Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.10.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 26.10.1927, Blaðsíða 2
2 LÖGRJ jS'f T A LOGRJETTA í LÖGRJETTA Útgefandi ng ritstjóri t’oriteinn Gíslason Þingholtsstræti 17. Sítni 178. Innheimta o<r nfgreiðsln 1 Mibstræti 3. Síðustu fregnir. Kolaverkfall hefur staðið und- anfarið í Miðþýskalandi. Gerða- dómur hefur nú ákveðið að kaup kolamanna skuli hækkað um 6 fenninga á klukkustund. — Ein- hvér uppþotsundirbúningur var nýlega sagður í Rússlandi af hendi stjómarandstæðinga, voru 350 þeirra handteknir. Japanska stjómin er nú að gera út nefnd til Rússlands og Þýskalands og segja sumir, að ætlunin sje að koma á bandalagi milh þessara þjóða. En japanska stjórnin mót- mælir því, segir að einungis sje um viðskiftasamninga að ræða. Samninga hefur verið leitað und- anfarið um sættir milh ítölsku stjómarinnar og páfastólsins, en talið að treglega horfi, því stjóm- in muni ekki vilja viðurkenna neitt veraldlegt vald páfans eða viðreisn hins gamla kirkjuríkis. Viðsjár em enn á Balkan. At- hygli hefur það vakið, að kona ein, sem nýlega kvaðst hafa synt yfir Ermarsund hefur sagt frá því ótilkvödd, áð hún hafi farið á bát mikinn hluta leiðarinnar en ekki synt. Segist hún aðeins hafa viljað vekja athygli á því, hversu htið eftirlit sje haft með þessum sundþrautum og geti menn aflað sjer lofs fyrir slíkt með lítilli raun. Töframagn heigisiða. Eftir Jón Ámason. Flutt í Reykjavíkur-stúku Guðspekifjelagsins, 14. okt. 1927. Lítið hefur verið ritað á ís- lensku um helgisiði og þýðingu þeirra og fátt vita menn um gildi þeirra og áhrif. Er það að vonum, því örðugt mjög er að fá fræðslu um þau efni. Þó er nokkuð á þá minst í sambandi við fomaldar- rannsóknir, t. d. í Egiftalandi, Grikklandi og víðar; einnig í rit- um, er fjalla um ijiddarabræðra- lög miðalda: Musterisriddara, Jó- hannesarriddara og Rósarkross- riddara Alment hafa skoðanir manna og skilningur á helgisiðum verið mjög óljós. Sumum em þeir að- dráttarafl og hugðnæmi, en öðr- um eru þeir mjög hvumleiðir og líður þeim illa, ef þeir em við- staddir, þegar þeir em um hönd hafðir. Enn em þeir, sem álíta þá marklausan skrípaleik. Orsakir þessara fyrirbrigða geta verið margar og margvís- legar og er eigi unt að gera fulla grein fyrir þeim. Sá, sem hallast að helgisiðum og telur þá hugðnæma, getur gert það af ýmsum ástæðum. Hann sjer fegurðina, sem í þeim felst; hún heillar hann. Það er líkt um hann og helgisiðina og jámið og segulstálið. Sá þáttur eða tónn er svo ríkur í honum, sem í helgisiðunum birtist, að hann dregst að þeim nálega ósjálfrátt. I þeim finnur hann andlega hrifn- ingu og hugsvölun. Það er engu líkara en að hann sje kominn í aðra og æðri veröld á meðan hann tekur þátt í þeim og þannig er það í raun og vem. Þeir hefja vitund hans á hærra stig. Margir em þeir, sem frábitnir era öllum helgisiðum og líður illa þegar þeir em um hönd hafð- ir í návist þeirra. Þetta form fyrir tilbeiðslu hæfir þeim eigi. Leið þeirra er önnur og tónteg- und sú, er ríkir í sál þeirra, unir sjer eigi við samhljóma þá, er helgisiðir framleiða. Verða þeir því að leita á öðmm leiðum að göfgunartækjum. Þá eru þeir, sem álíta helgi- siði eigi annað en lítilfjörlegan skrípaleik, sem ekkert eigi við að styðjast. Munu þeir margir, sem teljast þessum flokki manna. Er líklegt, að nokkrar skýringar gætu orðið þeim aðstoð og sætt þá við helgisiðina eða jafnvel gert þá hugðnæma og að þeir mundu komast að þeirri niður- stöðu, að