Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.09.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 21.09.1927, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA 3 I u.------------------------- -J í LÖÖRJBTTA Útg-efandi og ritBtjóri t* oritainn Qiilmai Þingholtaitrnti 17. Sirai 178. Innheimta o*c afgrreiðila 1 ÞingholtiitrKti 1. I ------------------------------ I lög lífsins, menn þora ekki að lofa lífinu að bera einn einasta tíma, ekki einn einasta dag. Stofnunin krefst: Þú átt að mæta stundvíslega. En þó K. N. sje svona harður í dómum sínum, segir hann þó til að byggja fyrir allan misskilning, að það sje stór munur á lýðhá- skólunum og prófskólunum enn- þá, en hve lengi verður það? Karl Nielsen berst fyrir frjáls- um vakningarskóla svipuðum og Kr. Kold hafði. Skóla, þar sem persónuleikinn nýtur sín sem best, og nemendur og kennarar geti lifað saman sem ríkustu lífi. Hann viðurkennir engin bönd á persónuleika kennarans í slíkum skóla, hve fögrum nöfnum, sem þau nefnast. Hann er mjög heit- trúaður maður, ákafamaður á því sviði, sem annarsstaðar, en einn- ig þar hiýtir hann aðeins einum dómara: sinni eigin samvitsku. Allar bækur og ræður manna virðir hann að vettugi, ef ekki hans innri maður játar því. Menn ásökuðu K. N. eftir þess- ar skörpu árásir á lýðháskólana sem stofnanir, fyrir það að hann vildi sjálfur vera í „borginni“ — í böndum stofnunarinnar. Dansk- ir lýðháskólakennarar svöruðu honum fullum hálsi. Hann svar- aði aftur í sama róm og vjek hvergi. En í júlímánuði í sumar flutti hann alfarinn frá Frede- riksborg og keypti sjer jörð úti á Sjálandsodda. Ætlar hann að hafa þar kristilegar samkomur á heimili sínu í vetur, og byrja svo skóla næsta haust. Jafnhliða hygst hann að starfa sem að undanförnu, sem fyrirlesari, enda er hann mikið eftirsóttur um alt land. Margir horfa með eftirvænt- ingu til þessa unga og hugrakka manns, sem vogar þannig öllu fyrir sannfæringu sína, og setur heimili sitt þannig í hættu efna- lega. Hann vill þannig byrja sinn eigin skóla frá rótum, eins og brautryðjendur lýðháskólanna gerðu á sínum tímum. Jeg vil senda hinum unga hug- sjónamanni íslenska árnaðarósk á þessari nýju braut — eina mann- inum af öllum sem jeg þekki, er þorir að leggja alt í sölumar fyr- ir insta neistann — kjama lífs- ins. P. t. Reykjavík 17. sept. 1927. Eiríkur Sigurðsson. ----o--- Æfisaga Krists Eftir Giovanni Papini. (Ágrip). Maran Atha. Einn dag átti hann samt eftir að vera eins og sá konungur, sem fátæklingamir biðu eftir hvem morgun í hliðum hinnar helgu borgar. Páskamir nálguðust. Síðasta vikan, sem aldrei á að enda (nýi sunnudag- urinn er enn ekki kominn) var fyrir dyrum. En í þetta sinn kem- ur Jesús ekki inn í höfuðborg- in sem algengur vegfarandi í straumi pílagrímanna, eins og áður. Á þessari síðustu göngu Jesú til Jerúsalem fylgir honum fjöldi manns, auk hinna tólf læri- sveina. Og það er alment talað um hann. Frjettin um uppvakn- ing manna frá dauðum hefur bor- ist á undan honum. Jafnvel í höf- uðborginni, þar sem vopn Róm- verja, auðsöfn kaupmannanna og bókstafsboð Faríseanna drotna, eru mörg augu, sem stara