Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 03.08.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 03.08.1927, Blaðsíða 2
t LÖGRJETTA LÖGRJETTA S ----------------------------------- LÖGRJETTA Utgcfftndi og ritstjóri þorstelnit (< I s 1 a« • » f'inghoiti-iitræti 17. Sími 178. InnheimtH og afgreldHÍa 1 ÞingholUítneti 1. Simi 185. I.------------------------------- ugga höfn fyrir hverri árás með því að stía því frá öllu öðru og hefja það sem hæst yfir jörðina. En þeir hafa með því gert það að ímynd einni. Líkamslífið er á leið þeirri, sem liggur til lífs andans. Heimspeki, sem leitast við því, að láta skynsemina aftur sam- lagast hugsýninu losnar við marga erfiðleika. Slík kenning gerir það ekki einungis auðveld- ara að hugsa um lífið, hún veitir einnig kraft til þess að lifa og starfa. Frá hennar sjónarmiði erum við ekki lengur einangruð innan mannkynsins og mannkyn- ið virðist okkur ekki einangrað innan þeirrar náttúru, sem það ræður yfir. Eins og hvert minsta rykkom heyrir sólkerfi okkar til, eins er samhengi milli allra lif- andi vera, frá þeim lægstu til þeirra hæstu, frá uppruna lífsins til okkar tíma. Allar lifandi ver- ur styðjast hver við aðra og all- ar hrífast með hinni voldugu framsókn. Dýrið styðst við plönt- una, maðurinn lætur dýrið bera sig og alt mannkynið, í tíma og rúmi, er afskaplegur her, sem geysist áfram við hlið okkar, fyrir aftan okkur og framan, á þjótandi ferð, her sem velt getur að velli hverri hömlu og komist yfir margar hindranir, máske sigrast á dauðanum. Síðustu fregnir. Stórflóð hljóp nýlega í Kuling- fljótið í Kína. Tíu þúsund manns druknuðu, og hundmð þúsunda urðu heimilislausir, en uppskeru- tjón var ca. 28 milj. kr. Land- skjálftar miklir komu um líkt leyti í Kasan í Kína. Vesúvíus gýs þessa dagana. í Portugal eru nú róstur vegna fjárhagsörðug- leika landsins og vaxandi at- vinnuleysis. Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að láta innan- skamms byggja sex stór beiti- skip. Dáinn er Robert de Flers (f. 1872) eitt af kunnustu leik- ritaskáldum Frakka og blaða- maður. ----o——- Um skattamál. III Nú þykir mjer rjett, að skýra hjer nokkuð frá því, hvernig skattframtal sveitabænda gengur til, þar sem jeg er kunnugastur, en það er í Dalasýslu. Nokkru fyrir þann tíma, að menn skulu gefa skattskýrslur sínar, semur yfirskattanefnd um- dæmisins, helst með fleiri eða færri af yfirskattanefndarmönn- um hinna einstöku hreppa í sýsl- unni, eftir því sem til næst, regl- ur um verðlag á öllum búfjenaði til eignaframtals, er sje sem næst gangverði vorið og sumarið á undan framtalinu ár hvert. Til tekjuframtals ákveður einnig yfirskattanefnd verðlag á mál- nytu, skepnufóðrum og svo fæði verkafólks, til frádráttar á tekju- skýrslum framleiðenda. Verðlag á öðru, svo sem ull, sláturfjenaði o. s. frv. segir til sín sjálft eftir söluverði í hvert skifti. Þetta verðlag gildir svo yfir alt um- dæmið (sýsluna) við framtalið, sem í hönd fer. Breyti skýrslu- gefandi þessu verðlagi, samræmir yfirskattanefnd það óðara aftur. Um eignaframtalið má yfirleitt segja það, að jafnvel þó að sveita- bændur væru svo gerðir, sem jeg meina að ekki sje, að vilja van- telja, t. d. skepnur, en í þeim liggur venjulegast mesta verð- mætið (fasteignir teljast samkv. fasteignamati), þá væri það næsta tilgangslítið, því skatta- nefndunum getur af ýmsum öðr- um skýrslum þegar verið