Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.10.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 19.10.1927, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA i. Kr. í málavafstri, sem mikið hefur verið um deilt, en fjell að lokum niður. Um Krishnamurti sjálfan getur höf. þess, að hann hafi þótt treggáfaður í skóla (fengið þann vitnisburð, að vera „a dull boy“). Til dæmis um ritmensku sam- starf þeirra frá Besant og Lead- beaters nefnir höf. frásagnir þeirra um fyrri holdganir þeirra hjer á jörðu, á þeim tímum, t. d. „þegar Jesús var giftur Júlíusi Cæsar“. „1 kofa einum, segja þau, býr mánamaður einn, með konu sinni og bömum; við kynn- umst þeim síðar meir sem meist- aranum M. og meistaranum K. H., Gátama, sem varð Búddha, og herranum Maitreya (Kristi). Flokkur af apaverum lifir um- hverfis kofann og sýnir íbúum hans sömu hollustu og tryggir hundar gera. Meðal þessara apa má þekkja þá, sem seinna áttu að verða hr. Leadbeater, frú Besant, Krishnamurti og Miza“. Þetta og þvílíkt þykir sænska höfundinum sönnun þess að hjer sje um hreyfingu að ræða, sem sje hje- gómi einber. Annar höf. í sama blaði vitnar í ummæli úr nýni bók eftir E. Stanley Jones (The Christ of the the Indian Road) um Krishna- murti. St. J. hefur einu sinni átt langt samtal við hann, segir að sjer hafi fundist hann meðal- greindur maður og miðlungi and- lega gefinn, en einstaklega elsku- legur. . . . Jeg fór frá honum með þeirri tilfinningu, að ef hann væri alt og sumt sem við menn- imir hefðum til þess að líta upp til, til þess að bjargast úr því myrkri, sem við erum í, þá veri guð okkur líknsamur“. Loks skal svo getið eins vitnisburðar ís- lensks manns, um Krishnamurti, sr. Jakob Kristinssonar, forseta guðspekif j elagsins, en hann hefir kjmst Kr. persónulega austur á Indlandi og oft heyrt til hans. Hann segir (í Ganglera). „Auð- vitað veit jeg ekki, hvemig hátt- að er sambandi Krishnamurti við ósýnilegan heim. Jeg veit ekki hvort hann er með sjerstökum hætti lærisveinn meistarans mikla. En sú er trú mín, að hann sje það. Hitt er aftur á móti engin tiú, heldur persónuleg reynsla mín, að frá honum strejrmir heil- agur, gagntakandi kraftur og friður, sem öllum skilningi er æðri og sá kraftur hygg jeg að eigi rætur að rekja til meistarans, en ekki lærisveinsins. Að mínum dómi er Krishnamurti nær því að vera heilagur maður, en nokkur annar, sem jeg hef hitt á lífs- leiðinni og síðan jeg kom að aust- an get jeg ekki hugsað mjer, að til sje jarðneskt starfstæki hreinna, og meistaranum hæfi- legra en það, sem Krishnamurti getur í tje látið“. Olía úr kolum. Kolamálin eru vandasamt úr- lausnar- og áhyggjuefni hjá ýms- um iðnaðarþjóðum heimsins, ekki síst Bretum. Kolaiðnaður þeirra hefur, eins og kunnugt er, verið í mestu kreppu undanfarið, en á honum veltur að nokkru leyti gengi þeirra. Að því hefur verið unnið allvíða undanfarið að gera tilraunir til nýrrar notkunar kola, til betri hagnýtingar á þeim en nú á sjer stað. M. a. hefur dr. Bergius í Þýskalandi unnið olíu úr kolum með góðum árangri. — I Englandi hafa einnig verið gerðar tilraunir 1 þessa átt