með eftirvæntingu til Olíufjallsins, og hjörtu, sem slá óvenjulega. í þetta sinn vill hann ekki koma gangandi til borgarinnar, þar sem hásæti hans átti að reisast en gröfin beið hans. Frá j Betfage sendir hann tvo læri- | sveina eftir asna, sem hann seg- ! ir þeim að þeir finni bundinn á i vissum stað, og eiga þeir að taka | hann án þess að spyrja leyfis; en | ef eigandinn hreyfi mótmælum, j þá eiga þeir að segja, að herrann 1 þarfnist hans. Menn hafa alt fram á þennan I dag sagt, að Jesús hafi valið sjer asnann til reiðar til þess að tákna með því auðmýkt og mildi, — að hann kæmi fram fyrir þjóð sína sem friðarins höfðingi. En menn gleyma því, að asninn var ekki á i þeim dögum hið þolinmóða áburð- j ardýr eins og nú á síðari tímum. Hann var á þeim tímum óstýri- látt og herskátt dýr, fagurvaxinn og hraustur, eins og hesturinn og j þótti þess verður, að vera fórnar- j dýr handa guðunum, Hómer er meistari í samlíkingum, og það er alls ekki ætlun hans að gera lít- ið úr hinum hrausta og sterka Ajax, er hann líkir honum við asna. Gyðingar notuðu asnann í j annars konar samlíkingum. Zop- har segir við Job: „Maðurinn er óskynsamur og óstýrilátur og fæðist eins og foldald villiasn- ans“. Og Daníel segir um Nebúka- nedzar, að þegar hann til refsing- ar fyrir harðstjómina hafi verið rekinn úr fjelagsskap mannanna barna, hafi hjarta hans orðið sem hjörtu dýranna og bústaður hans hafi verið hjá villiösnum. Jesús segir skýrt, að það sje ótaminn asni, sem sækja eigi, eða asni, sem var eins og villi- asni. Asninn á alls ekki að tákna neina auðmýkt hjá þeim, sem á honum ríður, heldur á hann að tákna Gyðingaþjóðina, sem á að frelsast og temjast af Kristi. Asninn, sem vísað er á, er bund- inn, og Gyðingaþjóðin er bundin af Rómverjum. Hún er óstýrilát og uppreisnargjörn, eins og ótamda dýrið, en loks er sá kom- inn, sem á að temja hana og get- ur riðið ótamda dýrinu. Vegurinn er grýttur niður hlíð- ar Olíufjallsins, og mannþyrping- in kastaði klæðum á veginn, er Jesús fór þar um. Þetta var snemma á vori, í byrjun apríl. Miðdegissólin helti heitum, gulln- um geislum yfir borgina, yfir gló- andi akra, víngarða og ávaxta- reiti. Sjóndeildarhringurinn var bjartur, himininn heiður og glað- ur, eins hann vildi fullnægja öll- um óskum mannanna og votta ná- lægð guðdómsins. Stjörnurnar sá- ust ekki, en það var eins og ljósa- dýrð fjarlægra hnatta blandaðist ljósi okkar sólar. Þýður vind- blær, ljúfur eins ög hann hefði liðið um loftsali Paradísar, strauk toppa trjánna og hreyfði ungt og frískt laufið. Það var einn af þessum dögum, þegar hið bláa sýnist enn blárra en venjulega, £ hið græna enn grænna, ljósið skærara og ástin heitari en á venjulegum dögum. Þeir, sem fylgdu Jesú niður eftir fjallinu voru hrifnir af dýrð og sælu hinnar líðandi stundar. Aldrei höfðu þeim fundist hjörtu sín eins þrungin af von og trú og nú á þessum degi. Hróp Pjeturs um það, hver Jesús væri, ómaði aftur frá þessum litla, hrifna hópi, sem var á leið til konungaborgarinnar. „Hósíanna syni Davíðs!