helgisiðir væm nauð- synlegir og ómissandi liður í þró- un tilverannar. Þeir, sem fyrst talda flokkn- um teljast, mundu og hafa þess- ara skýringa nokkur not; þær ættu að styrkja þá í viðleitni þeirra. Af þessum ástæðum hef jeg hugsað mjer að gera eftirfarandi tilraun til að skýra tilveru og tilgang helgisiða. Helgisiðir. Frá ómunatíð hafa helgisiðir og athafnir verið um hönd hafðar. Og er það nálega undantekningar- laust, að þeir eru tengdir ein- hverjum átrúnaði eða trúar- bragðakerfi, enda em þeir guðs- dýrkun í einhverju formi* *). Jeg á við þær siðaathafnir, er Almennar og opinberar siðaat- hafnir fóm fram í fomöld, hjá Egiftum, Grikkjum, Gyðingum o. fl. og tók almenningur þátt í þeim. En á bak við þær fóm fram æðri og fullkomnari athafnir, er hinir innvígðu einir tóku þátt í í launhelgunum. í sambandi við flest meirihátt- ar trúarbrögð Austurlanda em iðkaðir helgisiðir. Ein merkari stofnun þeirra, er þá hafa um hönd, er kirkja Hindúa. Er hún fullkomið helgisiðakerfi og ræður yfir náðarmeðölúm. Fara siðaat- hafnir hennar fram mjög með öðrum hætti en í kirkjum Vest- urlanda. Þar er altarið í miðju musterinu og prestamir em fjór- ir og standa í kross utan um það. Em þeir tákn árstíða: veturs, sumars, vors og hausts. Er altar- ið bygt úr 365 steinum og er einn steinn lagður í það á hverjum degi ársins. Er hjer verið að eftir- gera þróunarhring, sem við nefn- um ár, en það er aftur eftirlík- ing af öllum stærri og minni þró- unarkerfum. Siðakerfi kaþólsku kirkjunnar, er það siðakerfið, sem alment er þekt í Vesturlöndum.Er það rjett bygt og fullkomið og hefur vald á náðarmeðölum og vígslum og er bygt á sama gmndvelli og kerfi Hindúa, þó aðferðin sje ger- ólik.*) En til em fleiri helgisiðakerfi, sem em hliðstæð þessum tveim, er jeg nú hef nefnt og era þeim jafngild. En það er eigi verkefni mitt að lýsa -þeim í þessu sam- bandi. Jeg vil taka það fram, að not- aðar em mjög alment allskonar siðaathafnir, sem eru eftirlíking- ar einar, hafa ekkert innra gildi og eru þar af leiðandi eigi náðar- meðöl og geta eigi komið til greina við þessar athuganir. Frh. Æfisaga Krists Eftir Giovanni Papiiii. (Ágrip). teljast hægri-handar-vegi („hvítri magi“), en hinar koma eigi til greina, er teljast vinstri-handar-vegi („svartri magi“). Höf. *) Jeg legg aðferö Frjáls-ka- þólsku kirkjunnar til grundvallar fyrir athugun þessari. Höf. (Gethsemane. Uppi i Olíufjallinu var garður, sem hjet Gethsemane. Þangað var Jesús vanur að fara með lærisveinum sínum á hverju kvöldi og vera þar um nætur, annáðhvort af því að þéir vom vaitír lofti og rósemi sveitalífsins og vildu fjarlægjast borgarglaum- inn, eða þá af því að þeir hafa ekki italið sig öragga inni í borg- inni. Þegar þeir vora komnir í garðkin, sagði Jesús við lærisvein- ana: ,„Setjið ykkur hjer meðan jeg Úiðst fyrir". En hann var svo hryggur og órólegur, að hann gat ekki verið einn. Hann kallaði þá á þrjá læri- ssveinana, sem honum voru hand- ígengnastar, Pjetur, Jakob og Jó- íhannes, :og bað þá að fylgja sjer. Og er þeir voru voru •kamnir skamt frá ihinum, ágerðist hrygð hans og óróJeiki og hann :sagði,: „Sái mín er hrygg ,til danöans. Bíðið hjer og vakið aneð mjer“. Hann gekk þá enn nokkuð frá þeim, fjell á kmje og bað: „Faðir, alt er þjer mögulegt. Ef unt er, þá láttu þennan kaleik fara fram hjá mjer“. Hann var nú einn í nætur- myrkrinu, einn fyrir augliti guðs og þurfti ekki að dylja veikleika sinn. Hann var líka maður, með mannlegum líkama og mannlegar tilfinningar, og