Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.10.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 12.10.1927, Blaðsíða 3
4 LOGRJÍSTTA sem veraldarsagan hefur frá að segja. Menn hafa sagt, að þrjátíu denasar hafi verið þrælsgjöld. En í 2. Mósebók er talað um að 30 sektar hafi verið sú borgun, sem eigandi var skyldur að gjalda, ef einn af uxum hans stangaði þræl eða ambátt, og þar á ofan er þetta svo óljóst, að vart getur komið til mála að hinir lærðu menn ráðsins hafi hugsað sjer neitt í þá átt. Starf Júdasar sem fjehirðis meðal lærisveinanna er nefnt sem ástæða til svikanna. Meðal þeirra var gamall tollheimtumaður, sem sje Matthías, og virðist svo sem eðlilegast hefði verið, að honum hefði verið falið, að gæta þeirra fáu peninga, sem notast áttu til sameiginlegra útgjalda. En Júdasi er fengið það verk í hendur. Og Jóhannes talar um Júdas sem þjóf. „Þar sem Júdas hafði gætslu fjárhirslunnar, tók hann það, sem í hana kom“, segir hann. Og þó virðist það næsta ólíklegt, að verulega ágjarn maður hefði hald- ist jafnlengi við og Júdas gerði i svo fátækum fjelagsskap. Hann hefði án efa getað fengið ábata- meira starf, ef -hann hefði viljað lifa á þjófnaði. Og ef hann hefði af nauðsyn þurft á þessum 30 peningum að halda, mundi hann þá ekki hafa getað útvegað sjer | þá á annan hátt, t. d. þann, að hverfa burt með sameiginlega sjóðinn, heldur en að fara til prestanna og bjóða þeim að selja Jesús fram? Þessar athugasemdir frá sjón- armiði heilbrigðar skynsemi hafa frá fyrstu tímum kristninnar komið mönnum til þess, að leita að öðrum ástæðum til afbrots Júdasar. Kainítaflokkurinn kom með þá skýringu, að Júdas hafi vitað, að Jesús samkvæmt eigin vilja og samkvæmt guðs vilja hafi átt að deyja og átt að verða svik- inn, til þess að ekkert skyldi vanta í þjáningar hins mikla fómardauða, og hafi því Júdas með hugarkvöl tekið að sjer þetta hlutverk og á sig þá eilífu smán, sem því fylgdi, til þess að alt skyldi fullkomnast. Samkvæmt þessu hefði þá Júdas verið nauð- synlegur og sjálfboðinn þátttak- andi í endurlausnarverkinu og því hetja og píslarvottur, sem ætti heiður skilinn en ekki formæl- ingu. Aðrir hafa komið með þá skýr- ingu, að Júdas hafi verið föður- landsvinur mikill úr flokki Zelóta. Hann hafi gengið í fylgd Jesú í þeirri trú, að hann væri sá Mess- ías, sem Gyðingaþjóðina drejmidi um, sá konungur, sem ætti að endurreisa ríki ísraelsmanna. Þeg- ar hann svo hafi komist að því, að hjer var um að ræða alt ann- an Messías, hafi hann reiðst og í vonbrigðunum framselt hann í hendur óvinanna. Þessi skýring styðst ekki við neinar heimildir, hvorki í hinum kanónisku nje apókryfisku ritum, og þún afsak- ar ekki heldur svik Júdasar. Hann gat þá yfirgefið lærisveinahópinn og leitað fjelagsskapar meðal skoðanabræðra sinna, sem voru margir á þeim tímum. Enn aðrir hafa komið með þá skýringu, að hann hafi á hinum síðustu dögum mist trúna á Jesú. Ræðan um yfirvofandi eyðilegg- ; ingu höfuðborgarinnar og um hinn langa tíma, sem bíða yrði eftir sigrinum, hafi að lokum svift hann allri trú á Jesú. Ríkið, sem í vændum átti að vera, nálg- aðist ekki, en í stað þess var dauðinn fyrir dyrum. Ef til vill hafi hann fengið einhverjar fregnir um fyrirætlanir hinna ráðandi manna og þá óttast, að þeir mundu ekki láta sjer nægja, að taka Jesús einan af lífi, en mundu dæma til dauða alla þá, sem lengi höfðu verið í fylgd með honum. Hafi hann því hugs- að sjer að frelsa líf sitt með því að bjóðast til að framselja Jesú. Hugleysi ætti þá að vera ástæða til