Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 05.10.1927, Side 1

Lögrétta - 05.10.1927, Side 1
LOGRJETTA xxn. áx. Reykjavík, miðvikudaginn 5. október 1927. 52. blað. Um víða veröld. Inge prófastur um lýðræði og flokka. England hefur um skeið verið mesta stórveldi heimsins. En um framtíð alríkisins er nú mikið rætt og ritað. Er það mögulegt, að halda enn saman hinu miklu ríki, eða er það á þeirri leið, að það liðist í sundur? Og ef svo er, hvemig stendur á þessu og hvaða eiginleikar voru það, sem sköpuðu mátt þess og hjeldu honum við á blómatímunum ? Svo spyrja nú margir og hyggja að ný tímamót sjeu í vændum fyrir heimsríkið. Lögrj. hefur áður sagt frá ýmsum ummælum um þetta, t. d. úr ritum höf., sem kallar sig „A gentleman with a duster“. Nýlega hefur einn af helstu áhrifamönnum í andlegu lífi Englendinga, Inge prófastur við Pálskirkjuna í London, skrifað bók, þar sem hann tek- ur til athugunar ýms þessi efni. Bókin heitir England og var skrifuð fyrir safn eitt um sam- tímasögu, sem fyrir nokkru er byrjuð að koma út (The Modem World, A Survey of Historical Forces, hjá Emest Benn). Inge lýsir fyrst landinu og þjóðinni og þjóðareinkennunum og síðan helstu þáttunum í enskri menningu nútímans og uppistöðunni í lífi og afstöðu Englands. Ræðir hann þannig um alríkið og alríkisstefnuna (Em- pire), um iðnaðinn eða stóriðju- stefnuna (Industrialism) og um lýðræðið (Democracy). Hann hef- ur þótt nokkuð íhaldssamur um sumt og bölsýnn á framtíðina, en reynir víðast að stilla í hóf dómum sínum. Jeg hef sagt frá vonum mínum og ugg um landið, sem jeg ann, segir hann í niður- lagi bókar sinnar. En það verð jeg að viðurkenna, að aldrei, jafnvel ekki þegar óveðrablikan virtist blökkust, hef jeg freist- ast til að óska þess, að jeg væri annað en Englendingur. Lýðræði er, segir hann, tilraun til stjómar, eins og hvert annað stjórnarfarsform. En orðið hefur verið notað mjög lauslega og óá- kveðið. En það er (samkvæmt skýrgreiningu próf. Hearnshaws) skipulag, þar sem úrslit stjómar- ráðstafana velta á beinu þjóð- aratkvæði, sem augsýnilega get- ur ekki átt sjer stað nema í mjög litlu þjóðfjelagi, eða það táknar það ríkisform, þar sem meiri hluti alls fullorðins, fólks er hin eiginlega uppspretta valdsins, eða þá að það merkir þjóðfjelagslegt jafnrjetti. 1 Englandi komst fullkomið lýð- ræði á 1918. Nú sem stendur er mjög útbreidd andúð gegn lýð- ræðinu. Hún kemur samt ekki frá þeim fyrst og fremst, sem lýðræðið hefur orðið til rjett- arskerðingar eða fjárhags- legrar byrðar. Hún kemur frá þeim flokkum þjóðfjelagsins, sem telja sjálfa sig í látlausri baráttu við hið ráðandi ástand. Slíkur flokkadráttur er mjög alvarlegur. Hann er að skifta þjóðinni með eyðileggjandi bar- áttu í fjandsamlega flokka með meiri heift og hættulegri, en þekst hefur áður, meðan flokk- amir voru tveir og skiftust á um það að fara með völdin. En ef menn eru óánægðir með lýðræðið verður að svipast eftir einhverju í staðinn. Það ástand er um garð gengið að flokkarnir sjeu tveir, íhalds- flokkur og frjálslyndur flokkur (conservatives og liberals eða tories og whigs). íhaldsflokkur- inn enski er ekki miklu eldri en frá 1835, að hann tók sjer þetta nafn, sem nú ber hann. Hann varð til úr andúðinni gegn frönsku byltingunni. Meginein- kenni hans eru, eftir því sem Hugh Cecil lávarður segir (en Lögrj. hefur áður sagt frá riti hans um þessi efni), tortrygni gegn því, sem óreynt er og óþekt, en ást á því sem reynt er og al- ment, hollusta við kirkju og konung, trú á alríkið, tilfinning fyrir mætti og mikilleik landsins. Þetta á að minsta kosti við í- haldsstefnuna eins og hún var á dögum Salisbury lávarðar (föð- ur H. C.), en stefnan hefur, eins og aðrar stefnur, tekið ýmsum breytingum. Skynsamur íhalds- maður vill nú ekki láta telja sig andstæðan breytingum í sjálfu sjer. Samband hans við kirkjuna þarf heldur ekki að vera mjög fast. Það, sem fyrst og fremst einkennir íhaldsmenn er það, að þeir fylgja röð og reglu í þjóð- fjelaginu, þar sem frjálslyndir menn vilja frjálsræði. En heil- brigt og skynsamt fólk vill láta þetta hvorutveggja fara saman. Þessvegna vildu hinir gömlu flokkar aldrei eyðileggja hver annan, þó margt bæri á milli. t hinni nýju flokkabaráttu er heiftin miklu meiri, djúpið miklu meira, sem skilur, það er eyði- legging þjóðfjelagsgrundvallar- ins, sem fyrir byltingaflokkunum vakir. Skynsamlegasta og framkvæm- anlegasta breytingin, sem til mála gæti komið, ef hverfa ætti frá því skipulagi, sem nú er, væri embættisleg (bureaucratic) ríkis-jafnaðarmenska, svipuð þeirri, sem ráðandi