Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 31.08.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 31.08.1927, Blaðsíða 2
LÖGRJETTA LÖGRJETTA LÖGRJBTTA Útgefandi «g ritstjóri ^•ritiin biilneo ÞÍÐ^keltsstratl 17. Shni 178. Iaahelmta og afgreidila 1 t>ingholts»tr«etí 1. Slrai 183. 6- barna. Því er náð þar sem börn eru rjett með farin. Ef beitt væri þeirri þekkingu sem til er og not- aðar prófaðar aðferðir þá gætum við á einni mannsæfi komið upp kynslóð sem væri að mestu leyti laus við sjúkdóma, illgirni og heimsku. Við gerum það ekki, því við kjósum fremur þrældóm og styrjaldir. Óunninn efniviður eðlishneigð- anna er að flestu leyti jafnvel til þess fallinn að beinast í áttina til æskilegra starfa sem óæskilegra. Áður fyr kunnu menn ekki að temja tilhneigingarnar og neydd- ust því til þess að grípa til þess að bæla þær niður. Hegníng og ótti var hin mikla hvatning til þess, sem kölluð var dygð. Nú vit- um við þaj, að þessi bæling er slæm aðferð, bæði vegna þess að hún hepnast í rauninni aldrei og vegna hins að hún kemur rugl- ingi á sálarlífið. Tamning til- hneiginganna er önnur aðferð. Venjur og kunnátta gera eins og farveg fyrir tilhneigingarnar, láta þær streyma í þessa áttina eða hina eftir því hvernig farvegur- inn liggur. Með því að skapa rjettar venjur og rjetta kunnáttu er tilhneigingum barnsins beint til æskilegra athafna af sjálfu sjer. Ofreynslu gætir engrar, því þörfin er engin á því að sporna við freistingum. Hömlur eru eng- ar og barnið finnur til ófjötraðs sjálfræðis. Jeg ætlast ekki til þess að þetta verði tekið of bókstaf- lega. Ávalt geta komið ófyrirsjeð atvik, sem gert geta eldri aðferð- ir nauðsynlegar. En því fullkomn- ari sem barnasálarfræðin verður og því meiri reynsla sem fæst í barnfóstursskólum (nursery schools), því fullkomnar er hægt að beita hinum riýju aðferðum. Jeg hef reynt að leiða í ljós fyrir lesandann þá undursamlegu möguleika, sem nú eru okkur opnir. Hugsið um það, hvað þeir hefðu í för með sjer: heilbrigði, frelsi, hamingju, ástúð, skynsemi, alt næstum alment. En ekkert getur þetta komið lagalaust. Þekkingin er til, en lagaleysið hindrar það, að hún verði að framkvæmd. Stundum fær mjer næstum örvæntingar skorturinn á ást á börnunum — til dæmis þeg- ar jeg heyri að flestir viður- kendir siðgæðisleiðtogar eru ófús- ir á það að nokkuð sje aðhafst til þess að varna fæðingu barna með kynsjúkdóma. Samt sem áð- ur kemur smámsaman meira frelsi í barnaástina, sem efalaust er ein af eðlishvötum okkar. Áhrif margra grimdaralda hafa hlaðist yfir eðlilega ástúð mann- anna. Það er örstutt síðan kirkj- an hætti að kenna útskúfun óskírðra ungbarna. Þjóðernisofs- inn er önnur kreddan sem þurkar upp lindir mannelskunnar. Á styrjaldarárunum áttum við sök á því, að hjer um bil öll þýsk börn þjáðust af beinkröm. Við verðum að leyfa framrás þjóðlegri alúð okkar. Ef einhver kredda krefst þess að við leggjum eymd á börn, eigum við að afnema kredduna, hversu hughaldin sem hún kann að vera okkur. Öttinn er sálræn uppspretta hjer um bil allra grimdarkredda. Það er ein ástæða þess hversvegna jeg hef lagt svo ríka áherslu á það að nema burtu óttann í uppeldinu. Við skulum uppræta óttann sem leynist í afkimum okkar eigin hugar. Þeir möguleikar hamingju- sams heims sem nýtísku uppeldið opnar eru vel verðir þess, að per- sónulega sje nokkuru vogað vegna þeirra, jafnvel þótt áhætt- an væri alvarlegri en hún er. Þegar komið hefur verið upp ungu fólki, lausu við ótta og bönn og uppreisnartilhneigingar, getum