Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.09.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 28.09.1927, Blaðsíða 3
LOGRJFBTTA tíu ára hjúskapur er svo sjald- gæfur að slíks viðburðar má ekki vera ógetið opinberlega. Hjer eiga líka í hlut landskunnur klerkur og kennimaður og ein hin ágætasta kona. Þykir líklegt að margur sje sá er gleðst mjög yfir giftu og gengi þessara merku hjóna. Samferðamaður. Um ritgerðir Jóns Leifs, sem komu í Beethoven-árbókinni, hafa þýsk blöð og tímarit skrif- að, að þær sjeu „mjög eftirtekt- arverðar" og að þær muni verða lagðar „til grundvallar að kom- andi listskilningi og meðferð á verkum Beethovens". „Þingmannasamvinna". Fyrir skömmu er komið út einskonar ársrit norrænu þingmannasam- vinnunnar fyrir 1926. Eru í því ýmsar skýrslur um fjelagsskap- inn, þar á meðal nokkrar línur um íslensku deildina, en formað- ur hennar er Jóh. Jóhannesson og ritari Ásgeir Ásgeirsson. Enn- fremur eru í ritinu ýmsar rit- gerðir og skýrslur um norrænt samstarf, fyrst og fremst í lög- gjafarefnum og um helstu laga- setning hvers lands —¦ nema Is- lands. Þar sem Islandsskýrslan átti að standa gapir við lesand- anum auð síða að öðru en því, að þess er getið, að forráðamenn ísl. deildarinnar hafi að engu sint því, að gefa skýrslu um löggjaf- arstarfið á Islandi. Þetta er óvið- kunnanlegt og óþarft ráðlag. Úr því verið er á annað borð að taka þátt í þessari samvinnu, er víta- vert að láta fram hjá sjer fara einmitt þau tækifærin, sem helst væri eitthvað á að græða til þess að auka hjá hinum þjóðun- um þekkinguna á ísl. málum og efla samvinnuna.Þar að auki virð- ist þessi skýrslugerð ekki vera svo erfitt verk, að frágangssök hefði verið að fá það unnið, ef þingmennirnir hafa sjálfir verið orðnir leiðir á því að fást við sína eigin löggjöf, eins og ekki er óskiljanlegt. Stórmál er þetta að vísu ekki, en samt nokkurs vert, að þessari samvinnu sje sint eins alúðlega og kostur er á, eða hætt við hana að öðrum kosti. — Af þingmannasam- vinnu mætti ýmislegt gott hljótast, ef vel væri á haldið, og áherslan 1 ögð á eitthvað meira en skemtiferðir, ræðuskvaldur og veitsluhöld, þótt ekki sje slíkt að lasta þegar því er í hóf stilt í og með öðru góðu. Kristján Kristjánsson heitir ungur íslenskur söngvari, sem undanfarið hefur dvalið erlendis við söngnám, en er nú nýkominn heim hingað. Hann er af söng- gefnu fólki kominn, sonur Krist- jáns læknis Kristjánssonar á Seyðisfirði og frú Kristínar Þór- arinsdóttur og alinn upp hjá þeim á einu söngmentaðasta heimili austanlands. Kr. Kr. söng nýlega á Akureyri við ágætan orðstír. „Þar er söngmaður á ferðinni", segir Dagur, „sem hef- ur háan, ekki sterkan, en bjart- an og hreimfagran tenor. Það, sem sjerstaklega einkennir söng hans er óþreyttur glans æskuraddar, þar sem ljettleiki, lipurð og yndisleiki ljóma af hverjum tón, auk smekklegrar meðferðar á viðfangsefnum í heild sinni". Kr. Kr. ætlar að koma hingað til Rvíkur innan skamms og syngja. Þótt allmikið sje hjer um söng og hljóðfæra- slátt er hjer sá sönghstaráhugi hjá mörgum, að þeir munu fús- lega vilja kynnast nýjum efnileg- um söngvara. Eldur kviknaði síðastliðið laug- ardagskvöld í kjallara í Berg- staðastræti 53, en slökkviliðið gat kæft hann áður en mikið tjón hlytist af. Eldurinn kvað hafa kviknað út frá bruggunaráhöldum og setti lögreglan þess vegna í varðhald tvo menn, sem nú hafa játað, að þeir