Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.07.1927, Blaðsíða 4

Lögrétta - 13.07.1927, Blaðsíða 4
w 4 LÖGRJETTA Gjalddagi Lögrjettu var 1. júlí. Brynjólfsson með 916 atkv. og Magnús Torfason með 884 atkv. (frams.). Einar Amórsson hlaut 442, Ingimar Jónsson 353, Valdi- mar Bjamason 289 og Sig. Heið- dal 126. t Rangárvallasýslu vom kosnir Einar Jónsson á Geldinga- læk (íhaldsm.) með 669 atkv. og Gunnar Sigurðsson á Selalæk (utanfl.) með 520 atkv. Skúli Thorarensen hlaut 461, Klemens Jónsson 384, Sig. Sigurðsson bún- aðarmálastjóri 99 og Björgvin Vigfússon sýslum. 81. t Vestur- Skaftafellssýslu var kosinn Lárus Helgason (framsm.) með 379 atkv. Jón Kjartansson hlaut 344. í Austur-Skaftafellssýslu var kosinn Þorleifur Jónsson (frams.) með 307 atkv. Páll Sveinsson hlaut 187 atkv. t Austur-Húna- vatnssýslu var kosinn Guðm. Ó- lafsson (framsm.) með 460 atkv. Þór. Jónsson á Hjaltabakka hlaut 372. t Skagafjarðarsýslu voru kosnir Magnús Guðmundsson með 689 atkv. og Jón Sigurðsson með 643 (íhaldsm.). Brynleifur Tobíasson hlaut 546 og Sig. Þórð- arson 462. t Vestur-Isafjarðar- sýslu var kosinn Ásgeir Ágeirsson (framsm.) með 558 atkv. Sr. Böðv. Bjamason hlaut 137 atkv. I Dala- sýslu var kosinn Sig. Eggerz með '306 atkv. (frjálsl.). Sr. Jón Guðnason hlaut 267 og sr. Ásg. Ásgeirsson 105. t Mýrasýslu var kosinn Bjami Ásgeirsson (fram- sm.) með 422 atkv. Jóhann Eyj- ólfsson hlaut 349. I Snæfellsness- sýslu var kosinn Halldór Steins- son (íhaldsm.) með 623 atkv. Hannes Jónsson hlaut 259 og Guðm. Jónsson 131. Á þingmálafundi fyrir kosn- ingamar taldi Jón Þorláksson forsætisráðherra svo, að óvíst yrði að telja um kosningu 16 þingmanna og virðist það ætla að láta nærri. Enn er samt svo mikið ófrjett, að ekkert verður fullyrt um flokkaskipun hins nýja þings. Jafnaðarmenn hafa unnið 3 sæti, eru nú 5 manna flokkur. íhaldsflokkurinn hefur tapað þremur, frjálslyndi flokk- urinn tapað einu og unnið eitt. og Framsóknarfl. tapað tveimur og tfnnið eitt. Sennilega nær enginn flokkur fullum meirihluta, svo erfitt get- ur orðið um nýja stjómarmynd- un, ef núverandi stjóm segir af sjer, eins og líklegt er talið að hún muni gera, og það jafnvel þegar í haust og verði þá þing kvatt saman til ráðstöfunar á stjómarmeðferðinni í október eða þar um bil. I sambandi við kosningar þess- ar hefur mikið verið rætt um kæmmál, sem fram kom í Isa- fjarðarsýslu. Var hreppstjórinn í Hnífsdal sakaður tim það, af fjómm eða fimm kjósendum, að hafa falsað atkvæði, sem greidd vom hjá honum fyrir kjördag. Ljet sýslumaður setja hann í gæsluvarðhald, rjett fyrir kosn- Zþrótta.kexisla,. I haust byrja jeg á nýrri kensluaðferð í líkamsæfingum, sem allir geta tekið þátt í, hvar sem þeir eru á landinu. Aðferð þessi er í því fólgin, að fyrsta hvers mánaðar, meðan námsskeiðið stendur yfir, sendi jeg nemendum mínum nákvæma lýsingu á æfingum þeim sem jeg kenni, ásamt fjölda mörgum myndum. Mun jeg reyna að hafa bæði lýsingar og myndir svo skýrar, að ekki geti verið um það að ræða, að fólk geri æfing- amar rangt. Fyrsta leikfimisnámsskeiðið með þessu fyrirkomulagi hefst 1. okt. eða 1. nóv., ef nemendur óska þess heldur, og stendur yfir í 7 mánuði. Námsskeiðið er aðeins fyrir hraust fólk, en bæði fyrir konur og karla á hvaða aldri sem er. Nemendum skifti jeg í deildir eftir aldri, er