Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 24.08.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 24.08.1927, Blaðsíða 1
LOGRJETTA XXII. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 24. ágúst 1927. 44. tbl. Um víða veröld. Yfirlit. 1 stjórnmálum Evrópu gerist fátt stórtíðinda um þessar mund- ir, en í Kínamálunum er alt enn þá í óvissu og uppnámi og út af Sacco- og Vanzettimálunum eru ennþá æsingar bæði í Ameríku og Evrópu. Þeir voru teknir af lífi í fyrrinótt. í írskum stjórnmál- um eru um þessar mundir all- miklar viðsjár. Cosgravestjórnin varð undir við síðustu kosningar, eins og fyr er frá sagt og De Valera flokkurinn hefur tekið sæti á þingi. En samt var van- traustsyfirlýsing til stjórnarinn- ar feld á atkvæði forseta. — Flokkadrættir eru allmiklir í írsk- um stjórnmálum og stjórnar- skipulag fríríkisins (Saorstat" Ei- reann) óharðnað og losaralegt nokkuð. Stjórnin er þingbundin konungsstjóm og þingdeildirnar tvær, þjóðfulltrúadeild (Dail) með 153 fulltrúum, kosin með alm. kosningarjetti bundnum við 21 árs aldur, og senat með 60 fulltrúum kosnum af þrítugu fólki og þar yfir. En mörgum málum má, eða á, að skjóta til almenns þjóðaratkvæðis eftir vissum reglum. Framkvæmda- stjórnina annast 5—7 manna nefnd, skipuð.af landsstjóranum (sá heitir nú Healy), eftir tillög- um þingforsetans, en auk þeirra getur þingið skipað aðra ráðh. fyr- ir sjerstaka málflokka og bera þeir persónulega ábyrgð fyrir þing- inu. Fleiri en 12 mega ráðherrar þó ekki vera. Aðalflokkarnir hafa verið 5 og helstur þeirra geliski flokkurinn, eða stjórnar- flokkurinn, en það er sá hluti hins gamla Sinn Feinflokks, sem gekk að ensk-írsku fríríkissamn- ingunum 6. des. 1921 og er þjóð- ræknisflokkur. Hinn hluti Sinn Feinanna er nú lýðveldisflokkur og tvíklofinn. Er De Valera for- ingi annars klofningsins, sem kallast Fianna Fail, en ungfrú Mac Swiney og Art O'Connor hins, sem kallast Sinn Feinar. Ennfremur er í landinu nokkuð öflugur jafnaðarmannaflokkur undir forustu Thomas Johnson og dálítill bændaflokkur undir forustu Gorys. Loks er þess að geta að kaþólska kirkjan á mikil ítök í Irlandi og er langfjölmenn- asti trúarflokkur þar og er yfir- maður hennar erkibiskupinn O' Donnell kardínáli, en helsti pre- láti prótestanta er D'Arcy erki- biskup. 1 Grikklandi hefur einnig stað- ið yfir stjórnarskiftahríð þessa dagana. En þar hafa stjórnmál og stjórnarfar verið mjög á ruglingi undanfarið. Condouris varð þar forseti í mars 1924, en annars varð þar alræðisstjórn undir forustu Pangalos, en Za- imis varð forsætisráðherra rjett fyrir áramótin, en annars hefur flest farið þar í ólestri um þing- hald og kosningar og flokka síð- an þjóðfundurinn var rofinn í septemberlok 1925. Meginflokk- arnir eru 7. Stærstur er frjáls- lyndi flokkurinn, eða Veniselos- flokkurinn gamli. En hann skift- ist í tvent, frjálslynda íhalds- menn (liberal conservativa) og frjálslynda framsóknarmenn (lib- eral-progressiva). Leiðtogi fyrra flokksbrotsins er Michalacopul- os en Cafandans hins síðara. Hann hefur á stefnuskrá sinni sundrung (decentralisation) stjórnarvaldsins, stofnun stórra þingnefnda, er hafi vist löggjaf- arvald, og svo búnaðarframfarir og alm. sparnað. Lýðveldisflokk- urinn svonefndi var áður hluti úr frjálslynda flokknum og er aðal- leiðtogi hans Papanastassiou. Berst hann fyrir aukinni fram- leiðslu, bættum kjörum verka- manna, bættri mentun og hlut- fallskosningum. Þá er þjóðflokk- urinn, sem stofnaður var 1920 af Gounaris, en er nú stjórnað af Tsaldis, og vill fá aftur þingræð- isstjórn, koma á ágóðafjelags- skap milli verkamanna og vinnu- veitenda, ellitryggingum o. sl. Loks er svo flokkur konungs- sinna, sem nú hefur tekið ein- hvern þátt í stjórnarmyndun, en hefur annars barist fyrir endur- reisn þingbundinnar konungs- stjórnar undir forustu Eustra- diadesar. Annars er þess helst að geta, að í Englandi er nú mikið rætt og deilt um breytingartillögur í- haldsstjórnarinnar á lávarðadeild- inni, sem Lögrj. sagði Jiýverið frá. Á Spáni er allmikið um það talað, að Primo de Rivera ætlar að kalla saman þjóðfund á fjög- urra ára afmæli einræðis síns, í septemberlok n. k. En það var 12. sept. 1923 að hann rak frá stjórn de Alhucemas greifa og gerðist alræðismaður með her- stuðningi og hefur síðan hvorki verið þjóðræði nje þingræði á Spáni, nje málfrelsi um stjórn- mál, þótt einskonar ráðgjafar- þing hafi