hafi haft þarna vínbruggun, en þeir eru Guðm. Jónsson, sem heima á í kjallar- anum, og Guðm. Þorkelsson heildsali. Magnús Guðbjörnsson hijóp s. 1. sunnudag austan af Kamba- brún og til Rvíkur, sömu vega- lengd og hlaupin er í Maraþon- hlaupinu (40 km. 200 m.). Hljóp hann sama skeið í fyrra á 3 klst. 4 mín. 40 sek., en var nú 5 mín. 20 sek. fljótari og sá Vart á hon- um mæði og fór hann til vinnu sinnar á eftir eins og ekkert hefði í skorist. Hraðast hefur Mara- þonskeiðið verið hlaupið af sænsk- um hlaupagikki,Ahlgren, á 2 klst. 24 mín. (árið 1913). Miðað við hlaupahraða keppendanna þá, hefði Magnús verið milli hins fjórða og fimta. Áfengismál. Hæstirjettur hefur nýlega eftir kæru valdstjórnar- innar dæmt ísfirsku læknana Eirík Kjerulf og Halldór Stef- ánsson í 1000 kr. sekt hvorn fyr- ir óleyfilega útgáfu vínávísana og jafnframt svift þá báða rjetti til þess að gefa út áfengisseðla framvegis. Stjórnin hefur skipað Björn Þorláksson frá Dverga- steini til þess að hafa yfirumsjón og endurskoðun áfengisávísana læknanna. Jón Þorleifsson frá Hólum hef- ur málverkasýningu í Listvina- fjelagshúsinu þessa dagana og er fjölsótt og hefur selst mikið af myndum hans. Þær eru flestar úr Hornafirði og þar úr grend. Fisksala. í fyrradag seldi tog- arinn Ari afla sinn (ísaðann) í Englandi fyrir 1838 pund eða rúml. 40 þús. kr. Jafnframt seldi hann 30 körfur fiskjar fyrir ahn- an togara (Fjölni) og fjekk fyrir um 2500 kr. og þykir hvoru- tveggja prýðileg sala. Björn Guðmundsson á Marðar- núpi, faðir G. B. landlæknis og þeirra systkina andaðist að heim- ili sínu Marðarnúpi í Vatnsdal 23. þ. m. Hann var merkur og vel metinn dugnaðarbóndi, fæddur 14. febrúar 1834 og hafði búið á Marðarnúpi í meira en hálfa öld. Páll Isólfsson hjelt fyrstu orgel- leika sína á þessum vetri í Frí- kirkjunni 22. þ. m. við góða að- sókn, eins og vera á, enda er nú aðgangurinn ódýr. Aðalviðfangs- efnin voru eftir Reger og Bach. Bach er öllum hljómleikagestum hjer alkunnur og ljek Páll nú Prelúdíum hans og fúgu í G-dúr. Reger er síður kunnur, eða að minsta kosti síður skilinn og dáð- ur, þótt ýms lög hans hafi Páll áður leikið og leikur væntanlega fleiri, því Reger er hið tröllaukn- asta tónskáld. Nú ljek Páll eftir hann Introduktion og Passacaglia. Fiðluleikarinn Takács aðstoðaði á hljómleikunum. Frú Ingibjörg Skúladóttir kona Runólfs bónda í Norðtungu í Borgarfirði andaðist á Landakots- spítalanum 16. þ. m. og var lík hennar flutt heim og jarðsett þar. Frú Ingibjörg var mörgum kunn, því á heimili þeirra hjóna kom fjöldi fólks, enda er Norðtunga alkunnugt rausnar og ráðdeildar- heimiji og húsfreyjan var fyrir- mannleg, glaðvær og gestrisin og minnast hennar margir með sökn- uði. Málaferli. Þingmennirnir Jón Baldvinsson og Hjeðinn Valdi- marsson hafa stefnt Morgunbl. fyrir það að kalla þá „föðurlands- svikara" í greinum um fjárstyrk danskra jafnaðarmanna til kosn- ingastarfsemi flokksbræðra þeirra hjer. Grænlendingur einn, Isak Holm, er nýkominn hingað til þess að kynna sjer íslenskan landbúnað, einkum fjárrækt. Hann hefur undanfarið starfað í grænlenska fjárræktarbúinu, en verður nú á Lækjamóti nyrðra í eitt ár. Víðvarpsstöð er Arthur Gook að reisa á Akureyri. Bjöm Blöndal læknir á Siglu- firði andaðist þar 27. þ. m. af af- leiðingum beinbrots, en hafði ver- ið farinn að heilsu um langt skeið. Hann var fæddur 11. sept- ember 1865, sonur Gunnlaugs