Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.09.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 28.09.1927, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA 3 Stórkostleg verðMkun á bókum: ABDALLAH, áhrifamikil og spennandi austurlensk skáldsaga, í >ýð- ingu eftir, Sig. Kristófer Pétursson. Verð áður ób. 7.75 nú 5.00. Verð áður ib. 11.75 nú 6.50. LJÓÐMÆLI eftir Guðm. Bjömsson, Verð áður ób. 7.50 nú 4.00. Verð áður ib. 9.00 nú 5.50. UPPSPRETTUR, kvæði eftir Halldór Helgason. Verð áður ób. 7.50 nú 4.00. Verð áður ib. 9.00 nú 5.50. Bækumar fást hjá öllum bóksölum, einnig beint frá aðalútsölunni burðargjaldsfrítt, sé andvirði sent með pöntun. Aðalútsala hjá Prentsm. Acta hi., Reykjavík. 11 -j i LÖQRJBTTA Utgefandi og ri tstjóri Í* o r s t e i n n bl í s 1 a s « n Þíngholtsstraeti 17. Siini 178. Innheinta ©jr afgTeiðela i ÞingholUntraeti 1. I ------------------------------>1 ir biskupinn. Er vel að minst sje rækilegra slíkra manna, nógu margir liggja enn óbættir hjá garði „söguþjóðarinnar“. Klemens Jónsson skrifar um bæjarbrag í Reykjavík kringum 1870, fjörlega grein. Hefur hann áður skrifað um áþekk efni og er þakkarvert, því þeim þætti menningarsögunn- ar, sem þar er um að ræða, hef- ur verið lítið sint, en hann er at- hyglisverður á ýmsan hátt, þó stórvægilegt sje það ekki alt sem um er fjallað.Jón Eyþórsson ritar um veðráttu og veðurspár, skil- merkilegt mál, og hefur hann unnið þarft verk með skrifum sínum um þessi efni. Því enn skortir allmikið á skilning fólks á gildi veðurfræðanna. Einar H. Kvaran skrifar athyglisverða grein um Upton Sinclair og auð- valdið í Bandaríkjunum. Var ný- lega sagt í Lögrj. frá síðustu bók U. S. um olíumálin.Ámi Páls- son skrifar skörulega grein um Georg Brandes, af góðri þekkingu á ritum hans og meiri samúð með starfi hans en oft hefur annars kent á síðari árum. Sigurður Nordal skrifar um Tyrkja-Guddu, og safnar um hana ýmsum fróð- leik, og sumum skemtilegum. Geta má þess, þó ekki velti á miklu, að meginniðurstaða höf., sem sett er fram sem hátíðleg vísindaleg nýjung, hefur áður komið fram í alkunnu gamankvæði um Tyrkja- Guddu (eftir Hannes Hafstein), það, að Gudda sje nokkru betri en orðrómurinn af henni og hafi geðríki hennar mjög haft áhrif á skapferð og skáldskap Hallgríms. Finnur Jónsson skrifar um leifar Kjalleklingasögu, Guðm. Finn- bogason um bölv og ragn, Ólaf- ur Lárusson um refsivist á ís- landi, Páll E. Ólason um feril Passíusálmahandrits H. P., Árni Pálsson um Jón Jacobsson. Einar Benediktsson yrkir um Ými, og ritfregnir eru síðast. Er þar að- eins getið fjögurra bóka og tveggja að vísu nokkuð ítarlega, en lítið er þetta samt og væri lítilsvert, ef lesendur ættu ekki kost á öðrum fregnum, eins og þeir eiga þó, enda eru tímaritin nú að jafnaði orðin aftur úr blöð- unum um ritfregnir hvað fjölda og fjölbreytni snertir og oft einn- ig hvað meðferð snertir. En gildi dómanna er hjá hvorumtveggju að sjálfsögðu upp og ofan og verður hver að halda því fram og hirða það, sem honurn þykir rjettast. Bókmentafjelagið ættu menn að efla. Það er svo gamalt fjelag og var svo góðkunnugt, að það á það skilið, að minst sje rita þess sæmilega, jafnvel þó það eigi það ekki skilið að öllu starfi þess sje hælt. Því útgáfustarf þess er að verða fábreytt og afturfararlegt (nema Skímir). Framtíð þess er ýmsum góðum mönnum á- hyggjuefni. Þeir kvíða því að