var í Þýska- landi fyrir ófriðinn og hafði ýmsa kosti. Þjóðverjar tignuðu ríkið sem „hina guðlegu hug- sjón, eins og hún birtist á jörð- unni“ og kom sá hugsanaferill skýrast fram hjá Hegel. „Það er skylda ríkisins, sagði Fichte, að styðja að viðhaldi og fjölgun þjóðarinnar með því að hvetja til hjónabanda og sjá fyrir bamauppeldi, með heilbrigðis- ráðstöfunum og slíku, að efla yf- irráð mannsins yfir náttúrunni með stöðugum framförum í bún- aði, iðnaði og verslun og með því að halda við nauðsynlegu jafn- vægi milli þessara greina. Hins- vegar er það rjettur ríkisins að taka til sinna þarfa aflögumar eða gróðann af starfi borgaranna undantekningarlaust. Frjáls og göfugur borgari býður fúslega fram hlut sinn, sem fóm á altari föðurlands síns. Sá, sem neyða þarf til þess að láta hann af hendi, sýnir aðeins, að hann var ekki verður þess hlutskiftis, sem honum var trúað fyrir“. Þetta lýsir vísindalegri jafnaðar-ríkis- stefnu, sem Þjóðverjar einir reyndu að framkvæma. Fram- vegis mundi slík stjóm þó því að eins geta staðist, að hún fengi aukna íhlutun í líf og starfsemi fólksins og þetta mundi aðeins fást með þjóðnýtingu fram- leiðslutækjanna. Kostir sterkrar stjómar og nauðsyn hennar er orðin svo brýn og bersýnileg, að þrátt fyrir það að slíkt stjómar- form er mjög óvinsælt með öll- um stjettum í Englandi, er ekki víst nema einmitt það verði ofan á. Þegar tekið er tillit til hins gífurlega tjóns, sem hlýtst af verkföllum og vinnudeilum og þeim útgjöldum, sem allskonar atvinnuleysisstyrkir hafa í för með sjer, verður það að viður- kennast að ef ríkisstjómin sjálf rjeði yfir þessum málum mundi það geta orðið mjög til gagns. Hið vísindalega rík' Þjóðverja var brotið niður af sambandi skelfdra nágranna. Það hvíldi líka ekki á eignarjetti rík- isins, heldur á hermensku valdi Það getur meir en vel verið, að atvikin neyði England til þess að ganga inn á þessa braut af því hún reynist heppilegasta leiðin til þess að koma skipulagi á þjóðarauðinn og framleiðsluna. I þessu er skyldleiki með íhalds- mönnum og jafnaðarmönnum. En í framtíðinni stafar megin- hætta ríkjanna ekki af hervaldi, eins og var um þýska ríkið, held- ur stafar hún innanað. Að sjálf- sögðu má mæla ýmislegt á móti þessu ríkisskipulagi. Embættis- stjóm hættir við að lama fram- tak og frjálsræði og mörgum borgara mun svíða frelsisskerð- ingin. Þróunin í ensku þjóðlífi nú- tímans beinist heldur ekki í þessa átt, en miklu fremur í átt- ina til syndikalisma, flokkar dráttarins, stjettabaráttunnar og ofbeldisins. Syndikalismi og kommúnismi eru ómögulegar stjórnaraðferðir. Kommúnisminn gat þrifist í litlum kirkjulegum klausturfjelögum, þar sem hann var studdur af trúartilfinningu og einlífi. Syndikalisminn er ein- hver versta og eitraðasta stefna sem hugsast getur. Ekkert er þjóðfjelaginu hættulegra en sú sundrung, sem hann veldur, sú sífelda borgarastyrjöld og það stjettahatur sem hann kveikir. Heppilegast er að halda sig sem mest á þeim lýðræðisgrund- velli, sem fyrir er, hann er þrautreyndur, þrátt fyrir alt og alt. Eini möguleikinn annar, sem hugsanlegur væri, er embætta- stjóm ríkisjafnaðarmenskunnar. Hitt hefur alt brugðist. Megin- vopn byltingarmannanna, alls- herjarverkfallið, hefur brotnað í höndum þeirra. Eins er um trúna á það, að „einhver Musso- lini“ mundi geta kipt öllu í lag. En slík gagnbylting, sem til þess þyrfti, að koma á slíku einræði, væri aðeins möguleg að undan- genginni þessháttar reynslu, sem góðir menn óska að ekki þurfi yfir landið að ganga. Síðustu fregnir. Annie Besant, forseti guðspeki- fjelagsins varð áttræð 1. þ. m. Hún er af mörgum talin ein merk asta kona nútímans og hefur lát- ið til sín taka ýms mál, auk guð- spekinnar, þjóðfjelagsmál og ind- versk sjálfstæðismál. Enn ferð- ast hún víða um lönd og talar nú mest um komu mannkynsfræðar- ans. Hún er skörulegur ræðu- maður. Rússlandsfregn segir, að ákveðið hafi verið einum rómi að útiloka Trotsky úr framkvæmda- nefnd þriðju intemationale vegna tilrauna hans til að ntynda sjer- stakan flokk um sjálfan sig. 1 Frakklandi hafa nýlega orðið upp- þot á tveimur stöðum, í fangelsi í Toulon og á frönsku herskipi. Er kent um undirróðri kommún- ista og hefur þetta orðið til þess að ýmsir eru stirðari en áður í garð Rússa, en þeir eiga nú í ýmsum samningum og erjum við Frakka. Chamberlain og Rivera ætla innan skamms að hittast í Barcelona til þess að ræða ýms mál, einkum Tangier-málin. Nokkrar skærur eru á Balkan- skaga, vegna árása bulgarskra óaldarflokka á grísk og júgóslav-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.