við opnað fyrir því heim þekk- ingarinnar, frjálslega og fullkom- lega, án skuggalegra skúmaskota. Og verði leiðbeiningarnar vitur- lega gefnar verður það fagnaðar en ekki skylduverk að þiggja þær. Það er ekki nauðsynlegt að auka kensluna í því, sem nú þeg- ar er kent. En nauðsynlegur er andi æfintýrs og frelsis, tilfinning þess að verið sje að leggja upp í rannsóknarför. Ef formlegt upp- eldi yrði framkvæmt á þessa lund, mundu hinir skynugustu nemendur auka það af sjálfsdáð- um og fyrir því ætti að greiða á allan hátt. Þekkingin er það, sem leysir menn undan náttúru- öflum og eyðandi ástríðum. Án þekkingar verður heimur vona okkar ekki reistur. Kynslóð, sem upp væri alin í óttaleysi og frelsi ætti víðari vonir og þróttmeiri en við getum átt, sem enn eigum að etja við þann hjátrúarlega ótta sem liggur fyrir okkur í leyni undir þröskuldi meðvitundarinnar. Ekki við, en frjálsir menn og frjálsar konur sem við sköpum, skulu sjá hina nýju veröld, fyrst í vonum sínum og síðan í veru- leikans dýrð. Brautin er bein. Unnum við nóg börnum okkar til þess að ganga hana? Eða eigum við að láta þau þjást, eins og við þjáð- umst? Eigum við að láta koma í þau kyrking, öfugstreymi og ótta í æsku til þess að láta síðan slátra þeim í tilgangslausum styrjöld- um, sem vitsmunir þeirra voru of kúrulegir til að hindra? Ötai gamlar áhyggjur eru á veginum til hamingju og frelsis. En ástin getur sigrast á óttanum, og ef við elskum börn okkar má ekkert hefta þær miklu gjafir, seiri við getum veitt. Síðustu fregnir. Víða í Evrópu og Ameríku urðu allmiklar óeirðir þegar frjettist um aftöku Saccos og Vanzettis, m. a. í París. Hefur málið vakið mikla athygli um víða veröld og telja margir merkir menn og blöð, sem ann- ars eru fjarlæg því að styðja stjórnmálaskoðanir hinna líflátnu, að hjer hafi verið um hið mesta rjettarhneyksli að ræða og hlut- drægni valdhafanna, því flest beridi á það, að mennirnir hafi verið saklausir. I Japan hafa gengið miklar rigningar undan- farið og komið stórflóð og valdið feiknamiklu tjóni og 62 menn farist. Cosgravestjórnin í Irlandi hefur ákveðið að segja af sjer og efna til nýrra kosninga, því henni þykir meirihluti sinn, eitt atkvæði, of veikur. Járnbrautar- slys varð nýlega í Englandi og biðu 11 menn bana en 20 særð- ust. + ? Stjórnarskifti. Flokksfundi Framsóknarþing- mannanna lauk hjer í bænum 25. þ. m. Fundinn sóttu allir þing- menn flokksins og á honum var mynduð hin nýja stjórn. Eru þetta tólftu stjórnarskiftin, sem orðið hafa síðan heimastjórn komst á 1904. Lögrj. hefur áður sagt frá því hverjir helst voru nefndir sem ráðherraefni, áður en fundurinn kom saman. Á fund- inum sjálfum voru það fjórir menn, sem einkum var um talað, þeir Tryggvi Þórhallsson, Jónas Jónsson, Magn. Kristjánsson og Magnús Torfason. Jónas Jóns- son kvað hafa mælst undan því í upphafi að taka sæti í stjórninni. Á fundinum varð fljótlega alment samkomulag um það, að fela Tr. Þórh. stjórnar- forustuna, en nokkur ágreining- ur kvað hafa verið um tíma um hina mennina, einkum um Magn- úr Torfason, en aðrir þeir, sem nefndir höfðu verið, komu annað- hvort ekki til tals, eða höfðu svo lítið fylgi, að þeir hurfu brátt úr sögunni. Svo fór einnig um M. T. að hans fylgi varð ekki nægilegt, og varð samkomulag um það, að mæla með Jónasi Jónssyni og Magnúsi Kristjánssyni í stjórn- ina með Tr. Þ. Sjálfur kvað Tr. Þ. hafa lagt nokkra áherslu á, að fá bónda í stjórniria, en bændur flokksins ekki verið fáanlegir. Sagði fundarm. einn, sem