kunn- ugt um þetta (fjenaðarfjölda o. fl.) og þess vegna breytt því hjá f ramtel j anda, nema hann færi sönnur fyrir hinu gagnstæða. Að bændur telji skuldir of háar, er mjög ósennilegt; þær eru því miður háar hvort eð er. Nokkuð vandfarnara er með f rádráttarákvæði tek j uskattsins. Á meðan sveitabændur ekki halda búreikninga, er vandinn mestur að ákveða rekstarkostnaðinn ná- kvæmlega. Að vísu segir hann mikið til sín sjálfur. Einkum er þó erfitt að meta fæði verkafólks, til frádráttar á tekjuskýrslum bænda, svo skammlaust sje. Hjer í sýslu hefur þessi kostnaðarlið- ur komist hæst í kr. 2.50 á dag fyrir karlmenn. En það er kr. 912,50 yfir árið, eða kr. 412,50 um fram persónufrádragið, sam- kvæmt tekj uskattslögunum. Vita- skuld hefur þá hvorki húsnæði, ijós nje hiti verið reiknað verka- mönnum til tekna sjerstaklega. Það er þó sannfæring mín, bygð á reynslu, að þessi rekstrarkostnað- ur (fæðið) sje of hár, þar sem | jeg þekki til, og rýri óeðlilega Erlingur Pálsson. rjettmætar tekjur framleiðenda. En eins og áður er tekið fram, er verðlag fæðisins fyrirfram ákveðið af yfirskattanefnd, og sje það lækkað, mundi hún hækka það jafnharðan aftur upp í hið tiltekna ákvæðisverð sitt. Þar eð jeg nú minnist á tekju- framtal sveitabænda, þykir mjer rjett að liggja ekki á því, sem að minni hyggju er einkum ábóta- vant í þessu efni.. Jeg hefi þeg- ar drepið á fæðið. Nú skal jeg víkja að tveim öðrum atriðum. Það er tekið skýrt fram í Reglu- gerð um tekjuskatt og eigna- skatt frá 14. nóv. 1921, þar sem þess er getið hvað beri að telja til rekstrarkostnaður viðkomandi landbúnaðinum, að eigi megi telja það til rekstrarkostnaðar, sem varið sje til jarða- eða húsa- bóta, nema sem árlega útheimtist til viðhalds eða fymingar hús- um. Haldi jeg t. d. vinnumann Þessi mynd er af ungfrú Ruth Hanson, sem ný- lega synti úr Engey og að steinbryggjuni í Reykjavík, eins og frá var sagt í Lögrjettu ný- lega, og þótti hin frækilegasta sundþraut og fá- dæmi um konu. Vegalengdin var 2*/2 km. og var hún 1 klst. og 8 mín. og láti hann vinna að jarðrækt eða nýjum húsabyggingum, eða hvorttveggja, yfir lengri eða skemmri tíma úr árinu, eins og oft á sjer stað í sveitinni, þá er mjer óleyfilegt að telja þetta til rekstrarkostnaðar, svo sem ekki er þó óalgengt að gert sje, — heldur ber mjer, samkv. fyrir- mælum reglugerðarinnar, að að- greina það, hversu mikið af kostninum, við að halda þennan vinnumann, geti raunverulega talist rekstarkostnaður, er komi til frádráttar tekjum mínum. Eins er hitt: Haldi jeg vinnukonu v og láti hana ýmist vinna að at- vinnurekstrinum (búinu) eða til þarfa fjölskyldu minnar, þá ber mjer einnig, samkv. reglugerð- inni, að greina á milli þess, hversu mikið af kostnaðinum við vinnukonuhaldið skuli teljast rekstarkostnaður, og koma þar með til frádráttar tekjum mín- um, og hvað ekki. En þessu mun óvíða í sveitum vera gaumur gef- inn, eins og skyldi. Og ;því er það, að þarna gætir nokkurs mis- rjettis gagnvart embættis- og starfsmönnum og daglauna- mönnum við sjávarsíðuna, sem engan slíkan frádrátt fá fyrir sínar þjónustustúlkur. Það sje fjarri mjer að vilja halla á sveitabændur með þessum ummælum. Skattalögin eru öllum þorra bænda ekki svo kunn, sem skyldi, til þess að framtalið geti yfirleitt farið þeim vel úr hendi, án aðstoðar skattanefndanna, sem ber skylda til þess að upp- lýsa alt, sem þörf er á og