og þykir danskur verkfræðingur, Harald Nielsen, hafa fundið góða lausn á málinu. Flutti haim ný- lega um þessi efni erindi í verk- fræðingaskólanum í Kaupmanna- höfn. Nú er hægt að vinna úr einni smálest steinkola 30—40 lítra af olíu og 3000 rúmmetra af gasi, en með hinni nýju að- ferð hans fást 90—100 lítrar af olíu, með minni kostnaði, en dá- lítið minna gas. Það gildir einu hvort unnið er úr steinkolum eða brúnkolum eða hvaða kolum sem er. England framleiðir árlega 250 miljón smálestir kola og í nám- unum vinna 1V3 miljón verka- manna. Framleiðslukostnaður er ILV2 shillings á tonn. Stærstu kolin, á borð við bamshöfuð hver moli, eru borguð með 25 sh. smál. á markaði, en fyrir smærri kol fást aðeins 10 sh. Álíka mikið fæst úr námunum af hvorri teg. um sig, eða smálestin kostar að jafnaði 35 sh., eða rjett borg- ar kostnaðinn. Meira verð, segja Bretar, fæst ekki og því er um að gera að rejma að nota einkum ódýru kolin, sem best. Það þykj- ast menn nú geta með því að vinna olíu úr kolunum með hin- um nýju aðferðum, einkum þar sem reynsla sje að fást fyrir því, að koksinu megi á eftir brenna í skipum, og hafi það tekist vel í herskipi einu áströlsku, þar sem það var reynt. Vænta því ýmsir bretskir kolamenn þess, að hin nýja olíuvinsla geti orðið til þess að rjetta við iðnað þeirra og jafn- framt til þess að gera byltingu í notkun kola og olíu, sem ekki verði síðri að sínu leyti, en þeg- ar fjmst tókst að nota kolin í gufuvjel. Æfisaga Krists Eftiir Giovanni Papini. (Ágrip). Kvöldmáltíðin. Fyrir páskahá- tíðina átti alt að vera um garð gengið, en hún hófst á laugar- dag og nú var fimtudagur. Læri- sveinamir spurðu Jesú, hvar hann vildi láta búast um til þess að neyta páskalambsins. Hann átti engan vissan stað til þess. Sendi hann þá tvo af lærisveinunum frá sjer með þessum dularfullu orð- um: Farið til borgarinnar, og þar mætir ykkur maður, sem ber vatnsfötu. Farið á eftir honum og segið við húsráðandann 1 því húsi, sem maðurinn gengur inn í: Meistarinn segir, minn tími er ná- lægur, og hvar er herbergi, sem jeg geti neytt páskalambsins í með lærisveinum mínum? Mun hann þá vísa ykkur inn í stóran loftsal útbúinn eftir þörfum, og þar skuluð þið gera okkur máltíð. — Menn hafa skýrt þetta svo, að hjer væri um að ræða einhvem af vinum Jesú, og að þetta hafi áður verið aftalað milli þeirra. En frásögnin bendir öll í þá átt, að svo hafi ekki verið. Það hefur verið svo mikið talað um Jesús á þeim dögum í Jerúsalem, að allir hafa vitað, hver meistarinn var. Lærisveinamir fengu salinn, eins og til var vísað, og þar var páskalambið matreitt. Eftir sól- setur kom svo Jesús og hinir tíu lærisveinamir með honum og sett- ust þá allir að borðum. Þeim var þungt í skapi vegna þess að Jes- ús hafði á síðustu dögunum tal- að svo mikið um hryggileg efni, sem fjrrir höndum væm. En tveimur var þó órólegast iirnan- brjósts, Kristi sjálfum og Júdasi, sem báðir áttu að deyja næsta dag. Júdas hafði þá samið við prestana um framsal Jesú. Hann mun þá hafa borið á sjer þá þrjá- tíu silfurpeninga, sem hann hafði fengið fyrir svikin. Afráðið var, að handtakan