verið kvatt saman í september í fyrra og hereinræð- inu að nafninu til breytt í borg- aralega stjórn 3. des. 1925 og myndað ráðuneyti undir stjórn de Rivera. Ráðherraúrskurðir hafa ennþá Iagagildi í landinu. Helstu flokkar í landinu eru 4 en hafa lítið að segja að jafnaði, því stjórnin ræður lögum og lofum. Vilhelm Thomsen um alheimsmál vísindanna. Lögrjetta hefur nokkrum sinn- um flutt greinar um alheimsmáls- hreyfingarnar, um esperanto og ítarlega lýsingu í idó, sem á að vera endurbætt útgáfa af esper- anio og hafa ýmsir kunnir mál- fræðingar hallast að því máli, s. s. O.tto Jespersen. Nú hefir es- perantohreyfingin starfað í 40 ár, eins og frá var sagt í síðasta blaði og aukist allmjög útbreiðsla hennar og enn eru málfræðingar að rökræða nauðsyn og möguleika alheimsmálsins því fjöldi manna finnur mjög til hennar. Það er þvi fróðlegt að athuga hvernig einn frægasti málfræðingur nú- tímans, Vilhelm Thomsen leit á þessi mál. Hann er nú dáinn fyr- ir nokkru og gat Lögrj. þá helstu starfa hans. En um þau mál, sem hjer ræðir talaði hann eitt sinn í hátíðarræðu við Hafnarháskóla, og nefndi hana „sammál vísind- anna" og tók hann hana síðar upp í ritgerðasafn sitt, Samlede afhandlinger. Hann vekur athygli á því, að ekki sjeu nema tveir mannsaldrar síðan latína hætti að vera opín> bert mál háskólans. Síðasta latn- eska háskólaræðs var haldin 1854. Latínan er m. ö. o. horfin, sem sammál vísindanna. Hún var höf- uðmentamál álfunnar í tvö þús. ár. En alt um það eru víst allir sam- mála um það nú orðið, að þessi eindæma áhrif hafi hún ekki öðl- ast vegna þess, að hún hafi til þeirra neinn sjerstakan rjett vegna innri eiginleika tungunnar sjálfrar, eða vegna gildis þeirra fornbókmenta, sem hún túlkaði. Latínan getur í þeim efnum ekki komist í neinn samjöfnuð við grískuna. Það er einungis merki- legt samstarf sögulegra atvika, sem hóf latínuna úr lágum sess í háan, eftir því sem hið litla Rómaiíki óx upp í voldugt heims- ríki, sem hafði margvísleg áhrif. Þegar rómverska ríkinu fór aftur að hnigna komst margvísleg ringulreið á menningu álfunnar og einkum minkar menningin smámsaman svo tilfinnanlega norðan Alpafjalla að nýrrar vakningar verður brýn þörf. Sú vakning kemur með Karlamagn- úsi og Alkuin, Englendingnum. — Sjerþjóðatungurnar voru of óþroskaðar um þessar mundir til þess að menn þættust geta hugs- að til þess að nota þær sem al- hliða ritmál. En alstaðar voru minningar um rómverska ríkið og því varð þess mál fyrst fyrir og það því fremur sem kirkjan og þar með skólarnir, hafði tekið þetta mál sem sitt mál. Með áhrífum rómönsku landanna, Niels Bukh. einkum Frakklands fer latínan svo sigurför sína um Evrópu, en breytist á ýmsan hátt og verður gagnólík máh Ciceró's, svo fornrómverji hefði tæpast skilið hana. Vulgata, biblíuþýð- ingin verður bókmentaleg fyrir- mynd. „Renæssansinn" endur- reisnaröldin, kemur einnig á þessu sviði með nýtt afl, þar sem lögð er áhersla á það, að leita fyrir- mynda latínu sinnar hjá hinum bestu fornu höfundum. En afleið- ingin af þessum stöðugu sígildis- kröfum varð öll önnur en til var ætlast. Það var í sjálfu sjer ógerningur að fullnægja kröfun- um og því fóru að heyrast raddir í þá átt að hnekkja valdi latín- unnar, sem sammáli vísindanna. Siðskiftin höfðu einnig áhrif í þessa átt, því þá hætti latínan að vera kirkjumál siðskiftaþjóð- anna. Lengst hjelst latínan sem stjettarmál háskólanna. En um aldamót 18. og 19. aldar má þó heita að valdi hennar í vísinda- lífinu sje alveg hnekt. Það verður til þess að menn draga andann frjálst eins og þungu oki sje af þeim ljett og vísindin blómgast betur en nokkru sinni fyr borin á vængjum orða móðurmálanna. Og samt er það ekki úr vegi að athuga töp og gróða þegar til framtíðarinnar er litið. Vísindin eru tvöfalds eðlis. Annarsvegar eru þau þjóðleg — það hafa menn sannfærst um seint og síðarmeir — hinsvegar eru þau alþjóðleg. Þau bera boð frá einu landi til allra landa, starfa í alþjóðlegri samvinnu. Það var þessi hliðin ein, sem menn tóku tillit til þegar latínar var alheimsmál og þá gátu smáþjóðirnar látið til sín taka engu síður en stórþjóðirnar. Síð- an hafa sögulegar rannsóknir sýnt það, að uppgötvanir og at- huganir smáþjóða (á 19. öld) sem hefðu getað haft gagngerð vísindaleg áhrif eða umbylt heil- um .vísindagreinum, hafa fallið máttlausar niður fyrir það eitt,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.