við kemur framtali manna til tekju- og eignaskattá. Og það verður altaf mjög undir skattanefndun- um komið, hvemig gengur með | framkvæmd tekjuskattslaganna. i Sje skattanefnd starfi sínu vax- in, samviskusöm og skyldurækin, mun ekki þurfa að óttast mikla þverbresti í þessu efni. Hinsveg- ar er mjög hætt við, að tekju- skattslöggjöfin komi ekki að til- ætluðum notum, þar sem skatta- nefndir láta sjer lítið ant um framkvæmd skattalaganna, — gera lítið annað en veita skatt- skýrslunum móttöku, yfirfara þær og reikna upp, án þess að hafa fylgst með eða gefið nauð- synlegar upplýsingar um rjett framtal. IV, Þá kem jeg að breytingartillög- um G. Sv. á tekju- og eigna- skattslöggjöfinni. Hann leggur það sem sje til, að ákvæðum tekjuskattslaganna verði breytt þannig, að skatturinn sje lagður á brúttótekjur manna en ekki nettótekjumar, eins og nú er, að persónufrádrættinum einum und- anskildum. En með þessu er undirstöðuatriðum núgildandi laga um skatt af „hreinum“ tekjum algerlega varpað fyrir borð. Með þessari breytingu hyggur G. Sv. að unnið sje tvent í einu: að koma í veg fyrir „misrjetti“ í álögunum og í öðm lagi að auka tekjur ríkisssjóðs, svo um muni. Um síðara atriðið hefi jeg þegar tekið fram, að vafasamt sje, hvort landsmenn þoli yfirleitt öllu hærri útgjöld en nú hvíla á þeim. Alt atvinnulíf þjóðarinnar er nú stór- kostlega lamað. Atvinnuvegirnir standa nú mjög höllum íæti, bæði til lands og sjávar, og eiga þó máske eftir að gera það enn meir, og fer það nokkuð eftir því, hvað ofan á verður um gengismálið. — Óneitanlega virðist það því nokkuð djarft og lýsir að minni hyggju vafasamri bjart- sýni, að geta ætlast til þess á þrengingartímum, að aðalatvinnu- vegir landsins, lífæð þjóðarinnar, sjeu skattlagðir svo óþyrmilega, að ekkert tillit sje tekið til þess, hvað kostar að afla teknanna og hvort mikið eða lítið tap verð- ur á atvinnurekstrinum eða ekki. Og ef þetta, yrði það að lögum, mundi ekki draga framtak og sjálfsbjargarhvöt úr mönnum, þá veit jeg ekki hvað væri betur til þess fallið. Ekki fæ jeg heldur skilið, að þessi grundvallarbreyting á tekju- skattsiögunum gæti fyrirbygt áberandi misrjetti í álögunum; jafnvel þvert á móti. Hr. G. ,Sv. staðhæfir, að nú- gildandi skattalög leggi skatt á brúttótekjur embættis- og starfs- manna, og daglaunamanna við sjóinn. En þetta er ekki rjett. Jeg veit ekki betur en skatta- lögin heimili að draga frá em- bættistekjum þann kostnað, sem embættisreksturinn hefur í för með sjer, svo sem skrifstofu- kostnað, lögmæltar kvaðir, sem á embættinu hvíla o. s. frv. Að öðru leyti verður ekki annað sjeð en að tekjur opinberra starfsmanna sjeu nettótekjur þeirra. Og svip- að má segja að sje um tekjur daglaunamanna við sjóinn. Eða hvaða tilkostnað hafa þessir menn, til þess að afla tekna sinna, er sje hliðstæður öllum rekstrarkostnaði sveitabænda og útgerðarmanna? Jeg fæ ekki sjeð hann. Og hvað skal svo segja um skatt af brúttótekjum framleið- enda? Það getur verið og er oft svo mikill aðstöðumunur við at- vinnUreksturinn, að útkoman, t. d. hjá tveim sveitabændum, sem þó hafa svipaðar brúttótekjur, verður þannig, að annar bóndinn hefir 1—2 þúsund í hreinan ágóða, þar sem hinn tapar nálega sömu upphæð á sarna tíma. Og þá hygg jeg, að eitthvað líkt geti átt sjer stað meðal útgerðar- manna, nema hvað alt er þar í langtum stærri stíl. — Væri nú nokkurt vit í því, að