Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.09.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 28.09.1927, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA XXn. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 28. september 1927. 50. blað. Um víða veröld. Leiklist í Magdeburg og í París. Leiklistin hefur víða átt nokk- uð erfitt uppdráttar á síðkastið af ýmsum ástæðum. Eru það ekki síst kvikmyndirnar sem orð- ið hafa henni erfiður keppinaut- ur. Ýmsir telja samt, að á þessu sje aftur að verða nokkur breyt- ing allvíða um Evrópu. — Áhugi fólks á leiklist fer aft- ur vaxandi og aðsóknin að leikhúsunum, enda mikið til þess gert að brýna fyrir fólki menn- ingargildi leiklistarinnar, þegar rjett sje á henni haldið. Ýms leikhús, sem varð að loka um og eftir styrjaldarárin, t. d. í Þýskalandi og Austurríki, hafa uú verið opnuð aftur og er fjár- hagsleg afkoma leikhúsa yfirleitt betri nú en var fyrir nokkrum árum. Alt um það eiga mörg leikhús, og það sum hin bestu, í basli, enda upp og ofan að gæð- um það, sem sýnt er. Ýmsar stefnur hafa komið upp í leiklist- inni, eða um útbúning leiksviða, á síðustu tímum og þykir mörgum svo sem stærstu leikhúsin sjeu farin að leggja of ríka áherslu á allskonar flókinn og skartmikinn útbúnað og vjelavinnu, listin sje meira og meira að verða vjel- geng. Ýmsir Frakkar leggja nú t. d. allmikla áherslu á einfaldan útbúnað. Annars eru Þjóðverjar (og Austurríkismenn) einhver hin helsta öndvegisþjóð í leiklist. Það er því ekki tilviljun að þeir hafa orðið til þess á þessu ári, að koma á merkilegu fyrirtæki fyrir leiklistina. En það er leik- listarsýningin í Magdeburg (Deutsche Theater-Ausstellung), sem hófst 14. maí og stendur til 2. október. Hefur verið vel til hennar vandað á hverja grein, sýningarstaðurinn fagur og sýn- ingarhúsin reisuleg, enda hefur sýningin vakið athygli og aðdáun þeirra, sem áhuga hafa á þessum efnum. Megintilgangur sýningarinn- ar er sá, að sýna ástand og gildi leiklistar nútímans, ásamt meginatriðunum í þeirri sögulegu þróun, sem gert hefur úr listinni það, sem hún nú er. Sýningunni er því skift eftir öllum reglum þýskrar skýrgreiningar, í vís- indalega deild, sem aftur skiftist í sögudeild, menningardeild o. fl. og í iðnaðardeild. Er þannig sýnt ástand leiklistarinnar og tæki þau, sem hún notar, ekki ein- ungis eins og þetta blasir við á- horfendunum í allri sinni dýrð fullbúið á leiksviði, en einnig eins og það horfir við að tjalda- baki, þar sem ekki er ávalt eins skáldlegt um að litast, þar sem vjelamenn, smiðir og málarar starfa. Einnig er sýnd starfsemi leiktjaldamálara o. s. frv. Þá er tilraunaleiksvið, skemtistaðir alls- konar o. fl. og glæsilega frá öllu gengið. Samt dregur að sjer einna mesta athygli sú deildin, sem gefur ýms sýnishorn af leiksvið- um nutímans og af sögu leik- sviðanna. Fyrst er sýnt fornt leiksvið, grískt, sem vera á Di- onysos-leiksviðið í Aþenu, með sýningu úr Agamemnon Aiskyl- osar frá því árið 458 f. Kr. Má af því marka að sú saga sem rakin er, nær yfir nærri 2400 ár. Síðan er sýnt ýmislegt úr leiklist miðaldanna, ekki síst frá því er kirkjan tók list þessa í þjónustu sína, svo að leiklistin varð jafnvel einskonar þáttur guðsþjónustunnar, og hafði að vísu verið svo að vissu leyti frá fornu fari, heiðnu. Þannig komu upp svonefndir píslarleikir og eru enn leiknir sumstaðar á há- tíðum og eru einna kunnastir leikirnir í Oberammergau. Á sýn- íngunni eru sýndir píslarleikir í Luzern frá 1586 og ný endur- tekning á 600 ára gömlum klaust- urleik frá Eisenach um hinar tíu meyjar. Síðan er sýndur ítalskur leikur, en ítalir höfðu allrík á- hrif á leiklistina á 16. öld og all- lengi þar á eftir. Ennfremur er sjerstakt herbergi helgað minn- ingu Hans Sachs, þá kemur leik- listin kringum þrjátíu ára stríð- ið og ensk áhrif, en uppúr því fer þýsk leiklist meira og meira að verða sjálfstæð og sjerkenni- leg, uns Þjóðverjar verða önd- vegisþjóð, og er sú saga rakin nákvæmlega frá dögum Goethe's og Schillers ekki síst, og leikara eins og Ifflands, og síðar Wagn- ers og fram á þennan dag, er Max Reinhardt má teljast merk- asti og umsvifamesti maður þýskrar leiklistar. En frá honum hefur nokkuð verið sagt í Lögrj. áður. Margir hafa farið til þess að sjá þessa sýningu og flestir eða allir lokið á hana lofsorði. T. d. hafa Bretar, sem sjeð hafa hana, skrifað um það hvern vott hún bæri þess, að þýsk leiklist stæði enskri framar. Þegar minst er þannig er- lends leiklistarviðburðar, má einnig geta annars, frá París. En þar var nýlega haldin leik- hátíð