Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.10.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 12.10.1927, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA I U- . --- -----------------« | LÖGRJETTA Utfefandi og riUtjóri f’ori tii bd eiiliin Þingholtsstrseti 17. Simi 178. Innheimta og af«rreiðsln i Þmg-holtastræti 1. hj artanlega velkomnir, bæði til þess að þiggja þá fræðslu, sem þessi stofnun fær látið yður í tje,en jafnframt til þess að leggja henni sjálfir lið með starfi yðar, áhuga yðar og góðri breytni. Oss er það öllum ljóst kennur- unum og eldri stúdentunum, að stúdentalífið hjer hlýtur að verða miklu fábreyttara og tilkomu- minna en við auðuga háskóla stórþjóðanna. Samt megið þjer aldrei gleyma því, að vor fámenna og fátæka þjóð leggur mikið á sig, til þess að viðhalda þessari stofn- un og veita yður þau hlunnindi, sem þjer verðið hjer aðnjótandi, þótt vjer vildum gjaman að þau hlunftindi væra meiri. í raun og veru þarf dirfsku og hugprýði til þess fyrir jafn fámennan þjóð- flokk og vjer Islendingar erum, að halda uppi mentastofnun, er beri háskólaheiti. Mjer er ekki kunnugt um nokkura þjóðflokk annan í veröldinni,jafn fámennan, er geri það. En vjer erum nú einu sinni sjerstök þjóð í afskektu landi, með vora eigin tungu, og eigin sögu, heilagan arf, er aldrei má glatast. Og stofnun Háskólans var alveg nauðsynleg, ef vjer átt- um að varðveita þjóðemi vort og tungu. En ef þessi stofnun er þjóðinni dýr og ef vor litla þjóðarheild leggur mikið á sig hennar vegna, þá ættum vjer, kennarar Háskól- ans og stúdentar, að hafa það hugfast, að það er brýn skylda vor að reyna af fremsta megni að láta starf vort verða þjóðar- heildinni að sem mestu liði. Það gerum vjer auðvitað með því að rækja hver og einn kensluna og námið sem best. En jeg á ekki eingöngu við það. Það er trúa mín, að þessi litli háskóli geti átt mikinn þátt í að auðga líf þjóðarinnar og veita margs kon- ar fróðleik út til hennar. Hann ætti að geta frætt fleiri en stú- dentana. Og á það vil jeg leggja sjerstaka áherslu í dag. — Hann ætti að geta orðið eins konar miðstöð vors andlega lífs. Hjer í fámenninu er auð- veldara að ná með fræðsluna út til alls fjöldans en meðal stór- þjóðanna. Setjum oss það, sem heilagt markmið, að vinna að því að fræða og menta þjóð vora, svo að alþýða manna á íslandi standi engri þjóð að baki að því leyti. Þótt veraldarauðurinn sje ekki mikill, getur auður andans verið drjúgur. Og munum vel, að vjer búum meðal fróðleiksfúsra manna, sem varðveitt hafa löngunina til þess að hugsa sjálfir og hugsa frjálst. Nýlega heyrði jeg ment- aðan útlending lýsa því yfir, að íslendingar stæðu mörgum þjóð- um betur að vígi, sjerstaklega vegna tvenns: Þeir hefðu í marg- ar aldir verið lausir við bölvun hernaðarins og þeir hefðu öld eftir öld unnað skáldskap og bókment- \ um og óvenjumargir tamið sjer að yrkja, en þeir, sem yrki, hugsi miklu dýpra en fólk gerir flest. Og hann skoraði á oss, að láta ekki ástina á skáldskapnum minka, og hætta ekki að leggja rækt við ljóðagerðina, því að þetta væri dýrmæt þjóðareign og blessunaruppspretta. En sú þjóð, sem lengi hefur unnað bókment- um og eyðir ekki neinu af and- legum kröftum sínum í að hugsa um hemað, hún er móttækilegri fyrir hverskonar nýjan fróðleik. Og í því sambandi langar mig að minnast á eitt við yður, hina nýju stúdenta. Ennþá er slæðing- ur eftir af þeim hugsunarhætti hjá sumum meðal vor, að oss sje nauðsyn á að hverfa aftur að fomtungnanáminu og stofnsetja sjerstakan latínuskóla. Jeg get ekki verið annað en andvígur þeirri stefnu í mentamálunum út frá þeirri reynslu, sem jeg hef hlotið í lífinu. Jeg ólst