Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.09.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 21.09.1927, Blaðsíða 3
4 LOGRJETTA söm við starfið. Forgöngumenn þessara skólagarða rekja upp- runa þeirra allar götur aftur á 14. öld og virðist þó að vísu lítið samband milli þeirra grasafræði- stofnana, sem þá er um að ræða og skólagarða nútímans, en gott ættemi og fomt mun í þessu sem öðru þykja meðmæli. Nær hófi er að telja Francke (um miðja 17. öld) fmmkvöðul skóla- garðanna, en mestri útbreiðslu hafa þeir náð á síðustu ámm og er vinnan í þeim allvíða orðin fastur liður skólakenslunnar. Eru þá bömin látin vinna ákveðinn tíma að garðræktinni eins og hverri annari námsgrein og hafa hvert sinn reit, eða stóran garð öll saman og þykir það víða hand- hægara og ódýrara. Má þannig rækta bæði skrautjurtir og nytja- jurtir og ætti því með góðri stjórn að mega hafa allmikið gagn af þessum görðum, til að standa straum af kostnaðinum. Enn eru þessi mál hjer á landi í óreyndri bemsku. En skólagarð- amir eru áreiðanlega þessháttar nýbreytni, sem vert væri að gera alvarlegar og óvilhallar tilraunir með, þar sem því yrði við komið. í bamafræðslunni er lögð nokkuð einhliða áhersla á bóklegt nám en minna hirt um það að ala böm upp til starfa. I bæjunum gengur mikill hluti barna einnig laus- beislaður á götunum á summm og nýtur lítils aðhalds eða mentunar. Það er ekki ólíklegt að eitthvert skipulag í skólagarðsáttina gæti bætt úr skák í þessum efnum og ættu kennarar og skólanefndir að athuga það. ----o—— Japönsk tunga. Japönsk tunga er alólík máli Ainóa, frumbyggja landsins og er heldur ekkert skyld kínversku. En mjög kvað hún vera lík mál- inu, sem talað er á Luchuan, lít- illi eyju á milli Formósa og Kyushu, (sem er syðst japönsku eyjanna), og er venjulega talin til altaisku málanna. — Mjög eru málfræðilög japönskunnar og okk- ar tungu fjarskyld, er bæði orð- myndun og setningaskipun ger- ólík. Eftir elstu bókmentum (frá hb. 8. öld e. Kr.) Japana að dæma, kváðu megin lög málsins hafa haldist óbreytt. En nútíma menta- menn japanskir skilja þó ekki fommálið, hafi þeir ekki numið það sjerstaklega. Hefir japönsk tunga orðið fyrir miklum breyt- ingum. En þær stafa aðallega af því, að kínverskum orðum og orðatiltækjum hefur stöðugt ver- ið að fjölga í málinu. Kínversk tunga hefur um lang- an aldur verið aðaluppsprettulind japönskunnar og haft meiri þýð- ingu fyrir hana en latínan fyrir enskt mál. Japanir voru um langt skeið í skóla Kínverja. Af Kín- verjum lærðu þeir leturgerð, Kon- fútsiðfræðin, bókmentalegar iðk- anir, vísindi og listir. Og Búdda- trúin kom til Japan um Kína. Einkennileg og óvæt er sú af- leiðing nýmenningarinar í Japan, að kínverskum orðum hefur fjölg- að í málinu með meiri hraða en nokkuru sinni áður. Nöfn og ný- yrði, sem Evrópumenningin hef- ur haft í för með sjer, eru venju- lega kínversk. Kínversk orð og orðatiltæki eru stutt og smellin; langar setningar japönskunnar hafa títt orðið að víkja úr vegi fyrir þeim, bæði í töluðu og rit- uðu máli Japaníta sjálfra. — tJt- lend orð af ýmsum uppruna koma líka fyrir í nútímamáli Japaníta. Talaða málið í Japan skilur maður ekki þó maður kunni kín- versku. Jananítar nota fom-kín- verskan framburð, sem heitir „Gó-on“ og „Kan-on“, eftir eld- gömlum kínverskum konungsríkj- um. Hvað ritaða málið snertir er öðru