leggja sama skatt hlutfallslega á þessa at- vinnurekendur? Jeg læt nú alla óvilhalla menn um svarið. Jóhannes Ólafsson. ----o----- Landsbankinn. Formaður banka- ráðs hans er skipaður af stjórn- ;nni Sig. Briem aðalpóstmeistari, en þingið hafði áður kosið 4 menn. Biskupinn hefur undanfarið vísiterað Mýrar og Borgarfjörð. V. Hugo. VESALINGARNIR. fáið höndinni starf. Verið í senn máttug þjóð og ham- ingjusöm fjölskylda. Komið auðnum í samrænri við lýð- ræðishugmyndina, ekki með því að útrýma honum, en með því að gera hann almennan, svo að undantekningarlaust hver einasti borgari geti verið eignamaður, en slíkt er auðveldara en alment er talið. í fám orðum sagt, lærið að framleiða auð og að skifta auði. Þá kemur siðferðilegur og efnalegur mikilleiki. Slíkt væru heilagar tilraunir. Hvorki harðstjórn nje ógnastjóm á að þolast. Vjer vilj- um framfarir á hóglegri hátt. Guð sjer um það. Öll stjómarstefna hans er fólgin í hóglætinu, í því að draga úr bratta brekkunnar. Meðal þeirra sem veltu fyrir sjer hugsunum eins og þessum var Enjolras. Hann bjóst hálft í hvoru við ein- hverjum vábresti. Hann boðaði alla fjelaga sína á leyni- fund í Musain kaffihúsinu, svo að þeir yrðu við öllu búnir. Önnur bók: Epónína. Maríus hafði verið viðstaddur hin óvæntu úrslit árás- arinnar, sem hann gerði Javert viðvart um. Erx Javert hafði ekki fyr ekið burtu með fangana, en Maríus laum- aðist sjálfur burtu. Klukkan var ekki orðin níu. Hann fór ti) Courfeyrac’s, en hann var nú ekki lengur til húsa í ró og næði í stúdentahverfinu, en hafði, af stjórnmála- ástæðum, flutt sig búferlum í Glersmiðjugötu, í þann borgarhluta, þar sem uppreisnarmennimir leituðu helst hælis. Maríus sagði við hann það eitt, að hann væri kom- inn til þess að leita sjer húsaskjóls og vinur hans tók um- yrðalaust aðra dýnuna úr rúmi sínu, breiddi hana á gólf- ið og sagði: gerðu svo vel. 1 býtið morguninn eftir fór hann til hins fyrra bústaðar síns, greiddi skuldir sínar, hlóð bókum sínum og pjönkum á handvagn og hjelt leið- ar sinnar án þess að láta þess getið hvert hann færi. Hafði Javert því ekkert af honum að segja þegar hann kom um hádegisbilið til þess að spyrja hann um atburð- ina deginum áður. En dyravörslukonan var sannfærð um það, að hann hefði verið í einhverju makki við þorpar- ana, sem teknir höfðu verið og sagði — Ja, hver skyldi hafa trúað því um þennan ungling, hann var svo einstak- lega telpulegur. Maríus hafði af tveimur ástæðum flutt sig búferlum svo fljótt. Hann hafði viðbjóð á húsinu, þar sem hann hafði orðið vottur að þjóðfjelagsástandi, sem hann hrylti við og þar sem hann hafði kynst manni, sem var næstum því verri en ríkur þorpari, sem sje fátækur þorpari. Ennfremur vildi hann ekki verða bendlaður við málið, sem sennilega yrði hafið gegn Thénardier, því þá yrði hann að vitna í móti honum. Javert mundi ekki hvað hann hjet, hjelt að hann hefði orðið hræddur, eða alls ekki komið heim meðan á árásinni stóð. Hann gerði nokkrar árangurslausar tilraunir til þess að hafa uppi á honum. Nokkrir mánuðir liðu. Maríus var stöðugt til húsa hjá Courfeyrac. Lögfræðingur, sem oft kom í ráðhúsið sagði honum að Thénardier væri hafður í haldi. Hann ljet því fangavörðinn fá honum fimm franka á hverjum mánuði. Hann var sjálfur fjevana, en fjekk þessa fimm franka ljeða hjá Courfeyrac. Hvorugur þeirra, hvorki sá, sem ljet peningana, nje sá, sem fjekk