Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 14.09.1927, Síða 1

Lögrétta - 14.09.1927, Síða 1
LOGRJETTA XXII. ár. Reykjavík, miðviku'daginn 14. september 1927. 47. tbl. Um vfða veröld. Winston Churchill um heimsstyrjöldina. Margir, eða jafnvel flestir, af helstu mönnum heimsstyrjaldar- innar hafa skrifað einhverjar end- urminningar sínar. Á þennan hátt hafa komið fram miklar heimildir að sögu þessa mikla ófriðar og að persónusögu þeirra sem að hon- um stóðu. Að sjálfsögðu eru rit þessi misjöfn að gildi og ekki ávalt áreiðanleg heimildarrit, oft persónuleg vamarrit fyrir athafn- ir eða athafnaleysi þeirra, sem skrifuðu þau eða ástríðufull á- kærurit gegn öðrum mönnum eða málefnum „óvinaþjóðanna“. Eftir því sem lengra líður frá ófriðar- atburðunum verða flest ritin þó að jafnaði rólegri og sanngjam- ari en áður og jafnframt bersög- ulli um ýmislegt það, sem fyr var dregin fjöður yfir, einkum ef það var vítavert í fari „vinaþjóð- anna“. Á þennan hátt em nokkuð farnar að þokast til skoðanir manna, einnig meðal bandamanna, á upptökum ófriðarins, mönnum er farið að skiljast það, að þau verði ekki skýrð eingöngu með „hemaðaræði“ eða „grimd“ Þjóð- verja. Af Þjóðverja hálfu hafa bæði Hindenburg og Ludendorf skrifað. endurminningar sínar, af Frakka hálfu Poincaré, af Breta hálfu lávarðarnir Oxford og Grey og svo Churehill ö. fl. Einna mesta athygli vöktu á sínum tíma bækur þeirra Greys og Winston Churchills. Churchill, sem nú er fjármálaráðherra, en var í upp- hafi ófriðarins flotamálaráðherra (First Lord of the Admirality) skrifaði um heimsstyrjöldina og afskifti sín af henni stórt tveggja binda rit, sem hann kallaði „The World Crisis 1911—15“. Þykir það hin merkasta heimild, skrifuð af fjöri, þekkingu og opinskárri ást á sannleikanum, þó sumt í frá- sögu hans, eins og í afstöðu hans áður, þyki að vísu orka tvímælis. En samt þykir hann hafa fært gild og skynsamleg rök fyrir af- stöðu sinni í ýmsum þeim efnum, sem mest hafa verið fundin hon- um til foráttu, svo sem Gallipoli- herferðin. Þótti hann hafa vaxið af riti sínu. Churchill kom heldur ekki óviðbúinn eða óæfður að starfi sínu við þetta rit. Auk þeirr ar reynzlu og þekkingar, sem hann hafði sem stjómmálamaður, var hann í æsku æfður og snjall- ur blaðamaður eða frjettaritari og hafði einkum getið sjer gott orð vegna stríðsg. eina sinna frá ófriðnum í Afríku (í bókinni The River War). Hann hefur og skrif- að merka æfisögu föður síns o. fl. Um upptök heimsstyrjaldarinn- ar fer Churchill allmörgum orð- um. Það leynir sjer ekki, að hann hefur sjálfur gert ráð fyrir því á þessum árum, að til ófriðar mundi draga. Bak við stólinn sinn í stjórnarráðinu ljet hann gera skáp og hafði í honum uppdrátt af Norðursjónum. Á þennan upp- drátt ljet hann á hverjum morgni marka afstöðu þýska flotans. Þetta var 1911, og hjelt Churc- hill þessum sið alveg fram í ófrið- arbyrjun. Samt segist hann ekki hafa gert það til þess að afla sjálfum sjer fróðleiks um þessi efni — því það hefði hann getað gert á ýmsan hátt annan — heldur til þess að brýna sífelt fyrir sjálfum sjer og samverka- mönnum sínum þá hættu sem lægi í loftinu. I þessum anda unnum við segir hann. Annars segir Churchill að ríkj- andi hafi verið tvær meginskoð- anir á því hvernig Englendingar hafi verið undir ófriðinn búnir. önnur sje sú, að stjómin hafi enga hugmynd haft um hættu þá, sem í vændum var, hin, að stjóm- in hafi haft margskonar leynilega og merkilega vitneskju, en vísvit- andi haldið henni leyndri fyrir þjóðinni (þessu hefur ekki síst verið beint að Haldane lávarði í sambandi við sendiför hans til Þýskalands nokkru fyrir ófrið- inn og hefur hann skrifað 'bók um þetta). En báðar eru þessar skoðanir rangar, segir Churchill, ef • þær eru teknar hvor í sínu lagi. En þegar þeim er slegið saman er í þeim nokkur sann- leikur. Hvorki stjóm nje þing trúði á komandi ófrið og vildi einhuga hindra hann, en alt um það veik ekki frá þeim óttinn um hættuna og voru menn mintir á hana á ýmsan hátt. Árum sam- an hafði þessi tvískinnungur ver- ið eitt höfuðeinkenni bretskra stjórnmála. Þeir sem sú skylda hvíldi á að vaka yfir öryggi landsins, lifðu samtímis í tveim- ur ólíkum hugarheimum. Annars- vegar var hinn sýnilegi heimur starfsemi þeirra, með friðsam- legum sýslunum, og alþjóðlegum samvinnutilhneigingum. Hinsveg- ar var heimur möguleikanna und- ir þröskuldi meðvitundarinnar, heimur, sem stundum sýndist ímyndunin einber en virtist í næstu andrá geta breytst í veru- léika — í ægilegt hrun“. Mjög miklu af riti sínu ver Churchill til þess að rökræða Dardanella-herferðina og ófarim- ar á