vissi, að líf haus átti frá honnm að takast. Þetta er önnur freisting hans. Guð- spjöllin segja, að Satan hafi eftir ósigurinn í eyðimörkinni haldið sjer frá honum vissan tíma. En nú kom hann aftur í þessari nýju eyðimörk, í næturmyrkrinu, þegar Jesús er einn og yfirgefinn, svik- inn af einum af vinum sínum og með dauðans hrygð og angist í hjarta, til þess að freista óvinar síns. Þegar fyrri freistingin átti sjer stað, var Kristur að byrja, starf sitt, nýskírður og fullur von- ar og kærleika, og stóðst freist- Inguna. (Nú á hann í eilífu stríði. og' er dauða nær. Mundi nú ekki éttinn sigra hann, þótt loforðin um ,auð fog völd gætu það ekki áður ? Alt, sem við af trú og opin- beran fánm skilið um guðdóm Krists. mótmælir því, að hann hefði getað fallið fyrir freisting- unmi. Ef hann hefði óttast dauða líkama sins, gat hann þá ek\í enn komist hjá honum? Hann visæi, að handtaka hans var ráðin, og jafnvel þessa nótt hefði hann getað forðað sjer, annaðhvort eins síns Iðs, eða með lærisvein- um sinum. Hann gat faríð niður að Jérdan og um afvikna vegí burt úr borginni. Lögreglulið Gyðinga var svo fáment og illa ibúið, að það hefði ekki getað heft fliótta hans. Bið hans í garð- inum sýnir, að hann hefur ekki viljað forða sjer. En ef bæn hans í garðinum er ekki sprottin af ótta við dauðann, af hverju er hún þá sprottin? Er hún sprottin af því að hann hafi sjeð fyrir þær hörmungar, sem trúin á hann mundi valda játendum hennar? Það er þá ást og meðaumkun, en ekki ótti, sem valda hrygð hans og sáiarkvöl. En vera má, að eng- iim fái nokkru sinni rjetta skýr- ingu á þeim orðum, sem sonurinn talaði til föður síns þessa nótt á ©líufjallinu. Merkur kristinn mað- ur í Frakklandi hefur kallað frá- sögnina um þessa nótt gátu Jesú. Bænin í Gethsemane er óskiljan- legasti leyndardómurinn í sögu Krists. Þegar bæninni var lokið, gekk hann aftur til lærisveinanna, en þeir voru þá sofandi. Hann vakti þá og sagði: „Gátuð þið ekki vak- að með mjer eina stund. Vakið og biðjið, að þjer fallið ekki í freistni. Andinn er að sönnu reiðubúinn, en holdið er veikt“. —- Jesús gekk aftur frá þeim, hryggari en nokkru sinni áður. Þurfa aðeins lærisveinamir að gjalda varhuga við þessari freist- ingu, sem hann talar um, eða þarf hann þess líka sjálfur? Langar hann .til að flýja? Eða til þess að beita valdi og kaupa sitt líf fyrir annara líf? Eða þá að biðja í enn heitari bæn um, að jhættunni verði afstýrt? Hann er stftur einn, enn meir einmana en fyr. Því þá gat hann búist við að vinir sínir vektu' skamt frá sjer. En á þessari nótt fær hann ekkí bænhe;yrslu, hvorki hjá föð- umtmi nje hj.á mönnunum. En andfxm sigraa* og nú bíður hann með þessum orðum: „Ef þessi ka- leikur má ekki fara fram hjá mjer án þess að jeg drekki af honum, þá verði þinn er ekki minn vilji“. Alt hik er horfið. Einstaklings- viljinn hefur lotið að hinni miklu hlýðni, sem ein gefur frelsi. Hann rís nú rólegur á fætur og gengur til lærisveinanna þriggja, en finn- ur þá aftur sofandi. En nú vek- ur hann þá ekki. Hann hefur fengið hugsvölun, betri en þá, sem þeir gátu veitt. Hann setst niður hjá þeim og endurtekur hin miklu afsalsorð: „Verði þinn en ekki minn vilji“. Áður báðu mennimir guð um að fullnægja fyrir söng og fómfæringar einstaklinga-óskum [ þeirra. Einn bað um hamingju, annar um heilsu og krafta, þriðjfc um frjósemi fyrir akrá sííiS, fjórði um hefnd yfir óvinum sín- um. En nú er gömlu bæninni snú- ið við. „Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himnum“. Einungis