þá, skildi hót í þvi hvemig á þeim stóð. Annars var Maríus dapur. Honum fanst, að hann væri aftur genginn í gildru og ráfaði um án þess að rata út. I þessu myrkri hafði í svip brugðið fyrir hann ungu stúlkunni, sem hann unni og manninum, sem virtist vera faðir hennar. En þau hurfu í sömu and- ránni og hann gat engum getum að því leitt hvað um þau hefði orðið. Hann vissi ekki einu sinni hvað þau hjetu. Hún hjet sjálfsagt ekki Úrsúla og Lævirkinn var eflaust uppnefni. Og hverju átti hann að trúa um gamla mann- inn? Þurfti hann að fela sig fyrir lögreglunni? Honum flaug í hug gráhærði verkamaðurinn, sfem hann hafðí einu sinni mætt og var sennilega sami maður og Hvítur. Svo hann gekk þá dulbúinn? í fari hans var í senn eitt- hvað hetjulegt og eitthva? tvírætt. Hversvegna hafði hann ekki kallað á hjálp?Úversvegna flýði hann? Vav hann sá, sem Thénardier *agði hann? Hann gat engri spumingunni svarað. O Stúlkan var í augum lans sami engillinn eftir sem áður. En þótt ástríða hans ?seri óbreytt, voru horfurnar slæmar. Hann vissi ekki hví hann ætti að leita hennar, þótt hann sárlangaði til þesí- Hann hafði varpað frá sjer voninni um það að fá að sji hana aftur. Svo sótti skort- urinn á hann enn á ný. í riigulreiðinni, sem hann lenti í, sló hann slöku við hina stoðtfu vinnu sína. En vinnan er vani, sem auðvelt er að venjr sig af, en erfiðara að venja sig á. Það getur verið g°f meðal við andlegri hitasótt. að sökkva sjer í drauma sha, en það verður að notast með varkárni. Hugsunin ei vinna vitsmunanna, draum- lyndið nautn þeirra. Ef möhi kunna ekki skil á hugsun og draumi, setja menn eiúr j næringar stað. Hann geymdi aðeins eina Ijúfa hu;'SUn, þá að „hún“ hefði elsk- að hann, að augu hennar híðu sagt honum það, að hún þekti að vísu ekki nafn h«is, en sál hans, og að ef til vill elskaði hún hann ennþá,hvar svo sem hún væri í ver- öldinni. Ef til vill hugsaði hih um hann, eins og hann um hana. Stundum, þegar hann hunglyndi sínu fann hjarta sitt ólga af óskiljanlegum f<- ^uði, sagði hann við sjálfarx sig — Það er hún, sem hug"4r til mín. Ef til vill komast mínar hugsanir einnig til hennar. Hann var stundum vanur því þegar svo stóð á,^ faera í letur hina ópersónu- legu og dýrðlegu drauma sem ástin bljes honum í brjóst. Hann skrifaði þá í ’l^staka bók. Hann kallaði þetta, að skrifa henni. Að Uríi ]eyti liðu dagar hans at- burðalaust. Honum virtist srh hann færðist sífelt lengra og lengra fram á snös hyl' ?Pisins. Hann fór einu sinm einförum sjer til afþreyinga! a afskektan túnblett skamt frá Saint-Jacquesgötu og s!i * haðan Panþeon og turnar Notre Dame kirkjunnar. A hendingu rakst hann þar á mann og spurði hann hvað staðurinn hjeti — Lævirkja- engi, sagði maðurinn. Marps hlustaði ekki á þær sögu- legu upplýsingar, sem maðurinn gaf honum. Lævirkjann hafði hann í þunglyndinu kallað stúlkuna sína. Honum þótti þetta vita á gott og gekk nú daglega um „Lævirkja- engið“. Javert virtist hafa unnið fullkominn sigur í Gorbe- aushúsi. En svo var ekki. Fanginn hafði sloppið úr greipum hans, honum til sárrar gremju, því allar líkur voru til þess, að hann hefði orðið lögreglunni jafn dýr- mæt veiði og þorpurunum. Ennfremur hafði ekki náðst í einn af hinum yngstu „morgunmönnum“, sem hjet Mont- parnasse, svo Javert varð að láta sjer nægja vonina um það, að geta síðar meir haft hendur í hári þessa „djöfuls- ins spjátrungs“. Hann