Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 31.08.1927, Side 3

Lögrétta - 31.08.1927, Side 3
4 LOGRJETTA Á sextugsafmæli hans veittist prófessor W. A. Cragie sú ánægja að móttaka heillaóska-símskeyti frá prófessor Sigurði Nordal (í nafni háskólans), dr. Guðmundi Finnbogasyni (í nafni Bókmenta- fjelagsins), Geir T. Zoéga rektor, Sigurði Kristjánssyni, síra Jó- hannesi L. L. Jóhannssyni, Helga H. Eiríkssyni, ungfrú Guðlaugu Jónsdóttur, Snæbimi Jónssyni, Árna Þorvaldssyni, síra Jóni Þor- valdssyni, síra Bjarna Símonar- syni, Snæbirni Kristjánssyni, og Boga Th. Melsteð. Öllum þeim, er þannig mintust hans, sendir hann hlýjar þakkir sínar. til þrifnaðar horfa, en sifma síð- ur að nauðsynjalausu dægurdeil- um og flokkaríg. Um þau manna- skifti, sem nú hafa orðið í æðstu stjórn landsins verður ekki dæmt að sinni. Aðalatriðið verða málin sem mennirnir flytja. Með þeim mun Lögrjetta fylgjast og láta þau til sín taka eftir því sem þurfa þykir. Verður svo á sínum tíma að þekkja stjórnina af ávöxtum hennar. ----o---- ÍÉiMJROI! Laugardaginn 13. þ. m. hjeldu 34 menn og konur hjer í sýslunni Ásmundi Jóhannssyni frá Haugi kveðjusamsæti á Hvammstanga, því næstu daga fer hann hjeðan heimleiðis til Ameríku. Er það í fimta sinni, sem hann heimsækir oss. Ásmundur er Miðfirðingur að ætt og uppruna, en fór fullorðinn og þó ungur maður til Ameríku. Hann hefur með dugnaði sínum og mannkostum aflað sjer álits og vina og í hvívetna verið hjer- aði sínu til sóma. Þótt hann hafi til landsins komið, sem fulltrúi fyrir Islendinga vestan hafs, hef- ur hann aldrei lagst undir höfuð að sækja heim hjerað sitt og fornar stöðvar. Og hefur gömlum vinum hans og yngri kunningj- um verið mikil ánægja að heim- sóknum hins glaðværa, hlýja, einkar viðfeldna manns. Vjer vit- um vel hverjar tilfinningar ráða því, að þessi maður, sem þó er af ljettasta skeiði, leggur á sig erfiði íslenskra landferða til að heimsækja oss hvað eftir annað. Það þarf heldur ekki lengi við Ásmund að tala, til þess að verða var þeirrar ræktarsemi og inni- legu velvildar, sem hann ber til ættjarðar sinnar og æskustöðva. Samsæti þetta fór hið besta fram. Fyrir minni heiðursgests- ins talaði sjera Ludvig Knudsen á Breiðabólstað. Fyrir minni vestur-Islendinga Hannes al- þingismaður Jónsson og fyrir minni konu Ásmundar og barna Jón óðalsbóndi Guðmundsson á Torfalæk. Að lokinni máltíð drukku menn kaffi, sátu lengi og töluðu um gamalt og nýtt, og sögðu skrítlur og gamansögur, og lagði heiðursgesturinn þar drýgstan skerfinn til. Að lokum spilaði sjera Jóhann Briem á Melstað íslensk ljóð og ættjarðar- söngva og sungu þá allir sem gátu. Bar samsæti þetta alt blæ óþvingaðrar gleði og alúðar og skildust menn fyrst er mjög var á kvöldið liðið. Hvammstanga 14. ág. 1927. Þátttakandi. Sr. Jón Sveinsson, sem nýlega j hefur gefið út nýja Nonnabók, j eins og frá var sagt í Lögr. fyrir skömmu — hefur undanfarið ver- ið á fyrirlestraferðalagi um Þýska- j land, en starfar annars aðallega í París, en dvelur þess á milli í j höll einni í Normandíi. Hafði J hann hann verið margbeðinn ; þess að koma til ýmsra þýskra j bæja og segja eitthvað frá Is- landi fyrst og fremst og voru Nonna-bækurnar sem vakið höfðu forvitni manna. Frá því í maí og til þessa tíma hefur hann verið á sífeldum fyrirlestraferðum og tal- að á rúml. 60 stöðum, flestum í Þýskalandi þ. á. m. í Aachen, Köln, Stuttgart, Ágsborg og í baðstaðnum