Lögrétta - 14.09.1927, Page 2
2
LÖGRJETTA
LÖGRJETTA
3
Xþrótta.kensla,.
I haust byrja eg á nýrri kensluaðferð í líkamsæfingura sem
allir geta tekið þátt í, hvar sem þeir eru á landinu.
Aðferð þessi er í því fólgin, að fyrsta hvers mánaðar, meðan
námsskeiðið stendur yfir, sendi eg nemendun? mínum nákvæma lýs-
ingu á æfingum þeim sem eg kenni, ásamt fjölda mörgum myndum.
Mun eg reyna að hafa bæði lýsingar og myndir svo skýrar, að ekki
geti verið um það að ræða, að fólk geri æfingarnar rangt.
Fyrsta leikfimisnámsskeiðið með þessu fyrirkomulagi hefst 1.
okt. eða 1. nóv., ef nemendur óska þess heldur, og stendur yfir í 7
mánuði. Námsskeiðið er aðeins fyrir hraust fólk, en bæði fyrir konur
og karla á hvaða aldri sem er. Nemendum skifti eg í deildir eftir
aldri, er gjaldið fyrir kensluna frá kr. 2.50 til kr. 6.00 á mánuði.
Fólk, sem ætlar sér að taka þátt í námsskeiðinu, ætti að senda um-
sóknir eða fyrirspurnir til mín hið allra fyrsta.
Jón Þorsteinsson frá Hofsstöðum.
Mullersskólinn. Reykjavík. Sími 738.
I -------- 1 11
LÖQRJBTTA
Út^fefandi ng riUtjóri
Kritiiei OíiUiii
Þing'holtistrætt 17. Simi 178.
Innhelmta og affreiðila
1 ÞingholtaitrieU 1. Simi 185.
| ----------------------------,|
Heyvinnuvjelar.
Fátt er bændum hugleiknara
en að eignast tæki er ljetti hey-
skapinn, enda veltur á miklu að
geta aflað sem mestra heyja á
sem skemstum tíma með sem
minstu liði. Það er atriði sem
flestir bændur skilja svo að fullu.
að sennilega verður fátt frekar
til þess að efla huga þeirra og
þrek til aukinnar túnræktar.
Mönnum er óðum að skiljast hver
hjálparhella góð vjelfær tún eru
hverju sem fram vindur um
vinnuverð og afurðasölu.
Búnaðarfjelag íslands hefur
undanfarin ár verið að svipast
eftir því hverjir möguleikar
væru til að finna einhverjar hey-
vinnuvjelar er komið gætu að
notum hjer á landi. Ekki vantar
það, úr miklu er áð velja, því
margar og margskonar heyvinnu-
vjelar eru notaðar víða um heim,
en alloftast er notkun þeirra
bundin við ræktað land.
Það hefur lítið áunnist í þess-
ari leit, enn sem komið er, von-
andi hefst þó eitthvað upp úr
krafsinu.
Sláttuvjelar. Gerð þeirra er
eins að kalla má í öllum jarð-
ræktarlöndum, og helst lítt
breytt, þó ýmsar smáumbæt-
ur sjeu gerðar á vjeiunum. Litl-
ar líkur eru til þess að við dett-
um, fyrst um sinn, ofan á neina
nýja gerð, sem okkur henti bet-
ur en þær vjelar, sem nú eru
notaðar. Verður að telja það fram-
för hve mjög sænskar sláttuvjelar
(Herkules) hafa Vútbreiðst þessi
árin, því við það batnar stórum
aðstaða bænda til að fá greiðlega
alt sem þarf til viðhalds vjelun-
um.
Sú breyting er að verða á notk-
un sláttuvjelanna, að fleiri og
fleiri kaupa þær nær eingöngu
eða eingöngu til túnsláttar. Úr
þessu múnu sláttuvj elamar sigla
fast í kjölfar aukinnar túnræktar,
og notkun þeirra verða margfalt
víðtækari en verið hefur meðan
hún var aðallegabundin við sljettu
engjarnar. Eins og nú er komið
högum bænda þarf sljetta túnið
ekki að vera stórt til þess að það
borgi sig að kaupa sláttuvjel.
