Lögrétta

Issue

Lögrétta - 02.11.1927, Page 1

Lögrétta - 02.11.1927, Page 1
LOGRJETTA XXn. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 2. nóvember 1927. 57. tbL Um v;ða veröld. Bames biskup um trú og visindi. Það hefur vakið mjög mikla at- hygli í Englandi, að einn af helstu mönnum ensku kirkjunnar, biskupinn í Birmingham, dr. E. W. Barnes, hjelt nýlega predikun í Westminster Abbey um sam- bandið milli trúar og vísinda og hjelt uppi ákveðinni vörn fyrir þróunarkenningu vísindanna, en hafnaði gersamlega sköpunarsögu kristinnar guðfræði. Sigur Dar- wins hefur brotið niður alt kerfi guðfræðinnar, sagði hann. Mað- urinn er ekki vera, sem upphaf- lega bjó í fullkomnu sakleysisá- standi, en hrapaði síðan. Maður- inn er dýr, sem smátt og smátt kemst áleiðis í andlegum þroska. Það er ómögulegt að koma þess- ari niðurstöðu vísindanna í sam- ræmi við erfikenningar nokk- urrar kristinnar kirkjudeildar, og kirkjan á umsvifalaust að viður- kenna þetta. Ef einhver guð er að baki náttúrunnar, getur hamj, alveg eins vel beitt skapandi mætti sínum í þróunarstarfi, eins og í röð sjerstæðra sköpunar- verka. Ennfremur talaði biskup- inn um ódauðleika sálarinnar og um hið illa í heiminum, sem hann taldi þátt í verki guðs. íhalds- guðfræðingana kallaði hann hug- lausa málaflækjumenn. Barnes biskup er upphaflega stærðfræðingur, en gekk síðan í þjónustu kirkjunnar, en enska kirkjan krefst þess ekki skilyrð- islaust, að prestar hennar hafi eingöngu lagt stund á guðfræði eða tekið próf. Bames hefur skrifað ýmislegt um trúmál, sem athygli hefur vakið og hefur lengi verið talinn einn af at- kvæðamestu mönnum ensku kirkjunnar. Þótt hann greindi í ýmsu á við íhaldsguðfræðinga, vildi hann ekki láta kalla sig ný- guðfræðing, (modemista), jeg er evangeliskur, ekki nýguðfræðing- ur, sagði hann. I einu af eldri verkum sínum hafði hann m. a. sagt svo, að maðurinn væri ekki einungis einn þáttur þíóunarinn- ar, en hæstu eiginleikar hans yrðu til þess að sýna tilgang hennar, þeir opinberuðu náttúruna og til- gang guðs..........Maðurinn þró- ast í þá átt, sem fyrirfram er á- kveðin af guði, keppir sífelt að því marki, sem sett er af Jesú. Ekki hefur biskupinn áður fyr lagt sjerlega mikla áherslu á gildi þekkingar, lærdóms og guðfræði. Hann sagði að lærdómurinn og lífið, orðið og verkið yrði aldrei greint sundur. Hann sagði, að menn gætu ekki kallað sig kristna nema þeir yðurkendu það, að | þeir yrðu að ganga út og boða j guðspjöllin, ganga út og vinna að j því, að leiða menn og konur til 5 Krists, en guðsríki væri þjóðfje- lagsleg hugsjón og kirkjumenn nútímans gætu því ekki látið af- skiftalaus andleg, stjómarfarsleg og hagfræðileg efni. Þetta eru nokkur meginatriði úr kenningum Bames biskups á ýmsum tímum, og sýnir jafn- framt skoðanir margra nýtísku kirkjumanna í Englandi, og eru þetta að vísu sömu efni og rædd eru og deilt er um hjer á landi. Það hefur vakið athygli í sam- bandi við síðustu ræðu biskups- ins, sem getið var hjer í upphafi, að einn af mikilsmetnustu mönn- um