Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 02.11.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 02.11.1927, Blaðsíða 3
4 LÖGRJETTA þar að auki væru frá upphafi sínu settir hvor öðrum til höfuðs. Jeg vil að skólar sjeu fyrst og fremst reistir fyrir þörf þjóðar- innar, en síður fyrir sjergóða þráheldni hinna og annara hjer- aðshróka. Reisum einn skóla fyrst og vöndum vel til, en þá fyrst annan, þegar sá fyrri er fullur orðinn. Og því betra, sem það verður fyrri. Fyrsta skól- ann verður að setja þai- einhvers- staðar, sem rök mæla með að hann geti orðið bestur og ódýr- astur í rekstri. Hitt eru smá- munir, sem varla gera til nje frá, hvar' í hjeraðinu hann stendur. Annan skólann geta menn svo sett, þar sem ástæður þess tíma leyfa. Við vitum ekki hverjar þær verða. En gott væri ef þær yrðu góðar. Þá gæti það ef til vill orðið jafn ráðlegt að reisa skóla á Stórólfshvoli, sem það er óráðlegt nú. Framh. Helgi Hannesson. ---o---- Júlíaaa Sveínsdóttir Eins og fyr er frá sagt hjelt Júlíana Sveinsdóttir málverka- sýningu í Kaupmannahöfn nýlega og sýndi 70 myndir og teikningar, flestar frá Islandi. — Dómar danskra blaða um sýninguna hafa verið lofsamlegir. „Politiken“ segir að eftirtektarverðastar sjeu íslensku myndirnar, og mundu þó máske hafa orðið ennþá betri, ef málarinn hefði ekki lært í Dan- mörku. Eina Vestmannaeyja- myndina kallar blaðið dýrlega mynd. Hún hefur ríka listgáfu, segir „Köbenhavn“. í myndunum opinberast sjerkennilegar gáfur, segir „Ekstrabladet“, náttúru Is- lands er lýst í myndum hennar sannleikanum samkvæmt, með þeirri stórfenglegu tign, sem við tengjum við nafn íslands. Um blóma og ávaxtamyndir hennar er sagt, að þær beri vott um ágæt- an skreytingarsmekk. I bestu landslagsmyndunum, segir ennfr. í einu blaði, er innra ljósmagn, sem brotnar í forminu, eins og glampi á gimstein. „Kristeligt Dagblad“ segir að sýningin verki á mann eins og fast og ærlegt handtak og allar lýsi myndimar fagurri og listrænni litagleði og eigi J. Sv. „stemningu‘“ sem ekki sje á hverju strái og góða kunn- áttu. „Dagens Nyheder“ segir að J. Sv. hafi tilkomumikla listgáfu, sem lýsi sjer best í íslensku myndunum, en eftirmyndin eftir Melozzo da Forli sýni einnig ótví- ræða hæfileika í meðferð hins stóra stíls. Það er ánægjulegt þegar íslenskir listamenn geta sjer gott orð fyrir starf sitt er- lendis eins og Júlíana Sveinsdóttir og einnig Gunnlaugur Blöndal hafa nú gert. ----o----- Dáin er 25. f. m. frú Camilla Bjamarson, gift Magnúsi sýslum. og alþm. Torfasyni. Hún fór ung utan og tók stúdentspróf í Dan- mörku, var mentuð kona og vel gefin. Dr. Reinsch, sá sem hjer hefur starfað undanfarin sumur að ýms- um rannsóknum veiðivatna, and- aðist 6. júlí í sumar í Múnchen af afleiðingum uppskurðar, rúm- 1 lega þrítugur. Hann var efnilegur og duglegur fræðimaður og hafði skrifað ýmsar ritgerðir um ís- ! lensk efni, s. s. um refarækt, um álftir á Lagarfljóti, um óþektan sauðfjársjúkdóm og um nytjadýr búnaðarins. íslendingar erlendis. Frjetta- ! stofa Blaðamannafjelagsins ætlar i nú að reyna að semjg skrá um þá i íslendinga, sem erlendis dvelja i um lengri eða skemri tíma, og i heimilisfang þeirra. Er oft um það kvartað, að erfitt sje að fá upplýsingar um landa, sem er- ! lendis eru og er þessari starfsemi frjettatofunnar ætlað að bæta úr í þessu efni, og geta menn þá á sínum tíma fengið upplýsingar hjá henni ókeypis, en sendi frí- merki í svarbrjef. íslendingar hjer og erlendis (þ. á. m. vestan hafs) eru beðnir að gefa frjetta- stofunni