Með góðri vjel og vönum hest-
um slær liðljettungurinn meira á
7—8 tímum en 5 fullkomnir menn
slá með orfi og ljá á 10—11
tímum.
Rakstrarvjelar hafa ekki náð
neinni verulegri útbreiðslu ennþá
sem komið er. Þó undarlegt sje er
það líklega nafnið sem mest tef-
ur fyrir vinsældum þeirra. Bænd-
ur hafa gert ráð fyrir að fá vjel-
ar, sem rökuðu vota ljá — í
flekki — fullum fetum. Slíkar
vjelar eru ófáanlegar, og verða
líklega vandfengnar. Not rakstr-
arvjelanna verða hjer sem ann-
arsstaðar að miðast við saman-
tekningu á hálfþurru og þurru
heyi, þær eru ætlaðar til þess,
og geta við samantekningu hrein-
rakað gróft hey. Mikið er tal-
að um að fá vjelarnar þjetttind-
aðri en gerst hefur. Hafa verið
keyptar hingað 2 franskar rakstr-
arvjelar með 45 mm. bili milli
tinda — í stað 65 mm., sem er
venjulegt. Þessar frönsku vjelar
eru líka frábrugðnar að því að
tindamir eru stífir og fjaðra
mjög lítið. Líklega er það kost-
ur, því á svona þjetttentum vjel-
um mundu venjulegir fjaðratind-
ar hæglega slöngvast saman og
víxlleggjast. Þessi gerð rakstar-
vjela virðist ætla að reynast vel,
en sá galli er á þessum frönsku
vjelum, að þær eru mjög dýrar,
þriðjungi dýrari en venjulegar
vjelar og auk þess eru þær frem-
ur klumpslega smíðaðar.
Snúningsvjelar. Hinar svoköll-
uðu gaflavjelar hafa verið notað-
ar á stöku stað með sæmilegum
árangri bæði á töðu og úthey.
Þær ná þó illa upp úr rótinni ef
heyið er barið niður af votviðr-
um. 1921 keypti Búnaðarfjelag
íslands enska snúningsvjel af
svokallaðri vængjagerð, hún legg-
ur heyið í rifgarða, 2 garða í
senn og leggur mikið í garðinn.
Seinna hafa verið keyptar 2 vjel-
ar af þessari gerð, en ekki virðast
þær líklegar til að koma að not-
um nema á mjög gróft hey og eru V
þó fremur seinvirkar. I fyrra
keypti Búnaðargjelag íslands
franska snúningsvjel af þeirri
gerð sem Danir kalla Trommel-
höjvender. Hún spymir heyinu
aftur fyrir sig eins og gaflavjel-
arna, en leggur það ekki í rif-
garða. Það er ekkert gott um
þessa vjel' að segja, hún virðist
ónothæf eins og hún er og yrði
með endurbótum varla betri en
gaflavjelarnar.
I sumar keypti Búnaðarfjel. Is-
lands enn eina franska heyvinnu-
vjel, sem nefna mætti múgavjel.
Vjelin er hvorutveggja í senn,
snúnginsvjel og rakstrarvjel. Hún
var reynd lítið eitt í sumar á
Vífilsstöðum, og verður reynd
frekar næsta ár á Hvanneyri.
Vjelin er stór og þung, þarf 2
hesta fyrir hana. Við samantekn-
ingu er hún notuð til að raka hey-
inu saman í múga, getur verið
alt að 4 metrar milli múganna,
gengur hún mjög vel frá múgun-
um og má heita að hún hreinraki
milli þeirra. Notuð sem snúnings-
vjel snýr vjelin 2 metra breiðri
spildu í einu, hún dreifir þeyinu
skáhalt aftur fyrir sig, leggur
það ekki í garða. Loks má raka
með vjelinni á þann hátt, aka
hring í kringum flekkinn og raka
innað í sífellu. Eftir þeirri litlu
reynslu sem fengin er virðist
vjelin mjög álitleg og vinnubrögð
hennar henta vel þar sem’ um
mikið hey er að ræða á sljettu og
þurru landi. Af þessum múgavjel-
um eru til ýmsar mismunandi
gerðir og getur því vel verið að
aðrar reynist betur eða sjeu ó-
dýrari en þessi vjel. Hún kost-
aði 425 kr.