ensku kirkjunnar, Inge pró- fastur, sem fyr hefur verið frá sagt í Lögrj.,hefur lýst því yfir, að í meginatriðunum væri hann sammála biskupinum. Hjalmar Procopé. Eitt af helstu ljóðskáldum Norðuilanda, F'innlendingurinn Hjalmar Procopé, andaðist 25. f. m., fæddur 24. apríl 1868. Hann var um skeið blaðamaður eftir að hann lauk kandidatsprófi. En frá 1918 hafði hann opinberan skáld- styrk og hafði heiðursbústað í hinum svonefnda skáldgarði í Borgá. Nokkrum dögum áður en ! hann dó, hafði hann verið gerður heiðursdoktor háskólans i Ábo. Procopé var svo að segja alveg ókunnur íslenskum Ijóðlesendum, og það ómaklega. En hann hlaut þar sama hlutskifti og flestir aðrir landar hans frá síðari tím- um, því þótt Topelíus og Rune- berg hafi verið hjer vinsælir og allmikið lesnir, einkum af eldri kynslóðar fólki, — enda til góð- ar þýðingar á ýmsum verkum þeirra, — þá hafa nýfinskar bók- mentir verið hjer merkilega lítið þektar, nema helst lítillega kvæði Gripenbergs, enda er hann í höf- uðskálda röð og svo Linnankoski dálítið. Margt er það samt í finskum og einkum sænsk-finsk- um bókmentum og þjóðlífi, sem íslendingar standa vel að vígi með að meta og skilja og hefur sumt verið áþekt í lífi og bar- áttu beggja þjóðanna. Procopé var fyrst og fremst ljóðskáld, en var orðinn allgamall þegar hann (1905) náði fyrst verulegum vin- sældum og viðurkenningu fyrir kvæðasafnið „Mot öknen“. Á næstu tíu árum komu út helstu ljóðabækur hans „Under stjárn- orna“, „I sandet“ og „Röda skyar“. Hann samdi einnig leik- rit, sem urðu vinsæl. Ýms helstu kvæði Procopé’s eru jafnframt meðal bestu kvæða í norrænum skáldskap síðustu ára, sjerkenni- leg nokkuð og djúp í hugsun, án þess að verða tyrfin, því form þeirra er ljóst og fágað. Síðustu fregnir. Einn af helstu og kunnustu blaðamönnum Evrópu, Þjóðverj- inn Maximilian Harden, er dáinn. Hann var fæddur 1861, af Gyð- ingaættum. Helsta málgagn hans var Die Zukunft (Framtíðin), sem hann stofnaði 1892. Hann var prýðilega ritfær maður, fjörugur, hvass og oft óvæginn. I Rúmeníu eru enn viðsjár út af ríkiserfðum, fylgismenn Carols prins kváðu hafa gert uppreisn, sem bæld var niður. Bratianu kveðst gera land- ið að lýðveldi, ef óeirðum Carols- manna haldi áfram. Rússar ætla að fara að taka þátt í afvopnunar- starfi þjóðabandalagsins. 47 fiski- menn fórust nýlega í fárviðri við írlandsstrendur. Millerand er ný- kosinn á þing í Frakklandi. For- sætisráðheiTa Grikklands var ný- lega sýnt banatilræði af kommún- ! ista. Lloyd George hefur nýlega I haldið ræðu, þar sem hann hvatti mjög til takmörkunar á herbúnaði : og vildi láta lögleiða skyldugerð- | ardóma. Setuliðið við Rín vildi ! hann láta kalla heim undir eins og endurskoða alla Versalasamn- ingana. Ýmsir telja að ræðan sje vottur þess, að hann æski sam- vinnu við verkamannaflokkinn. Miðstjórn kommúnistaflokksins í Rússlandi hefur rekið Trotsky og Sinovjev úr flokksstjóminni, vegna tilrauna þeirra til þess að sprengja flokkinn. ----o---- SókR anef ndafundur. Sóknanefndarfundur var hald- inn