Lögrj. hitti að máli, að þrátt fyrir nokk- urn ágreining, sem að vísu hefði verið fremur smávægilegur, hefðu allir unað þessum úrslitum mjög sæmilega og stæði flokkurinn ein- huga að baki stjórninni. Einnig lagði hann áherslu á það, að stjórnarmyndunin hefði bæði gengið óvenjulega greitt og örðið að því sparnaður, um 90 þúsund krónur, að einungis var kallaður saman stuttur flokksfundur, en ekki stefnt saman tíl setu öllu Alþingi. Þar sem Framsóknar- flokkurinn einn hefur ekki meiri- hluta, sneri fundurinn sjer til Al- þýðusambandsins og spurðist fyr- ir um afstöðu Alþýðuflokksins til stjórnarmyndunar og fjekk hlut- leysisyfirlýsingu hans. Til frjáls- lynda flokksins (Sig. Eggerz) mun ekki hafa verið leitað stuðn- ings eða hlutleysis og utanflokks- maðurinn Gunnar á Selalæk stendur heldur ekki að stjórnar- mynduninni, en hefur lofað stjórninni hlutleysi á svipaðan hátt og Alþýðuflokkurinn. Nýja stjórnin tók við á höfuð- daginn. Viðtökur blaðanna hafa verið misjafnar eins og vænta mátti, en að öðru leyti er það að sjálfsögðu lítt reynt hver að- staða hennar verður. Alþýðublað- ið segir, að varla fari hjá því, að einhver breyting til batnaðar verði hjer á næstu árum, að minsta kosti sje þess vænst, að umbótakröfur Framsóknar nái lengra en orðin tóm, þegar til kastanna kemur, enda sjeu ýmsar skoðanir flokksins, t. d. á versl- unarmálum, nýtar mjög. En hins- vegar standi Framsóknarfl. að ýmsu leyti hlið við hlið íhalds- flokksins og vilji Alþfl. því vara við því, að búast við stórfeldum endurbótum af þessum „hægfara milliflokki". — „Vísir" gerir ráð fyrir því, að stjórnin muni reyna að stýfa krónuna, koma á einka- sölum og hnekkja frjálsri versl- un, en segir annars, að vel fari á því, „að orðhákarnir fái að standa við stóru orðin, eða renna frá þeim í allra augsýn að öðrum kosti". — „Island" segir: „Vjer dæmum ekki hina nýju stjórn eftir fortíð flokks (hennar) en vjer dæmum hana aðeins á sínum tíma eftir þeim verkum er hún vinnur". Morgunblaðið fer ýmsum hrakyrðum um stjórnina, en legg- ur einkum áherslu á, að það sje „stærsta stjórnmálahneykslið í sögu Islands" að J. J. ólöglærður maður, sje dómsmálaráðherra. Vörður segist hafa „margsinnis viðurkent, að einn af ráðherrun- um, J. J. væri þrátt fyrir mikla ókosti gæddur góðum hæfileikum og ríkum framsóknaráhuga" en annars sje blaðamenska hans og forsætisráðherrans „hið ófegursta og smánarlegasta fyrirbrigði í ís- lensku þjóðlífi á síðari árum. Vjer teljum að því fari mjög fjarri að þeir geti talist að hafa flekklaust mannorð". Þær umræður sem enn hafa orðið um nýju stjórnina eru því ekki sjerlega mikilsverðar, en sjálfsagt verður einhverntíma stormasamt um hana. Út af því sem sagt hefur verið um kröfur þær sem gera eigi til sjerþekk- ingar ráðherranna, s. s. lögfræða- þekkingar dómsmálaráðherrans, má geta þess, að það er að vísu talið æskilegt að ráðherrar hafi sjerþekkingu á málum þeim, sem þeir eru yfir settir og er þessu jafnvel haldið fram sem nauðsyn af sumum stefnum erlendum, sem berjast fyrir breyttu stjórnskipu- lagi. En að öllum jafnaði er þessa ekki krafist af þingræðisstjórn- um sem tilnefndar eru frá flokks- sjónarmiði og er óframkvæman- legt um fámenna stjórn og hefur heldur ekki verið fylgt fram hjer á landi. Til þess er t. d. ekki ætl- ast að ráðherra atvinnumálanna sje verkfræðingur, eða að ráð- herra heilbrigðismálanna sje læknir eða kirkjumálaráðherrann guðfræðingur, hversu æskilegt sem það annars kynni að vera. Lögrjetta hefur undanfarið ekki sint