Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.10.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 26.10.1927, Blaðsíða 1
XXII. ár. Um vtöa veröld. Þingræði. Þingræðið er nú mikið rætt, og meira en rætt, óánægjan yfir því hefur sumstaðar orðið svo megn, að því hefur verið hrundið og öðru skipulagi komið á, t. d. í Rússlandi, á Italíu og Spáni. Marg- ir bestu mennimir benda á galla þess, án þess þó að mönnum komi saman um nokkuð eitt, sem í staðinn geti komið. Lögrj. hefur öðru hvoru getið um ýmsar þess- ar umræður. Guðm. Hannesson prófessor hefur skrifað um málin athyglisverða bók. Einn af þeim norrænu fræðimönnum, sem skrif- að hafa einna eftirtektarverðast um þessi efni, er prófessor Art- hur Christensen í Khöfn. Hann gaf fyrir nokkrum árum út bók- ina „Politik og Massemoral“ og nú í haust aðra um framtíð lýð- ræðisins (Fölkestyrets Fremtid). Hann álítur að þingræðið sje mjög fárið að gefa sig og sjeu til þess tvær alþjóðlegar orsakir, byltingamar á þjóðfjelags- og efnahagslífi þjóðanna síðan þingræðið komst á og það, að hver þjóð taki þingræðið upp ómelt, án tillits til þoss, að þjóð- irnar sjeu mismunandi í eðli sínu og þróun sögu þeirra ólík. Hann álýtur að lýðræðið muni lifa áfram, en form þess breytast, t. d. þingræðið í þrengri merkingu, s. s. það að stjómir sjeu háðar meirihlutavilja þjóðþingsins. Það muni ekki geta staðist. Hann álítur að stjómin eigi að vera óháð flokkunum og atkvæða- greiðslum þeirra á þingi, eins og eigi sjer stað í Sviss. Flokkana og flokkaþrefið telur hann mesta mein stjómarfarsins, það hvíli ávalt á þeim grundvelli, að áhrif sjeu höfð á múginn, sem einlægt standi á lægra stigi en einstak- lengurinn, en af þessu stafi það aftur, að þingræðið knýi sjaldan eða aldrei fram góða foringja, hafna yfir múginn. — Þrátt fyrir ótrú sína á þingræðinu hefur hann ekki trú á einræðinu, og álítur það, t. d. í Italíu, einungis millibilsástand. Hann vill breyta þingaskipuninni, taka upp eins- konar atvinnumálaþing, skipað sjerfróðum mönnum atvinnulífs- ins, vinnuveitendum og verka- mönnum, og yrði það deild aðal- þingsins, ásamt annari deild, með svipuðu sniði og er á núverandi þingum. Próf.K. Berlin hafði einn- ig skrifað um þessi mál í svipaða átt og A. Chr. En þótt mikið sjeu þessi mál rædd verður lítið vart áhrifa í framkvæmdum. Þingin Reykjavik, miðvikudaginn 26. október 1927. 56. tbL 1 . . . ' sitja þrátt fyrir vaxandi vantrú á starfi þeirra og vaxandi leiða alls þorra manna á ófrjósömu og oft ógeðfeldu flokkaþrefi, uns þeim er svift burtu með ein- hverjum örþrifaráðum ofbeldisins, svo oft er aðeins farið úr ösk- unni í eldinn. Henry Ford um landbúnað. Ameríski iðnaðarfrömuðurinn og auðmaðurinn Henry Ford hef- ur um alllangt skeið verið einn þeirra manna, sem mest hefur verið umtalaður í Vesturheimi og reyndar víðar, og orðinn átrún- aðargoð fjölmargra framsækinna manna. Hann er nú talinn mestur auðmaður Ameríku, en byrjaði starfsemi sína með fremur litlu fje, en hefur síaukið hana og aldrei notað lánsfje, heldur að- eins það fje, sem fyrirtækin sjálf gáfu af sjer. Það er bílaiðnaður fyrst og fremst, sem