Það sem við sjáum nánast
framundan um notkun heyvinnu-
vjelanna er þá þetta:
Sláttuvjelar á hverjum bæ, sem
hefir vjeltækar engjar, og al-
staðar þar sem vjelfært er á túni,
svo að nemur 12—15 dagsláttum
eða meiru. I kjölfar sláttuvjel-
anna koma, á minni býlum,
venjulegar rakstrarvjelar fyrir
1 hest og allvíða snúningsvjelar
með göflum. Þar sem um mikinn
heyskap er að ræða verða svo
auk þessara vjela notáðar
tveggja hesta múgavjelar.
Á stöku stað eru vinnubrögð-
in við heyskapinn að verða þessi:
Slegið með sláttuvjel, og rakað
með heyskúffu, þar sem snögg-
slægt- er. Snúið - með snúnings-
vjel úr því flekkirnir eru gras-
þurrir. Flekkjunum rakað í múga
með rakstrarvjel eða múgavjel.
Múgarnir dregnir saman í stórar
beðjur með tveggja hesta ítum,
og úr þeim gerð sæti án þess að
saxa nema það sem þarf til að
mæna sætin. Og loks er heyinu
ekið heim á vögnum óbundnu.
Svona verður það víðast, þegar
túnin stækka og þúfunum fækk-
ar.
9. sept. 1927.
Á. G. E.
-----o-----
NL
2) . Þá kallar höf. þetta hag-
fræðilegt atriði, og er því að fullu
svarað hjer að framan.
3) . Enn kallar höf. þetta
menningarlegt atriði, af því, að
rúmur kosningarrjettur, sem
virðist ná tilætluðum árangri, sje
auglýsing um, að alþýðumentun-
in sje í góðu lagi. Takmarkið sje
að þroska einstaklingana svo, að
þeir sjeu færir um að ráða með-
ferð sinna mála, og því sje ekki
ástæða til, að setjast á þann
þroska hjá nokkurum hluta þjóð-
arinnar.
Það er sannast sagt, að al-
mennur kosningarrjettur hefur
svo . herfilega brugðist vonum
manna, að það er langt frá því,
að hann hafi nokkursstaðar náð
tilætluðum árangri. Enda er mik-
il óánægja um heim allan með
þingræðið eins og það er nú. Og
síst er ástæða til að ætla að á-
rangurinn yrði betri, þó fjölgað
væri hjörðinni, sem smala þarf
í rjettirnar á kosningadögum.
Það er því hætt við, að sú aug-
lýsing, sem felst í rúmum kosn-
ingarrjetti, verði nokkuð skrum-
kend, og því lítill menningarauki.
Enda býst jeg við, að alþýðu-
mentun í þeim löndum, sem höf.
nefnir, sje ekki betri en t. d. í
Bandaríkjunum, Danmörku og
Svíþjóð, nema síður sje. Verður
því ekki mikið úr þessari aug-
lýsingu. En að nauðsynlegt sje
að setjast hjá nokkurum hluta
þjóðarinnar á þann þroska, sem
kosningarrjettur veitir, hefur
okkur þegar komið saman um,
þar sem um börn og unglinga er
að ræða. Aðeins greinir okkur á
um, hve mikinn hluta.
Jeg get verið sammála höf. um
það, að mikil ástæða sje til, að
hafa takmark fyrir aldurshæð.