flokkaþrefinu í landinu enda hefur lítið og oft ekkert verið á því að græða og ekki á- valt auðsjeð hvað flokkum skift- ir eiginlega. Hinsvegar hefur Lögrj. flutt margar greinar um ýms hin merkustu þjóðmál sem efst hafa verið á baugi, án til- lits til flokksfylgis. Meðal þeirra hafa verið ýmsar greinar mætra manna, rólegar og rökstuddar rit- smíðar, sem reynst hafa þarfar hugvekjur og komið hafa af stað eftirtektarverðum umræðum. Má nefna til þessa greinar um bún- aðarmál, verslunarmál og menta- mál, sem öll eru meðal merk- ustu stjórnmála, og Lögrj. hefur mikið látið til sín taka. Jafn- framt hefur hún viljað leggja ríka áherslu á það að flytja sem mestar og áreiðanlegastar frjett- ir, ekki síst erlendar frjettir og fróðleik, um stjórnarfar, andlegt líf og verkleg mál. Reynslan hef- ur sýnt það, að jafnframt flokks- blöðunum, sem geta verið góð á sína vísu, hefur verið þörf á ó- háðu blaði utan við þrasið, sem gefur hverjum sitt og lætur mál- in til sín taka vegna málanna sjálfra fyrst og fremst. Lögrjetta mun halda því áfram eins og undanfarið að flytja um innlend og erlend þjóðmál og önnur menningarmál óbundnar rökræð- ur og upplýsandi fróðleik og styðja þau mál, sem henni þykja V. Hugo. VESALINGARNIR. Gengur hún ennþá í Luxembourggarði ? Nei, herra. — Er þetta ekki kirkjan þar sem hún hlýðir messu? — Hún er hætt að koma hingað. — Á hún, ennþá heima í þessu húsi? — Hún er farin. Hvar áhún, nú heima? — Hún ljet þess ekki getið. Þvílíkur harmur að þekkja ekki heimkynni sálar sinnar. Ástin gerir menn litla eins og börn. Aðrar ástríður gera menn aðeins litla. Vei þeim ástríðum sem smækka manninn, heill þeim sem gera hann barni líkan. Eitt er undarlegt, gettu þess. Jeg geng í myrkri, því stúlka bar burt með sjer dagsbirtuna þegar hún fór frá mjer. Jeg vildi að við lægjum hlið við hlið í einni gröf og hjeldumst í hendur, það væri unaðslegt eins og eilífðin. Þið, sem þjáist af ást, elskið meira. Það að deyja í ást er að lifa í henni. I ástinni er angistin unaðarleiðsla. Glatt kvakar'fuglinn, því hann kemst í hréiður. Ástin er andblær himnaríkis. Spakir menn og hjartaprúðir, takið lífinu eins og guð hefur gert það. Það er löng raun, óskiljanlegur undirbún- ingur óþektra örlaga. Þessi örlög, hin sönnu örlög manns- ins, hefjast með fyrstu sporunum hinum megin grafar- innar. Þá birtist honum eitthvað, hann fer að greina ákvörðunina. Takið eftir þessu orði, ákvörðun. Lifendur skynja hið ótakmarkaða, óákvarðaða, hið ákvarðaða opinberast einungis þeim sem dánir eru. Þangað til skul- uð þið elska og þjást, vona og íhuga. Vei þeim, sem elsk- að hefur líkaman einan, form og svipi. Dauðinn mun svifta hann öllu. Reyndu að elska sálir og þú munt finna þær aftur. Á götunni mætti jeg fátækum, ungum, ástföngnum manni. Hattur hans var gamall og götóttur jakkinn og snjáður, svo skein í hann. En í sál hans skein stjörnu- birtan. Það er dásamlegt að vera elskaður, en miklu dá- samlegra að elska. Astin eykur hjartanu ásmegin, það verður hreint og göfugt og glæsilegt. Lítilmótleg hugsun getur ekki fest þar rætur fremur en sóley á svelli. Sálin finnur að hún er hafin yfir hjegóma lífsins, hún svífur yfir heimsku heimsins, hatur, lygar, hjegóma og vesæld 1 bláma himins síns verður hún aðeins var jarðlífshrær- inganna djúpt niðri eins og fjallstindarnir finna til jarð- skjálftans. Ef ekki fyndist einhver elskhugi mundi sólarljósið slokna. Meðan Cósetta las þetta; seig á hana höfgi. Þegar hún leit upp frá síðustu línunni gekk laglegi