Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 19.10.1927, Síða 1

Lögrétta - 19.10.1927, Síða 1
XXII. áx. Reykjavík, miðvikudaginn 19. október 1927. 55. tbl. I Um víða veröld. Dr. Annie Besant. Dr. Annie Besant forseti Guð- spekifjelagsins, er um þessar mundir á ferðalagi víðsvegar og flytur fyrirlestra um guðspeki- stefnuna og komu nýs mannkyns- fræðara. Hún er nú nýlega orðin áttræð, eins og frá var sagt í Lögrj. fyrir skömmu, en er hin emasta og óþreytandi í áhuga sín- um á útbreiðslu boðskapar síns. Hún er skörulegur ræðumaður og vekja samkomur hennar athygli, hvar sem hún kemur, en skiftar eru skoðanimar um gildi boðskap- ar hennar. Nýlega ferðaðist hún um Norðurlönd og flutti fjölsótt erindi í höfuðborgum landanna. Hún talar oftast um trúar- brögðin og menningarlíf nútím- ans. Hún segir að nú sjeu mikil tímamót í vændum og merkileg stefnubreyting í menningu mann- kynsins. Nýr hugsunarháttur sje að brjóta sjer braut og nýr mann- flokkur jafnvel að fæðast, með nýjum og skýrum einkennum, lík- amlegum og andlegum, og eink- um beri á því, að hugsýnin, intuitionin, sje miklu meiri og næmari, en nú gerist. Böm með þessum einkennum segir hún að nú fæðist í Ameríku, einkum í Kalifomiu og einnig í Þýskalandi og jafnvel víðar. Trúarbrögðin skifti miklu fyrir þá stefnubreyt- ingu, sem í vændum sje og megi nú sjá þess merki innan ýmsra trúarflokka, að vænst sje mikilla atburða. M. a. búist margir trúar- flokkar við nýjum mannkyns- fræðara. Til þess að undirbúa komu nýrrar menningar og nýs mannkynsfræðara sje nauðsynleg meiri eining og samvinna trúar- bragðanna, en nú eigi sjer stað. Meiri áherslu eigi að leggja á það, sem öllum trúarbrögðum sje sameiginlegt, en hitt, sem þeim beri á milli. I öllum trúarbrögð- um sje sameiginlegur kjami og þá trú og þann kærleika, sem í honum sje fólginn eigi að þroska. í Adyar, höfuðstöðvum guðspek- innar, segist dr. Besant hafa lát- ið reisa kapellur eða bænhús fyr- ir tilbeiðslu ýmsra trúarflokka og fremji þar guðsþjónustur sínar í friði og sátt margskonar fólk. Þegar dr. Besant var í Osló skýrði hún blaðamönnum m. a. allítarlega frá skoðunum sínum á komu mannkynsfræðarans og verð ur hjer frá þeim skýrt eftir því sem eitt helsta blaðið þar, Aften- posten segir frá. Einhverju sinni, árið 1909, þegar hún var fyrir utan líkama sinn, var henni birt- ur sá boðskapur, að heimsfræð- Hallgrímskirkja í Saurbæ. Eins og kunnugt er, hefur sú hugmynd komið fram, að reisa minningarkirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd á legstað Hallgríms Pjeturssonar, í heiðurs- og virðingarskyni við þetta mikla trúar- skáld vor íslendingar. Hugmynd þessari var vel tekið og söfnuð- ust þegar í nokkrum sýslum nokkur þúsund króna, sem með vax- andi viðbót og vöxtum er nú um 13 þús. kr. — Einnig hefur Saurbæjarsöfnuður skuldbundið sig til, er til framkvæmda kemur, að leggja 5 þús. kr. til þessarar kirkjubyggingar. Vjer undirrituð höfum nú gengið í nefnd, til þess, ef verða mætti, að hrinda þessari fögru hugmynd í framkvæmd og heitum nú á alla Islendinga, að leggja dálítinn skerf, meiri eða minni, til þessa fyrirtækis. Mest er um vert, að þátttakan verði almenn, því að „kornið fyllir mælirinn“. Vjer teljum æskilegt, að þeir, sem eitthvað vilja leggja af mörkum, sendi gjafir sínar til gjaldkera nefndarinnar, frú Hall- dóru Bjarnadóttur, Háteigi Reykjavík, eða einhvers nefndarmanna, fyrir árslok 1928. Mun þá kirkjubyggingin þegar hafin, ef nauð- synleg viðbót fæst, en hún telst oss muni vera 12—15 þús. krónur. Reykjavík í október 1927. Virðingarfylst. Einar Thorlacius, prófastur (form. nefndarinnar). Björn Þórðarson, Friðrik Friðriksson, Guðmundur Finnbogason, hæstarjettarritari. framkv.stjóri K. F. 11. M. landsbókavörður. Haraldur Níelsson, Halldóra Bjarnadóttir, Matthías Þórðarson, prófessor. ritstjóri. fornmenjavörður. Sigurbjörn Á. Gíslason, Sigurður Nordal, Þorsteinn Gíslason, ritstjóri. prófessor. ritstjóri. arinn ætlaði enn á ný að taka sjer bústað í jarðneskum líkama, til þess að endurtaka fyrir munn lærisveins síns, þau meginsann- indi, sem mannkyninu væru nauð- synleg við hver straumhvörf í sögu þess. Sama ár tók hún til fósturs tvo bræður, fyrir áeggjan föður