Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 07.09.1927, Qupperneq 1

Lögrétta - 07.09.1927, Qupperneq 1
XXII. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 7. september 1927. 46. tbL 4 Um víða veröld. Walther Rathenau um þjóðskipulag og frelsi. Walther Rathenau var einhver hinn merkasti maður í þýsku þjóðlífi síðustu ára. Hann var stórauðugur maður, erfði miklar eignir og forustu einhvers stærsta atvinnufyrirtækis Þýska- lands. Það var hann fyrst og fremst sem kom skipulagi á ríkis- framleiðslu og verksmiðjuvinnu Þjóðverja á ófriðarárunum. Hann var einnig fjölfróður og fjöllesinn rithöfundur, og reit einkum um þjóðfjelagsmál. Hann var myrt- ur. Eina bók sína kallar hann „Um óorðna hluti“ (Von kom- menden Dingen) og ræðir þar um ýms úrlausnarefni þjóðfje- lagsmálanna og verður sagt hjer á eftir nokkuð frá sumum skoðunum hans þar. Eftir að hann hefur rakið það, að „jöfnuðurinn“ geti aldrei gert að veruleika jarðneskar kröfur hins sálræna lífs spyr hann hvort frelsið geti það þá. Frelsi — það er næst á eftir ást guðdómlegasta orð máls okkar, og samt sem áð- ur, vei þeim í voru landi sem í trygð og fögnuði ætlar að gefa sig því umsvifalaust á vald. Skólameistarar og löggæslumenn velta sjer yfir hann vopnaðir öll- um kreddum heimspekinnar og öllum hleypidómum ríkisvaldsins og sanna honum að mesta frelsið sje einmitt í mesta ófrelsinu fólgið og því megi kalla þjóðar- stríð frelsisstríð. Hver vill blanda saman frelsi og taumleysi ? En þó er það orðaleikur einn og hálf- ur sannleiki þegar einhver gefur mjer í skyn, að þegar öllu sje á botninn hvolft sje vilji minn ófrjáls, að myndugleiki sá og flokkur, sem jeg hallast að tak- marki frelsi mitt, að andstæðing- ingurinn, sem jeg berst á móti minki mig, að mannlegt jafnaðar- ástand krefji takmarkana og þröngsýnis. Það er erfitt að einkenna frels- ið, en auðveldara að þekkja and- stöðu þess, þvingunina. Hverri lifandi heild, manni, þjóð eða ríki er hún hið ytra form þeirr- ar hömlu, sem ekki er komin undir innri nauðsyn verunnar sjálfrar eða umhverfis hennar. Nauðsynin er því prófsteinn þvingunar og frelsis. Ef orsök hömlu eða ósjálfstæðis er ekki fólgin í lífsnauðsyn einhverrar slíkrar veru eða heildar eða um- hverfis hennar, heldur í vilja eða valdi annarar veru, þá myndast stjett ánauðarinnar. Það er dramb og stórmenska að álíta að undir- gefni og ófrelsi sje tilgangur sjálfum sjer nógur. Slík hugsun hefur þrældóm í för með sjer. Það er einungis hin lifandi nauð- syn, sem borið getur nafnið guðs- vilji. Ánauð og þrældómur eru ekki í ósamræmi við anda krist- indómsins. Slíkt eru sköp, sem hamla hinu ytra lífi en eyða ekki þroskun sálarkraftanna eða nánd guðsríkisins. Hjartaprýði Epiktets óx í ánauðinni, kristin- dómur miðaldanna óx blómlegast- ur innan klausturveggja. En við spyrjum um annað. Við spyrjum ekki um það, hvemig einstak- lingurinn hefur sigrast á óbreyti- legum örlögum fyrir náð hins innra frelsis. Við viljum finna hið rjetta form lífsins sem greiðir mannkyninu götu sálarinnar. Til göngunnar á þeirri götu