Lögrétta

Issue

Lögrétta - 12.10.1927, Page 1

Lögrétta - 12.10.1927, Page 1
LOGRJETTA XXn. ár, Reykjavík, miðvikudaginn 12. október 1927. 54. blað. Um víða veröld. Svante Arrhenius. Símfregn segir nýlega látinn sænska eðlisfræðinginn Sv. Ar- rhenius. Hann var einn af fræg- ustu og merkustu náttúrufræð- ingum nútímans, fæddur 19. fe- brúar 1859, sonur alkunnugs grasafræðings og búfræðings. Hann vann um skeið í tilrauna- stofum í Þýskalandi og Dan- mörku, en gerðist síðan kennari í Stokkhólmi og gerði ýmsar merkilegar rannsóknir. Hann lagði grundvöll hinnar svonefndu rafefnafræði (electrokemiu), og hafa ýmsar rannsóknir hans um þessháttar efni haft mikið og merkilegt gildi. Hann fjekst einnig mikið við „serumterapiu“ (m. a. með danska fræðimannin- um T. Madsen) og hefur einnig í þeirri grein haft mikil áhrif. Störf hans á þessum sviðum og skoðanir verða ekki metnar af öðrum en sjerfræðingum og helstu ritgerðir hans um þær eru þeim ætlaðar fyrst og fremst. Af slíkum ritum hans, nokkru al- mennari, má þó geta kenslubóka í rafefnafræðum og heimseðlis- fræðum (Lárobok i teoretisk el- ectrokemi, 1900, og Lehrbuch der kosmischen Physik, 1902-— 1903. Hann hefur einnig skrifað sjerstaklega um norðurljós og jarðskjálfta og eðli þeirra. Fyr- ir vísindastarfsemi sína fjekk hann Nobelsverðlaun 1903, og hann var heiðursfjelagi margra vísindafjelaga og heiðursdoktor í ýmsum greinum við níu háskóla. En víðkunnastur varð hann fyrir nokkur rit, sem hann reit um almenn heimsfræðileg efni, og ætluð voru mentuðu en ósjer- fróðu fólki. Þessi rit eru þróun heimanna (Várldamas utvecling), Örlög stjamanna (Stjámomas öden) og Maðurinn og alheims- gátan (Mánniskan innför várlds- gátan). í síðastnefndu bókinni rekur hann ýmsar mismunandi skoðanir á uppruna og eðli heims- ins og lífsins. M. a. skrifar hann þar allmikið um norræna goða- fræði og hefur aðallega Rydberg að heimildarmanni. Þykja hon- um margar hugmyndir norrænn- ar goðafræði hinar merkustu og stórfenglegustu, m. a. vegna þess að þær megi furðulega vel sam- ræma við vísindi nútímans. Nefn- ir hann til dæmis sköpunarsög- una eða það, að lífið hafi kviknað milli heitra og kaldra áhrifa og haldist þannig við (. . . og þá er mætti hríminu blær hitans, svo að bráðnaði og draup, og af þeinx kvikudropum kviknaði með krapti þess, er til sendi hitann og varð mannslíkandi, segir Snorri um ástand Ginnungagaps, er það fyrst fyltist þunga og höfugleik íss og hríms úr norðri, en ljettist mót suðri gneistum og síum úr Múspellsheimi). Ragnarakasagan þykir Arrheni- usi' einnig mjög eftirtektarverð og telur hana merkilega keim- líka því, sem nútímavísindi telji sennilegast um lok heimsins, er sólin smáslokni og jarðlífið þverri. Segir hann, að öll hin undurfagra heimssaga Eddu taki langt fram öllu því, sem aðrar þjóðir á sama stigi hafi fram- leitt í þessum efnum og þótt norrænir menn muni hafa fengið drög hugmynda sinna annars- staðar að, sunnan að og austan, sje engin ein sköpunarsaga til annarsstaðar, sem sýni neitt við- líka jafnsanna náttúruskoðun eins og sú norræna. Meginrit Arrheniusar á þessu sviði ritmensku hans er annars Þróun heimanna. Hann segir að alheimurinn sje óbreytilegur í eðli sínu, hafi ávalt verið eins og hann er. Efni, orka og líf hafi einungis skift um staði og form í rúminu. Hann segir að allar líf- rænar verur í alheiminum sjeu hver annari skyldar og myndaðar úr frumum, sem gerðar sjeu úr kolefna-, vatnsefna-, súrefna- og köfnunarefnasamböndum. Lífið á öðrum hnöttum sje sennilega í mjög líku sniði og lífið á jörð- unni. Hann álítur að líf geti bor- ist frá einum hnetti til annars, lífssæðið berist um geiminn með Ijósþrýstingi eða geislasúg. En ekki segir hann að þar muni vera nema örlítill hluti þess lífssæðis, sem fyrir hendi sje eða losni frá einum stað, sem borist geti á nýja og ósnortna jörð og orðið þar að nýju og fjölbreyttu lífi. Þannig telur Arrhenius að lífið geti um alla eilífð borist jörð af jörð og jafnvel úr einu sólkerfi í annað. Málaralist nútímans. í menningarlífi Þjóðverja er nú á flestum sviðum starfað af mikl- um krafti, þrátt fyrir erfiðleika þá, sem styrjöldin og afleiðingar hennar hafa valdið. M. a. hafa Þjóðverjar á þessu ári komið á hverri merkissýningunni á fætur annari. Lögrj. hefur áður getið um bókasýninguna í Leipzig og leiklistarsýninguna í Magdeburg. Ennfremur hefur í Frankfurt við Main verið haldin mikil hljóm- listarsýning (Musik im Leben der Völker) og í Hamburg var komið fyrir mikilli sýningu nýtísku mál- aralistar. Var