Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 10.08.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 10.08.1927, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA XXILár. Reykjavík, miðvikudaginn 10. ágúst 1927. 41. tbl. Um víða veröld. Yfirlit. I erlendum stjórnmálum ber nú enn einna mest á ríkiserfða- deilunum í Rúmeníu og utan álf- unnar á kínversku deilunum, og færast þær fremur í aukana en hitt. I Rúmeníu er stjórnarskip- uninni sjálfri þannig háttað, að hún ítir nokkuð undir slíkar deilur, sem nú eru þar, þótt eink- um snúist þær að vísu um per- sónulega afstöðu til hins fyrver- andi ríkiserfingja, Carols, sem þvingað var til að afsala sjer erfðatilkalli. En samkvæmt stjórnarskipuninni er konungs- valdið ennþá æðsta vald í landinu í ýmsum greinum, þótt þjóð- kjörið þing starfi einnig, en tak- mörkin milli valdsviðs þings og konungs eru óglögg og á reiki, en flokkadráttur mikill, en stefnu- mál óákveðin og þingræðið yfir- leitt heldur vesælt. Forráðamenn flokkanna kæra sig því ekki um það, að hafa umsvifamikinn mann á konungsstóli, eins og Carol gæti orðið, þótt stundum hafi hann að vísu fengið orð fyr- ir það, að vera alt eins hneigður til kvennafars, sem stjórnmála. Sonur hans, barn að aldri, hefur því verið settur á konungsstól. En einna mestu ráðandi í landinu er samt nú Bratianu (f. 1864) leiðtogi hins svonefnda frjáls- lynda flokks, en með völdin hef- ur undanfarið farið hinn svo- nefndi þjóðræknisflokkur (Parti- dul Poporului), sem oft er einn- ig kendur við foringjá sinn Aver- escu (f. 1859). Aðalflokkarnir í landinu eru annars sjö, og meðal þeirra er alláhrifamikill bænda- flokkur og heitir leiðtogi hans Maniu. Sá flokkur hefur sam- vinnumál mjög á stefnuskrá sinni. Um 80% Rúmena (þeir eru alls 17y$ milj.) eru bændur, og eiga þeir um 85% landsins, að mestu skift í smájarðir. Carol á mikið fylgi meðal bænda. í Kínamálunum eru mest áber- andi síðustu dagana úrslitakröf- ur þær, sem skeytin segja, að Japanar hafi gert Kínverjum út af yfirráðunum í Mongólíu og Mansjúríu. En þessi lönd eru gömul þrætuepli milli Kínverja, Japana og Rússa. Þau rjeðu sjer sjálf áður fyr, en Kínverjar seild- ust þar snemma til valda. En í kínversku byltingunni 1911 losn- aði mjög um sambandið og gripu þá moiígólskir höfðingjar færið og lýstu yfir sjálfstæði landsins í desember 1911 og settu í Urga yfirstjórnanda, sem kallaður var Hutukhtu (hinn lifandi Búdda). En vegna ýmissa flokkadrátta drógust erlendar þjóðir inn í deilumál landsins og 7. júní 1915 var í Kiakhta gerður samningur milli Rússa, Kínverja og Urga- stjórnarinnar um einskonar sam- vinnu eða yfirráðaskiftingu i landinu. En um rússnesku kom- munistabyltinguna fóru Kínverj- ar að færa sig upp á skaftið og rjeð aðalmaður þeirra (Hsu Shu- tseng eða litli Hsu) þar mestu um skeið, en í okt. 1920 hrakti flokkur undir stjórn von Stern- bergs baróns Kínverja úr Urga, En árið eftir náðu menn rússnesku sovjetstjórnarinnar þar yfirráð- um og með samningi 5. nóv. 1921 var Rxíssum fengin einskonar vernd landsins og 31. maí 1921 var enn gerður samningur um skiftingu yfirráðanna milli Rússa og Kínverja. En Japanar hafa jafnframt seilst þarna til nokk- urra áhrifa og þó borið meira á þeim í Mansjúríu, einkum eftir 1916, að þeir fengu fótfestu þar með samningum, en höfðu þó haft þar mikil áhrif frá 1910, að þeir tóku Kóreu. Hafa þeir eink- um aflað sjer ýmislegra sjer- leyfa, s. s. til járnbrautarlagn- inga, námuvinslu o. sl. og þannig náð meiri og meiri ítökum. En langflestir íbúar landsins eru Kínverjar og þaðan er m. a. upp- runninn Chang Tso-lin sá, sem nú ræður einna mestu í Kína. Japanar munu nú ætla að nota sjer innanlandssundrungina í Kína til að ná yfirráðum þessara landa, en í innanlandsbyltinguna sjálfa segjast þeir ekki blanda sjer, samkvæmt yfirlýsingu ut- anríkisráðherra Shidehara bar- óns, í janúar í fyrra. Þess má geta — og er að vísu merkilegra en ýmsar stjórnarbyltingarnar — að í þessum löndum (eða Mon- gólíu) hafa á undanförnum árum verið gerðar ' einhverjar hinar merkustu rannsóknir nútímans um frumlíf og forsögu mann- kynsins. Hafa