það sje á þeirri leið, að það hor- falli í höndum þeirra, sem nú hafa verið fengin forráð þess um skeið, ef ekki verður við þeim stjakað eða þeir ranka við sjer sjálfir, svo að elsta og virðuleg- asta fræðafjelag landsins megi ganga í verðskuldaða endumýj- ungu lífdaganna, íslenskum bók- mentum til gagns og sæmdar. ---o---- Síldarbræðslustöðin fyrirhugaða. í Lögrj. frá 21. þ. m. sje jeg þess getið, að atvinnumálaráð- herrann hafi nýlega skipað mig „til þess að rannsaka möguleika þess að ríkið stofni og reki verk- smiðju til þess að vinna úr síld“. í þessu er dálítil missögn. Það sem jeg hefi tekið að mjer er, samkvæmt þingsályktun frá síð- asta þingi, það verkfræðings- starf, „að rannsaka hvað kosta muni að stofnsetja nýtísku síld- arbræðslustöð á hentugum stað á Norðurlandi, sem geti unnið úr alt að 2000 tunnum síldar á sól- arhring", og þar með að svipast eftir hentugum stað fyrir slíka verksmiðju. Jeg minnist ekki að það hafi komið sjerstaklega til tals, að koma slíkri verksmiðju upp á ríkiskostnað, en flestir, sem þekkja til útgerðar, munu vera sammála um þörfina á því, að koma meiri síldarbræðslu á innlendar hendur, en nú er. Er þá ekki nema eðlilegt að hið op- inbera greiði fyrir málinu með því að gangast fyrir nauðsynleg- um verklegum undirbúningi, hvemig sem á síðan ræðst um fjárreiður til stofnsetningar og starfrækslu fyrirtækisins. Jón Þorláksson. ---o--- Illdeilur. íslendingur í Noregi hefur sent Lögrj. greinarútdrátt þann úr „bændablaðinu Nationen“, sem þýddur er hjer á eftir: „I lestinni sem gengur milli Niðaróss og Oslóar varð jeg ný- lega samferða hálfníræðum Vest- ur-Norðmaxmi. Gamli maðurinn var skrafhreyfur og sagði mjer margt af veru sinni vestur þar. Hann hafði verið í Ameríku í 64 ár. Nú kom hann heim um Góðar og göfgandi barnabækur: Kóngsdóttirin fagra, æfintýri eftir Bjama M. Jónsson kenn., kr. 3.50. Fjórtán dagar hjá afa, eftir Áma Ámason læknir, kr. 2.00. Skjóna, dýrasaga eftir Einar Þorkelsson, kr. 1.00. Bækumar fást hjá öllum bóksölum, einnig beint frá aðalútsölunni burðargjaldsfrítt, sé andvirði sent með pöntun. Aðalútsala hjá Prentsm. Acta h.f., Reykjavík. jólaleytið og ætlaði að bera bein- in í landinu, sem hann unni svo mjög. En nú var hann snúinn við. Hann sagðist ekki þrífast heima. Hann kvaðst hafa sannfærst um það meir og meir eftir því sem árin færðust yfir hann, að kær- leikur og umburðarlyndi væri fyr- ir öllu öðru í lífinu. En hann sagðist hafa orðið þessa rauna- lega lítið var. Hann sagði að það færi hrollur um sig af öllum erj- unum og illdeilunum, sem hann hefði orðið var við í föðurlandi sínu. Jeg get ekki þrifist í þess- háttar lofti, sagði hann. Jeg fylgi þeirri reglu, að geti jeg ekki sagt eitthvað gott um menn, þá segi jeg ekkert um þá. Orð gamla mannsins eru athyglisverð. Oft er svo að orði kveðið, að Norðmenn sjeu meðal mestu menningar- þjóða. En er það víst? 