skyldi fara fram þá nótt, sem nú var í aðsigi. Jesús tók til orða: „Jeg hef innilega þráð, að neyta þessa páskalambs með ykkur, því það segi jeg ykkur, að jeg mun aldrei framar neyta þess, fjrr en alt er fullkomnað í ríki guðs“. Hann vill við þessa síðustu máltíð vera enn ástúðlegri við vini sína en nokkru sinni áður. „Hann stóð upp frá borðurn", segir Jóhannes, „lagði frá sjer jrfirhöfnina og batt á sig línklæði, helti vatni í þvottafatið og tók að þvo fætur lærisveinanna og þerra þá á línklæðinu“. Menn geta hugsað sjer móður eða þjón gera þetta, en aðra ekki, móðurina af ást og um- hyggju, en þjóninn af hlýðni. En lærisveinamir voru hvorki böm Jesú nje húsbændur hans. Og þegar hann hafði þvegið fætur þeirra, tekið klæði sín og setst aftur til borðs, sagði hann: „Skiljið þið, hvað jeg hef nú gert. Þið kallið mig kennara ykkar og foringja, eins og rjett er, því það er jeg. Þegar jeg nú hef þvegið fætur ykkar, eruð þið einnig skyldir, að breyta svo hver við annan. Þetta er fordæmi, sem jeg hef gefið ykkur“ Annars höfðu lærisveinamir ekki lítið unnið til þess, að fá fótalaug. Þeir höfðu lengi gengið um harða og óhreina vegi Júdeu, og þeir áttu fyrir sjer lýjandi göngu víða um lönd til þess að flytja boðskap hins krossfesta. Páskamir vom hjá Gyðingum minningarhátíð um flóttann frá Egiftalandi, flóttann frá kúgun- inni, sem hafði í för með sjer svo mörg og mikil undraverk, sem bám vott um handleiðslu guðs. Til ævarandi endurminningar um lausnina var fyrirskipað árlegt hátíðarhald, sem nefnt var Pesach eða páskar og þýðir framhjá- ganga. Máltíðin átti að minna á skyndimáltíðir flóttafólksins og fæðan var lamb eða kið, steikt j’fir eldi, sem er fljótasta mat- reiðslan, og ósýrt brauð, því tæki- færi var ekki til þess á flóttanum, að láta degið liggja og koma ólgu í það. Þessa rjettar skyldu menn neyta með belti um lendar, skó á fótum og stafi í höndum, eins og ferðafólk. Beiskar jurtir fylgdu og áttu að minna á villi- jurtir þær, sem flóttafólkið reif upp meðfram vegunum og bar sjer til munns til þess að stilla hungur sitt, og rauðleit ídýfa, sem brauðinu var drepið niður í og átti að minna á tígulsteinagerð Gyðinga í þrældóminum í Egifta- landi. Víninu var svo bætt við sem tákni um gleðina yfir frels- inu og uppfylling vonanna um hið þráða vínviðarland. Jesús breytir ekki þessum foma sið. Eftir bænina lætur hann ka- leikinn með víninu ganga frá hönd til handar. Útbýtir svo hin- um beisku jurtum og fyllir á ný kaleikinn. „Takið og drekkið", segir hann, „því jeg segi ykkur, að eftir þetta mun jeg ekki drekka af ávöxtum vínviðarins fyr en guðs ríki er komið“. Þá er sálmurinn sunginn: „Skelf þú jörð við nálægð drottins, við ná- lægð Jakobs guðs, sem breytir klettinum í vatn og hörðum steini í uppsprettu . . . Hann lyftir hin- um þjáða úr duftinu, reisir hinn fátæka við og tekur hann í tölu hinna útvöldu“. Jesús tekur þá brauðin, sem liggja á borðdúkin- um, brýtur þau og rjettir hverj- um fyrir sig: „Takið og etið“, segir hann, „þetta er minn líkami, sem fyrir ykkur verður gefinn; gerið þetta til minningar um mig“. Og þegar þeir höfðu neytt