að gegna. Japanska letrið er blandað: Kínverska myndaletrið, óbreytt að rithætti og þýðingu, og svo „Kana“, japönsk hljóðritun. I „Kana“ eru 48 bókstafir, sem eru ekkert annað en frumpartar kín- verskra leturmynda. Höfuðorð setninganna (nafnorð, sagnir og lýsingarorð) em venjulega rituð með kínverska letrinu. Smáorð og máfræðileg sjerkenni japönsk- unnar eru rituð með „Kana“, og svo framburður kínversku letur- myndanna, sem æfinlega er rit- aður milli lína. — Japanir kom- ast því af með miklu fyrri letur- myndir eða bókstafi en Kínverjar. í Japan hefur bæði verið reynt að nota rómverská letrið ein- vörðungu, og hljóðritun þá, sem er notuð jafnframt myndaletri Kínverja. Þær tilraunir hafa hingað til mishepnast; ennþá er þó verið að gefa út blöð og rit í þeim tilgangi. Ekki hefur talað mál og ritað átt samleið í Japan fremur en í Kína. En þar varð bókmentamál- ið, Venlí, stjálfstætt mál að lok- um, alólíkt talaða málinu. 1 Kína er nú „dauða“ málið, Venlí, lítið notað; h. b. öll blöð og rit koma út á „Gwan-hwa“, sem mest er notað í töluðu máli. Tilraunum sem gerðar hafa verið í Japan til að rita talaða málið, hefur ver- ið tekið vel; en talaða málið er lítt rannsakað og bíður málfræð- inga þar imkið verkefni. — Mikil áhersla er lögð á tungumála- kenslu í skólunum. Heita má að enska sje, nú orðið, annað móð- urmál Japana. Kashiwabara, Hondo, Japan, 2. ágúst 1927. Ólafr Ólafsson. ----o---- Barðastrandasíminn er nú um það bil fullgerður til Patreks- fjarðar. Tvo þýska togara tók Fylla ný- lega í landhelgi. Voru þeir sekt- aðir um 12.500 kr. hvor, en afli og veiðarfæri upptækt. Þeir á- frýjuðu báðir, settu veð, og fóru heimleiðis. Smásöluveið hefur, samkv. hag- skýrslum, hækkað í Rvík um rúml. 1% í júlí s. 1. en um rúml. 4% síðan í júníbyrjun. Þó lækkað alls um ca. 4% síðan í ágúst í fyrra. Dirilís Porbjarnsriiúttir húsfrú í Neðra-Nesi. Hún ljetst 11. júlí síðastliðinn á 83. aldursári. Hún var fædd á Helgavatni í Þverárhlíð 19. mars 1845. Þar bjuggu þá foreldrar hennar Þorbjöm Sigurðsson prests Þorbjamarsonar frá Lund- um og kona hans Margrjet Hall- dórsdóttir frá Ásbjamarstöðum. Voru þau sæmdarhjón og var Þorbjöm nafnkendur fyrir heppni og hagsýni. Auðgaðist hann mikið af búskap og keypti margar bestu jarðir í nærliggj- andi sveitum. Bjó hann þannig vel í haginn fyrir sín mörgu böm, sem nutu jarðanna þegar tímar liðu og tækifæri buðust. Fylgdi mörgum þeirra búsæld og hagsýni. Vom þó talin þeirra fremst ólafur bóndi á Kaðalstöð- um og Þórdís í Nesi. Þórdís gift- ist í fyrra sinni 1866 Sigurði Þorsteinssyni frá Gilsstöðum í Norðurárdal. Byrjuðu þau bú- skap á Höfða í Þverárhlíð, en fluttu þaðan eftir tvö ár að Dýrastöðum í Norðurárdal. Eftir j tólf ára búskap þar fluttu þau | að Höll í Þverárhlíð. Ljetst Sig- I urður það sama vor eftir fjórtán j | ára sambúð þeirra hjóna. Voru ; ; þá böm þeirra sex á ungum ! aldri. Þórdís stjómaði búi sínu með rausn og myndarskap, þrátt fyrir það þótt hún væri ekkja orðin og bömum hlaðin. Rjeðist þá til hennar ungur efnismaður Þorsteinn Eiríksson ólafssonar frá Svignaskarði. Giftust þau 1884. Fluttu þau að Nesi 1886. Þar bjuggu þau við góðan fjár- hag og almennar vinsældir þar til Þorsteinn ljetst á besta aldri 1901. Vom þá þrír synir þeirra á lífi. Á fyrstu áratugum 19. aldar voru þeir einhverjir nafnkend- ustu menn í Mýrasýslu Þorbjöm