Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.09.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 21.09.1927, Blaðsíða 1
LOGRJETTA XXn. ár. _________________ Reykjavík, miðvikudaginn 21. september 1927. 48. blað. Um vlða veröld. Albert Einstein um uppeldismál. Albert Einstein hefur á síðustu árum orðið einhver kunnasti og mest dáði vísindamaður sem nú er uppi. Þessu veldur fyrst og fremst afstæðiskenning hans og rannsóknir þær, sem fram hafa farið í sambandi við hana, þótt deilt hafi að vísu verið um þau efni og ýmsum virðist svo, sem of mikið hafi verið gert úr gildi Einsteinskenningar, eða jafnvel að nýjustu rannsóknir sjeu að veikja þær. Hefur Lögrj. áður sagt frá amerískum tilraunum í þá átt, en ekki er það annara en sjerfræðinga, að setja sig inn í einstök atriði þeirra mála. En Einstein hefur látið fleiri mál til sín taka en stærðfræði og eðlis- fræði. Hann hefur í viðræðum við rithöfund einn, sem Mos7,- kowski heitir, vikið að ýmsum úrlausnarefnum í menningu nú- tímans, bæði í sinni fræðigrein og öðrum. Fólki til fróðleiks verður sagt hjer ofurlítið frá skoðunum hans á uppeldis- og fræðslumál- um. Hann hefur mjög mikinn á- huga á uppeldismálum og nokk- uð beiska reynslu frá skólaárum sjálfs sín. Hann hefur ótrú á latínuskólum í hinu gamla formi, en telur samt ekki tiltækilegt að breyta skólaskipuninni alt í einu. Yfirleitt virðist honum vera lögð of mikil áhersla á gildi málanáms, einkum fommálanáms, enda beri það nám ekki tilætlaðan árangur. Það sje eitt meginatriði allra skóla, að nota tímann rjett og að kenna rjetta tímanotkun. Skólamir leggi of ríka áherslu á óþarfa, leiðinlega og agaríka kenslu. Einkum sjeu prófin til spillis og lestur sá, sem miðaður sje við prófin fyrst og fremst. Prófin ættu að falla niður að mestu leyti. Mannkynssögu telur hann að miklu leyti óþarfa náms- grein, eins og henni sje nú fyrir- komið, hún sje að mestu þurr og eyðileg eins og markaskrá. Meira ætti að kenna en gert er um uppfyndingamenn og hugsjóna- menn, sem borið hafa uppi menn- inguna, eins og Archimedes og Appolonius, en minna um þess- háttar menn eins og Cyrus og Vercingetorix. Ekki vill hann samt leggja mikla áherslu á al- menna kenslu í þjóðfjelagsfræði og lögfræði, þótt sjálfur hafi hann allmikinn áhuga á þjóðfje- lagsmálum. Hann segir að sjer sje lítið gefið um pólitískt skóla- uppeldi. Kenslan í stærðfræðum og náttúrufræðum segir hann að sje að jafnaði ill í skólum nútím- ans og öfug, því hún leggi of litla áherslu á það hagnýta, að- laðandi, það sem auðskilið sje og auðsjeð og verði bygt upp þann- ig að á því verði þreifað. í þess stað sjeu bömin troðin út með allskonar skýrgreiningum og reglum, þurrum bóklærdómi, sem þau finni ekki að neinn veruleiki standi að baki. Eðlisfræði segir hann að ekki eigi í upphafi að kenna með neinu öðru en tilraun- um. Eitt er það þó enn, sem Ein- stein leggur einna mesta áherslu á í uppeldismálaskoðun sinni. Og það er það, að hverjum manni yrði kent eitthvert handverk. Á það segist hann leggja ríka á- herslu, bæði vegna gildis hand- verksins í sjálfu sjer og vegna þess, að slíkt brýni fyrir öllum stjettum jöfnuð og skyldleika þeirra og samábyrgð í þjóðlífinu. Loks má geta þess, að hann seg- ist hafa mikla trú á gildi kvik- mynda til kenslu. Hann segir að landafræðiskensla sje nú að mestu leyti orð innantóm, en mundi verða öll önnur og meira lifandi með kvikmyndasýningum. Það mundi einnig hafa mikið gildi að geta sýnt dýralíf og jurtalíf eða ýmsar greinir úr menningarlífi manna, hvernig ýmsar verksmiðjur starfa, hvem- ig ýmsir algengir en merkilegir og flóknir hlutir verði til, vagnar vjelar, blöð og bækur. Þannig eru meginskoðanir hins víðfræga vísindamanns á uppeldi og kenslu í hinum svonefndu ó- æðri skólum. Þær eru eftirtektar- verðar margar og merkilegar, þótt ekki sje tiltakanlegt nýja- bragð að þeim öllum og margir fleiri hafi, eins og að líkindum lætur, sett fram samskonar skoð- anir, bæði hjer og annarsstaðar. En sjálfsagt verður mörgum hugarhægra, sem vantrúaðir hafa verið á ýmislegt af þessu og farið um það háðulegum orðum þegar það hefur komið fram hjá smærri spámönnunum, þegar þeir sjá að einn af stóru spá- mönnunum er á sömu skoðun og skammast sín ekki fyrir. Og nú undir haustið þegar „skóla- og uppeldisstarfið“ er aftur að byrja eftir hvíld sumarsins, er ekki nema gott að menn kynnist því ofurlítið hvemig „frægur maður“ hjá „stórþjóðunum“ lítur á starf- ið, sem fyrir höndum er og starfsaðferðirnar. Ýmislegt. Iögrj. hefur áður skýrt allítar- lega frá ensku ráðagerðunum