennar lágu eigi síður aðrar or- j sakir. Jeg efast ekki um, að hann ! hafi birt þær skýrslur, sem hon- j um hafa borist frá Sambandinu, eða fjelögunum út um land, eins og hann hefur birt ýmsan fróðleik úr skýrslum Sambandskaupfje- laga víðsvegar um heim og sum blöðin hafa einnig gert — svo að við óbreyttir fjelagsmenn, upp um sveitir, erum að ýmsu fróðari um kaupfjelög, sem liggja hinumegin á hnettinum en okkar eigið litla Sambandskaupfjelag. En svo hef jeg ekki haldið i fram, nje ætlast til, að nokkuð verulegt af hagskýrslum fjelag- anna eða Sambandskaupfjelags- j ins birtist nú í tímariti þess, held- j ur í sjerstöku ársriti. Þvi hjelt j jeg fram í Lögrjettugreininni og ! það hef jeg gert áður. Það hefur j að vísu ekki sjest árangur af því j enn, og því ekki verið mótmælt, nema ef svo á að skilja þessa smágrein í „Samvinnunni“. II. Það gerir mjer ekkert til, þó i ritstjórinn gefi í skyn, að þessi j gamli samvinnumaður muni of j háður „hleypidómum úr herbúð- um andstæðinganna“. En mig ! furðar á því, að fjölmentaður j maður, sem lætur sig miklu skifta í menningaimál og hagsmunamál þjóðarinnar, álítur allar hag- skýrslur fremur þýðingarlitlar, a. m. k. fyrir almenning. „Það sem þjóðina vantar er ekki dautt form, heldur fjölbreytt menning- arstarf“, segir hann að lokum. Það ætti ekki að þurfa að eyða tíma til að sýna fram á þýðingu hagskýrslna alment. Ef hún er lítil eða engin, er of miklu fje á glæ kastað hjá menningarþjóðum. Á hverju á að byggjast „hið fjöl- breytta menningarstarf “ ? Stað- lausum blaðavaðli, eða hvað? Nei, það á að byggjast á grundvallaðri þekkingu, og getur ekki á öðru bygst, þeirri þekkingu sem fæst gegnum nákvæmar hagskýrslur, og getur ekki fengist á annan hátt. I lýðfrjálsu landi verður einnig að gera þá kröfu til þjóð- arinnar, að hún hafi töluvert grundvallaða þekkingu á högum sínum fyr og síðar, þá þekk- ingu, sem tölurnar geta gefið. — Án þess ráfar þjóðin áfram í j blindni, eins og hún hefur löngum gert undanfarnar aldir. Það skýrist að vísu dálítið, í grein þessari, hvers vegna augu ritstjórans og hans fylgifiska eru svo haldin í þessu máli og hefur áður sjest á því bóla. Rit- stjórinn segir, að það sje „mis- skilningur hjá þeim sem álíta, að samvinnufjelögin þurfi og eigi að gefa óviðkomandi mönnum yfir- lit um hag sinn. Menn sem standa utan við kaupfjelögin eiga sama rjett á að fá allar skýrslur eins og óviðkomandi mun eiga rjett á að fá að lesa höfuðbækur hlutafj elagsins Kveldulfur (!). Ef hlutafjelögin gefa óviðkomandi mönnum opinberar skýrslur um hag sinn árlega, þá má segja, að sama skylda hvíli á kaupfjelögun- um. En þeir sem opna vilja bæk- ur kaupfjelaganna fyrir andstæð- ingum hreyfingarinnar, án þess að sú krafa sje gagnkvæm, sýn- ast vera að reka erindi kaup- manna“. Jeg verð að játa það, að þessi mál hafa aldrei blasað fyrir mjer frá þeim sjónarhól, sem hjer rís upp. Mjer hafa aldrei hugkvæmst neinar „gagnkvæmar skyldur“ í sambandi við þetta, heldur það, | sem fjelögin ættu að gera ai ! frjálsum hug, með gagn sitt og j almennings fyrir augum. En þetta I er niðurstaða höf. Andstæðingamir, og ekki held- ur þeir „sem utan við standa“, mega fá að vita neitt um hag og starf kaupfjelaganna og Sam- bandsins, þó það kosti það, að fjelagsmenn verði mjög fáfróðir um sín eigin fjelagsmál. Rit- stjórinn gerir hjer hlutafjelaginu „Kveldúlfur“ býsna hátt undir í höfði, að setja það hjer til jafns I við Kaupfjelögin. 