liðsforing- inn fram hjá garðshliðinu. Henni fanst hann vera bein- línis ljótur. Hún fór aftur að virða fyrir sjer kverið og dást að höndinni á því. Blekið var með mismunandi blæ, sumstaðar mjög dökt, sumstaðar ljósara, eins og nýju bleki hefði verið helt í byttuna. En það var ein og sama hugsunin sem lýsti sjer í öllu kverinu. Cósetta hafði aldrei lesið neitt þessu líkt. Þetta handrit, sem henni virtist fremur ljóst en torskilið, hafði á hana sömu áhrif eins og hún hefði sjeð dyr helgidómsins í hálfa gátt. Hver af þessum leyndardómsfullu línum ljómaði fyrir augum hennar og baðaði hjarta hennar í undursamlegu ljósi. Hún hafði verið alin upp þannig, að sífelt var talað við hana um sál, aldrei um ást, rjett eins og talað væri um brennið, án þess að nefna nokkru sinni logann. Þessar fáu blaðsíður opinberuðu henni alt í einni svipan, en mildi- lega, alla ástina og þjáninguna, lífið og eilífðina og rök allrar tilveru. Það var eins og hnefi hefði alt í einu opn- ast og sáð yfir hana sindri af geislum. Ilún fann í línum þessum anda ástríðuþrungins og fjörmikils, en göfugs og rjettláts. manns, heilagan vit)a, óþrotlega kvöl og óendan- lega von, kramið hjarta ogsyngjandi fögnuð. Hún efaðist ekki um ]>ao> hvaðan kverið kæmi. Það var hann, sem skrifaði, hg111 var kominn, hann hafði stungið handleggnum inn roilli rimlanna. Meðan hún gleymdi honum hafði hann^ndið hana aftur. En hafði hún í raun og veru gleymt í°num? Nei, aldrei. Hún hafði ávalt elskað hann og tilbeðtf hann. Eldurinn lá falinn um stund, en gróf um sig og o°ssaði nú upp í ljósum loga. Þetta kver var eins og nei^i annarar sálar, sem kveikti í hennar sál. Hvert orð læs^st í sál hennar og hún sagði við 'sjálfa sig: Jeg kannast við það alt, jeg hef lesið það áður úr augum hans. Þegaf^ún hafði lesið brot Maríusar í þriðja skifti gekk Théodi>'e liðsforingi aftur fram hjá hliðinu og ljet glamra í sporimum. Henni fanst hann af- skaplega óíaglegur og hlægi'^gur, væminn og viprulegur. Liðsforinginn hjelt, að haii'1 ætti að brosa til hennar, en hún blygðaðist sín og snerisJer reið undan. Hana langaði til að henda einhverju í höf*0^ á honum. Hún hljóp inn í húsið og lokaði sig inni í liírbergi sínu og jas kverið enn á ný. Síðan kysti hún það 9% stakk því í barm sjer. Nú var úti um hana. Hún var S^ipin hinni himnesku ást og paradís hafði opnast henH'' Hún gekk um í einskonar svima allan daginn, í óskýrri von um eitthvað, sem ef til vill yrði. Fölur roði hljóp J kinnar henni og hrollur fór um líkama hennar. Stundul^ fanst henni að þetta mundi vera heilaspuni einber. En \^ Þrýsti hún kverinu að hjarta sjer og úr augum hennar lrmaði ókendur unaður. Henni þótti sem englarnir hefðu ^ð í taumana, himneskt at- vik hefði sent hann aftur til nennar. En þvílík er umbreyt- ing ástarinnar. Þessi milli^anSa englanna, þetta himn- eska atvik var brauðkúla, Sem einn þjófur kastaði til ann- ars í fangelsi. Þegar kvöld var kom$ ;or Jean Valjean út. En Có- setta hafði fataskifti, klæ^ist þeim kjól, sem fór henni best, lagaði hár sitt, án þeS^ að gera sjer þess grein, hvers vegna hún skreytti sig svo. ?loan fór hún ofan í garðinn og settist á bekkinn, þar sem kverið hafði legið, lagði hvíta, mjúka hendina á steininn, eins og hún ætlaði að klappa honum og þakka honum. Alt í einu fanst henni einhver standa að baki sjer. Hún leit við. Það var hann. Hann stóð þama í skugganum berhöfðaður, fölur og magur. Cósettu lá við yfirliði, en hún hljóðaði ekki. Hún veik hægt undan, því hún fann að hún drógst að