Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.09.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 21.09.1927, Blaðsíða 3
4 LOGRJBTTA einskonar þjófnaður, hafði ætíð pretti og svik í för með sjer. Og af þessum lögleyfða þjófnaði er peningaverslunin allra verst. Bóndinn, sem sáir og uppsker, vefarinn og klæðskerinn o. s. frv. hafa rjett til að ábatast á verki sínu, því þeir framleiða nauðsynleg efni eða umskapa nauðsynleg efni. En að peninga- hrúga, án vinnu og fyrirhafnar, fæði af sjer nýja peningahrúgu, það er svívirðilegt fyrirkomu- lag, og þeir menn, sem að því standa, eru djöfulsins verkfæri, sem eiga mikla sök á því böli og þeirri eymd, sem mannkynið þjá- ir, koma af stað styrjöldum, svelta þjóðimar og sjúga líf og lán frá fátæklingunum. Með framferði sínu í musterinu egndi Jesús verslunarstjett Jerú- salems á móti sjer. Þeir, sem urðu að hörfa fyrir honum út úr musterinu, kröfðust vemdar og fengu meðhald lagamannanna, sem af öðmm ástæðum vom Jesú reiðir. 0g með árásinni á musterisverslunina hafði Jesús ekki aðeins móðgað prestana heldur einnig gert þeim skaða. Nánustu ættingjar Kaifasar æðstaprests voru eigendur stærstu sölubúða musterisins. Allar dúfumar, sem seldar vora f Heiðingjagarðinum, komu frá Sedrusskógum þeirra og höfðu þeir miklar tekjur af dúfnasöl- sölunni. Víxlaramir höfðu engan rjett til þess að reka verslun sína í musterinu, en guldu hinum ríku Sadúsea-ættum háa skatta af henni, og þessvegna var hún látin óátalin. Tóku nú prestamir og kaupmennimir höndum sam- an til þess að vemda hagsmuni sína, og ekki er ólíklegt að þeir hafi þá þegar sama kvöldið kom- ið sjer saman um, að kaupa mann til þess að svíkja Jesú. Kaupmennimir hafa að líkindum lagt fram peningana, en prest- amir tekið að sjer að finna sök á hendur honum út af trúmálaá- greiningnum. Útlenda stjómin, sem vill koma sjer vel við klerk- ana og verslunarstjettina, ljær svo herlið til aðstoðar. En eftir að Jesús hafði lokið verki sínu í musterinu hjelt hann áleiðis til Bethaníu. -----o---- Jarðarför Stephans G. Step- hanssonar fór fram að heimili hans í Markerville 14. þ. m. Var viðstatt fjölmenni mikið bæði Is- lendingar og aðrir Kanadamenn, úr sveitinni og nágrenninu. Sam- kvæmt ósk St. og ættmenna hans var fylgt greftrunarsiðum unitariskrar kirkju. Ræður fluttu sr. Rögnvaldur Pjetursson, sr. Fr. A. Friðriksson og sr. Pjetur Hjálmsson og prestbyteraprest- urinn sr. Gray mælti nokkur orð fyrir hönd enskra sveitunga hins látna. „Líkið var jarðsett í ætt- argrafreit fjölskyldunnar, á norð- urbakka Medicineárinnar, í tæpr- ar (enskrar) mílu fjarlægð frá heimilinu. Liggur reiturinn inni í fögru skógarrjóðri nær mið- biki bygðarinnar". Skólasöngvar með þrem sam- kynja röddum eftir Friðrik Bjamason í Hafnarfirði em ný- komnir út. Er þetta önnur út- gáfa, aukin og breytt, þvi fyrsta útgáfan varð vinsæl og seldist fljótt. I þessari útgáfu era 35 lög. Bókin „Frá Vestfjörðum til Vestribygðar eftir ölaf Friðriks- son er nú öll komin út. Hefur Ólafur nú í smíðum aðra bók, sem út kemur innan skams og heitir „Rofinn haugur Tút-ank- amens. Um það efni flutti hann eitt sinn fyrirlestra hjer í Rvík og þóttu þeir fróðlegir og skemti- legir. Jakob Bjömsson yfirsíldarmats- maður á Siglufirði varð sjötugur 18. þ. m., kunnur dugnaðarmað- ur, sem lengi hafði fengist við verslun nyrðra, uns hann varð síldarmatsmaður. Um Laufárprestakall sækja sr. Ásmundur Gíslason prófastur á Hálsi og sr. Þorvarður S. Þormar á Hofteigi. Mjólkurbú ætlar kaupfjelag Ey- firðinga að reisa á Akureyri innan skams og á