“ var margendurtekið. Lærisveinamir, sem sagt hafði verið, að þessi sól ætti að verða hins síðasta, og vissu, að sá var dauðanum merkt- ur, sem fólkið dáði, fóru aftur að ala með sjer nýjar vonir. Svo hrífandi voru fagnaðarópin. Mannþyrpingin nálgaðist borg- ina með dynjandi hávaða, eins og straumur, sem brotist hefur úr farvegi sínum. Fólkið veifaði trjá- greinum og söng áhrifamestu vers hinna g:ömlu sálma um þann, sem kemur í nafni drottins. Hinn fyrsti kristni her var nú við hlið Jerúsalemsborgar, og fagnaðar- ópin yirgnæfðu alt: „Blessaður sje konungurinn, sem kemur í drottins nafni. Dýrð sje guði í hæstum hæðum!“ Þessi óp náðu einnig til eyma Faríseanna, og þeir komu út úr húsum sínum, virðulegir og alvarlegir, til þess að fá vitneskju um, hvernig á þessum hávaða stæði. Ópin hafa vakið hjá þeim gremju og óhug. Sumir standa nú í síðkápum sín- um mitt í múgnum og kalla til Jesú: Meistari, hafðu hemil á lærisveinum þínum! Veitstu ekki, að með þessum orðum má aðeins ávarpa drottinn sjálfan, eða þann sem koma á í hans nafni! En Jesús svaraði viðstöðulaust: „Jeg- segi yður, að ef þeir þegðu, mundu steinarnir tala“. Með þessu svari hefur Jesús staðfest að hann sje Kristur. Svarið er stríðstilkynning. Og undir eins og hann er kominn inn í borgina, gefur hann merki til áhlaups. Ræningjabælið. Hann gekk upp ; í musterið. Óvinir hans voru þar þar saman komnir. Musterið var efst á hæð þeirri, sem borgin stóð á, og hvítir múrveggirnir ljómuðu í sólskininu. Hirðingj- i anna gamla örk, sem uxar höfðu áður dregið gegnum eyðimörkina, var nú þangað komin. Reikandi vagn flóttamannanna var nú orð- i inn að kastalabákni úr steini og marmara, skrautlegri þyrpingu af ; höllum, súlnagöngum og fögrum ! görðum. Helgidómurinn mændi ! með bröttum múrum og háum í turnum yfir dalinn eins og kast- | ali. Hann var nú ekki lengur að- | eins geymslustaður hins allrahelg- ; asta og fórna-altarisins, ekki í lengur aðeins musteri, þar voru ! varðturnar til íbúðar fyrir varð- j mennina, sölubúðir með fórna- vörum, fjárhirslur, verslunar- i staðir og skemtistaðir, svo að ! musterið var orðið alt annað en ! hæli fyrir bænahald og guðsdyrk- i un. Það var kastali, ef borgin ! þurfti á slíkri byggingu að halda j í ófrði. Það var banki og mark- i aðsreitur á hátíðum og á þeim | tímum, er pílagrímar heimsóttu I borgina, en á öllum tímum var ! þar kauphöll og sölubúðir og sam- ! komustaður fyrir stjórnmálaum- , ræður og hina skriftlærðu ræðu- 1 menn og ritskýrendur. Og þar ! voru samkomustaðir letingja og þvaðurbera. Þetta musteri var þess að þóknast þrætu- reist af trúlausum konungi til gjarnri og óstýrilátri þjóð og vinna hylli prestastj'éttar hennar, sem var drambsöm og ágjöm, og þar sem þama var bæði her- menskustöð og fjáraflastöð, hlaut staðurinn í Krists augum að vera ræningjabæli, auk þess, sem hann líka hlaut að vera í hans augum griðastaður fjandmanna sann- leikans. Jesús gekk upp í musterið til þess að eyðileggja það. Hann eftirljet Rómverjum Títusar að brjóta niður múrveggina og | brenna það, sem brunnið gat, að ! ræna bronsinu og gullinu, að ! breyta risabyggingu Heródesar | konungs í rjúkandi steinahrúgu. ! En hann eyðilagði, og hafði þeg- | ar eyðilagt þau verðmæti, sem ; hið mikla musteri átti að vera j tákn fyrir. Hann kemur þama | inn sem nýi tíminn gegn fortíð- ! inni. Dagur árekstursins er upp ! runninn. Jesús gengur í broddi hins hrifna fylgiskara síns inn í kastala óvinanna. Hann þekkir leiðina. Frá því hann var bam hafði hann oft gengið þessa leið í hópi gönguþreyttra pílagríma, og oft hafði, hann á unglingsár- unum mænt upp á tuma þessar- ar miklu byggingar og hugsað um þá helgidóma, sem hún hafði að ! geyma. En nú er alt breytt. Hann j berst ekki lengur með straumn- | um, heldur • stjórnar hann hon- ; um. Hann er ekki kominn til þess j að biðjast fyrir, heldur til þess að refsa. Hann gengur inn í garð heiðingjanna, en hann var stærst- ur og fjölmennið mest þar. Gang- arnir voru lagðir marglitum steinum. En þetta var ekki for- dyri að helgidómi, heldur mark- aðsreitur. Þar var hávaði mikill I og troðningur, og þar var selt j og keypt, verslað með uxa, kind- f ur og fugla o. s. frv., og þarna | vora víxlarabúðir og sífelt pen- j ingahringl. Dýrasalamir hjeldu í ! fórnardýrin, sem þeir buðu fram, I og struku þau, en stóðu með fæt- j ur í rjúkandi saur þeirra og köll- j uðu til pílagrímanna og annara j væntanlegra kaupenda. Menn töl- ! uðu og æptu hver í kapp við ann- i an, en við og við yfirgnæfði ösk- j ur frá óþolinmóðu nauti alt ann- i að. Jesús hafði sjeð alt þetta áður. ; Hann vissi að guðs hús var orðið að ræningjabæli. En í þetta sinn | bældi hann ekki niður gremju ; sína. Hann greip svipu og ruddi ! sjer braut í mannþyrpingunni á- I samt fylgdarliði sínu. Menn stóðu ; undrandi. Hann hratt um borðum og bekkjum, svo að peningar j víxlaranna og þeirra, sem seldu j og keyptu, fjellu niður og urðu ! af þessu óp og uppþot. Dýrasal- arnir tóku að færa sig burt með | dýr sín. Margir æptu af reiði, en ! aðrir af gleði, og frá öðrum görð- í um musterisins streymdi fólk að j til þess að sjá og heyra, hvað i um væri að vera. Jesús gekk um, ! ásamt þeim djörfustu úr flokki j sínum, með reidda svipu og rak út alla þá, sem seldu þama og keyptu, alla kaupmennina og víxl- arana. „Burt með alt þetta“, hrópaði hann hvað eftir annað; „guðs hús er bænahús, en þið hafið gert það að ræningjabæli“. I þessu verki Jesú kemur ekki aðeins fram löngun hans til þess að hreinsa helgidóminn, heldur lýsir sjer einnig í því sú óbeit, sem hann hafði á allri Mammons- dýrkun. Verslunin, sem er guð okkar tíma, var í hans augum V. Hugo. VESALINGARNIR. mjakast fram hjá skjánum, sem var beint á móti bási hans. Annar stansaði úti á þakinu svipstund, en meira þurfti ekki. Thénardier þekti Brujon og skyldi hverju fram fór. Þar sem hann var álitinn hættulegur glæpa- maður, sem ekki mundi víla fyrir sjer morð ef í harð- bakka slægi, vora hafðar á honum stöðugar gætur. Fyrir utan bás hans gekk sífelt vopnaður varðmaður og vora höfð mannaskifti á tveggja stunda fresti. Kvistherberg- ið var upplýst af ljóskeri, sem fest var í vegginn. Fang- inr. hafði þungan hlekk um fótinn. Daglega klukkan fjög- ur síðdegis, kom til hans fangavörður og með honum tveir grimmir hundar, og ljet við flet hans tveggja punda gróft rúgbrauð, vatnskrukku og skál