ætlunin að gefa þar sýnishom helstu listastefna, sem uppi eru og sýna eitthvað af verk- um sem flestra sjerkennilegra eða góðra listamanna frá ýmsum þjóðum. Mest bar á þýskri og franskri málaralist, enda er þar nú mest unnið, ekki síst í Frakk- landi. Þaðan voru sýnd um 70 verk, flest þó eftir eldri kynslóð- ar menn eins og Matisse, Cézanne, Renoir, Derain, en af yngri mönnum sást enginn nema Mas- son (f. 1896). Af öðrum málur- um, sem myndir voru eftir má nefna Hollendinginn van Gogh, Rússana Chagall og Jawlensky, Þjóðverjana Nolde, Kirchner, Kayser og Dix, Austurríkismann- inn Kokosohka og Englendingana Wolf, Wood og Duncan, Italana Chirigo og Modighliani, Svissar- ann Hodler, Pólverjann Kisling og Spánverjann Pruna og svo ýmsa norræna málara, eins og Munch og fleiri. En það er þýðingar- laust að ætla sjer að telja tóm nöfn og á lýsingum á mönnum og stefnum er oft lítið að græða. Málverk þurfa menn að sjá, en ekki aðeins heyra um þau. Samt er rjett að geta þessarar sýning- ar, því hún er allmerkur viðburð- ur, en erlendir nútímamálarar mjög lítið þektir hjer, miklu minna en t. d. rithöfundar og tón- skáld. Ennfremur verður að minna á það, að íslendingar voru eina norræna þjóðin, sem engann fulltrúa átti á sýningunni, munu ekki hafa haft hugmyhd um hana. Er það rangt, eins og áður hefur verið skrifað um í Lögrj. að reyna ekki eftir efnum og ástæð- um að taka þátt í slíku alþjóða- starfi. Hermann Bahr og Austurríki. Hermann Bahr hefur á síðustu áratugum verið einn af kunnustu rithöfundum Evrópu og mikils metinn í föðurlandi sínu, Austur- r,ki, þótt mikill gnýr hafi að vísu oft staðið um hann og sjálfur hafi hann hallast að ýmsum ólík- um stefnum og skoðunum. Haxm fæddist 1863, las hagfræði um skeið, lenti í ýmsum erjum út af skoðunum sínum, var ekki við eina fjöl feldur og nokkur ofsa- maður. Hann starfaði mikið sem ritdómari og hóf einna fyrstur meðal þýskumælandi þjóða bar- áttu gegn „naturalismanum“ og fylgdi þá „symbolismanum“ svo- nefnda. Af leikritum hans varð einna kunnast eitt, um Jósefínu, konu Napóleons og Móðirin (skrifað sem einskonar hliðstæða við Faðirinn eftir Strindberg) og af sögum hans „Die gute Schule“ og Bók æskunnar. Þegar hann var sextugur skrifaði hann eins- konar æfisögu sína eða minningar og má þar sjá glögga og eftirtekt- arverða mynd af gáfuðum og fjörmiklum, en oft nokkuð ein- hliða og ofsafengnum manni, sem lifað hefur kröftuglega með í ýmsum helstu hreyfingum síðustu áratuga. Svipaða sögu hafa sjálf- sagt margir fleiri að segja og sýnir bókin að nokkru leyti eftir- tektarverðan þátt úr sögu and- legs lífs í Mið-Evrópu næsta skeiðið á undan heimsstyrjöldinni og eftir hana. Þá fara einna fyrst sögur af Bahr er hann á skólaárum sínum flutti eldheita ræðu um þjóðfje- lagsmál og lýsti því m. a. að úti væri tími ættaraðalsins, en kom- inn tími auðs- og peningaaðalsins, sem einnig væri á förum, og kæmi þá tími starfsmannaaðalsins, hinna vinnandi manna. Upp úr þessu fór Bahr að hneigjast að j afnaðarstefnu, seinna að svo- nefndri þjóðlegri jafnaðarstefnu og var rekinn úr háskólanum í Vínarborg, fór til Berlínar og varð þar hrifinn af Bismark. Seinna fór hann til Parísar, dreg- inn þangað af áhrifum natural- ismans, en varð samt mesti and- stæðingur hans. Varð hann þá einkum fyrir áhrifum frá Maurice Barré og sveigðist meira og meira í þjóðræknis- og íhaldsátt. Þegar heim kom varð haxm aðal- maður tímaritsstofnunar og fjekk góða meim sjer til nokkurrar að- stoðar, þ. á. m. Tolstoy, Georg Brandes og Knut Hamsun. Á stríðsárunum var haim orðinn hinn mesti föðurlandsvinur, keis- araveldissinni og kaþólskur kirkjutrúannaður. En þá kom ógæfan yfir land hans, örbyrgð og sundurliðun ríkisins. „Fyrir mig hefur komið það ægilegasta, sem nokkur maður verður agaður með á jörðinni“, segir hann m. a. „föð- urland mitt er uppleyst og að engu orðið. Jeg á ekkert jarð- neskt föðurland framar, jeg á hvergi heima um víða veröld. Hvar sem jeg kem er jeg alstað- ar gestur. Ekkert er mjer eftir skilið nema það frelsi, sem jeg hef lengi unnað, að mega eigra um“. ----o---- Afgreiðsla Lögrjettu og óðins er flutt í Miðstræti 3. Kristján Kristjánsson söng hjer í gærkveldi við góða aðsókn og prýðilegar viðtökur. „Dansk-islandsk Kirkesag" er nýkomið út með grein um Valdi- mar Briem, Geir Sæmundsson o. fl. SkúM Skúlason blaðamaður, sem dvalið hefur í Noregi undanfar- in ár, er nýkominn hingað. Tvö Lögrjettublöð koma í dag. ----o----

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.