aðallega að gera þar smjer og ost til út- flutnings úr mjólk frá bændum í nærsveitum Akureyrar. i Suðurlandsskólinn. Ennþá mun ! alt í óvissu um afdrif hans, Bisk- ! upstungnamenn hafa nýlega heit- i ið 6500 kr. framlagi til hans, I verði hann reistur að Laugar- : vatni. Ólafur Finsen hjeraðslæknir á Akranesi varð sextugur 17. þ. m. | Sjóhrakningar. Vjelskútan Egg- ; ert Ólafsson fjekk nýlega mikið I áfall norður af Kögri og tók út þrjá skipsmenn. Tveir þeirra komust aftur upp í skipið, en einn draknaði, Jón Jóhannesson frá Hnífsdal. í Krossanesverksmiðjunni kom upp eldur 17. þ. m. og brann all- mikið af skemmum og síldarþróm og ein bryggja. Kviknað kvað hafa í síldarmjeli, sem ofhitnaði. Talið er að eyðilagst hafi alls um 40 þúsund mál síldar og ef til vill er allmiklu meira af síld þeirri, sem í þrónum var óhæf til 1 bræðslu. Yms tæki verksmiðjunn- j ar, s. s. lyftur hafa gengið mjög ; úr lagi svo að talið er að verk- ! smiðjan muni ekki geta starfað j svo sem mánaðartíma. Tjónið er i áætlað um hálf miljón króna. Frú Margrjet Jónsdóttir móðir Jóns Þorlákssonar fyrv. forsætis- | ráðh. og þeirra systkina andað- j ist á heimili J. Þ. 14. þ. m. rúm- ! lega níræð. Hún var fædd að Undirfelli í Vatnsdal 26. nóvem- I ber 1885, en bjó lengstum, eftir ! að hún giftist Þorláki Þorláks- syni, í Vesturhópshólum. Hún fluttist suður hingað 1908 og var hjá sonum sínum, Jóni eða Magn- úsi á Blikastöðum og oftast við góða heilsu, er fjekk lungnabólgu fyrir skömmu og dó úr henni. Hún var fróð kona, bókhneigð og minnug. Ofbeldi. Nýlega vora nokkrir Norðmenn af flutningaskipi, sem liggur í Viðey, staddir í Baldurs- haga og vora við vín. Þar var einnig staddur Hafliði Sæmunds- son bifreiðastjóri, algáður. Laust einn Norðmaðurinn hann framan á ennið með flösku og brotnaði hún og stungust glerbrot í ennið I og gleraugu bifreiðarstj órans brotnuðu inn í augað. Er talið óvíst hvort hann heldur sjón. Norðmaðurinn var tekinn fastur. Málverkasýningu heldur hjer um þessar mundir ungur austur- rískur málari Theo Henning. Hefur hann dvalið hjer á landi nokkrar vikur og málað allmarg- ar myndir á Reykjanesi og aust- anfjalls og gert nokkrar manna- myndir, þ. á. m. góða mynd af Oddi á Skaganum. Ýmsar myndir hans eru fallegar og vel gerðar. Barn druknaði nýlega í mógröf á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð og var móðir þess næstum drukn- j uð líka, er hún gerði tilraun til þess að bjarga því. Sveinn Björnsson sendiherra er staddur hjer. Sjóðþurð alhnikil, yfir 60 þús. kr. að sögn, er komin upp hjá Branabótafjelagi íslands. Hafði forstjóri fjelagsins, Árni Jónsson frá Múla veitt því athygli fyrir nokkra, að sjóðsþurð var og ljet þá rannsaka bókfærslu fjelagsins og gaf jafnframt fyrverandi stjóm skýrslu um málið og var það skömmu áður en hún fór frá. Mun rannsókninni síðan hafa j verið haldið áfram og komið í ! ljós að sjóðþurðin væri allmargra ára gömul en hefði sífelt aukist, en leynst vegna ófullkomins bók- færslukerfis og ófullnægjandi endurskoðunar, sem á að vera framkvæmd af hálfu hins opin- bera. Nokkuð af sjóðþurðinni kvað núverandi gjaldkeri hafa játað að væri af sínum völdum. Annað er ekki kunnugt um málið með vissu, en talið sjálfsagt að það verði rannsakað frá rótum samvitskusamlega og hlutdrægn- islaust. Atvinnumálaráðherrann hefur nýlega skipað Jón Þorláksson fyrv. ráðherra til þess að rann- saka möguleika þess að ríkið stofni og reki verksmiðju til þess að vinna úr síld, en um það efni hafði Magnús Kristjánsson flutt tillögu á síðasta þingi, sem sam- þykt var. J. Þorl. er