lambsins, brauðsins og hinna beisku jurta, fylti Jesús ka- leikinn í þriðja sinn og sagði: Drekkið allir hjer af; því þetta er mitt, sáttmálans blóð, sem út- hellist fyrir marga til fyrirgefn- ingar sjmdanna“. Með blóði, sem er tákn lífsins, hafði Abrahams og Jakobs guð gert sáttmálann við sína útvöldu þjóð. Þegar Móses hafði tekið á móti lögmálstöflun- um, ljet hann fóma dýrum, helti helmingnum af blóði þeirra yfir fómaraltarið, en hinn helminginn Ijet hann koma í ker, helti úr þeim yfir mannfjöldann og sagði: „Þetta er blóð þess sáttmála, sem drottinn hefur gert við ykkur um öll þessi orð“. En öldum saman hafði nú guð með orðum spár manna sinna boðað, að hinn gamli sáttmáli væri úreltur og þörf á öðrum nýjum, Blóðið, sem Móses hafði hríslað yfir höfuð hinna harðsvíruðu, hafði mist kraft sinn. Nýju og göfugra blóði varð að úthella fyrir hinn nýja sáttmála, síðasta sáttmálann sem guð hafði gert við sín svik- ulu börn. — Nú er sá kominn, sem meiri er en leiðtoginn gamli á flóttaförinni. Móses hafði frels- að þjóð sína, talað á fjallinu og boðað fyrirheitið land. En Jesús ) ---------------------------------- LÖGRJETTA Utgefandi og riutjóri Kritii un Gislitun Þiagholtngtrati 17. Simi 178. iHnheimta og afgrreiðela i Miðntrneti 3. I i— með hanska. En um aldamótin komst hún þó undir þau áhrif, sem örlagaríkust urðu, s. s. áhrif Leadbeaters fyrrum biskups. En það er Leadbeater og hans áhrif, sem eru potturinn og pannan í síðasta skrípaleik hennar um hinn nýja mannkynsfræðara, og það var í raun rjettri hann, sem dró fram drenginn Krishnamurti, Leadbeater hafði verið rekinn úr guðspekifjelaginu, undir forsæti Olcotts, 17. maí 1906, eftir að hann hafði verið kærður fyrir og játað sig sekan um siðferðisspell. Hann hafði gefið út bók með frú Besant, um sameiginlega dulspeki- lega rejmslu þeirra, og þegar frúin varð forseti guðspekifje- lagsins tók hún Leadbeater aftur í sátt við fjelagið, með skírskot- un til þess, að fjelagið gæti ekki, með kreddum eða kennisetningum, slegið föstum neinum ákveðnum siðgæðislögum, til útilokunar manni, sem fjelaginu gæti verið mikill stjrrkur að. Þetta varð til þess, að fólk gekk hópum saman úr fjelaginu. Nokkru seinna veitti Leadbeater athygli syni fátæks guðspekinema í Adyar, Krishna- murti, og fyrir hans áhrif hefur hann nú verið gerður að mann- kynsfræðara, og telur höf. að Leadbeater hafi skrifað í hans nafni bókina: Við fótskör meist- arans, með ýmsum fögrum kenn- ingum. Seinna lentu þeir L. og V. Hugo. VESALINGARNIR. racs klukkan tvö um nóttina og henti sjer í flet sitt í öll- um fötunum. Undir morgun fjell á hann fastur svefn. Hann vaknaði ekki fyr en kominn var ljós dagur og sá hann þá að inni í herberginu stóðu þeir fjelagarnir Cour- feyrac, Enjolras, Feuilly og Combeferre og voru ferðbúnir og asi á þeim. — Kemur þú með okkur til jarðarfarar ekki hvaðan á hann stóð veðrið. Hann fór út nokkru á Lamarques herforingja? spurði Courfeyrac. Maríus vissi eftir þeim. Hann stakk í vasa sinn skammbyssunum, sem Javert hafði fengið honum þriðja febrúar. Þær voru enn- þá hlaðnar. Hann vissi ekki sjálfur hversvegna