þarf sjálfstarf og sjálfsákvörðun. Hún er því ekki vegur þvingunar og fyrirfram ákveðinnar undirgefni. Ánauðin gengur í berhögg við sál- rænar kröfur. Okkar tími hælir sjer af engu meira en því, að hafa sigrast á þrældóminum. Ánauðugur er eng- inn eða undirgefinn. Maðurinn kallar sjálfan sig ríkisborgara, nýtur óteljandi persónulegra og stjórnarfarslegra rjettinda, hlýðir engu nema ríkisvaldinu og rexar og ráðsmenskast. Hann gengst ckki undir neitt, en gerir vinnu- samninga, hann er ekki þræll eða sveinn, en vinnutaki eða sýsl- unarmaður, hann á engan hús- bónda, en vinnuveitanda, sem hvorki geti skammað hann nje hengt honum. Hann getur farið leiðar sinnar þegar hann vill, hann er frjáls maður. En undarlegt er það alt um það. Ef hann er ekki í tölu þeirra fáu, sem kallaðir eru mentaðir eða efnaðir er hann að, nokkrum dögum liðnum kominn til annars vinnuvéitanda, kominn í sömu 8 stunda vinnuna, undir sama eftir- litið, með sömu launum, með sama frelsi og sama rjetti. Eng- inn þvingar hann. Líf hans líður næðislaust og í brotum. Fyrir honum verður vjelgeng veröldin, eins og óráðin gáta, einhliða upp- lýst af einhverju flokksblaði. Hin æðri veröld birtist í brotum ódýrrar predikunar eða í alþýð- legum útdrætti. Maðurinn kemur fram sem óvinur þegar hann er ókunnugur, sem fátalaður fjelagi þegar hann er í sínum hóp, vinnu- veitandinn verður blóðsuga, verk- stöðin tilbreytingalaus kvamar- stokkur. Eins er um önnur rjett- indi, svo sem kosningarrjett. Maðurinn eins og hann gengur og gerist lætur sífelt stjórnast, hann hlýðir þeim sem völdin hafa. En borgaralegt líf er frjálst. Þar ríkir kepnin, hver sem er sterkur og skynsamur getur vogað og unn- ið,þar takmarka hann aðeins óhjá- kvæmilegustu lög og reglur. Þessi vígvöllur stendur öllum op- inn og samt — aðgangurinn tekst ekki. Hringurinn er leynilega læstur og sambandsmerki hans er gull. Þeir, sem það hafa komast inn. Þeim, sem hefur það verður gefið það. í óruddum löndum getur það tekist að skapa auð frá grunni, aimars er hann að mestu erfður, menn fá menningu og höfuðstól frá feðrum sínum. Því eldra sem landið er, því dýrari er aðgangurinn að gróðastjettinni. Þannig hverfur síðasta von hins útilokaða, böm hans verða einn- ið útilokuð. Hvað merkir þetta? Það merkir ekki hinn foma þrældóm, sem var persónulegur. Þetta merkir óper- sónulega ánauð undir yfirskyni frelsisins, undirgefni eða erfða- þjónustu þeirra, sem kalla sig öreiga (proletariat). Það er ekki samrýmanlegt sál- rænu frelsi og sálrænum fram- förum að annar helmingur mann- kynsins temji hinn helminginn til eilífrar þjónkunar. Það er árang- urslaust að ætla að bera því við, að báðir helmingamir lifi og starfi ekki fyrir sig, heldur alt samfjelagið, því æðri helmingur- inn starfar eftir frjálsri sjálfs- ákvörðun, hinn starfar án þess að ráða því til hvers hann starfar í þvingaðri þjónustu hins. Aldrei sjest maður úr hæni stjettinni stíga niður í þá lægri og það er gert afskaplega erfitt fyrir þá lægra settu að hefjast upp til hinna. Af þessari mótsetningu hefur sprottið