Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.10.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 12.10.1927, Blaðsíða 3
LÖGRJBTTA 3 skólum. Það er mál, sem sumir af oss láta sjer ant um. Og nú erum vjer svo heppnir að hafa hjer meðal vor prófessor í heim- speki frá Tufts College í Massa- chusetts í Bandaríkjunum, dr. Fagginger Auer, sem hingað er kominn til þess að flytja hjer um 20 fyrirlestra um saman- burðarguðfræði. Það er nýjung, sem jeg vona að stúdentar Há- skólans færi sjer vel í nyt. (Eftirfarandi kafli, ávarpið til ameríska prófessorsins, var flutt á ensku, en er hjer þýtt): - Dr. Auer! Jeg bið yður vera velkominn til Háskóla vors. Það er oss nýjung að fá gest svo langt að. Vjer stöndum í mikilli þakklætisskuld við The Eddy Foundation fyrir þá vinsemi, sem oss er sýnd með því, að senda yður til Islands. Vjer erum og þakklátir stjómarvöldum yðar eigin Háskóla, Tufts College, fyrir að þau hafa veitt yður nær því hálfs árs leyfi, til þess að þjer mættuð heimsækja Háskóla vom. Jeg veit ekki mikið um Eddy- sjóðinn, en mjer hefur verið skýrt frá þessu: Vöxtum sjóðs- ins á að verja til þess að greiða fyrir frjálslyndi í trúarefnum. Sjóðstofnunin fæst ekki við að breiða út skoðanir nokkurs sjer- staks kirkjuflokks eða manns. Stofnandinn, Mr. James Eddy. hafði lagt stund á samanburð trúarbragða, og undi illa allri sundurgreining í sjerstaka kirk- juflokka, og óskaði að vinna gagn trúbragðafrelsinu með sem víðtækustum og fullkomnustum hætti. Oss er því vel ljóst, að þjer eruð ekki hingað kominn til þess að útbreiða skoðanir nokk- urs trúarflokks, heldur ætlið þjer í fyrirlestrum yðar að ræða trú- arefni frá heimspekilegu sjónar- miði, með því að þjer eruð pró- fessor í heimspeki, en ekki í guðfræði. Jeg vona að þjer komist að raun um, að vjer erum frjáls- lyndir í trúarefnum sem öðm. Við Háskóla vom ríkir ótakmark- að hugsanafrelsi, málfreisi og kenningarfrelsi, eins og auðvitað ætti að vera við alla háskóla. Fyrirlestrar yðar munu verða kærkomin nýjung stúdentum vorum, og vjer hlökkum til að hlýða á yður. Þjer hafið lagt mikið á yður, með því að takast þessa löngu ferð á hendur, en jeg vona að yður iðri þess samt ekki. Þjer hafið þegar sjeð dálítið af hinni einkennilegu og marg- breytilegu náttúrufegurð lands vors í björtu sólskini, og þjer hafið komist að raun um, að veðráttan er ekki eins óþægileg og þjer ef til vill bjuggust við. Jeg el þá von í brjósti, að þjer munuð smátt og smátt komast að því, að hjörtu og hugsanir Islendinga eru ekki heldur með þeim kuldablæ, sem margir menn í öðrum löndum ímynda sjer, með öðrum orðum, að þjer kom- ist að raun um, að hlýrra sje bæði í hugum mannanna og í veðrinu, en nafn landsins bendir til En svo að jeg snúi mjer aftur að yður, ungu stúdentar, þá vil jeg benda yður á, að Háskóh vor gerir með sjerstökum hætti sitt til að koma yður í samband við umheiminn. Á hverju ári fá 4 kandidatar ferðastyrk til út- landa. Þama er áreiðanlega nokkuð að keppa eftir. Sá, sem ber af öðrum við námið hjer, er öruggur að hljóta slík verðlaun að afloknu prófi. Þótt þau verð- laun sjeu ekki mikil, er gaman fyrir nýbakaðan kandidat að geta brugðið sjer til útlanda, þótt ekki sje nema til eins árs dvalar. Áminningar til yðar ætla jeg að hafa sem fæstar. Ástundið að vera iðnir og góðir drengir. Temj- ið yður vinsemi og prúðmensku í allri framkomu hver við annan, og hugsið í tíma um að varð- veita líkamsheilsuna með því að iðka íþróttir. Nú hafið þjer hlotið hið aka- demiska