hann tók þær. Hann eigraði um allan daginn, án þess að vita hvert hann fór. Skúrir komu endur og eins, en hann gaf þeim ekki gaum. Hann keypti sjer brauð og ætlaði að hafa það fyrir miðdegisverð, stakk því í vasann og glejrmdi því. Hann virtist hafa farið í bað í Signu, án þess að vita það. Hann var í því ástandi, að hann vissi hvorki í þennan heim nje annan. Hann mundi ekkert nema það, að hann átti að hitta Cósettu klukkan niu. Það var eina hamingj- an, sem honum átti eftir að auðnast í þessum heimi; eftir það var alt í dimmu. Þegar hann gekk þannig um ein- manalegustu trjágötumar heyrðist honum stöku sinnum einkennilegur hávaði innan úr borginni. Hann hrökk upp úr draumum sínum og spurði sjálfan sig — Er bardagi? Stundvíslega klukkan níu var hann kominn í Plum- etgötu til Cósettu. Þegar hann kom að grindunum gleymdi hann öllu. Hann hafði ekki sjeð Cósettu í tvö dægur, en átti nú aftur að sjá hana. Allar aðrar hugsanir hurfu honum, og hann fyltist innilegri og óumræðilegri gleði. Þau augnablik, sem eru alda ígildi, gagntaka sálina. Mar- íus smaug inn í garðinn. En Cósetta sat ekki á sínum venjulega stað. Hann gekk að runnanum við húsdymar og hugsaði að hún biði sín þar. En hún var ekki þar. Hann horfði upp í gluggann og sá að hleramir vom fyrir þeim. Hann gekk um garðinn, en hann var einmanalegur og yfirgefinn. Svo gekk hann aftur að húsinu örvita af ást, æfur og skelfdur, þjakaður af sorg og kvíða og fór að berja á hlerana, eins og húsbóndi, sem kemur heim á óheppilegum tíma. Hann átti það á hættu, að faðir hennar kæmi út í gluggann, hann kallaði Cósetta, hann æpti Có- setta. En árangurslaust. Enginn svaraði. Það var úti um alt. Enginn í garðinum, enginn í húsinu. Maríus horfði örvæntingaraugum á eyðilegt húsið, skuggalegt og þögult eins og gröfina, en ennþá tómlegra. Hann starði á stein- bekkinn, þar sem hann hafði unað svo margar yndis- stundir með Cósettu. Hann settist á dyraþrepin. Hjarta hans var þrungið hlýju og viljafestu, hann blessaði ást sína og sagði við sjálfan sig, að fyrst Cósetta væri farin ætti hann einskis annars úrkosta en að deyja. Alt í einu heyrði hann rödd utan af götunni — Herra Maríus. Hann spratt á fætur og sagði — Hvað er þetta? — Eruð þjer þama? — Já. — Herra Maríus, fjelagar yð- ar bíða eftir yður í virkinu í Rue de la Chanvrerie. Hann kannaðist við röddina. Hún var keimlík hinni hrjúfu, hásu rödd Epónínu. En þegar hann gætti að, sá hann einhvem, sem honum virtist vera ungur maður, hverfa hlaupandi út í myrkrið. Pyngja Jeans Valjean varð hr. Mabeuf að engu liði. I virðulegum og bamalegum strangleik sínum vildi hann ekki þiggja gjöf stjamanna. Honum virtist stjama ekki geta slegið mynt úr sjálfri sjer. Hann gerði ekki götu- stráksgjöf guðdómlega. Hann fór með pyngjuna til lög- reglunnar sem óskilagrip, og þarf ekki að taka það fram, að engin gekk eftir henni. En högum Mabeufs fór sífelt hnignandi. Tilraunirnar með indigoræktunina fóru út um þúfur. Hann skuldaði Plutark gömlu kaupið hennar og húsráðandanum leiguna. Myndamótin úr Grasafræði hans seldi veðlánarinn einhverjum koparsmið, sem gerði úr