'Því hvað er eiginlega menning? Mundu ekki fyrstu boðorð menningarinn- ar eiga að vera það, að unna þvi sem fagurt er og göfugt og koma lífi sínu í samræmi við það ? Þeg- ar ferðast er um landið verða menn ekki fyrir sjerlega ríkum áhrifum þess, að lögð sje mikil stund á fegurðina. Býlin liggja oft eyðileg og ekkert er til þess gert að prýða þau. Nýbygging- amar eru stundum hræmulegar og ekki hreyfð til þess hönd nje fótur að rækta kringum þau runn eða blómabeð. Og hvemig eru svo kirkjumar og kirkjugarðamir til sveita? Hafi maður ferðast eitt- hvað í öðrum löndum sjest mun- urinn. Hvemig er svo andlega líf- ið? Úlfúðin liggur eins og mara á hálfu landinu. Og hvemig er ekki falsið og lygin 1 stjórnmála- erjunum? Er slíkt vottur mikill- ar menningar? Og svo þessi ein- kennilega skoðun, sem víða ríkir, að manngildi verði metið í pen- ingum. Landið er að vísu fagurt. En oft er það besta í lífi þjóðar- innar troðið niður í illgjömum erjum og úlfúð. — — Það er margt um heim og geim sem mannshugurinn skilur ekki. Víst er það samt og satt, að frá eilíf- um máttarvöldum alheimsins streymir ósýnileg orka, sem fús- lega vill komast inn í hjörtu mannanna. Þessi orka ljómar í svip alls þess sem fagurt er og gott í lífinu. En margir njóta aldrei góðs af þessu. Hleypidómar úlfúðar og illinda valda því. Þjóð- in skilur ekki það lífsgildi sem fólgið er í friði og fegurð“.-- Þetta er sagt um norskt þjóðlíf og sýnir að vísu að víðar er pott- ur brotinn en hjá okkur og víðar kvartað um erjur og óþarfa þras, en af íslenskum almenningi, sem víðast er löngu leiður á erjum og illindum og stórorðu stjórn- málaglamri, sem ekkert leiðir af til þjóðþrifa og fáum er til skemtunar. ----o---- Klakstöð hafa Borgfirðingar í hyggju að koma upp, sennilega að Hvassafelli. Ársrit nemendasambands Lauga- skóla, 2. ár, er nýkomið út. ! Þakkarord. Þegar við nú kveðjum Island, eftir margra ára dvöl og starf þar, þá er sís.t að undra, þótt af hugans djúpi rísi margar kærar endurminningar. En þær minn- ingamar, sem okkur eru hjart- fólgnastar, og sem við munum jafnan geyma meðan við lifum, eru endurminningarnar um alla þá mörgu menn og konur, sem við kyntumst á starfsárum okkar víðsvegar á Islandi, alla þá, sem auðsýndu okkur ástúð og vinar- þel. — Við gleymum ykkur aldrei. Eina endurgjaldið, sem við höfum að bjóða ykkur fyrir samúðina og vináttuna, er hjartanlegt þakk- læti okkar beggja. — Guð blessi ykkur. Bei-tha og Kristian Johnsen adjutantar. ----o---- Til íslenskra bæjarstjóma og sýslunefnda. Með tilliti til fyrirspumar undirritaðs um hljómsveitarferð 1930 eru allir aðaljar beðnir að athuga þetta: Samskonar fyrirspum til bæj- arstjómar Reykjavíkur hefur verið flaustrað af (líklega fyrir misskilning) á fundi, þar sem aðeins rúmur helmingur bæjar- fulltrúanna var viðstaddur. Án nokkurrar rannsóknar á málinu var samþykt neitandi svar við fyrirspuminni. Ákvöi'ðun þessa fundar hefur ekki nein endanleg áhrif á framkvæmd málsins, en bæjai'stjóm Rvíkur hafði áður samþykt það svar við málaleit- un undirbúningsnefndar ríkisins að neita í heild að taka nokkra ákvörðun um þátttöku í ríkisaf- mælinu 1930. — Auðvitað yrði stærð hljómsveitarinnar að fara nokkuð eftir þátttöku bæjarfje- laga og sýslunefnda, en það má vænta erlends stuðnings til fei'ð- arinnar, t. d. með skipakosti eða fjárstyrk. — Það er nú þegar starfað bæði á Islandi og erlendis að undirbúningi ferðarinnar. Samningum er haldið áfram. Baden-Baden. I sept. 1927. Jón Leifs. -----o---- Gullbrúðkaup áttu prestshjón- in í Stöð-, sjera Guttormur Vig- fússon og kona hans, frú Þór- hildur Sigurðardóttir, 24. ágúst 1927. Er sjera Guttormur nú 82 ára og þrátt fyrir aldurinn og langvarandi lasleik er hann furðu em og fjömgur í viðræð- um, og síræðandi sem fyr. Frú Þórhildur er 68 ára að aldri, heilsugóð og afburða þrótt- mikil kona. Þrek hennar og skör- ungsskapur er