upplýsingar um heimilis- fang sitt og tilkynni breytingar jafnóðum og þær verða. Utan- áskriftin er Frjettastofa Blaða- mannafjelagsins. Pósthólf 956, Rvík. Hlín, ársrit norðlenskra kvenna, 11. árg. er nýkominn (Verð 1 kr.). Vega- og brúagerðir. Síðastl. ár voru, samkvæmt skýrslu vega- málastjóra, bygðar hjer 12 nýjar brýr, allar úr jámbentri stein- , steypu, auk nokkurra smábrúa, ! undir 10 m. að lengd. Stærsta brúin var yfir Miðfjarðará í Húnavatnssýslu, 78 m. löng og kostaði 45 þús. kr. Til vegamála greiddi ríkissjóður nærri 900 þús. kr. Þar af var eytt 238 þús. kr. til nýrra akbrauta á þjóðvegun- um, 345 þús. kr. til viðhalds og umbóta á þjóðvegunum, 177 þús- und kr. til brúagerða, 12 þúsund kr. til fjallvega, 29 þúsund kr. til áhalda og vjela, 52 þús- und kr. til stjómar vegamála og 48 þúsund kr. voru tillög til akfærra sýsluvega og til sýslu- vegasjóða. Móti tillagi ríkissjóðs til sýsluveganna komu um 80 þús. kr. frá hlutaðeigandi sýslum. Matthías Þórðarson þjóðmenja- vörður varð fimtugur 30 f. m. Auk þjóðmenjastarfs síns hefur hann látið sig skifta ýms önnur mál, m. a. fánamálið og var fána- gerð sú, sem nú er viðurkend orð- in, tekin upp eftir hans tillögu. Arnold Nordling docent í Hels- ingfors, sem ýmsum er hjer góð- kunnur frá ferðalögum hans, hef- ur nýlega skrifað grein um Is- land í Hufvudsstadsbladet í Helsingsfors. Hún heitir ísland, lýðmentunarinnar og bókanna land og fylgja henni fimm mynd- ir. Greinin er hlýlega rituð, og einkum lögð áhersla á það, hversu bókhneigðir Islendingar sjeu, sjálfsagt bókhneigðasta þjóð heimsins, og hversu vel mentaðir íslenskir bændur sjeu. Höf. endar grein sína á því, að allir vinir norrænnar einingar ættu að fara til Islands, því Islendingar sjeu tákn þessarar einingar. Kristmann Guðmundsson hefur nýlega skrifað á norsku langa skáldsögu, sem heitir Brúðar- kjóllinn og hefur Aschehoug í Osló gefið hana út. Fyrstu bók Kr. G., smásagnasafni, var mjög vel tekið. Jón Þorláksson fyrrum for- sætisráðherra hefir verið kjörinn | í bankaráð íslandsbanka, í stað ' eins erlenda fulltrúans, sem geng- ! ið hefur úr því. Það væri æski- | legast að stjóm og umráð bank- ans kæmust sem fyrst alveg í j innlendra manna hendur. Bessastaði hefur Björgúlfur Ólafsson læknir nýlega keypt af Jóni H. Þorbergssyni og ætlar að setjast þar að, en hann hefur um mörg undanfarin ár verið læknir austur í Asíu. Verðið er að sögn 120 þús. kr. J. H. Þ. hef- ur jafnframt gefið 1000 kr. í sjóð til viðhalds Bessastaðakirkju, sem ekki fylgir með í kaupunum, því J. H. Þ. hafði áður afhent hana landinu. Rottukvikmyndin, sem heil- brigðisstjóm bæjarins hefur haft til sýningar, hefur nú verið sýnd aftur við mikla aðsókn. Bæjarfje- lög og bændur, sem nauð hafa af rottugangi ættu að kynna sjer þær aðferðir, sem nú eru helst notaðar til að reyna að útrýma rottunum, því /af þeim getur stafað bæði heilbrigðis og eigna- tjón. íslenskir doktorar. Stefán Ein- arsson málfræðingur er nýlega orðinn doktor við Oslóarháskóla fyrir ritgerð skrifaða á þýsku um íslenska hljóðfræði. Hann er fyrsti ísl. doktorinn frá Osló. — Jón Dúason kvað ei'nnig verða í haust lögfræðisdoktor við sama háskóla — Helgi Tómasson læknir ver í þessum mánuði doktorsritgerð við Hafnarháskóla, um efni úr geðveikisfræði. Hann i er fjórði íslenski læknisfræða- doktorinn, sá fyrsti var Jón Gíslason frá Mógilsá, um 1800, þá Jón Hjaltalín í Kiel, 1839, Jón Finsen 1874 og Jónas Jónassen ’ 1882, Emile Walters. hinn þekti vest- ur-íslenski málari, ætlar að koma til íslands innan