Jeg býst við, að það sje virðing-
in fyrir ellinni, sem því veldur,
að þjóðfjelögin eru treg til að
svifta gamla fólkið kosningar-
rjetti. Einnig það, að sú stefna
virðist yfirleitt ríkjandi, að ekki
beri að svifta neinn mann þeim
almennu rjettindum, sem hann
hefur einu sinni fengið, nema
hann sjálfur á einhvern hátt gefi
tilefni til þess. Og jeg verð að
játa, að mjer finst sú stefna eigi
meiri rjett á sjer, en sú, að fá
ungum og óreyndum mönnum
mikið vald í hendur, eins og
kosningarrjetturinn ætti að vera,
til þess svo að svifta þá því ^ft-
ur, þegar þeir eru búnir að. fá
leikni í að fara með það og búnir
að vinna þjóðfjelaginu alt það
gagn, sem þeir mega.
Jeg segi að kosningarrjettur-
inn æ 11 i að vera vald, því sá er
tilgangurinn. En í framkvæmd-
inni e r hann það ekki, nema að
mjög litlu leyti. Það eru ekki
andlega og líkamlega hrumu gam-
almennin ein, sem lokkuð eru
viljalaus á kjörfund og eru leik-
soppur í höndum einstakra
manna. Urmull af fólki á besta
aldri, sem enginn dirfist að kalla
andlega ósjálfstætt, er undir
sömu sökina selt. Og svo vilja-
laust er það margt, að það
mundi alls ekki fást á kjörfund,
ef það væri ekki til að fá skemti-
ferð í bifreið lítinn spöl. Og svo
finst því sjálfsagt, til endur-
gjalds, að kjósa þenna höfðingja,
sem lætur sækja það, oftast ó-
beðið.
En það er ekki þetta eitt, sem
dregur úr kjörvaldinu. Fyrir-
komulag framboðanna dregur
miklu meira úr því. Og nýjasta
stefnan, hlutbundnu kosningarn-
ar, miðar að því einu, að veikja
vald kjósendanna og leggja það
í hendur flokksforingjanna. Ætti
t. d. að gera alt landið að einu
kjördæmi, væri það sama og að
afnema alveg beinan kjörrjett.
Flokksstj ómirnar væru þá þeir
kjörmenn, sem kosningarnar
snerust um. Þær væru að jafnaði
fyrirfram vissar um, hve mörg
þingsæti hver flokkuv hlyti. Þær
einar rjeðu framboðunum og skip-
uðu þannig- í þingsætin; hvort
það er gert fyrir eða eftir at-
kvæðagreiðsluna, skiftir engu
máli. Almenni kosningarr j ettur-
inn verður hvort sem er aðeins
formsaðferð til að ákveða, hve
marga þingmenn hver flokks-
stjórn skuli skipa í hvert skift.
Og til þess að tryggja sig enn
betur gegn því, að flokksleysingj-
ar fari að trana sjer fram við
svona tækifæri, hafa flokkarnir
fundið upp það ráð, að heimta
mesta fjölda meðmælenda með
hverjum lista, og ekki aðeins það,
V. Hugo. VESALINGARNIR.
urinn, en það gildir nú einu, ef jeg ætti króa skyldi jeg
gæta þeirra betur.
Þegar þeir voru rjett búnir með brauðið og staddir á
skuggalegum gatnamótum sagði einhver við þá — Hvað,
ert það þú, stráksi? Þetta var hvorki meira nje minna en
Montpamasse. Hann var dulklæddur og með blá gleraugu.