vafalaust manni hennar óvenju mikill aflgjafi. Hjónin eiga nú á lífi 6 böm og 21 barnabam. Langafi og lang- amma ei'u þau og orðin. Fimm- V. Hugo. VESALINGARNIR. síður ábyrgðarmikið verkefni, en sagnfræðingurinn, sem segir frá atburðum. Sá síðari fæst við yfirborð menn- ingarinnar, deilur höfðingjanna, hjónabönd konga og fæð- ingar prinsa, orustur, fundi og fyrinnenn og byltingar þær, sem í birtunni gerast. Hinn sagnfræðingurinn fæst rið innra borð lífsins, djúpið, þar sem alþýðan erfiðar og þjáist, þar sem konan er kúguð og barnið býr við böl, hann fæst við hina ógurlegu styrjöld milli manns og manns, við leynilegt glæpalíf, og ógnir vesalinganna og baráttuna við hungrið og andstöðuna gegn lögunum. Hann verður að sökkva sjer niður í djúp myrkursins með hjarta sitt þrungið bæði samúð og hörku, sem bróðir og dómari í senn. Hafa sagnfræðingar sálar og hjarta óæðri skyldur en sagnfræðingar yfirborðsstaðreynda ? Heldur nokkur að Dante hafi frá minna að segja en Machiavelli? Er úthverfa menningarinnar síður mark- verð en rjetthverfa hennar, aðeins af því, að dýpra og dimmra er á henni? Þekkjum við fjallið vel, ef við þekkj- um ekki í því hella og gjótur? Sönn saga er sambland allra hluta, sannur sagnfræðingur blandar sjer í alt. Maðurinn er ekki hringur með einum miðdepli, hann er sporbaugur með tveimur brennideplum. Hugsandi menn nota lítið orðatiltækin lánsamur og ólánsamur. I þessum heimi, sem augsýnilega er fordyri annars heims. er enginn lánsamur. Mönnunum er rjett skift í hina björtu og hina dimmu. Það er verkefnið, að fjölga þeim björtu, en fækka þeim dimmu. Þess vegna hrópum við á mentun og vísindi. Að kenna lestur er að kveikja eld. Það sindrar af hverri samstöfu. En ljósið tendrar ekki óhjá- kvæmilega ánægju. Fólk getur þjáðst í Ijósinu. Loginn er óvinur vængsins. En að brenna án þess að hætta að fljúga, það er undur hins mikla anda. En þótt þú hafir öðlast þekkingu og ást, geturðu þjáðst. Dagurinn er fæddur í tárum. Bjartur maður grætur yfir þeim, sem í dimmunni dveljast. En ekkert lát, ekkert hik, engin þögn má verða í hinni miklu framsókn. Þjóðfjelagsspekin er fyrst og fremst fólgin í vísindum og friði. Verkefni heimar er það, og árangur hennar hlýtur að verða sá, að eyða gremjunni með því að læra að þekkja óvináttuna. Hún prófar, rannsakar og lýsir. Oftar en einu sinni hefur þjóðfjelag sjest láta undan fyrir stormi þeim, sem skollið hefur á mannkyninu. Sagan er full af skipreikum þjóða og ríkja. Hættir, siðir, lög og trúarbrögð og svo alt í einu hið ókunna ofviðri, feykir þeim burtu. Menning Ind- lands, Kaldeu, Persíu, Sýrlands og Egyptalands hefur horfið hver á fætur annari. Hversvegna? Við vitum það ekki. Hefði verið unt að bjarga þessum þjóðfjelögum? Að hverju leyti er eyðilegging þjóðfjelaganna sjálfs- morð? Ekkert svar. Dimman hjálpar dæmdri menningu. Við þekkjum ekki veikleika fornra menninga og ekki veilur okkar eigin menningar. Menning okkar, verk tuttugu alda, er' verð þess að reynt sje að bjarga henni. Henni mun verða bjargað. Öllu afli þjóðfjelagsfræðinnar verður að beina að því marki. Eigum viðað halda áfram að hefja augu okkar til himins? Er hinn ljómandi dep- ill, sem við sjáum þarna í fjarska, einn af þeim sem hverfa? Ilugsjónin er ógurleg á að sjá, kafin í ginnunga- gapinu, örlítil, einangruð, illsjáanleg en undrafögur, um- kringd hinum miklu, myrku ógnum sem kyngjast