frelsi. Gætið þess vel. Áríðandi er að fara vel með alt frelsi. Fyrsta háskólaárið hættir sumum við að slá slöku við; og þá geta menn vanist á iðjuleysi. Látið það ekki henda yður. Þeg- ar Títus keisara fanst hann ekki hafa gert neinum gott einhvem dag, er mælt að hann hafi sagt: Diem perdidi! Eitthvað á þá leið skyldi hver námsmaður hugsa. Ef hann lætur virkan dag líða svo, að hann les ekkert, ætti hann að segja: Diem perdidi! — „Þessum degi hefi jeg glatað — frá náminu“. — Hver er frjáls? Ekki sá, sem í sjáifræði lætur undan löngunum sínum og fýsn- um, heldur hinn, sem sveigt hef- ur sitt lægra eðli svo til hlýðni við skynsemi sína og samvitsku, að hann getur ekki gert annað en það, sem er rjett, satt, gott og fagurt. Takist yður að eignast það frelsi, ungu stúdentar, þá verðið þjer eigi aðeins þessari stofnun til sóma, heldur og með tíð og tíma góðir liðsmenn í starfsher vorrar fátæku, en göfugu móður. •o Amundsens á Vilhj. Stefánsson. Fáir eða engir norðurfarar nú- tímans munu vera kunnari en norðmaðurinn Roald Amundsen og vestur-íslendingurinn Vilhj. Stefánsson. Um þá báða hefur samt verið talsvert deilt. Ýms- um þykja sum afrek Amundsens hafa orðið vísindalega árangurs- lítil, þó þau sjeu hin merkustu íþróttaafrek og eins hafa orðið margvíslegar deilur út af kenn- ingum þeim, sem V. St. hefur dregið af norðurferðum sínum. En mikið hafa samt bækur hans verið lesnar og ferðalög hans dáð. Mörgum mun því þykja það fróðlegt að kynnast því hvaða skoðanir Amundsen hefur á Vil- hjálmi og hefur hann látið þær í ljós í síðustu bók sinni, sem er rjett nýlega komin út og heitir: Mitt liv som Polarforsker. Ekki er þess getið hvort eða hvemig viðskifti þessara norðurfara hafa l verið að öðru leyti, enda þarf það ekki að skifta máli. En þeir munu hafa hitst, að minsta kosti einu sinni, í norðurvegi, þegar Amundsen var í Gjöa-leiðangrin- um. Þeim, sem bera vilja frá- sagnir V. St. saman við ummæli Amundsens, en ekki hafa hin ensku rit hans, má minna á hin- ar fróðlegu íslensku bækur um ferðir hans, sem getið var í síð- asta blaði. Ummæli Amundsens eru sjálf- sagt óvægasti og harðorðasti dómurinn, • sem Vilhj. Stefánsson hefur hlotið. Amundsen segist sífelt hafa lýst annari megin-„uppgötvun“ V. St. sem einhverjum augsýni- legasta þvættingi, sem borist hafi norðanað, en hinum ekki aðeins sem þvættingi, en jafnvel sem skaðlegum og hættulegum þvætt- ingi. Segist hann eiga þar fyrst við hina útbreiddu bók hans um. hina hvítu eskimóa og svo bók hans um hinn hlýlega eða vin- gjarnlega norðurveg. Að vísu segir hann, að það þurfi ekki að vera ómögulegt, að enn sje til einhver eskimóaflokkur, sem hvítir menn hafi ekki rekist á, en enganveginn sje það sennilegt, og V. St. hafi engar sannanir fyrir því fært, að svo sje. Senni- leg skýring á „hvítu eskimóun- um“ liggi alveg í augum uppi. Á norðurslóðum hafi verið eftirlæt- isrannsóknarsvæði fræðimanna í fjórar aldir. Hver hvítra manna leiðangurinn á fætur öðrum hafi farið þangað og flestir haft þar vetursetu. Auk rannsóknarmann- anna hafi óteljandi skinnakaup- menn farið í norðurveg, kynslóð fram af kynslóð. 