Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 03.08.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 03.08.1927, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA XXIL ár. Reykjavík, miðvikudaginn 3. ágúst 1927. 40. tbl. il Um vrða veröld. Yfirlit. Af atburðum þeim, sem eru að gerast eða gerst hafa nýlega í milliríkjaviðskiftum eða alm. málum, er helst að geta ráðstefn- anna, sem haldnar hafa verið, fyrst um efnahags- og fjármál (4. maí) og síðan um flotamál. Á fyrri ráðstefnunni, undir for- sæti Theunis, fyrv. forsætis- ráðherra í Belgíu voru stjórnar- fulltrúar frá 50 löndum og með þeim 157 sjerfræðingar, þ. á m. menn frá löndum utan þjóða- bandalagsins, Bandaríkjunum og Rússlandi. Margir telja að þessi ráðstefna muni verða upphaf nýs tímabils í fjármálaviðskiftum þjóðanna, einkum í tollmálum. Búnaðarmál hafði hún einnig til meðferðar, en tillögur hennar um þau voru mest til almennra hvatninga og ráðagerða um vandamál bænda, s. s. um þörf á lánsstofnunum, um nauðsyn samvinnu, en baráttu gegn sjúk- dómum húsdýra og nytjajurta. Eru það, eins og sjá má, flest hin sömu mál og rædd eru hjer heima. Engan fulltrúa áttu ís~ lendingar á þessari ráðstefnu. Þótt misjafnt • sje það að vísu, sem upp úr slíkum sendi- förum hefst, mætti samt leggja meiri áherslu á það en gert hef- ir verið, að Islendingar komi fram, eftir því sem efni leyfa, í þeirri alþjóðastarfsemi, sem snertir þau mál, sem þá skifta, og þeir eiga kost á að taka þátt í. Það getur haft nokkurt gildi. Frá síðari ráðstefnunni, sem nefnd var hjer, hefur nokkuð verið sagt áður, en ennþá verður ekkert um það fullyrt hvern árangur hún ber. Flotamálastreit- an er mest milli Breta, Banda- ríkjamanna og Japana. — Aðal- fulltrúi Breta hefur verið Mr. Bridgeman, með Jellicoe lávarð og Sir Frederick Field, sem sjer- fróða ráðunauta. Þeir halda því fram, að víðátta bretska ríkisins valdi því, að það þurfi hlutfalls- lega meiri flota en t. d. Banda- ríkin, og að það, að önnur þjóð ætti jafnsterkan flota, mundi veikja tiltrú nýlendanna til verndar Breta og þar með veikja alríkið. Víða innan heimsveldis þeirra eru nú viðsjár og aukast sjálfstæðishreyfingar bæði í Suð- ur-Afríku og einkum í Egypta- landi og jafnvel í Kanada (sem fengið hefur sjerstakan sendi- herra í Bandaríkjunum). Reyna Bretar að styrkja samband alrík- isins eftir megni, en koma þó frjálslega fram. Alríkisráðstefn- an var merkur liður í því starfi og í sama tilgangi hafa verið farnar ferðir hertogans af York til Ástralíu og nú för konungs- ins til Kanada. Nokkur hreyfing er í þá átt, að reyna að koma á sem nánastri samvinnu milli allra enskumælandi þjóða, og er það einkum amerískur stórblaðaeig- andi, sem gerst hefur talsmaður einskonar sambands í þá átt. En aðrir vinna í öfuga átt. T. d. hefur Loeheur, einn af helstu stjórnmálamönnum og iðnrek- endum Frakklands, stungið upp á iðnaðarsambandi Englands, Frakklands og Þýskalands og annara Evrópuþjóða, gegn vax- andi samkepni Ameríku. Annars eru kínversku málin enn einhver hin mestu vandamál í milliríkja- viðskiftum, því erlendar þjóðir þykjast eiga þar mikilla hags- muna að gæta, en alt logar þar enn í innanlandsófriði. Chang- Tso-lin er nú orðinn einræðismað- ur í Norður-Kína, en Shiang- Kai-Sek er einna mestu ráðandi hershöfðingi sunnanmanna, er sótt hafa á undanfarið. En alt var í óvissu þegar síðast frjett- ist. Nýja Locarno-ráðstefnan á að halda nú í ágúst, einskonar mentamálafund ungra manna, til eflingar samvinnu í þeim málum og alm. friði. Henri Bergson: unt gildi lífsins. Henri Bergson er af mörgum talinn merkasti heimspekingur, sem nú er uppi og sjálfsagt sá, sem vakið hefur mesta athygli af Evrópumönnum. Hann er fæddur 1859, er háskólakennari í París og koml fyrsta bók hans 1888 og er hann enn starfandi, en bækur hafa komið strjált frá honum. Eitt meginrit hans heitir Skapandi þróun (l'Évolution créatrice) og kom fyrst út 1907 og vakti óhemju athygli og enn eru hans kenningar einna mest á- berandi í heimspekilegum um- ræðum. Einn kafli þeirrar bókar er um gildi lífsins og verður hjer sagt nokkuð af honum. Þangað til maðurinn kom til sögunnar var öll saga lífsins fólgin í mishepnuðum tilraunum vitundarinnar til þess að hefja efnið á hærra stig. En efnið ljet sífelt fallast niður á ný og varð þá oft vitundinni til meins. Við- ]eitni vitundarinnar var nokkuð öfgakend. Hún var í því fólgin að nota efnið til að mynda tæki til lausnar frá sjálfu því, að sigrast á vjelgenginu á vjelgeng- an hátt. En vitundin hafði al- staðar annarsstaðar en hjá mann- inum ánetjast í sínu eigin