þar verið rakin 4 mismunandi menningarstig frá steinöld og heitir sá Andrjews, sem rannsóknunum hefur stjórn- að, fyrir amerískt fje (frá 1922). Maeterlinck um ódauðleikasannanir. Maurice Maeterlinck er einn af núlifandi öndvegishöfundum með- al frönskumælandi þjóða. Hefur hann einkum hlotið orðstír fyrir leikrit sín og heimspekileg rit, sem mest eru ritgerðasöfn um ýms efni. M, a. hefur hann skrifað sjerstaka bók um dauð- ann og skoðanir manna á eðli hans og möguleikum ódauðleik- ans. Um ódauðleikann hefur hann einnig skrifað sjerstaklega í rit- gerðasafninu rintelligence des fleurs (vit blómanna) og er hjer tekinn kafli úr þeirri grein, en um þau efni, sem þar ræðir hugsa nú margir hjer. M. er enn starfandi (fæddur í Belgíu 1862). Mannkynið hefur á allri æfi sinni ekki þokast fram um eitt skref á leið þessa leyndardóms. Spurningarnar um hann koma hvergi nærri því sviði, sem skiln- ingur okkar hefur myndast á og starfar á. Ef til vill er hugsanlegt eða mögulegt samband milli þess liffæris, sem spyr og þess veru- leika, sem verður að svara. Hinar áköfustu og alvarlegustu rann- sóknir síðustu ára hafa engu af- rekað. Lærð og samvitskusöm fje- lög hafa, einkum í Englandi, safnað saman óskaplegum efni- við staðreynda, til þess að sanna það, að líf andríkra eða tauga- næmía manna geti varað nokkurn tíma út yfir dauða líkamans. Þótt við játum að staðreyndir þessar sjeu óyggjandi og vísinda- lega Öruggar, mundu takmörk þau þar sem leyndardómurinn byrjar í hæsta lagi færast fjær um fáar línur eða stuttar stundir. Ef vera, sem jeg ann, birtist í kvöld í herbergi mínu svo hún þekkist alveg og er að því er virðist svo ljóslifandi, að jeg yrði á hana, á sama tíma sem líf hennar líður úr líkamanum í þús- und mílna f jarlægð — þá er þetta efalaust í mesta máta undarlegt, eins og alt í þeirri veröld, sem við skiljum ekki fyrsta orðið L En það sannar í allra hæsta lagi að sálin, andinn, andardrátturinn, hin ógrípanlega taugaorka hinna fíngerðustu hluta efnis okkar geti lbsnað við líkamann og lifað and- ránni lengur en hann, eins og logi sloknaðs lampa losnar stund- um við kveikinn og blaktir í myrkrinu örstutta stund. Fyrir- bærið er vissulega undrunarvert. En þar sem slík tegund andlegr- ar orku er staðreynd, ætti það að fá okkur ennþá meiri undrunar, að hún birtist okkur ekki oftar í sjálfu lífinu og háð vilja okkar. Hún skýrir að minsta kosti ekk- ert það vafamál, seiri hjer ræðir um. Fyrirbrigðin hafa aldrei leitt i ljós minstu vitund nýs yfirjarð- nesks lífs, sem væri annarsháttar, en vitund þess líkama, sem hún er komin frá. Þvert á móti virð- ist andlega lífið vera mun veiga- minna frá þeirri stund er það ætti að vera „hreint", eða á að vera losað við efnið, heldur eh það var á þeim tíma, þegar efnið lukti um það. t flestum fyrir- brigðunum koma fram ósjálfrátt í einskonar svefn-deyfingu hin hversdagslegustu atvik. Einn leit- ar að hattinum sínum, sem hann hefur gleymt á stól, annar nagar sig í handarbökin eða gáir á klukkuna. Og skömmu seinna, þegar hefjast ætti hið eiginlega annað líf, leysist alt upp og hverfur fyrir fult og alt. Jeg játa, að þetta sannar ekkert með eða móti öðru lífi. Við vitum ekki hvort þessi stuttu fyrirbrigði eru fyrsti bjarmi annars lífs, eða síð- asti geisli hins jarðneska lífs. Sennilega nota hinir framliðnu sjer þetta, þegar um annað er ekki að gera, þetta síðasta band, sem tengir þá við okkur, og læt- ur okkur finna til þeirra. Senni- lega halda þeir áfram að lifa um- hverfis okkur, en þeim tekst það ekki, þrátt fyrir alla erfiðismuni, að gefa okkur hugmynd um nú- verandi ástand sitt, af því okkur vantar líffæri til þess að taka á móti boðskapnum, rjett eins og okkur er það árangurslaust, að ætla að gefa manni, sem fæddur er blindur, hugmynd um ljós og liti. Það eitt er að minsta kosti • víst, að rannsóknir og vinna hinna nýju rannsóknarfjelaga hafa ekki þokað úrlausninni fram um eitt skref frá því sem var við upphaf mannlegrar hugs- unar. Síðustu fregnir. Englendingurinn Temme hefur synt yfir Ermarsund. Miklar æs-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.