skams. Slys af bílaakstri og hjólreið- ( um eru nú orðin allmörg hjer, enda umferðin talsverð og alloft farið kæmleysislega og gapalega, svo að merkilegt er eiginlega, að ekki skuli koma fyrir fleiri slys, en raun er á. Sjerstaklega em ýmsir hjólreiðamenn allófyrir- leitnir í ferðum sínum. Það er algengt að sjá unglinga þeysa eftir aðalgötunum eða niður brekkur, með hendur í vösum, en glæfralegast fara samt ýmsir með mótorhjól og þverbrjóta öll lög og reglur. Nýlega ók hjól- reiðamaður á Sighvat Bjamason fyrv. bankastjóra neðarlega í Bakarabrekkunni og fjell hann við og leið í ómegin og lá alllengi rúmfastur. Aðkomumaður einn, Jón Bergsson, frá Dufþekju í Hvolhreppi, varð nýlega fyrir bifreið á götu hjer og beið bana af. Talið er samt, að því slysi hafi ekki valdið ógætileg keyrsla, held- ur hitt að maðurinn hafi orðið svo skelkaður, að hann hafi ekki vikið rjett undan bílnum. . j I I ! í Akureyrarskóla hefur nú verið veittur rjettur til þess að út- skrifa stúdenta og tilkynti dóms- og kenslumálaráðherrann þetta í skólanum nú fyrir skömmu, en hann er nú á ferð nyðra. Ekki er nánar frá því sagt, hvemig koma á þessu í kring, en líklega verð- ur úr þessu enn sem fyr nokkurt deilumál. Strand. Þýskur botnvörpungur „Billwárder“ strandaði nýlega í Höfnum. Veður var kyrt og hef- ur tekist að bjarga flestu úr skip- inu, fiski og áhöldum ýmsum. Refaræktarfjelag er nýstofnað hjer og er formaður Ólafur Gíslason framkvæmdastjóri í ! Viðey. Fjelagið ætlar að ala upp refi og versla með þá og með refaskinn. Ikveikja. S. 1. sunnudag kvikn- aði í búð Jóhannesar Jónassonar (Eygló) á Laugavegi, en eldurinn var slöktur. J. J. var tekinn fast- ur, gmnaður um íkveikju og ját- aði, sagðist hafa ætlað að gi-æða á vátryggingunni, en hafði ekki gætt þess, að vátryggingartíminn, sem hann hafði greitt fyrir, var nýlega útrunninn. Óðinn er nýkominn úr viðgerð frá Khöfn. Átti skipasmíðastöðin að gera ókeypis við galla þá, sem á skipinu kynnu að reynast, eftir síðustu viðgerð og enn er skipið ekki talið fullreynt, en þykir samt gott skip nú orðið. Þór tók nýlega enskan botn- vörpung, Florio, í landhelgi. Haraldur Bjömsson leikari er nýkominn hingað frá Danmörku og fer til Akureyrar til þess að leika í Galdra-Lofti o. fl. Kristneshælið í Eyjafirði var vígt 1 .þ. m. að viðstöddu fjöl- menni, um 500 manns. Ragnar Ólafsson konsúll flutti aðalræð- una og rakti sögu hælisins. Síðan töluðu Jónas Jónsson ráðherra, G. Bjömson landlæknir og Guð- jón Samúelsson húsameistari. Landlæknir sagði m. a. að ekkert heilsuhæli í heimi hefði á sjer meira nýtískusnið en Kristnes- hælið. Það hefur kostað um hálfa miljón króna, getur tekið við 50 sjúklingum, eða 10 betur ef nauð- syn krefur. Jónas Rafnar er hælislæknir, Sólborg Bogadóttir yfirhjúkmnarkona, Eiríkur Bryn- jólfsson frá Stokkahlöðum ráðs- ir.aður og Ása Jóhannesdóttir frá Fjalli ráðskona. Áfengismál ýms eru nú á döf- inni hjer í bænum. Hefur lög- reglan tekið ýmsa leynivínsala og bmggara, Sigurð Bemdsen, Bjöm Halldórsson, Guðmund Þorkels- son, Jón Jónsson (Klöpp), Sigur- gísla Jónsson og Sofus Hansen. Sullið, sem bruggað er, kvað vera selt leynisölunum á 20—24 kr. lít., en þeir kváðu selja það aft- ur fyrir mun hærra verð í smá- sölu, í staupum eða flöskum. Heimir heitir nýstofnað út- gerðarfjelag, sem keypt hefur togarann Clementínu og verður Magnús Kjeraested skipstjóri. Halldóra Bjarnadóttir í Háteigi við Reykjavík tekur við framlög- um til Hallgrímskirkju í Saurbæ. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.