gjaldið fyrir kensluna frá kr. 2.50 til kr. 6.00 á mánuði. Fólk, sem æt.lar sjer að taka þátt í námsskeið- inu, ætti að senda umsóknir eða fyrirspurnir til mín hið allra fyrsta. JÓN ÞORSTEINSSON frá Hófsstöðum. Mullersskólinn. Reykjavík. Sími 738. ingamar og seinna aðstoðarmann hans, en óútkljáð er málið ennþá. Hvítárbakkaskólinn. I stað Gústafs A. Sveinssonar, sem undanfarið hefir verið skólastjóri á Hvítárbakka, en nú hefur sagt lausum starfanum, hefur Lúðvíg Guðmundsson cand. phil. tekið við eins og fyr er frá sagt. Annar aðalkennari skólans verður Krist- inn Andrjesson málfræðingur. Unglingum til sveita skal bent á auglýsingu skólastjóra í blaðinu 6. þ. m. Auk almennra námsgreina á að leggja sjerstaka alúð við alt, er að heimilisprýði lýtur. Rík- arður Jónsson myndskeri hefur námsskeið á , skólanum í haust fyrir þá, sem vilja læra undir- stöðuatriði trjeskurðar. Samtímis honum verður Helgi Valtýsson við skólann og kennir ísl. þjóðdansa (vikivaka) og flytur erindi. Lista- mennimir Bjöm Björnsson, Finn- ur Jónsson og Tryggi Magnússon hafa lofað að gera teikningar í ísl. stíl til útsaums í dúka, vegg- teppi o. þ. h. Síra Jakob Kristins- son mun og dvelja nokkum tíma á Hvítárbakka næsta vetur og flytja þar erindi um andleg mál. Dánarfregn. Hinn 11. júní s. 1. andaðist að heimili sínu eftir langa legu Stefán Jónasson bóndi á skipanesi í Leirársveit. Bana- meinið var krabbamein. Stefán sál. var fæddur að Steinsholti í sömu sveit 18. maí 1884, en flutt- ist þaðan 4 ára gamall með for- eldrum sínum að Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd. Ólst hann þar upp og dvaldi í heimagarði þar til hann vorið 1908, 24 ára gamall, gekk að eiga heitmey sína Guðríði Jóhannsdóttur Ijós- móður frá Indriðastöðum. Eign- uðust þau 6 böm; em 5 á lífi og 2 þeirra uppkomin. Fyrstu 2 sam- veruárin dvöldu ungu hjónin í húsmensku á Svarfhóli og Hlíðar- fæti. Byrjuðu svo búskap- i Kjalardal og bjuggu þar í 4 ár. Þaðan fluttust þau að Skipanesi, keyptu þá jörð og bjuggu þar í 13 ár þar til hann ljetst. Stefán sál. var vel gefinn og drengur hinn besti, dugnaðar- og atorku- maður hinn mesti og smiður góður. Bætti hann jörð sína og húsaði prýðilega. Áttu þau hjón laglegt bú er hann fjell frá þótt þau byrjuðu efnalaus, enda vom þau samhent vel og sambúðin ágæt. Er mikill mannskaði að Stefáni enda er hans sárt saknað af vinum og grönnum, en þó sár- ast af þeim, er stóðu hjarta hans næst og þektu best hans góða hugarfar og mannkosti. K. Kjarval. I hinu alkunna enska listariti „Studio“ birtist nýlega (í júníheftinu) grein um Jóhannes Kjarval, eða síðustu sýningu hans sjerstaklega, eftir Ragnar Ás- geirsson. Fygja henni myndir af þremur teikningum Kjarvals, þremur mannamyndum. I Studio hefur lítið birtst áður um ísl. listir, nokkuð um Einar Jónsson og í einu fylgiritinu allmikið um gamlan íslenskan útskurð. Er það þakkarvert að um ísl. list sje skrifað í alþjóðlegt rit og R. A. hefur fylgst vel með starfsemi Kjarvals, en margar myndir hans eiga skilið að vera víðar þektar en þær eru. Kappreiðar fóru fram 3. þ. m. á skeiðvellinum hjer við bæinn. Fyrstu verðlaun fyrir stökk hlaut Reykur Jóns Guðnasonar, önnur verðl. örn Einars Sæmundsen og þriðju verðl. hestur frá Gröf í Hnappadalssýslu. Enginn skeið- hestur fekk 1. verðlaun, en 2. verðlaun fekk