barátta jafnaðarmanna. Þrátt fyrir alt eiga harðbrjósta og dómgreindarlitlar og einhliða skoðanir þeirra sem að rjettinum og völdunum sitja ekki eins mikla sök eins og barátta og baráttu- aðferð j afnaðarstefnunnar. Henni hefur skjátlast vegna þess, að föður hennar og forvígismanni skjátlaðist, hann treystí ekki mannshjai-tanu, heldur fræði- menskunni. Þessum mikla, en ógæfusama manni skjátlaðist, er hann hjelt að lærdómur væri þess megnugur að meta gildi og setja mörk, en fyrirleit hið eilífa rjett- læti. Þess vegna hefur jafnaðar- stefnan aldrei öðlast kraft til þess að byggja neitt upp. Jafnvel þeg- ar hún ósjálfrátt og á móti vilja sínum, tendraði framleiðsluþrótt- inn í andstæðingum sínum, skyldi hún ekki hverju fram fór og vís- aði viðleitni þeirra á bug. Hún hefur aldrei getað bent á neitt lj ómandi takmark. Ástríðufullar ræður hennar urðu ákærur og kvartanir, starfsemi hennar varð undirróður og agi. 1 staðinn fyrir heimsskoðun setti hún eignar- spumingu. Þótt einstaka hugs- andi maður hafi endur og eins bent á aðrar leiðir, hefur slíkt aldrei orðið brennandi kjarni hreyfingarinnar, en verið þolað sem fagurfræðilegt hismi. Á miðju sviðinu sat hin háheiðraða efnishyggja og vald hennar var ekki ást, heldur agi, boðskapur hennar ekki hugsjón heldur nytj- ar, gagnsemi. Jafnaðarstefnan hefur orðið voldugur fjelagsskap- ur, en litlu áorkað. En hann hef- ur þjappað saman til andstöðu við eig afturhaldsöflum þjóðfjelag- anna. Hann átti að verða heims- hreyfing, en varð flokkur. Gagn- stætt hverri sannri heimshreyf- ingu hefur starf hans þorrið eftir því sem hann stækkaði meir. Síðustu fregnir. Frönsku stjóminni hefur und- anfarið verið legið mjög á hálsi fyrir það, að hún tæki ekki nógu hart á undirróðri kommunista. Hún hefur nú lýst því yfir, að síðan í fyrrasumar hafi hún rek- ið úr landi 81/2 bús. útlendinga og handtekið hundrað franska kommúnista. — Stjómin rúss- neska hefur nýlega látið hand- taka nokkra gamla keisarasinn- aða liðsforingja og sakað þá um byltingarfyrirætlanir. — 1 Aust- ur-Galiziu hafa verið miklir vatnavextir. — Þjóðabandalags- fundur er nýlega settur. — Jap- anar ráðgera nýjar jámbrautar- lagningar í Mansjúríu til þess að styrkja aðstöðu sína og yfirráð. ----o---- Gísli Brynjúlfsson 1827 — 3. september — 1927. Enginn hefur brotið upp á því að „halda hátíðlegt“ aldarafmæli Gísla Brynjólfssonar (f. 1827, d. 1888) og er að vísu ekki mikill skaði skeður. En alt um það var hann þessháttar maður, að skylt er að láta ekki aldarafmæli hans líða svo, að hans sje ekki getið, þótt hann hafi um skeið verið gleymdur maður að mestu og hafi að vísu ekki ávalt átt upp á háborðið í lifandi lífi, á síðari ár- um æfi sinnar að minsta kosti og voru því mest valdandi stjóm- málaerjur og nokkur andstaða gegn Jóni Sigurðssyni. En kvæði hans ýms voru vinsæl. Gísli var sonur dr. Gísla Brynjólfssonar prests á Hólmum og Guðrúnar dóttur Stefáns amtmanns Thór- arensen. Hann gekk í Bessastaða- skóla, útskrifaðist 1845 og sigldi

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.