þeirra, Krishnamurti og Nityananda, án þess að vita hvor þeirra yrði notaður sem verkfæri hins komandi heims- fræðara. Þegar Krishnamurti var 12 ára og hafði enn ekki lært ensku til fulls, reit hann samt á ágætri ensku bókina „Við fótskör meistarans“. Ólst hann upp undir handleiðslu frú Besant og hefur aldrei borðað ket, reykt eða drukkið áfengi. Heimsfræðarinn tók sjer bústað í honum í fyrsta skifti á fundi fjelagsins „Stjarn- an í austri“ 25. desember 1925. Fyltist Krishnamurti þá anda hans alt í einu í miðri ræðu, sem hann var að halda, og talaði af innblásnum krafti og tign. Hann flytur nú af miklum mætti boð- skap sinn um konungsríki gæf- unnar, hvetur menn til þess að leita guðs innra með sjálfum sjer og til þess að skilja hina djúpu inni einingu sjálfra þeirra og guðs. Hann hvetur menn til þess að þjóna bræðrum sínum, sigrast á lágum gimdum sínum, leita sannrar gleði og göfugra skemt- ana og lifa einföldu lífi. Frú Besant segir að Krishnamurti sje sjálfur síglaður og ánægður og óbifanlega sannfærður um köllun sína, sem heimsfræðara, hann geti með sanni sagt: komið til mín, jeg er meistarinn, jeg mun færa yður frið. Krishnamurti dvelst á ári hverju á víxl í Adyar í Indlandi, höfuðstöðvum guð- spekinnar, í Ommen í Hollandi, höfuðstöðvum Stjömufjelagsins og í Ojaidalnum í Kaliforníu, en þar á að hefjast starfið til mynd- unar miðstöðvar fyrir hina nýju menningu. Dr. Besant segir, að heimsfræðari komi fram við hver tímamót menningarinnar og verði leiðtogi hins nýja tíma. Þannig hafi öll mikil menningartímabil átt sinn Bodhisatva, andlegan leiðtoga. Vishna, Hermes, Zoro- aster og Orfeus hafi verið slíkir leiðtogar hver fyrir sitt menn- ingarskeið. Svona horfir þá málunum við frá sjónarmiði frú Besant. En mjög hefur boðskapnum um hinn nýja mannkynsfræðara verið misjafn- lega tekið. Sumstaðar, í Englandi, hefur t. d. orðið nokkur klofning- ur innan guðspekifjelaga út af þeim málum. En utan guðspeki- eða stjömufjelaganna hefur þessu víða verið illa tekið. Sem sýnis- hom þeirrar aðstöðu til málsins á Norðurlöndum má geta að- sendra greina, sem birtust í einu helsta blaði Stokkhólms, Nya Dagligt Allehanda, um það leyti, er frú Besant var þar síðast. Fyrri greinin um mannkynsfræð- arann heitir Ruddaleg svik (En grotesk svindel). Með þessum boðskap, segir höf, hefur frú Besant líklega náð hámarki stór- mensku sinnar. Hreyfingin, sem hjer sje um að ræða, sje ein- hver ruddalegasti skrípaleikur, sem sögur fari, til þess að safna hjörð kringum nýjan uppgerðar Messías. Vafalaust segir höf. það, að Annie Besant hafi verið merki- leg gáfukona (bemárkansvárd intelektuell talang), en samt þannig, að því hafi farið fjarri, að hún ætti sjálfstæði snillingsins. Hún sje sálfræðilega fróðlegt at- hugarefni, hún hafi með sama áhuganum gengið í þjónustu ólíkustu skoðana, en ávalt látið leiðast af áhrifum viljasterkra manna, sem boðið hafi getað stórmenskuþrá hennar starfsvið. Þannig hafi hún á yngri árum verið predikari á vakningarsam- komum og í helgunarhrifningu sinni giftst presti, en skilið við hann. Síðan gekk hún í lið með Bradlaugh og varð mikilsmetin meðal efnishyggjumanna og guð- leysingja. Síðan barðist hún ákaf ■ lega fyrir nýmaltusarstefnunni og *varð loks ákafur jafnaðar maður. (Hún var skörulegur stuðningsmaður Fabianfj elagsins, og jafnaðarmenskuboðskapar þess eins og t. d. Bernhard Shaw, en á síðkastið kvað hún hafa and- mælt allmikið kommúnismanum). Loks fann hún hið rjetta starfs- svið sitt í guðspekinni, og fjekk síðar, eftir því sem henni sagð- ist frá í erindi sínu 1 Musikaliska . akademien í Stokkhólmi, — það hlutskifti hjá sjálfum þeim háa anda, sem stjórnar þróun heims okkar, að leiða fram hinn nýja mannkynsfræðara, sem hún í Ind- landi setur í samband við Vishnu, en í Evrópu við Jesú. Nokkur önn- ur atriði verður þó að nefna, segir höf., sem sýna það hversu áhrifagjöm og leiðitöm frú Besant hefur verið. Fyrir tilstilli bramínans, prófessors Chakra- warti, komst hún í bramína- stjett Indlands og samdi sig að siðum bramína, svaf á mottu, gat ekki setið við sama borð og óhreinir vesturlandafjelagar henn ar og ekki snert við þeim, nema r

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.