sjálfur upp við fomtungurnar og stærð- fræðina fyrst og fremst. Jeg hef haft fremur lítil not þess náms, nema grískunnar — af því að jeg er guðfræðingur —, og hefði þó ekki þurft að eyða eins miklum tíma í hana á skólaárunum og jeg gerði. Aftur á móti var kensl- an í latínuskólanum þá ljeleg í nýju málunum svonefndu og enn lítilfjörlegri í náttúrufræðinni. Jeg hef saknað hvorstveggja; jeg vildi að mjer hefði verið kent meira í náttúrusögu og eðlisfræði, og ekki síst meira í ensku, þýsku og frönsku og minna í grísku og latínu. Þá hefði jeg staðið miklu betur að vígi síðar í lífinu. Jeg vil nota tækifærið til að lýsa yfir því, að jeg er fegnari komu yðar ungu stúdentanna fyrir þá sök, að þjer komið hingað að Háskólanum með góða undirstöðuþekking 1 nýju málunum. Hitt mundi gagna yður minna nú, þótt þjer kynnuð meira í latínu og töluvert í grísku, en gætuð t. d. ekki lesið sæmilega þýskar og enskar bækur. Hjer fá- ið þjer jafnskjótt að þreifa á því, að þekkingin í þessum tveim mál- um sjerstaklega er yður harla nauðsynleg. Þegar Háskólinn var settur á stofn, voru þau fyrirmæli tekin upp í lög hans, að „við kensl una skuli nota prentaðar bækur svo sem til vinst“. Stúdentar eru hjer svo fáir í hverri deild, að eng- in líkindi eru til, að unt verði að gefa út kenslubækur á íslensku, nema í stöku námsgreinum. Þeg- ar ákvæðið var sett í lögin, var mönnum ljóst, að óumflýjanlegt væri að nota bækur á erlendum tungumálum. Þá var venjan hjer á landi að nota eigi aðrar erlend- ar kenslubækur en danskar. Nú notum vjer hjer við Háskólann miklu meira enskar og þýskar bækur, að minsta kosti í guð- fræðideild og læknadeild. Oss kennurunum finst mikil framför í þessu. Því að stórþjóðimar geta fyr endurnýjað kenslubækur í öll- um greinum en smærri þjóðirnar; því að vísindastarfsemin er þar að öllufri jafnaði miklu meiri og auðveldara að gefa út hvers kon- ar vísindarit vegna kaupenda- | fjöldans. En skilyrðið fyrir því, | að við vora litla og fámenna Há- skóla sje unt að nota ýmsar ágætisbækur stórþjóðanna er ein- mitt það, að þjer, stúdentamir, komið hingað úr Mentaskólanum með svo góða kunnáttu í nýju málunum, að þjer getið þegar fyrsta árið hjer byrjað að lesa þessar bækur. Það er sannfæring mín, að þessi hneigð sumra manna til þess að auka af nýju fomtungnanámið við Mentaskól- ann, en minka kensluna í nýju málunum, sje leifar gamallar of- trúar eða erfikenningar, frá þeim tíma, er latínan sat í öndvegi með öllum menningarþjóðum og menn voru þeirrar skoðunar, að ekkert gæti æft og þroskað gáf- ur manna sem latínunám. En það er unt að æfa gáfurnar og ala upp skilninginn á fleiru en að læra latínu. Það má vel takast með að kenna vel ensku eða þýsku eða íslensku. — Menn verða að muna, að latínan er ekkert alþjóðamál lengur. Sá tími er löngu liðinn, er allir lærðir menn rituðu bækur sínar á latínu og gátu talað sam- an latínu. Nú eru tungur stórþjóðanna komnar í staðinn. Því miður hef- ur engin ein þeirra erft sæti la- tínunnar. En ef menn vilja nú fylgjast með vísindalegri þekk- ing nútímans, þá er kunnátta í nýju tungumálunum bráðnauð- synleg. Fyrir því vil jeg segja þetta við yður, nýju stúdentana: Fagn- ið því, að þjer hafið fengið að læra nýju málin. Haldið þeirra þekking vel við og aukið hana stöðuglega. Þegar Háskólinn var settur á stofn, óttuðust sumir, að það mundi verða til þess, að einangra oss fslendinga enn meira en áð- ur. Um margar aldir höfðu em- bættismenn vorir flestir og ísl. mentamenn yfirleitt sótt alla há- skólafræðslu sína til Kaupmanna- hafnar eins og þjer vitið. Háskóla- námið þar var því einskonar sam- bandsliður milli fslands og um- heimsins. En