Gallipoli, sem honum var kent um og hann varð mjög óvin- sæll af um alllangt skeið, svo að hann komst ekki á þing. Hann ver aðgerðir sínar kröftuglega, segir að áætlun sín hafi verið hemaðarlega keiprjett og mundi hafa stytt ófriðinn að mun, ef henni hefði verið fylgt fram með festu eins og hann ætlaðist til; en því segist hann ekki hafa fengið ráðið einn og því hafi farið sem fór. — Hann segir að um alllangt skeið hafi tvennar ráðagerðir verið efstar á baugi, að hefja höfuð-árásir með flotan- um annaðhvort í Eystrasalti eða í Dardanellasundi. Hann segist lengi hafa verið í efa um á hvora sveifina hann ætti að hallast og eins hafi verið um flotaforingj- ann, Fisher lávarð. Hann hallað- ist síðan að Eystrasalts-áætlun- inni en Churchill að hinni og hún varð ofan á. Dardanellaárásin átti að vera til þess gerð að koma Rúmeníu, Búlgaríu og Grikk- landi inn í ófriðinn bandamanna- megin, en með ráðagerðunum um Eystrasalt var til þess ætlast að koma Hollandi og Norðurlöndum öllum inn í styrjöldina á sama hátt og opna beint samband við Rússland og króa þannig Þjóð- verja algerlega. Mörg önnur einstök atriði ræð- ir Churchill að sjálfsögðu í bók sinni og gefur ýmsum samverka- mönnum sínum og andstæðingum oft óþyrmileg olnbogaskot. Þótt sjálfur sje hann, bæði að upp- lagi og ættemi (hann er af hinni alkunnu ætt Marlborough-her- toga) að vissu leyti ekki síður hermaður en stjómmálamaður og hafi sjálfur tekið þátt í ófriði í Afríku í æsku, virðist hann hafa nokkura óbeit á ýmsu í hemaði nútímans. Hársár er hann þó ekki í þessum sökum og er ekki smeykur við að viðurkenna ýms harðneskjuverk eða jafnvel ráða- gerðir, sem brutu í bág við al- þjóðalög, ef honum virðist að slíkt gæti orðið til þess að stytta stríðið og flýta fyrir sigrinum. Hann hefur óbeit á vjelgengum niðurskurði og hungurstríði, sem lítið tillit tekur til þess hvort sigurinn kostar nokkrar miljónir mannslífa meira eða minna eða teygir reipdráttinn árinu lengur eða skemur. Honum er lítið um þá herforingja, sem mest leggja upp úr blákaldri skynsemi og rökfræði. Hann vill að herfor- ingjar hafi fyrst og' fremst í- myndunarafl, svo áræði og snar- ræði. En til hvers var svo alt þetta ófriðaræði, hvað hefur hafst upp úr hörmungum og heimsku margra og þjakandi styrjaldar- ára? Það er eftirtektarvert að heyra mann eins og Winston Churchill svara því. Hann gerir það hreint og beint, þrátt fyrir það, hvað hann hefur sjálfur verið mikið við málin riðinn, og segir: Hinn mesti sigur, sem nokkru sinni hefur verið með vopnum unninn, hefur ekki ver- ið þess megnugur að leysa vanda- mál álfunnar eða vísa á bug þeim hættum sem ollu ófriðinum. Síðustu fregnir. Þjóðabandalagsfundurinn í Genf er nú að fullu tekinn til starfa. Allmiklar deilur hafa þeg- ar orðið, einkum út af tillögu frá Hollendingum, studdri af flestum smáþjóðunum, um al- menna öryggissamninga milli þjóðanna, m. a. um það að hver þjóð bandalagsins sje skyld að verja aðrar, ef á þær sje ráðist. Einkum hafa Englendingar snú- ist öndverðir gegn þessari til- lögu og telur Chamberlain, að bretsku ríkisheildinni sje hætta búin, það veiki hana mjög, ef Bretar skuldbindi sig til þess að blanda sjer í hvaða ófrið sem er. Annars er á fundinum allmikið talað um friðarsamninga og frið- arvilja þjóðanna, m. a. hefur Stresemann flutt ræðu um það að Þjóðverjar vildu halda fullum friði umfram alt. Poincaré hefur einnig heima fyrir haldið frið- samlega ræðu. — 1 Lithauen var nýlega gerð uppreisnartilraun af kommúnista hálfu, en bæld nið- ur. — Um gerðadóma er nú all- mikið talað, bæði á þjóðabanda- lagsfundinum og meðal stjórn- málamanna í einstökum löndum. Þjóðverjar hafa gengist undir á- kvæði gerðardómsins í Haag. Briand hefur lýst því yfir í ræðu, að hann telji almennar gerðar- dómssamþyktir nauðsynlegar og öruggasta ráðstöfun til friðar, — Tveir flugmenn frá Banda- ríkjunum, Schiller og Brock, eru nú að fljúga umhverfis jörðina. — Meðal bretskra verkamanna er nú allmikið um það talað, að fje- lagsskapur þeirra slíti sambandi við stjómmálaflokka (þ. e. jafn- aðarmannaflokkinn eða kommún- ista, sem þeir nú vinna með). ----o---- Úr rannsóknarför eru þeir ný- komnir Niels Nielsen og Pálmi Hannesson og voru í fylgd með þeim Steindór Sigurðsson stud. mag. og Sig. Jónsson frá Brún. Þeir lögðu upp 18. júlí, fóru til Fiskivatna og allvíða um hálend- ið vestur undir Vatnajökul, og gerðu ýmsar athuganir og mæl- ingar. Sölvi Vigfússon hreppstjóri á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal and- aðist 8. þ. m„ merkur og mikils- virtur bóndi.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.