svikanna. Englendingur einn, sem er al- þektur fyrir ópíumreykingar, hef- ur hugsað upp nýja skýringu til vamar Júdasi. Hann trúði fast á Jesú. Hann var svo sannfærður um, að Jesús væri Kristur, að hann seldi hann ráðinu í hendur ! með þeirri föstu trú, að þá mundi öllum verða það ljóst, að Jesús væri Messías. Hann gat ekki ímyndað sjer, að Jesús yrði líflátinn. Eða ef svo færi, þá var hann viss um, að hann mundi þegar rísa upp frá dauðum og sýna sig við hægri hlið föðurins sem konung Israels og alls heims- ins. Til þess að flýta komu hins mikla dags, ætlaði Júdas, sem trúði fast á guðdóm Jesú og að honum gæti ekki orðið mein gert, að leika á hann og gefa honum þá þegar tækifæri til að sýna að hann væri í sannleika guðs son- ur. Það voru því ekki svik, sem Júdas hafði gert sig sekan um, heldur misgrip, stafandi af því, að hann hafði ekki skilið Jesú rjett. Afbrot hans átti ekki ræt- ur að rekja til ágirndar, hefndar- þorsta nje hugleysis, heldur til misskilnings. Sumir hafa talið hefnigimi ástæðu til afbrots Júdasar. Menn svíki ekki nema þeir hati. Og hvers vegna hataði Júdas Jesús? Þá er leitað að ástæðunni til kvöldveitslunnar í húsi Símonar, er Jesús ávítaði Júdas fyrir það, að hann sá eftir nardussmyrslum, sem iðrandi kona helti yfir höfuð og fætur Jesú. Þessi ávítun á Júdasi að hafa gramist og hann svo gripið tækifærið til þess að hefna sín. En hugsaði Júdas, að svik sín hefðu þær afleiðingar, að Jesús yrði dæmdur til dauða? Hjelt hann ekki öllu fremur, að ráðs- mennimir mundu láta sjer nægja að lemja hann svipum og banna bonum að tala opinberlega? Til- tektir hans síðar benda á, að hon- um hafi komið það á óvart, að Jesús yrði dæmdur til dauða og að hann hafi tekið sjer það mjög nærri. Mattheus lýsir örvinglun hans á þann hátt, að menn verða að ætla, að hann hafi verulega hrylt við yfirsjón sinni. Pening- amir, sem hann ber á sjer, brenna hann, og er prestamir neita að taka við þeim aftur, kastar hann þeim frá sjer á gólf- ið fyrir augum þeirra. En það friðar ekki sál hans, þótt hann hafi losað sig við peningana. Hann -hleypur út og hengir sig, vill ekki lifa, er hann veit, að Jesús á að deyja. Svo skyndileg iðrun og örvinglun bendir á, að afleiðingar afbrotsins hafi komið honum á óvart. Þrátt fyrir skýringartilraunir fjölda rannsóknarmanna, er Júd- asargátan óráðin. Jesús sjálfur er sá eini, sem mundi geta skýrt hana. Hann valdi Júdas til þess að vera einn af tólf postulum sínum. Mundi hann hafa valið hann og umgengist hann allan þann tíma, sem þeir vora saman, ef hann hefði álitið hann vera ó- bætanlegan illræðismann ? Mundi hann þá hafa falið honum það hlutverk, að útbreiða guðs ríki á jörðinni? Alt fram til hins síð- asta er Jesús við Júdas eins og hina lærisveinana. Júdas er þátt- takandi í síðustu kvöldmáltíð- inni, eins og hinir lærisveinamir, og Jesús þvær fætur hans eins og fætur þeirra. Og þegar Júdas gengur fram f myrkrinu milli glampa af ljóskerum og sverðum og kyssir Jesú, hrindir hann hon- um ekki frá sjer, en segir: „Vin- ur, hvers vegna ertu hjer kom- inn?“ Þetta era síðustu viðskifti þeirra. Júdas virðist enn ekki vera neinn myrkranna maður í hans augum, þótt hann komi þama á næturþeli í flokki njósn- armanna, sem eiga að handtaka Jesú. Alt þetta vissi Jesús fyrir. Hann tekur á móti Júdasi sem vini og biður hann einnar bónar: „Það, sem þú ætlar að gera, það ger þú strax“. Alt þetta gerir Júdasargátuna enn torskildari, og hún mun ætíð verða okkur skammsýnum mönnum hulinn leyndardómur í sambandi við endurlausnargátuna. ----o--- Athugasemd. Þar sem minst er á bók mína um Vilhjálm Stefánsson í 51. tbl. Lögrjettu, segir meðal ann- ars: „Þar að auki era í bókinni nokkrar villur í meðferð enskra orða, sem með góðum vilja mætti láta tákna það, að G. F. væri illa að sjer í ensku“. 