fyrir forgöngu Gémier, forstjóra Odéon-leikhússins, — Sýndu þar leiki hollenskir, ensk- ir, japanskir, danskir og flæmsk- ir flokkar. Þóttu það merkilegar sýningar. Frá Danmörku var Johannes Poulsen aðalleikarinn (í Erasmus Montanus) og einn- ig sýndur dans. Frá Hollandi kom Louis de Vries og frú de Boer, frá Englandi Gwen Frag- con, Colin Keith Johnson og Si- byl Thorndike, sem mörgum þykir einhver hin besta leikkona nútímans og hefur leikið ágæt- lega Mærina frá Orleans í leik- riti Shaws. önnur merk leikhá- tíð hefur einnig nýlega verið haldin í París, í Comédie fran- caise og var þar minst „róman- tiska" tímabilsins í leiklistinni og m. a. sýnd tvö helstu leikrit Hugo's, höfundar „Vesalinganna", sem birtast hjer í blaðinu. Síðustu fregnir. Þjóðabandalagsfundurinn í Genf hefur samþykt tillögu, sem bannar árásarstríð. — Vatna- vextir eru nú mikhr í Sviss. — Farþegaflugvjel fjell niður fyrir nokkrum dögum á leið frá Ber- lín til Miinchen og biðu sex menn bana, þ. á. m. sendiherra Þjóð- verja' í Bandaríkjunum. — Frakkar hafa lækkað innflutn- ingstolla sína og kemur það m. a. hart niður á Bandaríkjamönnum, sem hóta tollstríði. — Óvissa er enn um samkomulag Frakka og Rússa og það hvort Rokovski sendiherra verði vísað heim frá París. Rússar vilja komast hjá erjum, en tryggja sem best við- skiftin. Buðust þeir til þess 24. þ. m. að greiða allmikið af göml- um skuldum sínum við Frakka, eða um 60 milj. gullfranka árlega í 61 ár, en vildu jafnframt fá nýtt verslunarlán, 600 milj. gull- franka. Bókmentafjelagið. Bókmentafjelagsbækur þessa árs eru nýkomnar, Skírnir, Ann- álar og Fornbrjefasafn og lítið lokahefti kvæðasafns. Það er fá- nýt tilraun að reyna að gera upp þann reikning, hver þessara bóka sje „merkust" eða helst „mætti missa sig". Þær eru allar nokkuð merkar, hver á sína vísu. Skírnir er það sjálfsagt, sem öllum almenningi fjelagsmanna er auðlesnastur og kærkomnastur, en Förnbrjefasafnið hefur á síð- ari árum orðið olnbogabarn margra þeirra. Þetta er eðlilegt, en ekki sanngjarnt að öllu leyti, eins og Lögrj. hefur nokkrum sinnum áður vikið að. Forn- brjefasafnið er ekki þessháttar rit, að til þess verði ætlast, að það verði mikið lesið eða alment. En það hefur verið merkilegt heimildarrit og mikilsverður þátt- ur í íslenskum sögurannsóknum, sem eftirsjá væri að, ef niður yrði feldur fyrirvaralaust í miðju kafi. Það er líka á ýmsan hátt ástæðulítið af Bókmentafjelags- mönnum að amast við útgáfunni, því hún hvílir fjárhagslega alt eins mikið á öðrum en þeim, (ríkissjóði). Hinsvegar ætti að haga útgáfunni öðruvísi en nú er gert, þyrfti ekki að prenta eins mikið upplag, því mest fer það nú í súginn. Ennfremur er það fyrirsjáanlegt, að útgáfunni verður varla haldið áfram langt fram í tímann enn í sama formi og nú, þegar heimildum fer mjög að fjölga. Alla útgerð Fornbrjefasafnsins ætti að taka til endurskoðunar og fá hana hvorM þeim í hendur, fyrst og fremst, sem haft hafa horn í síðu útgáfunnar nje þeim, sem nú hafa með hana að gera fræði- lega og fjárhagslega. Annálarnir, sem Hannes Þorsteinsson sjer um — hinn fróðasti maður um þau efni — eru merk söguheim- ild og verður væntanlega flýtt eftir því, sem föng eru til. Inn- anum þá er einnig ýmislegt, sem lesa má sjer til skemtunar og útgáfunni hagað svo, að auðlesin er öllum almenningi, stafsetning samræmd í þá átt, sem nú tíðk- ast helst. Ekki mundu sumir að- standendur Bókmentafjelagsins að vísu kalla það fyrirmyndar vísindamensku, að víkja þannig frá rithætti frumtexta og steypa alt í einu móti, ef einhverjir hefðu orðið til þess aðrir en þjóð- skjalavörðurinn og sjálfir þeir. En sannleikurinn er sá, að ekki mun þetta nú koma að miklu klandri, alls ekki fyrir almenna lesendur, lítt eða ekki fyrir sagn- fræðinga, en fyrir málfræðinga getur stundum öðru máli gegnt. Um Kvæðasafnið þarf ekki að fjölyrða. Það er nú úr sögunni, því miður, en mun eiga fyrir sjer að rísa upp síðar meir í nýrri mynd og betri hjá Árna- sjóði og í sama sniði og hin snyrtilega Skáldkvæðaútgáfa Finns Jónssonar, enda að efninu til framhald hennar. Skírnir er síðastur talinn bók- anna, en er ekki sístur, þótt sitt geti sýnst hverjum um einstakar greinar, eins og gengur og gerist. Skírnir er eina ritið, sem Bók- mentafjelagið gefur nú út, sem heldur lifandi sambandi þess við lesendur landsins. Ef hann væri ekki, væri Bókmentafjelagið dautt fræðafjelag fárra manna, en það var því aldrei ætlað að vera. — Heftið hefst á fróðlegri grein um Árna stiftprófast í Görðum eft-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.