fullkomið samræmi milli vilja föðurins, hins æðsta vilja, og óska manna getur skapað sælu. Hvað gerir, þótt jeg samkvæmt vilja föðurins sje ofurseldur böðlum? Ef jeg trúi á hann, veit jeg líka, að hann elskar mig og að hann veit meira en jeg get vitað. Hann vill mjer vel, þótt hann að því er mannleg augu fá sjeð, leggi á mig hið hræðilegasta mótlæti, og jeg vil sjálfum mjer vel, þegar vilji minn er í fullu samræmi við vilja föðurins. Hans vitska er mann- legri vitsku óendanlega æðri, og þær þjáningar, sem hann leggur á okkur, era ómælanlega bless- unarríkari en öll jarðnesk gleði. Nú mega lærisveinarnir sofa. Kristur er ekki framar einn. Hann tekur nú glaður þjáningum V. Hugo. VESALINGARNIR. ljós svartklæddur ríðandi maður með rauðan fána, aðrir segja með rauða húfu á spjótsoddi. Þessi rauði fáni vakti geigvænlegan gný, strætin glumdu af hrópunum: Lamar- que í Panþeon! Lafayette í ráðhúsið! Ungir menn fóru að draga líkvagninn og kerra Lafayettes samkvæmt þessu og fagnaðaróp fjöldans gullu. En ríðandi lögreglumenn bjuggust til að hefta ferð þeirra. Þeir stönsuðu og Ijetu kerru Lafyettes sleppa í gegnum fylkingar sínar en aðra ekki. Fylkingum þeirra og fjöldans laust saman. Enginn veit hvemig það atvikaðist. Sumir segja, að frá herskálanum hafi verið gefið árásarmerki, en aðrir, að drengur nokkur hafi rekið rýting í riddara. En víst er um það, að alt í einu var hleypt af þremur skotum. Eitt þeirra drap hersveitarforingjann, annað drap gamla konu, sem var að loka glugga sínum en þriðja skotið sveið axla- skrautið af liðsforingja einum. Kona hrópaði: Þið byrjið of fljótt. Og alt í einu sást riddaraflokkur koma þeysandi með brugðin sverð og keyrði hann alt um koll, sem fyrir varð. Friðnum var slitið. óveðrið var skollið á. Grjótinu rigndi, skotin skullu, margir ruddust niður að Signu, al- staðar var barist, staurum var svift upp, skambyssum skotið, virki hlaðin í hendingskasti. Ungu mennimir, sem hraktir höfðu verið aftur með líkvagninn hlupu með hann yfir Austerlitzbrú og geistust gegn riddaralögregl- unni; hermennimir beittu sverðum sínum og mannfjöld- inn tvístraðist, en um allan bæinn var æpt: grípið til vopna. Fólkið þusti áfram, hratt hvert öðm um koll, flýði og veitti viðnám. Gremjan æsir uppreisnina, eins og vindurinn æsir eldinn. Ekkert er einkennilegra en byrjun uppreisnar. Skyndilega kemst alt á hreyfingu alstaðar. Vissu menn hana fyrir? Já. Var hún undirbúin? Nei. Hvaðan sprett- ur hún? Upp úr götunni. Hvaðan dembist hún yfir? Ofan úr skýjunum. Sumstaðar er uppþotið eins og ákveðið samsæri, annarsstaðar kemur það eins og kast af hend- ingu. Einhver og einhver gerist leiðtogi mannfjöldans og fer með hann hvert sem honum lýtst. öllum ógnunum blandast hryllilegur gáski. Fyrst heyrast hróp, búðunum er lokað og vamingurinn hverfur úr gluggunum, svo heyrast stöku byssuskot, fólk flýr, bylmingshögg heyr- ast á hurðum og vinnukonur hlægja innifyrir og segja — Nú verður líf í tuskunum. Varla var stundarfjórðungur liðinn, uns samtímis gerðist á ýmsum stöðum í París það, sem nú segir frá. Flokkur ungra, skeggjaðra, síðhærðra manna gekk inn í knæpu og kom út að vörmu spori með þrílitann fána og gengu þrír í fararbroddi, einn vopnaður sverði, annar byssu, þriðji spjóti. En velklæddur borgari bauð þeim hárri röddu skotfæri. Menn, sem höfðu brett upp ermar sínar, gengu um með stóran fána, sem á var letrað hvít- um stöfum: „Lýðveldið eða dauðinn“. Hópar komu í Ijós og veifuðu fánum, sem á var letrað