kring- um hana. Samt er hún ekki í meiri hættu en stjarnan í kafi skýjanna. Áttunda bók: Algleymingur og örvænting. Lesaranum hefur væntanlega skilist það, að þegar Epónína hafði orðið þess áskynja hver var til húsa i Plumet-götu, þangað sem hún var send til njósna, þá reyndi hún fyrst að bægja þorparahópnum burtu og vís- aði síðan Maríusi þangað. Laðaður af afli því, sem dregur jámið að segulnum og elskandann að húsi unnustunnar, komst hann loks inn í garð Cósettu, eins og Rómeó í garð Júlíu. Á því var engin hætta, að nokkur sæi hann, því hann fór ekki fyr en dimt var orðið og gatan var mann- laus. Upp frá þeirri unaða^nd, þegar kossinn innsigl- aði sáttmála tveggja s#Uasálna, kom hann þangað á hverju kvöldi. Ef Cósetta ^i á þessu skeiði æfi sinnar felt hug til samvitskulao^ og nautnagjams manns, hefði hún verið glötunin®1 ^ld. Hún var göfuglynd og gaf sig alla. Þegar ástin he*r náð hámarki sínu er hún haldin einskonar himneskU Úindu, sem legst yfir augu blygðunarinnar. En í þvíl^ hættu stofnið þið ykkur ekki, göfugu sálir. Oft svo, að þegar þið gefið hjartað, er líkaminn tekinn nð sitjið eftir með hjartað og horfið á það skjálfandi 1 ‘‘Werunni. Ástin þekkir eng- an meðalveg. Hún leiðir ^aðhvort til glötunar eða frelsis. Öll mannleg örlög er*hiörkuð af þessu. Ef ástin er ekki líf, er hún dauði- !ún er vagga eða gröf. Guð vildi að sú ást yrði til frelsissem varð hlutskifti Cósettu. Allan maímánuð árið ‘»32 hittust tvær hreinar og saklausar verur á hverri uótt í garðinum og nutu himn- eskrar sælu af samfunduru ^Um, hreinum og fagnandi. Þau hjeldust í hendur, vöf^t hvort að öðru og horfðu hvort á annað. En milli þelí^ voru samt mörk, sem þau fóru aldrei yfir, ekki vegua^ss að þau gættu sín, held- ur af því að þau þektu þau ^1- Maríus fann til takmark- anna í hreinleika Cósettu o.! ^ósetta fann styrk i grand- varleik Maríusar. Fyrsti ko^tm varð hinn síðasti. Síðan hafði hann aðeins árætt að ' iúka ljettum koss um hönd hennar og hár. Honum virtr. Cósetta ekki vera kona, en ilmur, sem hann andaði að Hún synjaði honum ein- skis, því hann bað ekkí u#1 eitt. Hún var hamingjusöm og hann ánægður. Þau lifðu ^rim algleymingi, sem tvær sálir finna til þegar þser &agnteknar af ljóma hvor annarar. Þetta voru fyrstu ^^æðilegu faðmlög tveggja flekklausra sálna í sólsk111 uugsjónanna, eins og tveir svanir mættust á snjóhvítul lallstindi. Sál Maríusar var altekin, að hver losta^'0. var kæfð. I almætti al- svo igter. gleymingsins og unaðariuS 1 01 hinn hreini og viðkvæmi Maríus fremur getað ^ fund portkonu, en hann hefði getað lyft klæðafaló1 ^ 5eftu upp að ökla. Einu sinni í tunglskininu beygði Cósetta sig til þess að taka eitt- hvað upp og sást á brjóst hennar undir kjólbarminum, en Maríus sneri sjer undan. Hvað skeði í samskiftum þeirra? Ekkert. Þau tilbáðu hvort annað. Þegar þau voru í garðinum á nóttunni virtist þeim hann lifandi og heil- agur staður. öll blómin í kringum þau opnuðu krónur sínar og sendu þeim angan sína. Sjálf opnuðu þau sálir sínar og veittu þeim yfir blómin og sögðu ástarorð, sem komu ti’jánum til að titra. Hverskonar orð? Andardi’átt og annað ekki. En þessi andardráttur var nægur til þess að koma hreyfingu á alla náttúruna á þessum stað. Hann var undraafl og tæpast mundu þær samræður geta skilist, væru þær settar á bók, sem til þess eru gerðar, að berast eins og andvari undir laufunum. Takið