með þunnri bauna- súpu í. Hann aðgætti einnig hlekkina og jámgrindumar. Sami maður kom einnig með hunda sína tvisvar sinnum á hverri nóttu. Thénardier hafði fengið heimild til þess að hafa hjá sjer jámtitt til að festa með honum brauðið í smugu á veggnum til þess að hafa það í friði fyrir rott- unum, eins og hann sagði. Við þetta hafði enginn neitt að athuga, því hann var undir stöðugu eftirliti. Samt mintust menn þessa eftir á, að einn vörðurinn hafði haft orð á því, að heppilegra mundi að láta hann fá trjetitt. Klukkan tvö um nóttina urðu varðmannaskifti fyrir utan básinn og kom nýliði í stað gamals hermanns, sem áður var þar. Nokkra síðar kom maðurinn með hundana og tók ekki eftir öðru en því, að nýi varðmaðurinn var nokk- uð ungur og ratalegur. Þegar leysa átti þennan nýliða af hólmi tveimur stundum seinna, eða um fjögurleytið, lá hann steinsofandi á gólfinu fyrir framan búr Thénardi- ers. En fuglinn var floginn. Hlekkirnir lágu brostnir á gólfinu. Rúmfjöl var horfin og hafði sennilega verið farið burt með hana því hún fanst hvergi. Hinsvegar var tekin inni í básnum hálftæmd flaska og voru í henni leyf- arnar af því svæfandi víni, sem vörðurinn hafði verið deyfður með. Byssa hermannsins var horfin. Þegar menn urðu þessa varir hjeldu menn að Thén- ardier væri þeg^r sloppinn og laus og liðugur. En í raun og veru var hann staddur í mestu hættu, þótt kominn væri hann út úr fangelsinu. Þegar hann kom út á þakið varð hann var við reipt^glsbútinn, sem hinir höfðu skil- ið eftir í reykháfnum. En hann var alt of stuttur til þess, að hann gæti orðið honum að sama liði og fjelögum hans. Það hefur sífelt verið mönnum hulin ráðgáta hvernig Thénardier komst áfram, hvort hann gat notað rúmfjöl- ina, eða stiga og trönur smiðanna eða eitthvað annað. Ef til vill hefur hættan og frelsisþráin gert úr honum hetju, og' skerpt hugsun hans. En hvernig svo sem á því stóð var hann kominn ofan á húsvegg einn miklu neðar en fangelsi hans var og alllangt frá því. En húsið var þriggja hæða hátt og komst hann ekki niður. Hann lá örmagna og beið og hafði varpað frá sjer allri von um það að undankomu yrði auðið, því brátt færi að birta og vörðurinn mundi finnast sofandi fyrir utan básinn. Hann horfði niður fyrir sig á bert og hart grjótið á götunni, sem táknað gat bæði frelsi hans og dauða. Og hann hugsaði til fjelaga sinna, hvort þeir hefðu sloppið og hvort þeir mundu hjálpa honum. Hann hlustaði. Hann heyrði aðeins til eins næturvarðar og svo til grænmetis- salanna sem voru að aka á torgin. Klukkan sló fjögur. Hann kiptist við. Nokkrum andartökum seinna varð alt í uppnámi í fangelsinu eins og vant er, þegar menn verða varir við flótta einhvers. Það brakaði og brast í hurðum, varðmenn hrópuðu og kölluðu og Ijósagangur sást í öll- um gluggum og blys var borið kringum alt þak fangels- isins. Branaliðið hafði einnig verið kallað til að leita og glampaði á hjálma þess. En sjálfur lá Thénardier efst á tíu þumlunga breiðum múrvegg og gínandi djúpið beggja megin. Hann gat ekki hrært legg eða lið. Hann svimaði við hugsunina um það að hann gæti dottið niður þá og þegar. Hann hrylti