hjer í bænum fyrir skömmu, eins og áður er frá sagt. Fund- inn sóttu um 180 manns, þar af 53 beinlínis kjömir fulltrúar. Fundinn sat einnig biskupinn, 2 háskólakennarar, 21 prestur, 3 guðfræðakandidatar og 15 guð- fræðastúdentar. Flestir komu úr Kjalarnesprófastsdæmi, en nokkr- ir einnig vestan af Snæfellsnesi, úr Borgarfirði, austan yfir fjall og frá Vestmannaeyjum. Mörg mál vom rædd, gömul og ný guð- fræði, altarisgöngur, helgisiðir, helgidagahald, kirkjusöngur o. fl. Slíkir fundir hafa áður verið haldnir og virðist fremur fara vaxandi en þverrandi áhuginn á þeim og ættu sóknamefndir út um land að athuga það, hvort þær gætu ekki einnig safnast saman einstöku sinnum frá ákveðnum svæðum. Af slíku gæti ýmislegt gott leitt, þótt ekki sje reyndar alt unnið með funda- og ræðuhöldum. Þessir sóknanefnda- fundir em eitt af hinum glögg- ustu merkjum þess, að í kirkj- unni og um hana er nú meira og fjölbreyttara líf, en lengi hefur verið undanfarið, eins og Lögrj. hefur bent á áður, þótt nokkuð sje það reikult að ýmsu leyti. Áhugann og störfin á þessum fundi má nokkuð marka á aðsókn- inni og því að 42 fundarmenn tóku til máls og hjeldu 109 ræð- ur. Þær vom reyndar upp og ofan að gæðum eins og gengur og sýnd- ist sitt hverjum, en lýstu í heild sinni eftirtektarverðum áhuga á kristindóms- og kirkjumálum. Annars er margt af umræðunum um þessi efni að öllum jafnaði einstaklega leiðinlegt og tilgangs- lítið karp, sama sennan með sömu orðunum upp aftur og aftur, álíka og í ljelegu flokkaþrefi um pólitík. Innan um og saman við bregður þó einlægt fyrir ein- hverju eftirtektarverðu og merki- legu. Svo var einnig á þessum fundi. Ýmsar tillögur samþykti fund- urinn, t. d. um stuðning leik- mannastarfsemi innan safnað- anna, um að gæta rjetts helgi- dagahalds, m. a. að friða sumar- daginn fyrsta meira en nú sje gert, að breyta varlega helgisiða- bókinni og forðast tilslakanir í þágu vaxandi lausungar í trúmál- um og að bæta kjör sóknarpresta. Umræðuefnið, sem einna mesta athygli vakti var gömul og ný guðfræði. Voru málshefjendur Sigurbjöm Á. Gíslason og Sig. Sivertsen. Tóku margir til máls og varð allmikill hiti og kapp í umræðunum og virtist almenn- ingur fundarmanna samt hallast öllu fremur að íhaldsstefnunni. En er ólgan í umræðunum stóð sem hæst og ákveðnar tillögur voru komnar fram, fór að bera á viðleitni til þess að jafna málin. Biskupinn talaði og lýsti afstöðu sinni, sem væri óbreytt frá því sem verið hefði, en lauk máli sínu með því að leggja þunga áherslu á þetta: trúið ekki á gamla guð- fræði og trúið ekki á nýja guð- fræði, en trúið á Drottinn vom Jesúm Krist. Síðan töluðu ýmsir fleiri, Jakob Jónsson, sr. Sig. Lár- usson, frú Guðrún Lámsdóttir og Sumariiði Halldórsson, öll meira og minna í þá átt, að forðast skyldi sundurlyndi, og svo sr. Þorsteinn Briem, sem hvatti ákveðið til þess, að láta niður falla særandi deilur og tilgangs- litlar tillögur, og skyldu menn í þess stað sameinast um það, sem

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.