En götustrákurinn þekti hann samt undir eins. — Nei,
ert það þú skepnan þín, sagði hann, þú ert nógu skrambi
uppstrokinn í þessum nýju umbúðum og með blá gler-
augu, þú tollir svo sem í tískunni. — Uss, talaðu ekki
svona hátt, sagði Montparnasse og dró hann burt úr
gluggaljósinu. Drengirnir fóru ósjálfrátt á eftir og leidd-
ust. Þegar þeir voru komnir á dimman stað að húsabaki,
sagði Montpamassse — Veitstu hvert jeg ætla? — Fyrir
ættemisstapa líklega. — Vertu nú ekki svona fyndinn. Jeg
ætla að hitta Babet. — Jæja, heitir hann nú Babet. —
Nei, það er hann sjálfur, þú þekkir hann. — En hann er
í steininum. — Nei, hann er strokinn. Skálkurinn skýrði nú
götustráknum skjótlega frá því hvernig Babet hefði tek-
ist að smjúga út um morguninn þegar verið var að fara
með hann til yfirheyrslu og dáðist strákurinn að því. — En
jeg þarf að segja þjer meira. Strákurinn hafði meðan á
þessu stóð gripið í göngustaf sem Montpamasse hjelt á,
kipt í handarhaldið, og skein þá í hnífsblað. — Sei, sel,
þú hefur þá tekið hermanninn með en klætt hann borgara-
lega. Montparnasse dró annað augað í pung. — Ætlarðu
að fara að fást við stórlaxa? spurði strákurinn. — Hvað
getur ekki komið fyrir, sagði Montpamasse kæraleysis-
lega, það er alt af gott að hafa kutann. Strákurinn spurði
forvitnislega — Hvað ætlarðu að afreka í nótt? Montpar-
nasse setti upp merkissvip og sagði — Sitt af hverju,
En alt í einu var hann kominn út í aðra sálma og sagði
— Það er satt, nú skal jeg segja þjer hvað kom fyrir
mig hjerna um kvöldið. Jeg hitti gamlan borgara, sem
gaf mjer pyngju sína og siðapredikun í tilbót. Jeg stakk
hvorutveggja í vasann, en þegar jeg ætlaði andartaki
seinna að taka pyngjuna var hún horfin. Ekkert var eftir
— Heldur ekki af predikuninni ? — Hvað ertu að fara? —
Strákurinn benti á drengina og sagði — Jeg er að fara
til að koma . börnunum í rúmið. — I rúmið, hvar ? —
Heima hjá mjer — Áttu þá nokkursstaðar heima? — Já.
það á jeg reyndar — Hvar? — I fílnum. Þótt Montpar-
nasse kallaði ekki alt ömmu sína komst hann ekki hjá
því að láta í ljós undrun sína — I fílnum! — Já, einmitt
í fílnum. Og hvað svo? Orð stráksins komu Montpar-
nasse til þess að líta skynsamlega á málið og hann sagði
— Já, því ekki það, er gott að vera þar? — Afbragð.
Þar er enginn dragsúgur, eins og undir brúnum. — Hvern-
ig kemstu þar inn? — Gegnum innganginn. — Er þá
einhver smuga á honum? — Ójá, jeg held nú það. En þú
mátt ekki segja það neinum. Það er smuga milli framfót-
anna. Lögreglan veit það ekki. — Skríðurðu þá upp? —
Já, það er fljótgert. En jeg hef stiga handa börnunum.
Montparnasse kímdi að honum og sagði svo — En segðu
mjer eitt, hvar í ósköpunum hefurðu veitt þessi síli?
Strákurinn svaraði eins og ekkert væri um að vera —
Það eru böm, sem jeg fjekk gefin hjá rakara.
Montpamasse var orðinn hugsi og sagði — Það var
annars skrítið, að þú skyldir þekkja mig undir eins. Hann
tók því úr vasa sínum tvo litla baðmullarvöðla og stakk
þeim upp í nasir sjer og varð þá allur annar á svipinn. —
Já þetta breytir þjer, sagði strákurinn, nú ertu ekki eins
ljótur og endranær. Þú ættir altaf að hafa þetta í nösun-
um, Montparnasse var reyndar snotrasti náungi, en strák-
urinn hafði gaman af því að stríða honum. — Nei, í al-
vöru talað, hvað finst þjer um mig, spurði Montpamasse.
Hann hafði nú breytt rödd sinni og var alveg óþekkjan-
legur. Strákurinn bað hann að leika einhverjar skemti-
legar listir, en hann var til allrar óhepni í alvarlegu skapi
og varð ekki úr því. Fór hann í þess stað að kvarta um
illa afkomu sína og fjelaga sinna. Það hafði einkennileg
áhrif á strákinn og ætlaði hann að fara að ræða um þetta
þegar hann kom alt í einu auga á lögregluþjón, sem stóð
dálítið álengdar og sneri baki við þeim. Hann rjetti því
Montparnasse hendina ogiagði — Góða nótt, nú fer jeg
með króana í fílinn. Efþú þarft á mjer að halda ein-
hverja nótt geturðu hitt % þar. Jeg á heima í miðbæn-
um. Jeg hef engan dyraY$. Spurðu bara eftir hr. Gav-
roche. — Gott, sagði MoiParnasse. Svo skildu þeir.