hann hefur stundað, en annars hefur hann lagt hönd að ýmsum starfsgrein- um, sem að honum lúta, hann á jámbrautir, námur o. fl. Öll fyrir- tækin segist hann reka eftir sín- um eigin grundvallarkenningum í bílaiðnaðinum, það sje stórfram- leiðslan fyrst og fremst, sem alt velti á, reglusemi, þrifnaður, áreiðanleiki og bannfæring á öllu braski, þá fáist það, sem mest sje um vert, ódýr framleiðsla, en hátt kaup og stuttur vinnutími. Ford borgar í flestum greinum hærra kaup, en annarsstaðar tíðk- ast, lætur ekki vinna nema 8 stundir á dag og helst ekki nema 5 daga vikunnar og segist samt fá meira og betur unnið en aðrir. Hefur áður verið sagt í Lögr. frá skoðunum Fords á launamálum og skrifum hans um þau. Landbúnaður er einn sá at- vinnuvegur, sem Ford hefur stundað og hefur hann skrifað all- mikið um hann í einni af bókum sínum. Hann segist hafa alið mestan aldur sínn í sveit og hafa átt mikið saman við bændur að sælda, vegna framleiðslu sinnar á bílum og j arðyrkj uverkfærum og vita því vel, hvers bóndinn óskar og hvers hann þarfnast. En hann segir að öllum flokkum bænda, jarðræktarmönnum og fjárrækt- armönnum, sje það sameiginlegt, að þeir hafi nauðalítinn skilning á því, hvað landbúnaður sje í raun rjettri. Hann sje sem sagt iðnaður og eigi að rekast eins og iðnaður og geti þá verið gróða- vegur. Allmiklar breytingar sjeu einnig að verða í þessa átt, ein- angrun búskaparins sje að minka, vegna bíla, síma og víðvarps og breyttra starfshátta og geti nú bændur veitt sjer ^mislegt það, sem áður hafi verið talið megn- asta óhóf. Haxm segir að landbún- aðinum ríði á því mest af öllu, að læra ný vinnubrögð, fylgjast með tímanum, taka upp þær aðferðir, sem reynst hafi vel annarsstaðar, fyrst og fremst í iðnaðinum. Hið gamla búskaparlag er dautt og úr- elt, segir hann og því um að gera að koma sjer vel fyrir í því nýja. Heiminum hefur farið fram, en landbúnaðurinn hefur staðið í stað. Hann er smáiðja í heimi stóriðjunnar. Hann krefst ekki nema nokkurs hluta af árlegum vinnutíma mannsins, þar sem al- staðar annarsstaðar er þess kraf- ist, að tíminn sje notaður út í ytstu æsar. Mikill hluti allrar sveitavinnu nú á tímum er erill og umstang, sem bóndinn á að vísu fult í fangi með að anna, en er ófrjósöm vinna, sem í raun- inni gefur ekkert af sjer, af því hún er skakt unnin, enda hefur bú- skapur með gamla laginu í sjálfu sjer aldrei verið tiltakanlegur gróðavegur. Hvað á að gera til þess að reisa við landbúnaðinn ? Aukin lán duga ekki, segir Ford. Bóndinn borgar nú alt of mikið í vexti af lánum og í allskonar skatta og gjöld. Þetta eykur framleiðslukostnað hans og gerir gróðamöguleikana ennþá minni en áður. Alt of margir bændur hafa verið fengnir til að trúa því, að peningar geti komið í stað stjórnsemi. En pen- ingar hafa læknað mjög fá við- skiftamein. Skynsamleg vinna, en ekki peningar, eru meginskilyrði framleiðslunnar. Lánsfje getur eklci gert kraftaverk. Lánsfjeð hefur orðið mörgum bónda fóta- kefli. Aukinn markaður er heldur ekki fyrsta skilyrði búskaparins, eins og margir segja. Landbúnað- urinn verður ekki reistur við, þótt bóndinn verði að