Blöndal sýslumanns og Sigríðar Sveinbjarnardóttur skálds og skólameistara Egilssonar. Hann tók læknapróf 1889 og var síðan lengi hjeraðslæknir í þingeyjar- sýslu og Miðfirði. Bj. Bl. var vinsæll maður og valmenni, söng- maður góður og teiknari og bók- hneigður, - fjelagslyndur gleði- maður. Hann samdi nokkur söng- lög og þýddi á síðari árum nokkr- ar skemtisögur. Ekkja hans er Sigríður Möller og meðal barna hans eru Gunnlaugur málari og frk. Kristjana, skrifari í Rvík. Árni Jóhannesson, hinn nýi leið- togi Hjálpræðishersins er nú tek- inn við starfi sínu hjer. Hann er Hafnfirðingur að ætt og hefur verið í Hjálpræðishernum síðan hann var unglingur og lengstum starfað í Danmörku. Síðast var hann í „Staff College" Hersins í London, en það er æðsta menta- stofnun hans, ætluð leiðtogaefn- um. Áður en Á J. fór heim hing- að var hann kvaddur á fund yfir- foringjans, Bramwell Booths. Kvaðst hann lítið hafa verið kunnugur Islandi fyr en nú á síð- ustu árum, að hann hefði farið að kynna sjer nokkuð íslensk mál og litist vel á og árnaði íslandi allra heilla og vænti þess, að Islending- um gætist vel að þeirri þjóðlegu breytingu, sem nú hefði verið gerð á Hernum. Svo mun einnig vera, og hefur Lögrj. áður minst á það, að breyting í þá átt, sem orðin er, væri æskileg. Á. J. hef- ur allmikla reynslu í starfi því, sem bíður hans hjer og í Færeyj- Ný bók eftir Pál Þorkelsson, málfræðing. Verð kr. 4.50. Fæst hjá bóksölum. Skólasöngvar eftir Friðrik Bjarnason. önnur útgáfa, aukin og breytt. Fæst hjá bóksölum. Okeypis og buröargjaldsírítt sendist okkar nytsama og mjög myndum prýdda vöruskrá me8 gummí- og hreinlæti* vörum og leikföngum, einnig úrum, bókum og póstkortum. Samarlten, Afd. 67. Köbenhavn K. SVEITAMENN! Verslið altaf við Einar Eyjólfsson, Þingholts- stræti 15, því hann hefur altaf bestar og ódýrastar vörur. um, sem hann er einnig settur yfir. Hann er lipurmenni og lík- legur til góðrar stjórnar. Er sjálfsagt að taka Hernum vel þegar hann vinnur að þörfum mannúðarmálum. Litla kvæðið um litlu hjónin heitir lítil og lagleg myndabók, sem bókaversl. Jónasar Tómas- sonar á Isafirði hefur gefið út. Hefur Tryggvi Magnússon gert þar myndir við eitt að vinsælustu og smellnustu kvæðum Davíðs frá Fagraskógi og er líklegt að útgáf- unni verði vel tekið. Sjóðþurðarmál Brunabótafje- lagsins mun óútkljáð enn og at- hugun stjórnarinnar á því ekki lokið. Veltur á því hvort málið verður látið niður falla, að lok- inni rannsókn stjórnarinnar og með þeim skilmálum um endur- greiðslu, sem, hún kann að setja, eða hvort hafin verður opinber rannsókn, eins og líklegast er nú talið. Gjaldkeri fjelagsins mun hafa játað sig valdan að allri sjóð- þurðinni, en boðist til að endur- greiða hana, með hjálp ýmsra manna, ef málshöfðun fjelli nið- ur. Málaferli eru hafin út af um- mælum Alþýðublaðsins um málið. Hafa hæstarjettarmálaflutnings- mennirnir Pjetur Magnússon og Guðm. Ólafsson stefnt blaðinu út af orðum um húsakaup, sem þeir hafi með höndum og átt hafi að jafna sjóðþurðina. Hver leið, sem valin verður til úrlausn- ar þessa máls, er nauðsynlegt að gengið verði hreinlega frá því og með festu, bæði vegna þess að óreiðu á ekki að þola í opinberu lífi og til þess að ekki sjeu áfeld- ir saklausir menn, eins og oft vill verða, þegar orðrómur fær að leika lausum hala um hálfköruð eða órannsökuð mál. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.