fyrir nokkra farinn norður til að athuga málið. Hjálpræðisherinn. Kr. Johnsen, sem verið hefur leiðtogi hersins hjer undanfarið, hefur nú verið kvaddur til annarar þjónustu, eins og fyr er frá sagt, en í hans stað hefur verið skipaður Ámi Jóhannesson adjutant, sem lengi hefur dvalið í Danmörku og nú síðast í Englandi. Er þetta í fyrsta skifti, að tslendingur verð- ur leiðtogi hersins. Jafnframt hefur sú breyting verið gerð, af aðalstöðvum hersins í London, að ísl. herinn verður ekki lengur í sambandi við danska herinn eins- og áður, heldur í sambandi við skotska herinn og verður þvi yfirmaður hans, George Langdon, ofursti í Glasgow. Guðmundur Guðjónsson (Gama- líelssonar), heitir ungur húsa- meistari, sem nýlega er kominn hingað til bæjarins og hefur opn- að hjer teiknistofu. Hann hefur stundað nám í húsagerðarlist í Wismar í Þýskalandi og lokið þar próf i og síðan dvalið um skeið í Stokkhólmi. Jóhannes Jósefsson er eins og 1 kunnugt er fyrir nokkra kominn heim hingað og hefur mest verið á ferðalagi síðan, en er nú ný- j lega setstur að hjer í Reykjavík fyrir fult og alt, ásamt konu sinni og tveimur dætram. Hefur hann nú verið víða um lönd um tuttugu ára skeið, síðast og lengst af í Ameríku. Hefur hann sýnt ísl. glímu eða tekið þátt í öðrum íþróttum og aflraunum eða gert úr vamarbrögðum sín- um leiki til sýningar á fjölleika- húsum. Hefur hann farið víða um Ameríku, til Cuba, um Rúss- land, Mið-Evrópu og Norður-Ev- rópu og suður á Pyreneaskaga. Þjóðemi sínu hefur Jóh. hver- vetna á lofti haldið og jafnframt sýningum ^sínum hefur hann oft flutt víðvarpserindi um ísl. sögu og menningu. „Gæti jeg með starfi mínu vakið eftirtekt manna á ættlandi mínu, þá er jeg á- nægður“, sagði hann eitt sinn í viðtali við erlent blað. Það hefur hann líka vel gert og einnig unn- ið sjálfum sjer álit í sinni grein, eftir því sem mörg blaðaummæli sýna, er hann á í fóram sínum frá ferðalagsáranum. Mentaskólinn. Skýrsla hans fyrir skólaárið 1920—27 er ný- komin. Nemendur skólans vora í byrjun ársins 281 (124 í lær- dómsdeild, þar af 12 stúlkur, og 157 í gagnfræðadeild, þar af 44 stúlkur). Undir árspróf gengu 86 í lærdómsd. og 97 í gagn- fræðadeild. Deildir skólans vora 15 og kennaramir 24 og kendar 460 stundir á viku, hæsta stunda- tala eins kennara var 35 stundir. Námsstyrkur af landsfje var 2880 kr. og ennfremur var veitt- ur húsaleigustyrkur 36 nem., 50 kr. hverjum og úr Bræðrasjóði voru veittar rúml. 1640 kr. Hæsti styrkur sem einn nemandi fjekk, þegar alt var samanlagt, vora 210 kr. en lægst 25 kr. Skóla- gjöld greiddu 158 innanbæjar- nemendur, 150 kr. hver. Með skólagjöldunum er nú greiddur allur námsstyrkur ríkisins og allmikið af öðram gjöldum, eða um sjöttungur af öllum kostnaði við rekstur skólans. Leikfjelagið byrjar innanskams að sýna þýskan gamanleik, Gleið- gosann. Jakob Möller er nýkominn heim af fundi norrænna banka- eftirlitsmanna í Stokkhólmi. Strand. Nýlega strandaði á Sauðárkróki saltskipið Ströna, eign Holdöes í Krossanesi.Það var með saltfarm til Kaupfjelags Ey- firðinga. Professor Fagginger-Auer frá Eddysjóðnum í Ameríku er ný- kominn hingað og mun halda um um 20 fyrirlestra í guðfræðis- deild háskólans. Goodtemplarar voru alls hjer á landi 1. maí sl. 5965, flestir á Suðurlandi, eða um 3900. 1 ung- lingastúkum voru um 3800 fje- lagar. Stúkur voru alls (í júní) 74 og 47 unglingastúkur. Fjöl- mennustu stúkumar eru í Reyk- javík, Verðandi (611 fjel.), Ein- ingin (610), Dröfn (406). Tvö Ixigrjettublöð koma í dag. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.