um úrlausn byggingamálsins og hús- næðisvandræðanna þar í landi. Nýlega hefur Neville Chamber- lain, bróðir utanríkisráðherrans, sem mál þessi heyrðu undir í stjórninni, sagt að síðustu þrjú ár hafi verið reist í Bretlandi 500 þúsund ný hús af ríkinu eða með þess styrk og sveitarfjelag- anna. Það er ætlun hinna bjart- sýnustu manna, að með þessu áframhaldi megi koma í sæmilegt lag húsavandræðum allra stjetta, jafnvel hinna allra vesælustu og þar með stíga stórt spor til bóta lægstu og að ýmsu leyti spilt- ustu stjettum þjóðfjelagsins á skömmum tíma. Ráðagerðirnar hafa þó mætt andstöðu. Það er Englendingum áhyggju- efni, að fæðingum fer fækkandi í landinu og eru nú orðnar hlut- fallslega færri en í Frakklandi. Manndauði er einnig hlutfallslega nokkuð mikill, og fer krabbamein einkum vaxandi, sem banamein. Enska skáldið John Masefield, hefur nýlega gefið út kvæða- flokk um Tristram og Isodd, en um sama efni eru til m. a. á ís- lensku bæði sögur, rímur og kvæði. Sir Gerhard Strickland heitir enskur íhaldsþingmaður, sem ný- lega varð forsætisráðherra á Malta. Það hefur vakið allmikla athygli og umtal að hann hefur lýst því yfir, að hann láti ekki af þingmensku í Englandi þótt hann sje stjómarformaður á Malta og þykir mörgum það ósæmilegt, að ætla að hafa stjómarformensku þannig í hjáverkum í öðru landi. í Lahore í Indlandi hafa ný- lega staðið málaferli, sem veitt hefur verið talsverð athygli. Var mál höfðað gegn blaði einu fyrir niðrandi ummæli um Múhameð spámann og var greinarhöfundur dæmdur í 2ja ára fangelsi og 200 rúpía sekt. Ákærandinn, Múham- ed Shafi, hjelt því fram, að allar árásir og öll gagnrýni á trúar- bragðahöfundum eða leiðtogum væri saknæm. En dómarinn taldi að vísu að svo væri ekki, um- ræður um þá og árásir væru heimilar innan skynsamlegra tak- marka, en heimskulegar árásir, eins og hjer hefði verið um að ræða á slíkan mann, sem höf- und Islams, væru vítaverðar. í rússneska kommúnista flokkn- um eru viðsjár öðru hvoru. Á flokksfundi eða fulltrúafundi, sem nýlega var haldinn, fengu þeir áminningu Trotsky, Sinov- jeff, Kameneff og Rakovski o. fl. og skrifuðu jafnframt undir yfirlýsingu á þá leið, að þeir væru á móti því, að nokkuð það yrði aðhafst, sem orðið gæti til þess að kljúfa flokkinn. — í Landinu helga er nú verið að koma upp rafmagns stöðvum við Jórdan til þess að lýsa upp all- mikinn hluta landsins. ítalski hlutinn af Mont Blanc kvað nýlega hafa verið skírður upp (af Signor Turati) og heitir nú Monte Mussolini. — Rivera hefur nýlega lýst því yfir á ríkisráðsfundi í Santander að ekki þurfi að búast við þingi og þingræði á Spáni fyrst um sinn, þjóðin kæri sig ekkert um slíkt. Annars var talið að nokkur skriður væri að komast á það, að kallað yrði saman þjóðþing. — I Póllandi er nýlega horfinn Zagorski, einn aðalandstæðingur Pilsudskis, stjórnanda landsins. Leiða menn ýmsar getur að hvarfi hans, að hann hafi verið fenginn til að hverfa eða verið komið fyrir kattamef. í Frakklandi er gengismáhð sí- felt nokkuð rætt og misjafnar skoðanir á því. Poincaré hefur ný- lega lýst því yfir, að hann vilji ekki stöðva gengið með lögum fyrst um sinn, eða fyrir kosning- ar, sem i hönd fara. Veldur þessu einkum erfið flokkaafstaða nú og hætta á því að stjómin geti ef til vill fallið ef til skar- ar yrði látið skríða um geng- ismálið. Ýmsir fjármálamenn, eins og Lazard bræðumir og Finalay og ýmsir iðjuhöldar vilja þó stýfingu. Farið er að gera ráð fyrir nýrri stjóm eftir næstu kosningar, helst með Briand sem forsætisráðherra, en hann er að vísu við slæma heilsu, og búist við samvinnu Tardieu og Caillaux í þeirri stjóm. óvíst er það samt alt. Síðustu fregnir. Millerand hefur undanfarið krafist þess, að Frakkar slitu stjómmálasambandi við Rússa og ýmsir stutt kröfu hans, en stjóm- in hefur neitað að verða við henni fyrst um sinn. Á þjóðabandalags- fundinum í Genf gengur enn í þófi um afvopnunarmálin. Bon- cour Frakkafulltrúi stingur upp á. því að reynt verði að koma á alls- herj argerðardómum og öryggis- samningum, án þátttöku Breta. í Japan fómst nýlega 3 þúsund manns af völdum flóðbylgju og hvirfilvinda. Dáin er nýlega af bifreiðarslysi heimsfræg dans- kona og rithöfundur, Isidora Duncan. Nýlega var ákveðið að Finnland, Kanada, og Kuba skyldu eiga fulltrúa í ráði þjóða- bandalagsins í stað Belgíu, Tjekkoslovakíu og San Salvador, en þeirra kjörtímabil var útmnn- tð. Belgía baðst þess að verða endurkosin, en var synjað þess. ----o----- Tvö blöð koma af Lögrj. í dag.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.