við hugsuninni um það, að hann ætti ef til vill innan skamms aftur að verða fangi. Jeg drepst ef jeg dett niður og verð tekinn ef jeg ligg kyr, hugsaði hann. í þessari sálarangist tók hann alt í einu eftir manni, sem læddist meðfram múri^gjunum niðri á myrkri göt- unni. Hann staðnæmdist fyf> ueðan þar sem Thénardier lá milli heims og heljar. ^®®iu seinna læddist annar á eftir og síðan aðrir tveir- %ar þeir voru komnir saman allir fjórir opnuðu þeir hÚO inn í húsagarðinn og fóru inn. Hann hjelt að þeir henu valið þennan stað til þess að ráða ráðum sínum óáreith af öðrum. Þeir stóðu beint fyrir neðan hann. Hann reýdi ákaft að hlusta, eins og deyjandi maður grípur hv:f hálmstrá. Honum ljetti þegar hann heyrði að Þel töluðu dónamál, allir nema einn. Þeir ráðguðust um Þ^ð hvort þeir ættu að fara eða vera og Thénardier heyrði ^ einn þeirra sagði að verið gæti. að hann þyrfti á hjálp Hri*a að halda. Þeir körpuðu alllengi um þetta og fór ^énardier nú að þekkja þá. Montparnasse var að því ko®inn að gefast upp við það, að fá hina til að bíða. — f’elSl uáungi er ekki skítsvirði, sagði Brujon. Við skulum f^4 leiðar okkar áður en lög- reglan kemur. Thénardier ^ði ekki að kalla, það hefði getað eyðilagt alt. Þá datt h^Um það ráð í hug, að hann tók reipbútinn úr vasa sínuv^g ijef. hann detta niður til þeirra. Þeir undruðust en ^ uPp og þektu Thénardier. E^uggust þeir síðan til þeSS ^ binda saman reipbútana og kasta upp til hans. —- Je^€l- að steindrepast úr kulda, áræddi Thénardier að hvísla Við skulum verma þjer, lagsi, sagði Brujon. — Set ekki hreyft mig. — Rendu þjer niður, við skuluh taka á móti þjer. — Jeg er krókloppinn. — Festu reiP1' 1 inúrvegginn. — Jeg get það ekki. — Einhver okkar V:fður að klifra upp til hans, sagði Montpamasse. — er 0f hátt sagði Brujon. Gamall reykháfur stóð rjett 3á 0g n-gj næstum þvj upp til Thénardiers. — Það vseri ^St að skríða upp um hann, sagði Montparnasse. — þessí ^engi^ nej; þag gerir eng- inn fullorðinn, til þess þarf ^*1"11- — Hvar eigum við að ná í barn? sagði annai'- skal jeg sjá um, sagði Montparnasse og læddist aftu ht á götuna, er hann hafði fullvissað sig um það, a® ^f*1111 tæki eftir honum. Sjö eða átta mínútur liðu, en enardier fundust þær óra- langar. Hinir þrír þorpararnir bærðu ekki á sjer. Loksins opnaðist hliðið aftur og Montpamasse kom inn með götu- strákinn. Enn þá var hellirigning. Strákurinn horfði ró- legur á þoiiiarana. — Strákur, er nokkur maður í þjer? sagði Gueulemer. — Strákur eins og jeg er maður, en menn eins og þið eru strákar, sagði Gavroche. — Það vantar ekki túlann á þá þessa Parísarstráka, sagði Bru- jon. — Hvað er það þá, sem jeg á að gera? spurði strák- urinn — Þú átt að skríða upp gegnum reykháfinn með reipið og. festa það þama uppi. Strákurinn horfði á reykháfinn, reipið og vegginn og sagði háðulega — Er það alt og sumt? — Það er maður þarna uppi, sem þú átt að bjarga, sagði Montpamasse, viltu gera það? — Hvert jeg vil, sagði strákurinn, eins og það væri virðingu hans ósamboðið að svara slíkri spumingu. Síðan fór hann úr skónum og var honum svo lyft upp á þakið og fengið reipið. Rjett