þeim pönnur og sjálfur seldi hann svo bækumar í um- búðapappír. Hann átti ekkert eftir af æfistarfi sínu. Hann lifði á brauði og kartöflum. Hann seldi húsgögn sín og grasasöfn sín. En hann hjelt í lensgtu lög í dýrmætustu bækur sínar, eins og „Les Quadrins Historiques de la Bible“, útgáfu frá 1560, 'lWilegium Rabbinicum“ frá 1644 og loks Diogenes L^tiug, prentaðan í Lyon 1644 með hinum fræga saman^i ör þrettándualdarhandrit- inu 411 í Vatikansafni oí^eneyjahandritunum 393 og 394, sem Henri Estienne Ú svo ágætlega saman og með dórisku köflunum, sem tlungis standa í hinu fræga tólftualdar handriti í NeaPpSföi. Hann opnaði bókaskáp sinn og virti angurvær b^'riiar fjrrir sjer hverja á fæt- ur annari. Svo tók hann e*a og fór með hana og kom aftur með skilding. SvoH^ *ekk koll af kolli. En þegar fombókasalarnir sáu, að var neyddur til að selja, lækkuðu þeir verðið, og g^u stundum ekki nema tutt- ugu aura fyrir bækur, sert hafði þurft að kaupa fyrir tuttugu krónur. Þessi fj^1 Þpspretta gekk til þurðar. Hann hjelt um skeið, að sje’ væri bjargað, því honum var gefin von um ríkisstyrk, * úæðimanni. Mentamálaráð- herrann tók vel í það í orð>> ^ efndi ekkert. öll sund voru lokuð. Mabeuf sat kvöld eu Ri fjrnr húsdyrum sínum og heyrði hávaða álengdar. 8Purði mann, sem fram hjá fór hverju þetta sætti. —- . er uppreisnin, svaraði hann. — Hvaða uppreisn? — eru að berjast. — Hvers vegna. — Ja, það má guð ^ ^egar hann hafði fengið að vita hvar bardaginn stæði> * hann inn, tók hatt sinn og bók undir hendina og gekk eiös og í leiðslu og skundaði síðan burtu. Tíunda bóh r>. júní 1832. Úr hverju sprettur by*1)lS? Úr engu og öllu. Úr raf- magni, sem losnar úr læði^’Ur blossa, sem gýs alt í einu upp, úr flöktandi afli og hví *andi anda. Þessi andi mætir tungum, sem tala, heilum.s 1 ^eymir, sálum, sem þjást, ástríðum, sem ólga, ógn^’ Sern ýlfra — og ber þær áfram. Hvert? Eitthvað. ersum gegn ríki og lögum, gegn velgengni eða ósvífn> 3ll^ara. Espuð sannfæring, von- svikinn áhugi, æst grerfl^’ U8eid baráttulöngun, eggjuð hugprýði æskunnar, göfugmannleg einsýni, forvitni, ný- ungagimi, þorsti í hið óvænta, hatur, vonbrigði, hjegóm- leiki, óþægindi, eyðilegir draumar, árangurslaus metorða- gimd, niðurrifslöngun — slíkur er efniviður uppþotanna. Það, sem glæsilegast er, og það sem auðvirðilegast er. Hver sá, sem í djúpi sálar sinnar finnur til andúðar gegn ríkinu, lífinu, eða örlögunum, er reiðubúinn til uppþots og þegar á því fer að bera, fer hann að finna til skjálfta, og finst hann berast burt af hvirfilvindi. Ef trúa skal sumum stjómmálamönnum er það ekki nema til styrktar að fá smá uppþot endur og eins. Það styrkir þær stjómir, sem það steypir ekki. Það treystir herinn, það eflir sann- færingarkraft borgaranna, það eflir lögregluna. Það sýnir viðnámsþrótt þjóðskipulagsins. Uppþotið er íþrótt, næst- um því heilsufræðileg ráðstöfun. En fyrir þrjátíu árum var litið öðrum augum á upp- þot. Atburðirnir, sem nú verður sagt frá, heyra til þeim sögulega og lifandi veruleika, sem sagnfræðingurinn virð- ir stundum að vettugi vegna tímaskorts og rúmskorts, Samt sem