í suð-austurhomi Bstille-torgsins mátti enn fyrir
skömmu, um tuttugu ái*ai, sjá skrítilegt minnismerki,
sem Parísarbúar hafa nú 'feymt. Samt ætti það skilið að
eftir því væri munað, því ^póleon kom því upp. Samt er
eiginlega of mikið sagt heð því að kalla þetta minnis-
merki. Það var aðeins iPÞkast minnismerkis. Það var
fjörutíu feta hár fíll, gerðF úr timbri og múrsteinum. Á
bakinu bar fíllinn turn, sei1 upphaflega var grænlitur, en
var nú orðinn svartur d veðurbarinn. Þessi risi varð
ægilegur þegar hann bar vð loft í myrkrinu. Menn vissu
ekki hvað hann átti að tí ha. Hann var einskonar ímynd
þjóðaraflsins, dimm, dulaf11!] 0g ægileg, sýnileg vofa við
hlið ósýnilegrar afturgöng1 Bastillunnar. Þeir útlending-
ar voru fáir sem gerðu sjd ferð til að skoða þetta minn-
ismerki, og borgarmenn, fram hjá fóru, gáfu því
engan gaum. Því fór aftui hieð hverju ári og hrundu úr
því steinar. Minnismerkið Var gleymt og hrörlegt og ó-
hreint og í kringum það V>r trjegirðing, sífelt saurguð af
druknum ökumönnum. Gf*sið greri upp eftir löppunum,
í taglinu var ljósker. Það l’^tist í senn úrgangi, sem tæmt
er á hauginn og hátig11’Seiri á að hálshöggva. Það var
forngripur sem heyrði nótrani til og myrkrið hæfði mik-
illeik þess. Að þessu minIt*jVrnerki fór götustrákurinn með
drengina. — Þið þurfið etkert að óttast, sagði hann við
þá, því honum fanst að afskaplega stóra mundi ægja
hinu afskaplega litla. Sv° skreið hann gegnum smugu á
grindunum og hjálpaði drel8junum yfir á eftir. Þeir voru
dálítið smeikir, en þar seIÍ ^essi tötralega forsjón þeirra
hafði gefið þeim braiíð ög lofað þeim skjóli gengu þeir
honum á hönd athugaSeIdó^aust. Við grindurnar lá stigi,
sem verkamenn notuðu * ^inn. Strákurinn reisti hann
upp við annan framfót fUsin8 við op, sem var á kviði hans.
Börnin horfðu undrandi hvort á annað, þegar hann sagði
þeim að fara upp stigann. — Eruð þiðjirædd? spurði
hann. Sjáið þið nú til. Og í einu vetfangi klifraði hann
upp fótinn, án þess að nota stigann og hvarf inn um rif-
una. En andartaki síðar sást í andlitið á honum og kallaði
hann þá til krakkanna og rjetti þeim hendina og dró þau
upp, hálfhrædd og hikandi. Svo sparkaði hann stiganum
niður, klappaði saman höndunum og hrópaði — Jæja þá,
nú erum við komnir. Húrra fyrir Lafayette og velkomnir
á mitt heimili.
Þetta var í raun og veru heimili götustráksins. Þetta
geisimikla minnismerki, sem var vottur um hugsun keis-
arans, var orðið hæli lítils drengs. Þegar uppstroknir
borgarar gengu framhjá því á sunnudögum gutu þeir til
þess hornauga og sögðu — Hvaða gagn gerir það? Það
gerði það gagn, að vernda lítinn hnokka, munaðarlausan,
klæðlausan og matarlausan og veita honum skjól gegn
nepju og næðingum, losa hann við að sofa sig sjúkan í
götuaurnum eða að sofa sig í hel í fönninni. Það gerði það
gagn, að hirða saklausa sál, sem þjóðfjelagið hafði snúið
við bakinu og minka þannig órjettlæti þjóðfjelagsins. Það
var greni, sem stóð opið þeim, sem allir aðrar dyr voru
lokaðar. Keisarann dreymdi ofurmannlegan draum um
geisilegt minnismerki, sem vera skyldi ímynd þjóðarinn-
ar. En guð gerði úr því annað og meira — hann gerði úr
því hæli handa barni.