1 því eru örfáir : menn og mega ekk teljast marg- ir, sem það snertir sjerstaklega. | En mun það ekki vera alt að því | hálf þjóðin, sem skiftir við kaup- j fjelögin. Um það er að vísa fá- j um eða engum fullkunnugt, frekar en margt annað, sem upp- lýsa þárf. Eða á þessi fjelags- skapur aldrei að ná til þeirra, I sem nú „standa utan við“? Því i þarf auðvitað ekki að svara. : Hvers vegna á að leggja kapp á það, að dyljast þess sanna í þess- um málum? Því get jeg ekki svar- að. Jeg hef aldrei sjeð neina ástæðu til að dyljast nokkurs um þessi mál, sem almenning varðar um. Ekki er nema eðlilegt, að nýir menn vilji nota nýjar að- ferðir. En jafneðlilegt er, að gamall samvinnumaður spyrji: Hvers vegna eiga kaupfjelögin nú að felast í skúmaskotum? Á að hefja nýjan kafbátahernað, sam- hliða hinum pólitísku erjum, sem samvinnumönnum er sigað út í ? Á að nota fáfræðina og stjómmálaofsann að vopni, og blása þeirri gufu á andstæðing- ana? Sumum finst máske, að hjer sjeu vaktar upp óþarfar spurningar. En hvað á þá að segja um það, er foringjar sam- vinnumanna halda því fram, að við sem viljum aði fjelagsmönn- um, og jafnvel líka þeim, sem „standa utan við“ sje gefinn kpst- ur á að vita sem flest um fjelags- mál, sjeum „að reka erindi kaup- manna“? Þó það sje fjarstæða að segja að með þessu sjeu opnaðar höfuð- bækur S. I. S. fyrir Kveldúlfi, þá sje jeg ekki standa af því neinn voða. Það er eins og ársrit þetta ætti að vera handa því fjelagi sjerstaklega! Auðvitað er ekki ársritið ætlað öðram en hlut- aðeigendum eða sjerstaklega þeim, eins og önnur ársrit, sem eru að verða fjölmörg hjer á landi. En því mega ekki aðrir sjá þau? Það er ekki í þeim birt, annað en það sem að öllum er skaðlaust að sjáist. Fátækur sveitaskóli og stærsta hlutafjelag landsins gefur út ársrit, og mörg eru þar á milli. Því á ekki S. í. S. að vera með? Jeg hef hugsað mjer ársrit þess stærst og fullkomnast allra þeirra. Niðurl. Jón Jónsson Gauti. Kosningarnar. Kosningarúrslitin eru nú smá- saman að berast hingað, en koma ekki úr sumum kjördæmum fyr en í næstu viku. og er óþarflega seint talið sumstaðar. 1 Reykja- vík hlutu kosningu tveir menn af hvorum listanna, Alþýðuflokks (A 2494 atkv.) og Ihaldsmanna (B 3559 atkv.), þeir Magnús Jónsson, Hjeðinn Valdimarsson, Jón Ólafsson og Sigurjón Ólafs- son. Mátti um skeið, meðan á upptalningu stóð, vart á milli sjá, hvert hlutskarpast yrði, Sigur- björg Þorláksdóttir (3. á B-lista), Sigurj. Ól. (2. á A) eða Jakob Möller (1. á C). En síðar drógst C allmikið aftur úr og hlaut alls 1158 atkv. Á Akureyri var kos- inn Erlingur Friðjónsson (jafn- aðarmaður) með 669 atkv. Bjöm Líndal fjekk 568. Á Isafirði var kosinn Har. Guðmundsson (jafn- aðarm.) með 510 atkv. en sr. Sigurgeir Sigurðsson fekk 360. Á Seyðisfirði var kosinn Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti (íhalds- maður) með 235 atkv. Karl Finn- bogason fekk 165 atkv. 1 Vest- mannaeyjum var kosinn Jóhann Jósefsson (íhaldsm.) með 848 at- kv. Bjöm Bl. Jónsson hlaut 227. í Gullbringu- og Kjósarssýslu voru kosnir Bjöm Kristjánsson með 1352 atkv. og Ólafur Thors með 1342 atkv. (íh.m.) St. Jóh. Stefánsson hlaut 715. Pj. G. Guð- mundsson 651, Jónas Björnsson 102 og Bjöm Bimir 87. 1 Ár- nessýslu voru kosnir Jörundur

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.