1 öllum þess- um fyrirtæjum hafi Bretar og Norðurlandabúar verið í meiri- hluta. Sí og æ verði fyrir manni hjónabönd hvítra manna og inn- fæddra kvenna og böm þeirra alveg á sama hátt og annars- staðar í Ameríku hafa komið fram unnvörpum blendingar eins og múlattar og mestitsar. Því siðferði eskimóa segir Amundsen að enganveginn sje betra en annara manna og nefnir sem dæmi, að eskimói einn hafi einu sinni boðið leiðangursmanni nokkrum konu sína fyrir saum- nál. „Hvítir eskimóar“, segir Amundsen því að sjeu tvímæla- laust barnaböm hálfgildings eskimóamæðra og ljóshærðra, bláeygðra hvítra feðra frá norð- lægum löndum, enda viti það hver og einn, sem nokkura þekk- ingu hafi á lögmáli Mendels um erfðir líkamlegra eiginleika, að í öðrum lið slíkra blendingssam- j banda öðlist afkvæmið hreina eiginleika . annarshvors foreldr- anna, hvort sem um plöntur, dýr eða menn sje að ræða. „Hvítu eskimóarnir eru ekkert annað en skemtilegur heilaspuni Vilhjálms Stefánssonar“. Um síðamefndu bókina gegnir öðru máli, segir Amundsen, þar er sett fram hættulega afskræmd mynd af hinu raunverulega á- standi. Það yrði engum tiL tjóns, þó nokkrar auðtrúa manneskjur hjeldu, að til væri slangur af hvítum eskimóum. En það er á- reiðanlegt, að einhverjir æfin- týramenn gætu leiðst á glapstigu af þvættingnum um „hlýleik" eða „vingjamleik“ norðlægu land- anna, þannig, að þeir reyndu að gera það, sem V. St. segist hafa gert, að fara í svaðilför inn í þessi hjeruð, útbúnir aðeins með byssu og dálítið af skotfærum. Slíkt væri bráður bani, segir A- mundsen mjög ákveðið, því það sje háskalegasta villukenning, að góð skytta geti „lifað þar á landkostunum“. Amundsen full- yrðir einnig, að V. St. hafi aldrei gert þetta, þótt hann þykist hafa gert það. Jeg er fús til þess, segir hann, að veðja á það öllu því sem jeg kynni að eiga fje- mætt og mannorði mínu sem norðurfari, að ef Vilhjálmur'' Stef- ánsson reyndi þetta, mundi hann deyja áður en vika liði frá því hann legði upp í ferðalagið, svo framarlega sem þetta yrði reynt á pólísnum, sem er á sífeldu reki yfir opið hafið. Reynsla V. St. hefur heldur ekki sannað þessar staðhæfingar, segir A- mundsen. Uálítið er af veiðidýr- um á meginlandinu og á stóm eyjunum innan pólbaugsins. Heppinn, kunnugur og snjallur veiðimaður getur því í góðu ári lifað á strandlengjunni, þó kom- ið hafi það að vísu fyrir, að jafn- vel eskimóamir sjálfir hafi orðið þar hungurmorða. En ef haldið er út á takmarkalausa ísauðn- ina, án þess að eygja land, þá eru möguleikamir fyrir því að geta „lifað á landkostunum“ fyr- ir hvern sem er, ekki meiri en þeir væra fyrir því, að finna gullnámu uppi á jökultindi. Strjálingur af seli er þar, en það er sýnd veiði en ekki gefin og um fiskidrátt er ekki að tala, því ísinn er þriggja til tólf feta þykkur. Ennfremur segir Amundsen að „heimskulegur söguburður“ V. St. hafi orðið alvarlegum rannsókn- um til hnekkis. Jafnvel mentaðir menn leggi trúnað á hann og fái jafnframt ótrú á þeim mikla útbúningi, sem aðrir norðurfarar hafi og einkum á matvælaflutn- ingi þeirra, þar sem V. St. hafi sannað, að lifa megi þar áhyggju- litlu lífi af veiðiskap. Ennfremur segist Amundsen hafa talað um þessar kenningar V. St. við marga aðra norðurfara og þeir bölvi þeim allir í sand og ösku (þeir hafi um þetta „en rekke grove skjeldsord“). Sjálfur segist Amundsen vita það af eigin revnslu, hvað þetta sje hlægileg- ur þvættingur. Samt segist hann ekki efast um það, að á hálfri öld verði ekki vinnandi vegur að sannfæra allan þorra hugsandi manna um það, að fje því, sem skynsamlega sje varið til mat- vælaútbúnings norðurfara, sje ekki sama sem hent í sjóinn. Amundsen segir ennfremur, að þrátt fyrir frægð þá, sem ferða- lög V. St. hafi hlotið, hafi ávalt einkent þau sami skorturinn á verðmætum árangri og oft hafi

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.