hafði sem sje hitt Epónínu þegar hún stóð á verði í trjágötunni og fengið hana til að fara með sjer. Það vildi honum til láns og því slapp hann. Ja- vert ljet reyndar taka Epónínu skömmu seinna og setja hana í fangelsi hjá systur hennar, en í því var lítil hugg- un. Loks hafði einn af verstu þorpurunum, Claquesous, einhvernveginn helst úr lestinni á leiðinni í fangelsið og vissi enginn hvernig á því stóð. Ef til vill var hann einn af þeim, sem stóðu öðrum fæti hjá þorpurunum og hinum hjá lögreglunni. Javert var reyndar sjálfur mjög á móti öllu slíku makki. En aðrir lögreglumenn hjeldu hlífiskild’ yfir því. Og Claquesous var svo þaulæfður þorpari, að hann gat verið gott verkfæri í höndum lögreglunnar. En Maríus, „lögfræðingsfíflið“, sem Javert kallaði svo, af því að hann mundi ekki hvað hann hjet, stóð. honum nokkumveginn á sama um. Yfirheyrslumar voru byrjaðar. Dómarinn taldi heppi- legt, að sleppa einum „morgunmannanna“ við það, að vera hafður í eins manns klefa og hjelt að hann mundi þá segja til hinna. Það var Brujon. Honum var slept út í fangelsisgarðinn og höfðu umsjónarmennirnir þar sífeld- ar gætur á honum. Hann var lymskur og lævís náungi og var altaf á svipinn eins og hann væri krankur og kjökrandi og skyldi ekki í því hversvegna hann væri í fangelsi. Hann sást oft standa stundunum saman og stara á óhreina auglýsingatöflu, þar sem fyrst stóð: hvítlaukur 65 aura og síðast vindill 5 aura. Stundum eyddi hann tímanum við það að skjálfa og nötra og sagð- ist þá hafa hitasótt og spurði, hvort ekki væri laust * eitthvert af þessum tuttugu og átta sjúkrarúmum, sem til voru. En skyndilega v^rð það uppvíst í miðjum fe- brúar 1832, að þetta dauðyfli hafði látið fara fyrir sig og þrjá fjelaga sína sendi’ferðir út í bæ, Það kom upp úr kafinu, að hann hafði sent til þriggja staða, þar sem helstu þorparar úthverfanna áttu heima. Af því var dreg- in sú ályktun, að þeir náungar væru úr flokki morgun- mannanna, en af foringjum þeirra höfðu nú náðst tveir, þeir Babet og Guelemer. Brujon hafði látið bera boð sín til ákveðinna staða, en ekki manna, og var talið lík- legt að hjer væri um að ræða undirbúning einhvers glæps. Sannleikurinn er sem sje sá, að þjófarnir hætta ekki starfsemi sinni, þótt þeir sjeu í klóm rjettvísinnar. Þeir eru listamenn, sem ekki láta undir höfuð leggjast að vinna að nýrri mynd, þó önnur sje á sýningu. Hjer um bil viku síðar en þetta skeði, varð nætur- vörður einn þess var, að Brujon sat uppi í fleti sínu og skrifaði við nátttýruglætuna. Brujon var settuv í klefa í einn mánuð. En ekki hepnaðist að hafa upp á því, sem hann skrifaði, svo lögreglan vgr engu nær. En alt um það var daginn eftir hent hnoðaðri brauðkúlu úr fangagarð- inum, sem Brujon hafðí verið í og inn í næsta fa .igagarð, þótt fimm hæða múr væri á milli. Og þótt fanginu, sem brauðkúluna átti að fá, væri í klefa, komst hún til hans samt. Innan í brauðkúlunni var miði til Babets og á hann skrifað: „Babet. Veiði í Plumetgötu. Grind um garð“. Þetta hafði Brujon skrifað um nóttina. Þrátt fyrir ár- vekni eftirlitsmannanna tókst Babet að koma seðlinum úr sínu fangelsi og yfir í næsta fangelsi, en þar var ein af unnustum hans í haldi. Hún kom honum til kvensniftar sem hún þekti, og Magnon hjet, og var undir umsjá lög- reglunnar, þótt ekki sæti hún í fangelsi. Magnon stóð í

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.