honum. Hann hreyfði sig ekki. Svipur hans var dapurlegur. Hún hallað- ist upp að trje, annars hefði hún hnigið niður. Þá heyrði hún rödd hans í fyrsta sinn. Hún ljet ekki hærra en lauf- þyturinn og hvíslaði — Fyrirgefið mjer. Hjer er jeg. Hjarta mitt var að springa. Jeg gat ekki lifað svona. Þess vegna er jeg kominn. Hafið þjer lesið það, sem jeg lagði á bekkinn? Þekkið þjer mig aftur? Verið þjer ekki hrædd- ar við mig. Þjer eruð verndarengill minn. Leyfið mjer ögn að koma hingað. Jeg held að jeg deyi. Ef þjer vissuð hvað mjer þykir vænt um yður. Fyrirgefið þjer að jeg stend hjer og tala við yður án þess að vita eiginlega hvað jeg segi. Eruð þjer reiðar við mig þess vegna-. Hún tók hönd hans og bar hana að hjarta sjer. Hann stamaði — Þykir yður vænt um mig. Hún svaraði svo hægt að það heyrðist varla — Þú veitst það. Hún kafroðnaði og huldi andlit sitt við barm hans. Þau ljetu fallast niður á bekkinn og sátu þegjandi langa stund. Stjörnubjart varð. Hvernig at- vikaðist það, að varir þeirra mættust? Hvernig atvikast það, að fuglinn syngur, snjórinn bráðnar, rósin springur út, vorið kemur og morgunroðinn brosir á glóandi gníp- unum? Smámsaman fóru þau að tala saman. Henni fanst það eðlilegt og sjálfsagt að hann væri þarna. Þau sögðu hvort öðru frá dýpstu leyndarmálum sínum. Sálir þeirra runnu saman, heilluðu og töfruðu hvor aðra. Þegar þau höfðu lokið máli sínu hallaði hún höfðinu að öxl hans og sagði — Hvað heitið þjer? — Jeg heiti Maríus. Hvað heitið þjer? — Jeg heiti Cósetta. Sjötta bók: Götustrákurinn. Síðan Montfermeil-kráin fór í hundana árið 1823 höfðu Thénardiers-hjónin eignast tvö börn, hvorutveggja strákar og áttu því fimm börn alls. En móðirin hafði verið svo heppin, að geta hespað af sjer tvö þau yngstu meðan þau voru kornung. Það er einmitt rjetta orðið að hún hespaði þau af sjer. í henni var sem sje ekki nema brot af mannlegum tilfinningum, og er að vísu ekkert einsdæmi. Hún var aðeins móðir dætra sinna, en hatur hennar á mönnunum hófst á drengjunum. Á beim hafði hún megnustu óbeit. Elsta drenginn fyrirleit hún, eins og fyr hefur sjest og var ekki fjarri því að bölva tveimur þeim yngri. Hversvegna? Af því. Hræðilegasta ástæða, sem til er fyrir einhverju, eina svarið, sem ekki verður gagnrýnt, er: af því. — Jeg hef ekkert að gera við þenn- an moðvarg af krökkum, hafði kona Thénardiers sagt. En nú verður skýrt frá því hvernig fjölskyldunni hepnaðist að losna við ómegðina og jafnvel græða á henni. Magnon sú, sem nefnd var fyrir skömmu, var sami kvenmaðurinn, sem tekist hafði að fá Gillenormand til þess að gefa með tveimum börnum hennar. Hún var til húsa í bæjarhluta, sem hafði á sjer einskonar fínt óorð. I hverfunum á Signubökkum gekk um tíma slæmur farald- ur, kvefpest, og dóu úr henni börn hrönnum saman, og fengu læknarnir við ekkert ráðið. 1 þessum faraldri misti Magnon bæði börn sín sama daginn, annað um morguninn, hitt um kvöldið. Það var þungt áfall fyrir móðurina, því á þessum tveimur strákhnokkum græddi hún áttatíu franka á mánuði, sem fjárráðamaður Gillenormands greiddi henni skilvíslega. En þegar drengirnir dóu hlaut meðlagið að falla niður. Magnon varð að finna einhver úriæði. I þeirra frímúrarareglu mannvonskunnar, sem hún var fjelagi í, kunna menn skil á öllu, en öllu er hald- ið leyndu og hver styður annan. Magnon vantaði tvö börn og kona Thénardiers hafði aflögu önnur tvö á sama reki. Hagsmunir þeirra fjellu saman og Magnon fjekk Thén-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.