1 tilefni af þessu leyfi jeg mjer að taka það fram, að jeg fjekk ekki að lesa prófarkir af bókinni, sem var prentuð norður á Akur- eyri, hafði aðeins fengið að sjá 2. örk (bls. 16—32) áður en bók- in var fullprentuð. Jafnskjótt og jeg fjekk hreinprentaðar arkirn- i ar í hendur símaði jeg norður \ leiðrjettingar þær er bókinní fylgja. Held jeg því, að rjettast sje að dæma ekki um ensku- kunnáttu mína eftir þeim prent- villum, sem í bókinni kunna að vera. 7. okt. 1927. Guðm. Finnbogason. Athugasemd hins heiðraða höf. er að því leyti óþörf, að það sem hún helst á að leiðrjetta (um enskukunnáttu hans) hefur aldrei staðið í Lögrj. Ummælin áttu ein- , ungis við það, að einhverjar vill- i ur eða óaðgætni mætti finna í svo að segja hverri bók, sem út kæmi, og þau bentu á það, hvers- konar ályktanir mætti draga af slíku, þegar það kæmi fyrir hjá hinum eldri og „lærðari“ höfund- um, ef fylgt væri sömu reglu og þeir halda oft sjálfir á lofti, þegar um aðra og „ólærðari“ menn er að ræða. En bók dr. G. F., eða kunnátta hans, var ekki dæmd eftir þessum prentvillum, en þvert á móti sagt, að þær skiftu ekki máh fyrir dóminn um bókina í heild, hún væri þakkar- verð og skemtileg fræðibók. ----o---- Dánarfregn. Sigurður Nordal prófessor og kona hans hafa ný- 1 ga orðið fyrir þeim harmi að missa efnilega unga dóttur sína, sem Bera hjet. Júlíana Sveinsdóttir hafði nú um mánaðamótin málverkasýn- ingu í „Den frie“, sem svo er nefnd, í Kaupmannahöfn. Birtist í því tilefni allangt viðtal við hana í „Dagens Nyheder" og mynd af henni. Segir hún þar ýmislegt af æfi sinni og starfi, einkum sumar- leiðangram sínum á íslandi, en hjer hefur hún dvalið á sumrum, og málað, mörg undanfarin ár og þykja myndir hennar sjerkenni- legar og margar góðar. Hún seg- ist ætla að setjast að hjer heima og fást við vefnað aðallega og reyna að endurreisa þjóðlega ís- lenska vefnaðarlist, sem ranglega sje að falla í gleymsku. Júlíana er ágætur vefari. Eggert Stefánsson ætlar að halda íslenskt söngvakvöld í þessari viku og syngja aðeins lög eftir íslensk tónskáld. Hefur hann sýnt áhuga og skilning á þjóðlegri hljómlist og margt til þess unnið, bæði heima og er- lendis, að efla áhuga og þekk- ingu á henni. Gunnlaugur Blöndal málari er nýkominn hingað og ætlar að halda hjer sýningu. Hann hefur verið í París undanfarin ár. Ritsafn Gests Pálssonar er nú í prentun og kemur út innan skamms. Kosningafölsimin. Halldór Júlí- usson sýslum. hefur verið skipað- ur rannsóknardómari í atkvæða- fölsunarmálinu í Hnífsdal. Útflutningur íslenskra afurða nam í september samtals 6 milj. 647 þús. kr. Mestur var útflutn- ingurinn á verkuðum fiski, 2 milj. 152 þús. kr. Óverkaður fiskur var fluttur út fyrir 442 þús. kr„ síldarolía fyrir 407 þús. kr„ fisk- mjel fyrir 333 þús. kr„ ísfiskur fyrir 329 þús. kr„ lýsi fyrir 192 þús. kr. og ull fyrir 170 þús. kr. Aðrar hæstu útflutningsafurðim- ar voru sútuð og hert skinn fyrir 54 þús. kr„ hestar (253) fyrir 26 þús. kr. og saltket (298 tn.) fyrir 27 þús. kr. Allur útflutningur frá áramótum til s. 1. mánaðamóta hefur numið 36 milj. 757 þús. (seðla)krónum, og er það um 5Yfi milj. kr. meira en var á sama tíma í fyrra, en um 13 milj. minna en á sama tíma árið 1925. Prentsmiðj an Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.