Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 09.11.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 09.11.1927, Blaðsíða 1
LOGRJETTA XXIL ár. Reykjavík, miðvikudaginn 9. nóvember 1927. 58. tbl. Um ví ða veröld. Sir Henry Wilson um heimsstyrjöldina. Bókunum um heimsstyrjöldina fer sífelt fjölgandi og hafa nú flestir helstu menn styrjaldarinn- ar skrifað eitthvað meira eða minna um hana, en altaf kemur fram eitthvað nýtt. Ein síðasta bókin, sem út hefur komið í Eng- landi, eru dagbækur Sir Henry Wilson's marskálks. Hafa þær vakið mjög mikla athygli, þykja óvenjulega bersöglar og hvass- yrtar um menn og málefni og varpa enganveginn fögru ljósi yfir suma helstu leiðtoga enskra mála á ófriðarárunum, í her- og stjórnmálum. Sir Henry var mikilsmegandi maður í enska hernum, um skeið leiðtogi aðal- herstjórnarinnar og þekti því mjög vel til málanna. Hann var myrtur árið 1922, en Callwell herforingi hefur nú tekið að sjer útgáfu dagbókanna, en samt víða strikað út beiskustu ummælin. Meðal þeirra, sem einna versta útreið fær, er Kitchener og yfir- leitt eru dómar margra Breta um hann nú orðnir all ómildir. 1 október 1915 segir Sir Henry um hann: Hann er hræddur við Egyptaland, við Indland, við Me- sopotamíu. Hann er hræddur við að halda áfram Dardanella-her- ferðinni og hræddur við að hætta henni. Hann er hræddur við að halda til Saloniki og hræddur við að gera það ekki. Kitchener er hræddur og þekkingarlaus, segir hann á öðrum stað. Asquith á heldur ekki upp á háborðið hjá honum. Alt er á ringulreið í stjórninni, segir hann á einum stað, og alt er það Asquith að kenna, hann er nú enn þá einu sinni háttaður ofan í rúm til þess að hafa betri tíma. Stjórnin er hrædd og veit ekkert hvað gera á, segir hann á öðrum stað. Ekki virðist honum samt taka betra við, þegar Lloyd George fær stjórnartaumana. Stjórnin er hræmuleg samkoma, segir hann þá. Daglega vex fyrirlitning mín á þessum mönnum, á hugsun þeirra, þekkingu, hugrekki og skapferð. Jeg hef aldrei sjeð jafn gersamlega þekkingarlausan og einskisnýtan hóp manna. Mar- skálkurinn fyrirleit einnig mjög hjartanlega nafna sinn, Banda- ríkjaforsetann, og þótti hann hvervetna koma fram til óhappa og altof mikið tillit vera til hans tekið. Allir nötra af reiði og fyr- irlitningu á Wilson forseta, segir hann einu sinni. Eftir því sem marskálknum segist frá, hefur Olemenceau verið honum mjög sammála um enska stjórnmála- menn, hann kallaði þá ávalt heimskingja. Best liggur Sir Henry orð til frönsku herforingj- anna Joffre og Foch. Ýms smaat- vik greinir hann, sem skrítin eru, þó ekki velti á miklu um þau, eins og það t. d. á einum stjórn- arfundi hafi ýmsir haldið, að Liége væri í Hollandi eða það, að Lloyd George hafi endilega viljað láta Breta taka Jerúsalem her- skildi, vegna þess að það mundi hafa góð áhrif á kjósendur í Wales. Eftir því sem Sir Henry segist frá, hafa Bretar litla von haft um það rjett áður en ó- ófriðnum lauk, að horfur væru á því, að þeir gætu sigrað Þjóð- verja. Síðustu fregnir. Tíu ára afmæli rússneska ráð- stjórnaríkisins er nú hátíðlegt haldið í Russlandi. I Moskva voru m. a. miklar hersýningar og skrúðganga miljón verkamanna. Tvo þúsund erlendir gestir taka þátt í hátíðahöldunum og hefur Henry Barbusse orð fyrir þeim — Frakkar og Jugoslavar hafa gert með sjer hermálasamning og skuldbinda sig til þess að veita hvor öðrum hernaðarstuðning. — Frakkar og Spánverjar eru einn- ig að gera samninga um Tangier- málin og er nokkur óánægja út af þeim hjá ítölum. — Bandarík- in ætla að verja 40 milj. dollur- um til að auka herskipastól sinn. -------o------- Skðtamál sHflíirsuR'ta. --------- Nl. III. Jeg hef orðið þess var, að mörgum