Grenið, sem götustrákurinn hafði skriðið inn í, var
sem sagt svo lítið, að engum var fært inn í það nema ketl-
ingum og krökkum. — Fyrst skulum við segja dyraverð-
inum, að enginn sje heima, sagði strákurinn þegar upp
var komið og skelti hlera fyrir opið. Síðan hvarf hann
aftur inn í myrkrið, og börnin heyrðu dálítið snark, þeg-
ar hann sló eldfæri sín. Skyndilegum bjarma brá fyrir,
svo að bömin lokuðu augunum. Strákurinn hafði kveykt
á vaxkerti, sem reykti að vísu meira en það lýsti, en samt
mátti við glætuna fá nokkura hugmjmd um það hvemig
umhorfs var inni í fílnum. Drengirnir litu í kringum sig
og varð innanbrjósts áþekt því, sem Jónasi mun verið
hafa inni í kviði hvalfiskjarins. Yngri drengurinn þrýsti
sjer upp að bróður sínum og sagði að það væri svo ógnar-
lega dimt. Strákurinn kiptist við og hann sá á svip
drengjanna, að nauðsynlegt var að gefa þeim dálitla
hvatningu — Hvaða þvættingur er þetta, sagði hann, ætl-
ið þið kanske að fara að snúa eitthvað upp á ykkur? Vild-
uð þið kanske heldur búa í sloti. Þið getið verið vissir um
það, að jeg er eldri en tvævetur. Þið eruð kanske keltu-
krakkar mömmu ykkar og viljið látabambaykkur og kveða
bí, bí og blaka. Dálítil harka er gott meðal við hræðslu, hún
kemur mönnum í ró. Börnin hjúfruðu sig nær stráknum.
Hann varð viðkvæmur af þessu trausti, sem þau sýndu
honum og sagði, einkum við yngra drenginn — Kjáninn
litli. Það er úti, sem myrkrið er. Þar er rigning, en hjema
er þurt. Þar er kalt, en hjer finst ekki nokkur nepja. Uti
er fult af fólki, en hjer er ekki nokkur sál. Úti er ekki
svo sem nokkur tunglskinsglæta, en hjema er þó birta,
fari það kolað. Börnin fóru að líta íbúðina vingjarnlegri
augum en áður. En strákurinn gaf þeim ekki langt tóm til
umhugsunar. Hann stjakaði þeim að fleti sínu. En það
var einskonar lokrekkja og í henni bæði undirsæng og
ábreiða. Undirsængin var hálmmotta en ábreiðan stórt og
næstum því nýtt pils úr grárri, hlýrri ull. Lokrekkjan var
gerð þannig, að þrjár alllangar stendur voru reistar eins
og tjaldstoðir og bundnar saman þar sem þær mættust
efst uppi. Um þessar stengur var strengt málmþráðarnet
og fest að neðan með steinum svo að ekkert komst inn-
undir. Þetta líktist eskimóatjaldi og lá flet stráksins inni í
því. Hann tók frá steinana sem lágu yfir innganginn og
lyfti tjaldskörinni. — Skríðið þið nú inn, böm, sagði
hann. Þegar hann hafði komið þeim varlega innfyrir, fór
hann á eftir, flutti steinana fyrir innganginn og lokaði
tjaldinu. Þeir lögðust allir flötum beinum á mottuna, því
ekki gátu þeir staðið upprjettir í lokrekkjunni. Strákurinn
hafði altaf haldið á kertinu, en sagði nú — Lokið þið nú
skjánum, því nú slekk jeg. Eldri drengurinn benti á