gullnum stöfum „Deild“ og einhver tala fyrir framan. Á einum stað var rænd vopnasmiðja og skotfærabúðir raplaðar á tveimur stöðum og ýmsum vopnum skift á milli mannfjöldans, og stundum tók einn byssuna og annar stinginn.Um allaborg- ina fóra verkamenn, stúdentar og menn úr ýmsum fjelög- um og hvöttu menn til vopna, lásu ávörp, bratu ljósker, tóku hesta frá vögnum, rifu grjótið upp úr götunum, brutu hurðir, reistu virki og neyddu borgarana til þess að hjálpa sjer. Hermenn, sem stóðu á verði á strjálingi, voru vopnum sviftir og axlaskrautið slitið af liðsforingjunum. Á tæpri klukkustund höfðu verið reist tuttugu og sjö strætisvirki í hverfinu kringum sölutorgin og í flestum öðrum bæjarhlutum stóð líkt á. óeirðir og bardagar voru víða byrjaðir. Höfundur þessarar bókar, sem fór á vett- vang til þess að sjá eldsumbrotin með eigin augum, var því staddur milli tveggja elda og varð að leita hælis í búðardyrum til að verjast kúlnahríðinni. En jafnframt þessu voru bumbur barðar til að kalla saman þá, sem vemda áttu röð og reglu. Hermennimir komu í flokkum og fylkingum. 1 sumum sveitum voru her- mennirnir samt ótryggir. En Lúðvík Filipus var öruggur um sig. Menn voru orðnir FUm skærum ©g uppþotum vanir í París síðustu tvö á^aU náðu sjaldnast út fyrír þann bæjarhluta þar sem r byrjuðu. En í þetta skiftí, þegar lýðurinn greip til 5. júní 1832, varð stór- borgin undrandi og ótta l05' Ellefta bók: ^strá í vindi. Ringulreið komst á lí^dina um leið og uppþotið hófst og alt komst í upPp* En í sömu svifum lötraði tötralegur drengur um Méni^tant-götu og hjelt á blómi, sem hann hafði tínt. HanF 71 auga á skammbyssu hjá skransala einum í götunniústaði blóminu 0g kallaði — Það er best jeg hirði þett* ,rkfæri og hljóp burtu með skammbyssuna. Andartak1 ^a mætti flokkur flýjandi borgara stráknum syngja11^ með byssuna á lofti, og varð skelfdur. Þetta var g^trákurinn, sem fór í hem- að. Nokkru seinna sá han® ?®yssan var gikklaus. Hann söng, en enginn vissi hveJ^1^ kvseðum hans stóð. Hann þekti allar bæjarfleygar ^1" °g blandaði í þær ýmsu, sem honum datt sjálfum 1 Öjá honum runnu saman raddir náttúrannar og rad°' 'i°rgarlífsins, söngvar fugl- anna og verksmiðjanna. þjófana og hafði einu sinni unnið í prentsmiðju tf^^ið og þá farið í sendiferð fyrir Baour-Lormian í VíSJ*^3elaginu, svo hann stóð í nokkuru sambandi við bókh’^har. Götustrákurinn hafði hugmynd um það, að krakkamir, sem hann ha^* ^ gestrisni í fílnum sín- um, voru bræður hans. Þeg'i.'1arm kom úr æfintýraferð sinni fór hann undir eins ^ ^hs, kom drengjunum út og gaf þeim af morgunvnt®1,6líl honum hafði áskotnast af hendingu. Síðan fór ha111'^1' sinnar og fól drengina forsjá götunnar, sem al$ , _ uPp sjálfan hann. Þegar hann skildi við þá, mse^1 ^1 heim aftur mót á sama stað um kvöldið og sag^1 'ö hipja jeg mig. Ef þið finnið ekki pabba ykkar ^Pu, krakkar, þá skuluð þið korna hingað. Mjer verður ekki skotaskuld úr því, að sjá fyrir kvöldverði og húsaskjóli. En drengimir komu ekki aftur, hvort sem einhver lögregluþjónn hefur hirt þá. einhver trúður stolið þeim eða þeir hafa vilst í borg- arþvögunni. Götustrákurinn vissi ekkert hvað af þeim varð og mánuðina, sem liðnir voru síðan, vaknaði hann oftar en einu sinni á nóttunni, klóraði sjer og sagði — Hver rækallinn getur verið orðinn af bömunum mínum. Hann var nú kominn í Pont-aux-Choux-götu með skammhyssuna í hendinni og kom auga á matsölubúð, reyndi árangurslaust að hnupla sjer hleif, fór síðan í gremju sinni að rífa níður