Sleipnir Sig. Guð- mundssonar versl.m. og þriðju verðl. Snigill Th. Siggeirssonar. Læknafjelag íslands hjelt aðal- fund sinn hjer í bænum 28—30 f. m. og sátu hann 26 læknar, þar af aðeins 7 embættislæknar. For- maður fjelagsins fyrir næsta ár var kosinn Guðm. Hannesson pró- fessor. M. a. var rætt um bann- lögin og erindi um það, að fje- lagið eigi fulltrúa í bannbandalag- inu. En fundurinn neitaði því, og i áleit að bannlögin hefðu fremur orðið til ills en góðs og-væri æski- legast að þau yrðu afnumin. En „heilbrigða bindindisstarfsemi" kvaðst fjelagið vilja styðja. En einkum var rætt um heilbrigðis- löggjöfina, sem fundurinn taldi úrelta að mörgu leyti. Berkla- varnarlögin taldi fundurinn hafa orðið til góðs, en þyrftu þó nokk- urra breytinga. Allmikið var rætt um vamir gegn kynsjúkdómum f Okeypis og burðargjaldsfrítt sendist okkar nytsama og mjög myndum prýdda vöruskrá með gummí- og hreinlætis- vörum og leikföngum, einnig úrum, bókum og póstkortum. Samariten, Afd. 67. Köbenhavn K. X»akkarord. Á liðnu ári hef jeg átt við mikla vanheilsu að búa, og hef því orðið að liggja nokkrar vikur á sjúkrahúsi, og auk þess verið langan tíma undir læknishendi. — Jeg er nú á förum hjeðan úr bæn- um, og langar mig til um leið og jeg fer að þakka veitta læknis- hjálp og hjúkrun, og tel mjer skylt að þakka öllum skyldum og vandalausum, körlum og konum, margvíslega hjálp, sem mjer hef- ur verið látin í tje. Kvenfjelag Villingaholtshrepps veitti mjer mikinn styrk, og margir eru þeir, sem hafa ljett mjer byrðarnar. — Jeg er ekki fær um að endurborga veitta hjálp, en jeg bið algóðan guð að gefa öllum þeim, sem mjer hafa hjálpað, mikla blessun og auka heill þeirra í öllu. Reykjavík, 6. júlí 1927. Alexía Margrjet Guðmundsdóttir, frá Hurðarbaki í Ámessýslu. og um útrýmingu sullaveiki, sem fundurinn áleit að enn væri við líði mest fyrir skeytingarleysi al- mennings. Ennfremur var rætt um aukna heilbrigðisfræðslu fyr- ir almenning og um stofnun vara- h j eraðslæknaembætta. Smásöluverð í Reykjavík hefur samkv. skýrslu Hagstofunnar verið um 10% lægra í maí í en í júní í fyrra. Ef verðið er sett 100 í júlí 1914 var það 229 nú í byrjun júní, en 285 í júníbyrjun í fyrra. Á síðastliðnu ári hefur orðið nálega ferfalt meiri lækk- un á innlendum vörum en útlend- um, 18% lækkun á innlendum, en 5% á erlendum, en miðað við stríðsbyrjun er hækkunin á inn- lendu vörunum samt ennþá nokkru meiri en á þeim erlendu. Viðskifti. Innflutningurinn til maíloka hefur numið á öllu land- inu rúml. 16 milj. 119 þús. kr. (þar af til Reykjavíkur 7 milj. 845 þús.) og er það mun minna en í fyrra. Útflutningurinn hefur á sama tíma numið rúml. 15 milj. kr. Með innflutninginum er ekki talinn innflutningur í pósti (c. 689 þús. kr.) og ekki skip, eins og t. d. Brúarfoss. Islendingasögur. Johannes Lar- sen, einn af kunnustu málurum Dana, kom hingað fyrir nokkru. Á hann að teikna myndir í hina nýju dönsku þýðingu íslendinga- sagnanna, sem Gyldendal ætlar að gefa út, samkv. tillögu Gunn- ars Gunnarssonar. Komið hafði einnig til tals fyrir all-löngu að koma af stokkunum nýrri ut- gáfu hjer heima og hefur þriggja manna nefnd, Jón Ásbjömsson, ól. Lárusson og Pjetur Halldórs- son, ásamt Matth. Þórðarsyni og Sig. Nordal málið til undirbún- ings. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.