Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.08.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 17.08.1927, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA XXILár. Reykjavík, miðvikudaginn 17. ágúst 1927. 42. tbl. Um víða veröld. Yfirlit. Ameríkufregnir segja að Cool- idge ætli ekki að verða í kjóri við næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum, en samt telja ýmsir, að ef vel verði á hann skorað, muni hann láta til, leið- ast. Fjárhagur Bandaríkjanna þykir nú með meiri blóma en ver- ið hafi nokkru sinni fyr. Fjár- hagsár þeirra endar í júnílok. Við lok síðasta fjárhagsárs var tekjuafgangur ríkissjóðs 635 miljón dollarar og fór því 10 milj. dollurum fram úr tekju- áætlun stjórnarinnar. Það er líka drjúgur peningur, sem Banda- ríkin í Ameríku gæða sjer á ár- lega vegna ófriðarskuldanna hjá Evrópuþjóðunum, en þær eru að ýmsu leyti mjög háðar Banda- ríkjunum vegna þeirra skulda. Rjett áður en gerðir voru upp þeir ríkisreikningar, sem að ofan getur, hafði Bandaríkjastjórn't. d. fengið um 96 milj. dollara af útistandandi ófriðarlánum. — Bandaríkin eru nú það land, þar sem alt fer fram í stærstum stíl í fjármálum, bæði ýmislegt það, sem gott er um ýmsar fram- kvæmdir og annað miður gott, eins og gengur. Ekki alls fyrir löngu hafa t. d. staðið í Banda- ríkjunum málaferli, sem mikla athygli hafa vakið og mikið hneyksli. I Illinois-ríkinu hefur hið opinbera átt í málaferlum við ríkisstjórann, Mr. Lennington Small. Hafði hann áður verið ríkisgjaldkeri og þá lagt stórfje inn í banka, sem einn af vinum hans átti, sem Curtis hjet og um eitt skeið var þingmaður. Fjekk ríkið 2% innlánsvexti, en fjeð lánaði svo bankinn aftur sláturf jelagi í Chicago gegn 8% j útlánsvöxtum. En mismuninn, eða 6%, hirtu þeir svo í samein- ingu, Small og Curtis og var það geisimikil fúlga. Meðan á mála- vafstrinu stóð dó bankaeigandinn og var sætst á það við ríkis- stjórann, að hann endurgreiddí ríkinu 650 þús. dollara, í stað 1 milj. 25 þús., er krafist var og látið heita svo, sem hann greiddi þetta fyrir Curtis og fjekk hann að halda embætti sínu eftir sem áður. Masaryk um stjórnmál og siðgæði. Masaryk er forseti tjekkoslo- vakiska lýðveldisins og var á sínum tíma einhver helsti fröm- uður þess, að það komst á fót. t Hann ferðaðist þá víða til þess i að hafa áhrif á stjórnmálamenn í þá átt, að fá stofnað hið nýja ríki, en fjekst einnig mikið við ritstörf, skrifaði um þjóðfjelags- mál og heimspeki. Ýmislegt af honum og hinu nýja ríki má lesa í „Heimsstyrjöld" Þorsteins Gíslasonar og einnig hefur Lögrj. fyrir alllöngu flutt nokkuð ítar- legan greinaflokk um tjekkósló- vakisk mál eftir tjekkóslóvakiskan sendisveitarmann á Norðurlönd- um. Masaryk er ekki einungis talinn helsti stjórnmálamaður Tjekkóslóvakíu, ásamt dr. Ben- es, en einnig einn af merkustu stjórnmálamönnum áífunnar og rithöfundum um slík efni. Hann hefur .haldið áfram ritstörfum sínum eftir að hann varð forseti og þá m. a. gefið út stærsta og helsta rit sitt, skrifað á tjekkisku, en það hefur verið þýtt m. a. á þýsku ekki alls fyrir löngu. Heitir það