áður er í þeim fólgið líf, skelfing og skjálfti. Flestir þátttakendur þessara geigvænlegn atburða eru horfnir og samkvæmt því hvernig þessi bók er samansett verður aðeins sagt frá einu ókunnu atviki, sem gerðist þessa daga, en það skal verða þannig gert að lesandinn sjái bregða fyrir leiftri úr þeirri dimmu, sem tjaldinu verður nú lyft frá, svo að sjáist sönn mynd hins ógurlega æfintýris. Vorið 1832 höfðu Parísarbúar lengi verið albúnir til uppreisnar, þrátt fyrir það, þótt kóleran skyti þeim nokk- umm skelk í bringu og hjeldi þeim í skefjum. Stórbær eins og París líkist fallbyssu, þegar hún er hlaðin þarf ekki nema lítinn neista til þess að hleypa skotinu af. í júní 1832 var neistinn dauði Lamarques hershöfðingja. La- marque var alkunnur fyrir það, að láta ekki lenda við orðin tóm. Á dögum keisaradæmisins hafði hann barist eins og hetja á vígvöllunum og verið sigursæll ræðumaður á tím- um Bourbonanna. Hann var ekki síður mælskur en hug- hraustur. Hann var í vinstimannaflokki þingsins og naut vinsælda vegna þess að hann talaði máli framtíðarinnar og lýðhylli, af því að hann hafði verið tryggur þjónn keisar- ans og hataði Wellington og hafði borið sorgarband í sautján ár vegna ósigursins við Watreloo. Dauði hans var talin þjóðarsorg, er uppreisn gæti orðið úr og sú varð einn- ig raunin á. Útfarardagurinn var ákveðinn 5. júní og þeg- ar daginn áður fór að bera á ókvrð í þeim bæjarhluta þar sem líkfylgdin átti að fara um. Fólk fór að safnast í hópa, með barefli og vopn, sem það faldi undir fötum sínum. Lík- fylgdin var löng og vopnaðar herdeildir vom látnar fylgja. Mannfjöldinn var mikill 1 götunum, og skelfdur. Alls kon- ar sögusagnir gengu manna á milli um það, hvað í vænd- um væri. Það var sagt, að stjómin sæti á svikráðum við fólkið, talað var um son Napóleons, hertogann af Reich- stadt, sem keisaraefni, en hann lá þá einmitt fyrir dauðan- um í Schonbmnnhöll. Aðrir sögðu að verkstjóri nokkur hefði verið fenginn til þess að opna vopnabúr eitt á til- teknum tíma, svo lýðurinn gæti gripið til vopna. í hverju andliti mátti lesa hrifningu og æsingu og í mannfjöldan- um ægði saman allskonar fólki. Margir vom knúðir sterk- um, göfugum tilfinningum, aðrir vom hreinir og beinir þorparar og uppivöðsluseggir, sem einskis æsktu annars en rána. Líkfylgdin fór hægt og sígandi eftir götunum, stöku sinnur kom skúr úr lofti, en enginn skeytti því. Þegar farið var með kistuna fram hjá Vendöme-súlunni, var grjóti kastað á Fitz-James hertoga, er stóð á svöl- unum með hattinn á höfðinu. Fánamerki var rifið, lög- regluþjónn særður. Lærisveinarnir í fjöllistaskólanum fóru leyfislaust í burtu og hrópuðu um leið: Lifi lýðveld- ið. Við Bastilluna bættist nýr fólksfjöldi við flokkinn. Ógurleg ólga fór að sjóða í hópnum. Einn benti öðrum á „manninn með rauða hökuskeggið", sem gefa ætti merki, þegar skothríðin ætti að hefjast. Á torginu við Auster- litzbrúna stansaði líkfylgdin og þar flutti Lafayette kveðjuræðu til Lamarques. Hópurinn þagði og stóð berhöfðaður. Allir höfðu hjartslátt. Alt í einu kom í

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.