leikhúsauglýsingamar, en sá svo tvo menn á gangi, sem virtust vera efnaðir menn og jós yfir þá þessum hugleiðingum um leið og hann fór framhjá. — Þeir eru bústnir þessir maurapúkar. Þeir eru fullir. Þeir róa í spikinu. Þeír vita ekki hvemig þeir ausa út peningum. Þeir jeta þá, það er einmitt það, háma í sig eins og ístran þolir. Hann hjelt áfram eftir götunni og ljet dæluna ganga milli þess sem hann söng Marsaillas- inn og fann til þess að meiri og meiri ógn stóð af honum og gikklausu byssunni. Ríðandi Iögregluþjónn hneig í þessu niður á götuna með hesti sínum og strákurinn lagði byssuna á götuna og hjálpaði manninum og hestinum á fætur aftur, greip svo aftur vopn sitt og hjelt leiðar sinnar. Nokkru seinna sletti hann dálitlum ónotum 1 kon- ur, sem stóðu í húsdyrum sínum og ræddust við og vörp- uðu hnútum að honum. Svo gekk hann framhjá rakara- stofunni, þar sem drengimir höfðu verið reknir út, þegar hann tók þá að sjer. Rakarinn var að raka gamlan her- mann og skeggræddi við hann. — En hvað það er fagurt, sagði hann, að falla á vígvelli. Það veit ,trúa mín, að frem- ur vildi jeg að fallbyssukúla hitti mig í magann, en að jeg dæi smátt og smátt á sóttarsæng. í sama bili hristist stofan af miklu braki og glumdi í rúðubrotum. Rakarinn náfölnaði og æpti — Þarna er ein. — Ein hver? — Fall- byssukúla. — Takið þjer þá við henni, sagði viðskiftavin- ur hans, og fjekk honum stein. Það var götustrákurinn, sem hafði kastað honum inn. Hann gat ekki á sjer setið að hefna drengjanna. Á Marché Saint-Jean, þar sem varðliðið hafði verið vopnum svift, hitti strákurinn skara, sem stjórnað var af Enjolras, Courfeyrac, Combeferre og Feuilly. Flokkurinn hafði komist yfir nokkrar byssur. Strákurinn gekk um- svifalaust til þeirra og spurði — Hvert ætlið þið? — Komdu með, svaraði Courfeyrac. Feuilly var í fylkingar- broddinum, hjelt á brugðnu sverði og hrópaði — Húrra fyrir Póllandi. Á eftir honum kom Bahorel, ljettur 0g leikandi. Hann var í hárauðu vesti og varð það til þess, að fólk sagði með skelfingu — Þarna koma þeir rauðu. — Það era ekki nema naut, sem era hrædd við það, sem rautt er, svaraði Bahorel. En um leið kom hann auga á götuauglýsingu frá erkibiskupinum í París, þar sem hann leyfði „hjörð“ sinni að borða egg á föstunni. — Hjörð, hann hefði heldur átt að segja asnar, sagði Bah- orel og reif niður auglýsinguna og dáðist strákurinn þá undir eins að honum. Enjolras áminti hann og sagði, að alvarlegra verkefni væri fyrir höndum en það, að veitast að slíkum smámunum. En Bahorel svaraði, að sínum aug- um liti hver á silfrið, sjer leiddist þessi biskupsstíll og hann vildi mega borða egg á föstunni leyfislaust. Hópur- inn stækkaði og allskonar menn slógust í förina. í miðj- um flokknum gekk fjörgamall maður, vopnlaus. Hann var hugsi og átti fult í fangi með að dragast ekki aftur úr. Strákurinn tók eftir honum og spurði hver hann væri — Það er gamall maður, svaraði Courfeyrac. Það var Mabeuf. Courfeyrac hafði sjeð hann slangra eftir götunni eins og drukkinn mann, með hattinn í hendinni, þótt hellirigning væri. Hann þekti hann og bað hann að fara heim, því ekki mundi lengi verða örugt á götunum. En gamli maðurinn ljet ekki telja sjer hughvarf og fylgd- ist orðalaust með hópnum. Sá orðasveimur kom upp meðal stúdentanna, að þetta væri gamall þingmaður, sem á sín- um tíma hefði greitt atkvæði með aftöku Lúðvíks sext- ánda. Áfram hjelt hópurinn og strákurinn syngjandi á

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.