Nauheim. Einnig hef- ir hann talað á nokkrum stöðum í Hollandi og Belgíu. Lögrj. hef- I ur áður sagt frá fyrri fyrirlestra- j ferðum sr. J. Sv. og hefur hann j mikið til þess gert að kynna j fólki ísland og ísl. efni. En hve- i nær mundi að því koma, að hann j gæti tekist ferð á hendur heim j hingað? i Heiðuismerki. Út af ummælum j í grein sr. Guðmundar Einarsson- ar í síðustu Lögrj., að „stjómin hefði í heiðursskyni sæmt ridd- arakrossi ríkisins“ lækni einn, sem játað hefði á sig mikla vín- ávísanasölu, skal það tekið fram, að það er misskilningur, að stjórnin veiti ísl. heiðursmerkin. Hún hefur engin afskifti af þeim, en lithlutun þeirra ræður sjer- stök nefnd. Unglingaskólinn á Núpi í Dýra- firði hefur sent út skýrslu um starf og hag veturinn 1926—27. Skólinn starfaði frá fyrsta vetrar- degi til 20. mars. Skólastjóri er Sigtryggur Guðlaugsson. Nem endur voru 16. „Kenslan fór eink- um fram með fyrirlestralegri frá- sögn, viðræðandi útskýringum og verklegum æfingum. Fyrirlestrar um sjálfvalin efni hafðir á laugar- dagskvöldum. Málfundir til æf- inga einu sinni í viku. Skrifað skólablað lesið upp hálfsmánaðar- lega“. Guðsþjónusta eða húslestur á helgum og hugvekjur lesnar á kvöldum. Skólinn er heimavistar- skóli með fjelagsbúi nemenda og kennara (mötuneyti). Fæðis- kostnaður allur varð kr. 1.53 á dag fyrir pilta, fjórðungi minna fyrir stúlkur. Gjöld skólans urðu nokkuð á 11. þús. en tekjur hans tæpar 4 þús. en muninn er ríkistillagi ætlað að jafna. •' Samvinnan (3. h. 20. árg.) er komin út. I henni eru ýmsar fróðlegar greinar, s. s. um Jón í Múla, Heima og erlendis (m. a. allmikið um vei'slunarmálagrein Svafars Guðmundsson í Lögrj.), um þingmannasamvinnu (um nor- ræna og alþjóðlega þingmanna- sambandið og þátttöku íslend- inga), alt eftir J. J. Einnig eru greinar eftir Jón Sigurðsson, Hallgr. Hallgrímsson (niðurl. greinabálksins um þingstjóm), grein um byggingar (með mynd- um) o. fl. Loks er í heftinu snjalt minningarkvæði um Sigurð í Felli eftir Sigurð á Arnarvatni. í Skotslys. Sonur Lárusar Fjeld- sted hæstarjettarlögmanns sem fyrir skotslysinu varð í Ferju- koti fyrir skömmu, er nú dáinn af afleiðingum þess. Kvæði eru nú að koma út eftir Pál Þorkelsson, orkt á íslensku og dönsku og fleiri málum. Dáin er nýlega (26. þ. m.) hjer í bænum Flóra Zimsen borgar- stjórafrú, eftir allmikla van- heilsu, fyrirmannleg kona og vin- sæl. Biskupinn, dr. Jón Helgason, er nýfarinn utan til þess að sitja biskupafund Norðurlanda, sem haldinn er nú um mánaðamótin á nors*ka höfuðbólinu Fritzöehus í Larvik. Fundinn sækja flestir norrænir biskupar eða um 30. Þetta er þriðji biskupafundurinn, sem haldinn er. Norskur varakonsúll nýr tekur við störfum hjer 1. september. aðalræðismanninum, Bay, til að- ! stoðar. Hann heitir Thorkell J. ! Lövland, sonur Lövlands þess, ! sem var utanríkisráðherra fyrst j eftir skilnaðinn við Svía. Hinn nýi varakonsúll hefur verið starfsmaður í utanríkisráðuneyt- inu og tekið nokkurn þátt í norskum stjórnmálum og blaða- mensku. íþróttamót hjelt fjelagið Stefnir nýlega á Kollafjarðareyr- um. Þar setti Þorgeir Jónsson nýtt íslenskt met í kúluvarpi, 20.74 m. 1 þremur öðrum í- þróttagreinum sem reyndar voru varð hann einnig hlutskarpastur. I glímunni tók hann ekki þátt, en Ágúst bróðir hans varð þar hlutskarpastur og næstur annar bróðir hans, Björgvin. Fiensborgarskólinn hefur gefið út skýrslu um starf sitt síðastl. vetur. Skólastj. er Ögm. Sig- urðsson. Nemendur voru 66 úr 13 sýslum og bæjum. 