Ólafsson gullsmiður á Lundum og Halldór Pálsson á Ásbjarnarstöð- um. Var Þorbjöm einkum nafn- kendur fyrir hagleik og fjársöfn- un, en Halldór fyrir vitsmuni sína og fróðleik. Frá báðum þess- um merku mönnum eru nú fjöl- mennar ættir komnar og hafa þær tengst einkennilega mikið ! saman. Er það fyrst með þeim j Helgavatnshjónum, foreldrum ! Þórdisar í Nesi. Á fjölda mörg- um hinum fögru og vel setnu jörðum í efri Mýrasýslu búa nú afkomendur þessara merku manna. Eru þær ættir mjög ein- kendar af mörgum hinum bestu búmannskostum, svo sem hag- sýni, þrifnaði, átthagatrygð og mikilli ræktarsemi við bú og býli. [ Hafði Þórdís í Nesi fengið í rík- ! um mæli bestu kosti ætta sinna. Var hún í fremstu röð hinna gömlu og góðu kvenna, sem garð- inn gera frægan með| þrifnaði, starfsemi og velvild. Heyrðist hennar aldrei nema til góðs eins getið. Börn hennar voru öll prýði- lega gefin. Unnu bæði synir og dætur að því, ásamt móðurinni, að prýða þetta fyrirmyndarheim- ili bæði utanhúss og innan. Og að síðustu er byrðar ellinnar fóru að þyngjast, þreifaði hún á ást- « Okeypis og burðargjaldsfritt sendist okkar nytsama og mjög myndum prýdda vöruskrá meö gummí- og hreinlætia- vörum og leikföngum, einnig úrum, bókum og póstkortum. Samariten, Afd. 67. Köbenhavn K. Skólasöngvar eftir Friðrik Bjamason. Önnur útgáfa, aukin og breytt. Fæst hjá bóksölum. ríki bama sinna sjer til mikill- ar gleði. Þessi voru böm Þórdísar frá fyrra hjónabandi: Þorsteinn bóndi á Hamri í Þverárhlíð, Mar- grjet ljósmóðir í Hvítársíðu, kona Ólafs bónda Guðmundssonar á Sámsstöðum. Halldóra ekkja eftir Jóhann Bjömsson frá Svarfhóli, hreppstjóra á Ákranesi, Ragn- hildur kona Jóns Sigmundssonar gullsmiðs í Reykjavík, Þorbjöm bóndi í Nesi og Sigríður sauma- kona, ógift. Frá síðara hjónabandi: Sigurð- ur bóndi á Brúarreykjum, Eirík- ur bóndi í Gerðum í Garði og ólafur verslunarstjóri í Sand- gerði, sem ljetst í blóma lífsins 1918. Er mynd af honum og grein um hann í ágústblaði óð- ins 1919. Við jarðarför Þórdísar var hátt á annað hundrað manns og er það óvenju mikið fjölmenni eftir því sem hjer gerist við slík tæki- færi um hásláttinn. Var það hinn síðasti vottur þakklætis og virð- ingar, er sýslubúar gátu sýnt þessari vinsælu merkiskonu. Kr. Þ. ----o---- Frk. Guðlaug Arason hefur ný- lega fengið lausn frá kenslustörf- um sínum við bamaskólann hjer, eftir 37 ára samfelt starf. Hafa henni verið veitt nokkm hærri eftirlaun en tíðkanleg eru, í heið- ursskyni og viðurkenningar fyrir starf hennar. fslenskar kvikmyndir. Um það hefur oft verið rætt í blöðum og nýlega í bæjarstjórn, að óvið- kunnanlegt væri eða jafnvel ó- forsvaranlegt, að texti allra kvik- mynda hjer væri á erlendum málum, mest dönsku. f eina mynd aðeins hefur verið settur ís- lenskur texti. Nýlega hafa kvik- myndahúsin sent út greinargerð um þetta, (í Morgunblaðinu) og segja þar, að kostnaðurinn við íslensku textana yrði svo mikill, að engin tök yrðu á því að nota þá, þeir myndu kosta á níunda hundrað krónur að jafnaði í hverja mynd, eða um 80—100 þúsund krónur á ári, og myndu kvikmyndahúsin enganveginn standast þann kostnað. Segir einnig, að ástæðulítið sje að am- ast við erlendum myndatextum meðan átölulaust sjeu notaðar er- lendar kenslubækur í skólum og útlendir reyfarar seldir í þús- undatali. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.