úr þessu hvísli elskendanna, þann töfrahreim, sem kemur frá sálunni, eins og hörpuleikur og eftir verður ekkert nema svipur- inn einber og þið spyrjið, er þetta alt og sumt? Ójá — barnalegt hjal, endurtekningar, hlátrar að engu, óþörf orð og fávísleg, alt sem dýpst er og háleitast í heiminum, það eina, sem þess er vert að segja það og hlusta á það. Sá maður, sem aldrei hefur heyrt eða aldrei sjálfur sagt þessi fávíslegu og ómerkilegu orð, er annaðhvort flón eða fantur. Einu sinni sagði Cósetta — Veitstu hvað —? (þau vissu ekki hvernig á því stóð, að þau voru farin að þúa hvort annað). Veitstu það, að jeg heiti Evphrasia? — Evphrasia! Hvað er að tama, þú heitir Cósetta. — Ónei, Cósetta er ljótt nafn, sem slett var á mig þegar jeg var pínulítil. En mitt rjetta nafn er Evphrasia. Þykir þjer það fallegt nafn, Evphrasia? — Já, en Cósetta er ekki ljótt nafn. — Þykir þjer það fallegra en Evphra- sia? — Ójá. — Þá þykir mjer það líka fallegra. Það er líka satt, það er snoturt, Cósetta. Kallaðu mig Cóset.tu. Og brosið, sem hún bætti við, gerði úr samtalinu himn- eskan viðburð. öðni sinni horfði hún fast á hann og sagði — Herra Maríus. Þú ert laglegur og snytrilegur og gáfaður og miklu mentaðri en jeg, en jeg býð þjer byrg- inn með þessum orðum — Jeg elska þig. Maríus varð í sjöunda himni og þótti sem hann heyrði stjömumar syngja. Stundum laust hún hann ofurlítið af því að hann hóstaði, og sagði — Ekki að hósta, hema minn. Á þessum stað má enginn hósta án míns leyfis. Það er líka illa gert að gera mig hrædda með því að fara að hósta. Jeg vil ekki að þú sjert lasinn, því ef þú ert lasinn þá líður mjer illa. Hvað ætti jeg þá að gera? Þetta var blátt áfram guðdómlegt. Einu sinni sagði Maríus — Hugsaðu þjer, einu sinni hjelt jeg að þú hjetir Úrsúla. Að þessu hlógu þau bæði alt kvöldið. öðru sinni sagði hann — Einu sinni langaði mig til þess að berja á náunga í Luxembourg- garði. En hann hætti alt í einu, því hann mundi eftir því, að ef hann hjeldi áfram, yrði hann að minnast á sokka- band Cósettu, en það gat hann ekki vegna hins heilaga ótta saklausrar ástar við alt, sem holdlegt er. Maríus hugsaði sjer lífið með Cósettu á þennan hátt, þannig að hann kæmi á hverju kvöldi í Plumetgötu, smeygði sjer inn í garðinn, settist hjá henni á bekkinn, horfði á stjömublikið glitra gegnum trjálaufið, gældi við þumalfingursnögl hennar og andaði að sjer ilmi sömu blóma, og þúaði hana. Meðan á þessu stóð virtu þau svo fyrir sjer skýjafarið yfir höfði sjer. En í hvert skifti sem vindurinn hvín ber hann burtu meira af draumum mannanna en skýjum. Ást Maríusar var ekki hneigð til daðurs eða spjátrungsskapar. En það, að slá gullhamra þeirri konu, sem unnað er, em fyrstu blíðuat- lot. Lofsyrði eru eins og koss gegnum slæðu. Einu sinni hvíslaði Maríus — En hvað þú ert falleg. Jeg þori ekki að horfa á þig. Jeg er frá mjer numinn þegar jeg hugsa um þig. Þú ert gyðja. Jeg veit ekki sjálfur hvemig ástatt er um mig. Þó jeg sjái ekki nema tána á skónum þínum skjótast fram undan pilsfaldinum verð jeg alveg frá mjer. Og þvílíkur töfraljómi stafar ekki af hugsunum þínum, þegar þú lýkur upp fyrir þeim, þó ekki sje nema lítið eitt. Þú talar undursamlega skynsamlega. En stund- um finst mjer að þú sjert draumur. Talaðu, jeg hlusta, jeg dáist. Ó, Cósetta, en hvað þetta er alt undarlegt og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.