heimsbyltingin, minn- ingar og hugleiðingar (Die Welt- revolution). Er þar rakin saga þeirra afskifta, sem Masaryk hafði af tjekkiskum stjórnmál- um á ófriðarárunum og settav fram ýmsar hugleiðingar hans um almenn þjóðmál og framtíð ríkisins. M. a. ræðir hann þar um stjórnmál og siðgæði og segir: Jeg þekki það, hversu óvirðu- lega tala ýmsir stjórnmálamenn, einkum þeir, sem þykjast vera miklir raunsæis- og hagsýnis- menn, þegar um er að ræða sið- gæðisgrundvöll ríkis og kirkju. Þegar jeg ræddi um lýðræðið í Ameríku veik jeg að ummælum Tocqueville's um það, að skrifuð stjórnarskrá, þing, embættakerfj, lögregla, her, iðnaður og verslun, alt þetta væri ekki trygging fyr- ir þjóðræðinu, því ekkert ríki gæti trygt það, ef siðgæði og sannsögli borgaranna brysti og það, að þeir væru sammála um að minsta kosti höfuðatriði hinna helstu heims- og lífsskoðana. Við það að meta of mikils skipulag og kerfi ríkisins, efnalegan og hagsmunalegan grundvöll þess, hættir mönnum við að gleyma því, að þjóðfjelagið hvílir altaf og alstaðar á hugsun og hugsjón- um, á siðgæði og heimsskoðun, Þess vegna studdist ríkið í upp- hafi söguþróunarinnar alstaðar við siðgæðisvald kirkjunnar og þaðan stafar guðveldið, sem þjóð- veldið hefur þroskast úr. Jeg vil ekki gera of lítið úr valdi ríkisins, samt get jeg ekki gert of mikið úr því, ekki gert það guðlegt. Þegar jeg skuldbatt mig til forsetastarfsins gerði jeg mjer fulla grein fyrir hinum ein- stöku daglegu verkefnum í fram- kvæmdastjórn ríkisins, en mjer var það einnig ljóst, að ríki og stjórnmál geta ekki staðist án siðgæðisgrundvallar. „Með því að vjer þess vegna höfum þessa þjónustu á hendi, eins og oss hefur veitst náð til, þá látum vjer ekki hugfallast. En vjer höf- um sagt oss frá leyndum hlutum, sem menn blygðast sín fyrir, vjer framgöngum ekki með fláttskap, nje fölsum guðs orð, heldur mæl- um vjer fram með oss við sam- vitsku hvers manns fyrir guðs augliti með því að birta sann- leikann" (II. Kor. 4. 1—2). Þetta er stefna lýðveldisins og þjóðræð- isins sub specie aeternitatis, frá sjónarmiði eilífðarinnar. Siðgæðisgrundvöllur allra stjórn- mála er mannúðin og mannrænan, (humanitát) og mannúð og mann- ræna eru alþjóðleg stefna. Mannúð og mannræna er nýtt orð fyrir hið gamla orð náungans kærleiki. Orðið ást er nú á dögum, fyrir bókmentaáhrif, að mestu notað um afstöðu kynjanna hvors til annars. Nútímamaðurínn skirr- ist það heldur að nota orðtök hinna opinberu trúarbragða. Þess vegna fór að tíðkast í heimspek- inni, þegar á átjándu öld, orðið mannúð eða samúð. í rauninni er mannúðin ekkert annað en náung- anskærleiki, en grundvallarhugs- unin er mótuð í samræmi við hin nýju skilyrði í stjórnmálum og þjóðfjelagsmálum. Mannúðin þarf ekki að vera til- finningasöm um of. 