18 nem- höfðu heimavist og greiddu 60 kr. 17 au. á mánuði fyrir fæði, þjónustu og hita. Kaupstefna var nýlega haldin í Björgvin og sótti hana af hálfu íslenskra kaupmanna Magnús Kj aran. Bjöni G. Björnson verkfræð- ingur og kona hans, sem hjer hafa dvalið í sumar og ferðast nokkuð um Norðurland, eru nú á förum vestur aftur. En Bjönx starfar í vísindalegri rannsóknar- deild Bell-símafjelagsins í New York og var m. a. einn þeirra sem unnu að tilraununum, sem fyr hefur verið frá sagt, um sím- töl milli Evrópu og Ameríku og símmyndasendingar eða „fjar- *sýnir“. Nokkrir vinir Bjöms og skólabræður kvöddu þau hjón með samsæti. Dómstjóri hæstarjettar er Lár- us H. Bjarnason kosinn fyrir næsta ár. íslandsuppdrátt er samband barnakennaranna að gefa út. Hafa að honum unnið ýmsir góð- ir menn og fróðir hjer heima, en síðasta hönd á undirbúning hans f Okeypis og burðargjaldsfrítt sendist okkar nytsama og mjög myndum prýdda vöruskrá með gummí- og hreinlæti* vörum og leikföngum, einnig úrum, bókum og póstkortum. Samariten, Afd. 67. Köbenhavn K. og prentun er lögð hjá landmæl- ingadeild danska herforingja- ráðsins, sem hjer hefur haft j menn til rannsókna undanfarið. ! Mælikvarðinn er 1:500000 og verðið 20—25 kr. Kortið á að koma í þremur útgáfum, þar af eiga tvær að vera ætlaðar skól- Um sjerstaklega og önnur þeirra nafnalaus. Kortútgáfan er þakk- arvert þarfaverk — nema nafna- lausa kortið; það er óþarfur hje- gómi og sprottið af algerðum misskilningi á eðli og tilgangi landafræðiskenslu og kortanotk- unar. Bátatog var sýnt hjer líkl. í fyrsta skifti 28. þ. m. Var strengt 10 metra reipi milli tveggja báta, fjórróinna og rjeni þeir síðan kappsamlega hvor gegn öðrum uns annar sigraði, dró hinn 5 m. aftur á bak og þótti hin hressilegasta og besta skemtun. Óveður allmikið gekk um Norð- urland fyrir síðustu helgi. Á Siglufirði löskuðust eða brotnuðu nokkrar bryggjur af brimgangi og norskt síldveiðaskip, Fisker- en, sökk nálægt Ásmundarstöð- um á Sljettu. Menn úr því björg- uðust í annað skip. Af fleiri skipum tók út rnenn, en þeir björguðust allir. Nokkur veiðar- færaspjöll urðu einnig. Starfaskifti. I stað Tr. Þór- hallssonar forsætisráðherra hefur Hallgrímur Hallgrímsson bóka- vörður tekið við ritstjórn Tímans fyrst um sinn. En aðalritstjórinn er sagður óráðinn, en talað um Jónas Þorbergsson ritstj. Dags. Ókunnugt er hvernig ráðstafað verður störfum þeim, sem hinir ráðherrarnir gegndu, en það mun hafa verið venja að þeir gegndu ekki öðrum opinberum störfum en stjórnarstörfunum. Þó er sagt að Magnús Kristjánsson ætli einnig framvegis að hafa á hendi for- stöðu Landsverslunar, án sjer- stakra launa. Á Eyjafjallajökul gengu nýlega fjórir ungir menn, þeir Björn Ólafsson stórkaupmaður, Ósvald- ur Knudsen málari, Helgi Jónsson framkvæmdarstjóri og Björn Steffensen endurskoðari. Voru þeir fjórar stundir upp á hájök- ulinn norðanverðan, úr Fljótshlíð, stönsuðu uppi eina stund, en voru tvær niður aftur. Er sagt undrafagurt útsýni af jöklinum. íslandsuppdráttinn sem getið er um á öðrum stað hjer í blaðinu geta ínenn pantað frá Sambandi ísl. barnakennara. Pósthólf 616. Rvík. Fræðslumálastjóri hefur Ásgeir Ásgeirsson verið skipaður. Wolfi, hinn ungi fiðluleikari, hefur leikið hjer oftar en ráð var fyrir gert og við mikla aðsókn og mikinn fögnuð. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.