neti. Orka hennar fór öll til þess að viðhalda vjelgenginu. En maður- inn framkvæmir ekki einungis þetta viðhald, hann getur einnig notað vjel sína'eftir vild sinni. Þetta getur maðurinn vegna yf- irburða heila síns, vegna tungu- málsins, sem fær vitundinni vist- armöguleika í óefnislegum lík- ama og loks hjálpar fjelagslíf mannanna til þessa, því það safnar í hlöðu viðleitni kynslóð- anna og myndar fast meðallag, sem einstaklingarnir verða undir eins að hefja sig upp til, svo að miðlungsmennirnir neyðist til þess að sofna ekki og' bestu mennirnir eru knúðir til þess að keppa hærra. En heilinn, þjóðfje- lagið og málið eru tákn þess mikla sigurs, sem lífið hefur unnið og þess, að ekki er einung- is stigmunur heldur eðlismunur á manninum og dýraríkinu að öðru leyti. Maðurinn einn hefur stokkið yfir hindrunina, en öllum öðrum lifandi verum hefur hún reynst of há, þær hafa gefist upp á þeim stóra stökkpalli, þar sem tekið er tilhlaup lífsins. Samt er það auðsjeð, að nátt- úran í heild sinni hefur ekki miðað að manninum, þótt hann geti í vissum skilningi kallast „tilgangur" eða „takmark" þró- unarinnar. Iifið er í eðli sínu straumur sem hríslast inn í efnið og sogar alt með sjer. Ef þróun lífsins hefði mætt öðrum höml- um en orðið hefur, og líf sstraum- urinn klofnað öðruvísi, þá hefð- um við líkamlega og andlega orðið önnur en við erum. Þess vegna verður hvorki sagt, að maðurinn hafi verið fyrirfram á- kveðinn í þróuninni nje að hann sje beinlínis takmark hennar. Lífið er í heild sinni eins og geisileg bylgja, sem kemur frá ákveðinni miðstöð en hefur heftst hjer um bil alstaðar í útjöðrun- um og sogast þar í hring á sama staðnum. Aðeins á einum stað voru hömlurnar rofnar og lífs- aflið gat brotist áfram óhindrað og frjálst. En maðurinn er það form, sem sá frjálsleikur birtist í. Alstaðar annarsstaðar hefur vitundin stöðvast í rásinni, hjá manninum einum hefur hún stöð- ugt streymt áfram. Maðurinn heldur því lífshreyfingunni á- fram óendanlega, þótt ekki berist með henni alt það, sem upphaf- lega fólst í henni. öll þróunin fer því fram rjett eins og óákveðin og breytileg vera, sem kalla má annaðhvort mann eða ofurmann, hefði freistað þess að gera sig að sannveruleika, en ekki tekist það nema með því að skilja eftir á leiðinni nokkurn hluta sjálfrar sín. En þær leifar koma fram annarsstaðar í dýraríkinu eða jafnvel í jurtaríkinu. Gjalddagi Lögrjettu Yar 1. júlí. Frá þessu sjónarmiði mildast mótsagnir náttúrunnar. Öll lífræn veröld verður að mold þeirri, sem maðurinn hlaut að vaxa úr, eða vera, sem honum er andlega skyld. Hversu fjarlæg, sem dýrin eru okkur eða óvinveitt, hafa þau verið nytsamir ferðafjelag- ar, sem vitundin hefur bundið á hina óþörfu baggana, sem hún burðaðist með og það hefur gert henni það kleift að komast með manninn upp á þær hæðir, þar sem henni opnast af tur" ótak- markað útsýni. Samt eru það ekki eingöngu óþarfar byrðar, sem vitundin hefur orðið að varpa frá sjer, en einnig verðmætar eignir. Hjá manninum er vitundin eink- um í viti fólgin eða skynsemi, en ætti einnig að vera fólgin í hugsýni, „intuition". Vit og hug- sýn eru tvær andstæðar stefhur vitundarstarfseminnar. Hugsýnin fylgir stefnu lífsins, en skynsemin er eðlilega samstilt við hreyfingu efnisins. Það mannform, sem væri heilt og fullkomið yrði að vera þannig, að báðar þessar myndir vitsmunastarfsins hefðu náð fullum þroska. En hjá þvi mannkyni, sem við heyrum til hefur hugsýninni næstum því að fullu verið fórnað fvrir skynsem- ina. Vitundin virðist hafa þurft að eyða því besta af orku sinni til þess að sigra efnið og vinna aftur sjálfa sig. Þess vegna þurfti hún að laga sig eftir venjum efn- isins og koma fram sem skyn- semi fyrst og fremst. Samt er hugsýnin ekki horfin með öllu, hún kemur aðeins fram með höppum og glöppum, en blossar ávalt upp þegar einhverjir hags- munir lífsins eru í hættu. Yfir persónuleik okkar, frelsi okkar, stöðu okkar í náttúrunni, uppruna okkar og jafnvel máske tilgang okkar varpar hún flöktandi, daufu ljósi, sem þrátt fyrir alt brýtst í gegnUm það náttmyrkur, sem skynsemin lætur okkur ganga í. Þessum deyjandi hugsýnum á heimspekin að gefa gaum, fyrst og fremst til þess að halda í þeim lífinu og mun henni þá lærast, að hugsýnin er andinn sjálfur og að vissu leyti lífið sjálft. Heimspekin bendir okkur þann- ig inn í hið andlega lífið og sýn- ir okkur jafnframt það samhengi sem er milli lífs andans og lífs líkamans. Hin mikla villa anda- hyggjumanna hefur verið sú, að þeir kæmu hinu andlega Kfi í ör-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.