góðum kaupmanni. Aðalúrlausnarefni landbúnaðarins er meðferð eða vinsla jarðarinnar, til þess að fá hana til þess að gefa af sjer gras, korn eða ávexti. Ef jarðarspilda gefur aðeins af sjer 10 hesta, þá getur eigandi slíkrar spildu, hversu duglegur kaupmaður sem hann kann að vera, aldrei kept við þann bónda, sem framleitt getur 30 hesta á sama teignum. Að vísu er hægt að gera ýmsar endurbætur á markaðsmöguleik- um, en ekki fyr en framleiðslan er rekin á skynsamlegan hátt. öll skynsamleg viðskifti byrja á framleiðslunni. Hvað á þá að gera? Jú, Ford segist sjálfur hafa gert það, sem gera eigi. 1 Dear- bom ræktar hann mörg þúsund ekrur, hann rekur mjólkurbú með 300 kúm og hann ræktar mat- jurtir og ávexti á stóru svæði hjá kolanámum sínum í Kentuky, þar sem áður var talið óræktan- legt land. Hann lætur vinna alt með vjelum, sem með vjelum verður unnið á nokkum hátt og sparar mann^hald mjög, en borg- ar hátt kaup. Og þetta er það, sem á að gera — stækka búin, reka stórbúskap, sem hægt er að stunda eins og stóriðju með öllum þeim hjálpar- meðölum, sem vjelamenning nú- tímans getur í tje látið. Nú hef- ur, segir hann, enginn bóndi efni á því að jafnaði að hafa fleiri en 25 kýr, flestir ekki fleiri en 5—6. Hann getur ekki haldið gripunum almennilega hreinum eða fjósun- um — en hreinlæti er eitt af fyrstu boðorðum Fords — hann verður að mjólka með höndunum, en það er seinlegt og óhreinlegt. Mjólkin er svo lítil, að flutning- urinn á markaðsstaðinn verður hlutfallslega dýr fyrir svona fáa gripi o. s. frv. En ef 10 eða 20 bændur slægju saman bústofni sínum gætu þeir reist nýtísku, þrifaleg hús, hlutfallslega ódýr, þar sem hægt væri að stunda mjólkurframleiðslu eins og iðnað og mjólka, hreinsa og fóðra kýmar með vjelum. (Hjer á landi er vjelmjólkun nýlega byrjuð á Vífilstöðum). Það er áreiðanlegt, segir Ford, að rafmagnsvjelar má nota miklu meira við skepnuhirð- ing en tíðkast hefur. I mjólkur- búi Fords í Dearborn er alt rekið eins og í verksmiðju. Þar er steinsteypufjós, þvegið daglega og allar kýmar þvegnar daglega með vjelum, mjólkaðar með vjel- um og þeim gefið með vjelum. Þannig em 300 kýr hirtar af sama mannafla og annarsstaðar er notaður til að hirða 25 kýr. I mjólkurbúinu er 8 stunda vinnu- dagur, eins og í verksmiðjunum og launin jafnhá, svo fólk þarf ekki að flýja sveii^vinnu vegna lágra launa. Jarðræktarvinna og uppskera er einnig öll fram- kvæmd með vjelum. Þannig tekur það hálfsmánaðarvinnu á ári, að halda jörðunni í ágætu standi. Hestar eru til skrauts og skemt- unar, meira að segja til dýrrar skemtunar, segir Ford og eru miklu seinvirkari og dýrari vinnu- tæki en vjelar. * Á þennan hátt á landbúnaður framtíðarinnar að vera — iðnað- ur, sem framleiðir ódýra matvöm, borgar hátt kaup, gefur góðan gróða, skapar heilbrigt og skemti- legt líf. Þetta er hægt, segir Ford, það sannar reynslan, þegar bónd- inn þorir að slíta af sjer fjötra vanast og læra af þeim keppi- nautum, sem fram úr honum hafa farið, en eiga að vera sam- verkamenn hans í dugnaðarlegu, reglusömu og skynsamlegu starfi.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.