'Jesús krefst þess, að menn elski náungann eins og sjálfa sig. Maðurinn er vissulega eigingjarn að eðlisfari. En hins má spyrja sjálfan sig, hvort maðurinn sje eingóngu eigingjarn, eða hvort hann finni einnig til samúðar og ástar gagn- vart náunga sínum, og það hreinnar og beinnar tilfinningar, ekki tilfinningar, sem sprottin sje að eigingjörnum hvótum. Eigin- girnin er sennilega öflugri. Af því sprettur krafan um það, að lögð sje vitandi og viljandi áhersla á það að styrkja og göfga hina með- fæddu ást til mannanna. Reynslan kennir okkur það, að ástin á mönnunum borgi sig á endanum (eigingirnisástæða). Ástin og það fjelagslífsskipulag sem af henni sprettur hjá venjulegum mönnum reynist hagfeldust. Boðorð kærleikans segir ekki, að við eigum algerlega að bæla niður eigingirnina. En eigingirnin á ekki saman nema nafnið. Til er ekki aðeins skynsamleg og vit- urleg eigingirni, en heimskuleg og mjög heimskuleg eigingirni, sem skaðar manninn meira en heimskuleg mannúð. Gyðingar höfðu boðorðið um það, að elska náungann. En ná- ungi merkti hjá þeim samlanda. Jesús og lærisveinar hans hafa fært hugtakið út og látið það einnig ná til annara manna. Síð- an hefur alþjóðatilfinning rutt sjer braut, á grundvelli mannúð- arinnar inn á við og út á við, í siðgæði, stjórnarfari og rjettar- fari. Þröngsýnn þjóðrembingur verður að víkja fyrir ríkjasam- vinnu og alþjóðastefnu, tilraun- unum til þess að koma sem lík- ustu og samræmustu skipulági á alla Evrópu, alt mannkynið. Við krefjumst alheimsstjórnarstefnu. Alheimsstefnuna ber ekki að skoða frá þjóðlegu, óþjóðlegu eða yfirþjóðlegu sjónarmiði. Við guf- um ekki upp í framkvæmda- lausri ást á einhverri og ein- hverri þjóð einhversstaðar í Asíu — mannkynið er ekki neitt ó- beint hugtak, það er beinn hag- nýtur veruleiki. En það merkir, að án þjóðrækni verður engin alþjóðastefna til. Mannkynið er þjóðakerfi. Jeg hef áður sagt og segi enn — því þjóðlegri, því alþjóðlegri, því alþjóðlegri því þjóðlegri. Mannúðin hvetur til starfandi kærleika til þjóðar og föðurlands, en eyðir hatri til ann- ara þjóða. Það er að lokum rangt, að greina milli meiriháttar og minni•• háttar siðgæðis, eins og stjórn- málamaður hefði heimild til þess, í þágu ríkisins að virða að vett- ugi boðorð siðgæðisins. Málinu er í raun og veru þannig farið, að maður sem t. d. lýgur og svíkur í opinberu lífi, hann lýgur og svíkur líka í einkalífi sínu, og öfugt. Án þess að viðurkenna siðferðilegan grundvöll ríkis og stjórnmála, er ekki unt að reka nokkurt ríki eða nokkurt fjelags- legt fyrirtæki. Ekkert ríki getur staðist, sem hirðir ekki um al- mennan grundvöll siðgæðisins. Ríki og löggjöf rekja vald sitt úr almennri viðurkenningu sið- gæðislögmála, og úr því, að rík- isborgararnir sjeu alment sam- mála í hinum mikilsverðustu lífs- og heimsskoðunum. Jeg legg á- herslu á þetta — þjóðræðið er ekki einungis sjerstakt ríkis- og stjórnarform, það er lífs og heimsskoðun. Grundvöllur ríkis- ins er rjettlæti, það var. boðað þegar af Grikkjum og Rómverj- um. En rjettlætið er lögmál kær- leikans. Með hefðum og skrífuð- um lögum breiðir ríkið boð kær- leikans út til allra greina í fram- kvæmdum fjelagslífsins og knýr það fram með valdi (ekki of- beldi) að þau verði gerð að veru- leika. Af þessu spretta hinar gömlu deilur um gildi siðgæðis og rjettar. Grikkir og Rómverjar töldu siðgæðisgrundvöll alls rjettar

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.