þegar hann var að skríða inn í reykháfinn beygði Thénardier fram höfuðið og þekti þá strákurinn hann. — Nú, já, já, það er þá hann faðir minn, en það er sama, jeg bjarga honum samt. Svo beit hann í reipend- ann, skreið upp og festi reipinu. Andartaki seinna stóð Thénardier á götunni. Þegar hann var þangað kominn og fann að hann var úr allri hættu var hann hvorki þreyttur nje þjakaður lengur. Hörmungar hans hurfu eins og reykur. Hann vildi undir eins taka til starfa — Jæja, hvern eigum við nú að gleypa? Brujon svai’aði — Við skul- um Ijúka okkur af í skyndi og skilja svo sem fyrst. í Plumetgötu var einhver bráð. Epónína átti að athuga hana, en kom með tvíböku. Þar var ekkert upp úr neinu að hafa. — Ættum við samt ekki að líta eftir því, sagði Thénar- dier. — Ójú, sagði Brujon. Meðan á þessu samtali stóð hafði strákurinn setið á steini rjett hjá, og virtust hinir nú ekki lengur gefa honum nokkurn gaum. Þegar hann hafði beðið nokkura stund eftir því hvort faðir hans yrti ekki á hann, en árangurslaust, fór hann í skóna og sagði -- Jæja/ góðir hálsar, þið þurfið þá ekki meira á mjer að halda. Jeg fer þá heim til krakkanna minna. Svo fór hann f3 'Í og hinir smátýndust líka burtu. En Babet hnipti i Thénar- dier og spurði hann — Þektirðu þennan dreng? — Hvaða dreng? — Hann sem skreið upp og færði þjer reipið? — Nei, jeg tók ekkert eftir honum. — Nú, mjer sýndist það vera hann sonur þinn. — Jæja, heldurðu það, sagði Thénardier. Sjöunda bók: Skríll. Hungur og þjófnaður eru tvíburar og iðjuleysið er móðir þeirra. Við höfum um stund lifað með í lífi skríls- ins og talað máli dónanna. Fyrir þrjátíu árum skrifaði sá, sem þessa sögu segir, aðra sögu í sama tilgangi og var ein persónan þjófur sem talaði dónamál. Út af þessu varð undur og ys og menn hneyksluðust. Jeg hef aldrei skilið slíkar aðfinslur. Síðan hafa komið fram tvær aðrar mátt- ugar frásagnir, eftir Balazac og Eugéne Sue, þar sem farið er fram sömu stefnu og fólkið hefur hne.vkslast á sama hátt. Að vísu er ljótt líf og mál dónanna, þorparanna, því neitar enginn. En ef á annað borð á að prófa og lýsa ein- hverju, því má þá ekki lýsa því og prófa það til botns? Slíkt höfum vjer ávalt talið hreystiverk, eða að minsta kosti einfaldan og nauðsynlegan verknað, 'sem verður væri samúðarfullrar athygli. Því skyldum við ekki prófa alt, reyna alt ? Vissulega er það þó ekki auðvelt verk að kanna undirdjúp þjóðfjelagsins, þar sem þrýtur fast land undir fæti, en aurinn byrjar. Hvenær hefur skelfingin útrýmt rannsókninni ? Hvenær hefur sóttin bannfært meðalið? Getum við hugsað okkur náttúrufræðing, sem ætlaði að rannska leðurblöku, nöðru eða önnur kvikindi, en kastaði þeim út í myrkrið og segði — Sveiattan, þetta eru ljótar skepnur. Rithöfundur, sem sneri baki við skrílnum væri líkur lækni, sem gæti ekki sjeð kýli eða vörtu. Hann væri eins og málfræðingur, sem ekki vildi athuga sRiðreyndir tungunnar. Rannsókn þjóðfjelagsmeina, og það, að benda. á þau, er ekki þannig háttað, að velja megi og hafna eftir vild. Sá, sem segir frá háttum og hugsjónum hefur ekki

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.