sá sambandsliður var mjög svo takmarkaður. Vjer kyntumst Danmörku og því, sem þar var hugsað og ritað, en til- tölulega mjög fáu af því merki- lega, sem var að gerast með stór- þjóðunum. Jeg hefi til dæmis að taka oft síðan furðað mig á, hve lítið vjer guðfræðingamir urðum varir við það í Kaupmannahöfn, er gerst hafði fyrir áratugum suður á Þýskalandi í guðfræðinni og var að gerast þar. Jeg man, hve mjer brá við, er jeg kom til Þýskalands og tók að hlusta á guðfræðiprófessorana þar. En sú breyting hefur orðið á með stofnun Háskóla vors, að nú reynum vjer ekki fyrst og fremst að standa í andlegu sam- bandi við Danmörku, heldur við umheiminn, við Norðurlönd, Þýskaland, England, Frakkland og jafnvel Ameríku. Og að þessu andlega sambandi hefur kunnátt- an í nýju málunum opnað oss leið. Fyrir þá sök leita og nú margir (eða flestir) þeir stúdent- ar vorir, er styrk hljóta til há- skólanáms erlendis, til þessara landa (einkum Þýskalands og Frakklands). Þeir geta það, af því að nú kunna þeir þýsku og ensku að minsta kosti alveg eins vel og vjer kunnum dönsku, já, miklu betur en vjer kunnum la- tínu og grísku, þrátt fyrir allar hinar mörgu kenslustundir í þeim málum. Vjer kennaramir, sem notum erlendar bækur við kensluna, not- um — að minsta kosti í lækna- deild og guðfræðideild — aðal- lega þýskar og enskar bækur — og vjer gerum oss far um að kynna oss einhver af bestu tíma- ritum þessara þjóða hver í sinni námsgrein. Ef oss gæfist nægi- legt næði til lesturs og vjer þyrftum ekki að vera að fást við annað óviðkomandi starf, til þess að geta lifað, þá er jeg sannfærður um, að Háskóli vor, þótt lítill og fátækur sje, er betra ráð gegn einangrun þjóðarinnar en háskólanámið í Kaupmanna- höfn var. En fyrir því hefi jeg minst á þetta, að jeg er sannfærður um, að þjer, nemendumir, getið allir átt þátt í þessu verki með oss kennurunum, þegar á námsárun- um, af því að Mentaskólinn leggur rækt við nýju málin. Þjer ættuð að gera yður að reglu, að vefja það málið, sem yður þykir mest koma til, og reyna að full- komna þekking yðar í því, með- al annars með því, að lesa að staðaldri eitthvert gott tímarit á því máli í yðar námsgrein, hver sem hún er — einn þýsku, annar ensku, þriðji frönsku. Með því móti drekkið þjer í yður nýja þekking, fræðist um nýjar bækur og fylgist með framförum í yðar vísindagrein. Vjer kennaramir viljum láta deildir Háskólans leggja til tímaritin. Og eftir því, sem þekkingin eykst, mun spretta fram löngun hjá hinum dugleg- ustu og færustu yðar til þess að miðla þjóðinni af hinni nýju þekking. Hversu oft finnum vjer hjer á íslandi til þessa: „Upp- skeran er mikil, en verkamenn- irnir fáir“. Oss skortir liðsmenn á íslandi til margs, meðal ann- ars til að breiða þekking út til vorrar afskektu þjóðar. Jeg skal taka dæmi, er skýri betur, hvað jeg á við. Það gleðilega fyrir oss guðfræðingana hefir gerst á þessu ári, að einn af fyrstu nem- endum giíðfræðideildarinnar hef- ir þýtt eina af merkustu bókum síðustu ára í guðfræðinni á ís- lensku (bók Adolfs v. Hamack: Das Wesen des Christentums) og annar af þeim yngstu hefir þýtt merka bók úr ensku (Evo- lution and Creation, eftir Sir Oliver Lodge) og komið henni á prent, meðan hann stundar nám- ið hjer og glímir sjálfur við fjárhagsörðugleika, — eins og þjer flestir gerið. Slíkt kalla jeg lofsverðan dugnað, öðrum til fyrirmyndar. En hvorugur þeirra hefði gert þetta, ef ekki væri þekkingin í nýju málunum. Eitt af því, sem eflt getur samband vort við umheiminn og varið oss gegn því að einangrast um of, er að fá við og við hingað sendikennara frá erlendum há-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.