er vinnuskylduhugmynd- in, sem fram kom í sambandi við sjerskólahugsun þeirra sýslu- mannsins, mjög þyrnir í augum. Mjer sýndist þvert á móti, að sú hugmynd væri eina ljósa ögn- in í öllum skólamálspjesanum þeirra fjelaganna, enda þótt æði- gloppótt væri hún með blettum. Mjer er það í barnsminni þeg- ar mest var deilt um „þegn- skyldu" hugmyndina, hjerna á árunum. Og jeg man það enn um mig, að jeg hugði gott til farar- innar í þá framfaraherþjónustu. Og jeg er enn með sama sinni! Jeg teldi það ekki eftir mjer eða öðrum ungum mönnum, að vinna nokkrar vikur, í eitt skifti fyrir öll, í þarfir þjóðarinnar og fram- faranna, væri það aðeins gert í þeim tvöfalda tilgangi: að vinna þar einhver þjóðþörf verk, sem annars myndu verða óunnin, og að manna ungmennin, sem ynnu. En því að eins væri þegnskyldan rjettmæt, að að þessu tvennu væri stefnt. En það vantar mik- ið á að svo væri, þó að vinnu- skylduhugmyndin hans Björgvins sýslumanns yrði að veruleika. Hugmyndin sú er þar að auki svo menguð af barnalegri gróðahugs- un og ósanngjörnum misrjetti, að í því sniði, sem hún er fram- flutt, er hún ósamboðin allri menning. Þetta hvorttveggja má rökstyðja, þó jeg nenni því ekki núna, að eyða til þess orðum. IV. Þegnskylduhugsjónin var drengileg og djörf. Enda fekk hún marga fylgjendur. Og enn er ekki laust við að um hana standi styr. Hún ætti að endur- nýjast og fá annað nafn, og verða að veruleika. Hjer væri hin mesta þörf á, að lögleidd væri jarðrækt- arnámsskylda fyrir alla unga menn. Líklega þætti það nú nokkuð nærri gengið athafnafrelsi ein- staklinganna, en þess verða menn vel að gæta, að hjer stendur al- veg sjerstaklega á: Við búum í einu strjálbýlasta landi veraldar og einu frjósamasta landi Norð- urálfu. Þó flosna bændur upp frá búum sínum, og öll viðkoma sveitanna flýr jafnóðum og upp kemst, svo að sífelt fækkar þar fólkinu. Hversvegna? Vegna þess að gamla jarðníðslu-búskaparlag- ið ber sig ekki lengur, og þrátt fyrir strjálbýlið er óræktin svo fullsetin, að varla verður þar býli við bætt, nema breytt sje um leið til um búskaparlagið. Jarð- irnar eru víðlendar eins og jarl- dæmi til forna. En ræktuðu blett- irnir, sem óvíða eru meira en hálfræktaðir, eru strjálir eins og eyjar í úthafi og ósljettir eins og ódáðahraun, víða hvar. Þó vaxa hjer flestir menn upp, verða gamlir og deyja, án þess að beita plógi í jörð eina einustu stund æfi sinnar. Varla hundraðasti hver maður kann vitund til þess verks, að fara með hesta og herfi eða plóg. Tæplega tíundi hver sveitamaður kann að leggja aktýgi á hross eða aka hesti á taumum svo í nokkru lagi sje. Jeg býst nú við, að ýmsum verði það á að kalla þetta ósanngjarn- an sleggjudóm og að jeg verði lítið lofaður fyrir slík ummæli. En þau eru sönn eigi að síður. V. Jeg er ekki ýkja valdagjarn. En mjer hefur stundum orðið það á, þegar jeg hef sjeð unga menn ríða erindisleysu um sveit- ir, virka daga um hávor eða í haustblíðviðri, að óska mjer þess, að jeg væri orðinn að Mussolini. Þá skyldi jeg sannarlega hafa beðið piltana að stíga af baki, spretta reiðverunum af, en leggja aktýgin á í staðinn. Svo hefði jeg vísað þeim til verks í einhverj- um kargmóanum og látið þá plægja eða herfa eða a. m. k. stinga og pjakka það, sem eftir var vikunnar og beðið svart- stakkana mína, að líta eftir því, að ekki væri svikist um í móan- um þeim. Undrist það hver sem vill, þó að mjer og öðrum, sem opin hafa fyrir því augun, hve verkleg bún- aðarmenning flest er hjer vand- ræðalega á vegi stödd, detti ým- islegt það í hug í því sambandi, sem óhæft þykir almenningi og of nærri höggva hinu hálofaða athafnafrelsi einstaklingsins, sem aldrei þykir ofdekrað við. Jeg endurtek það, sem jeg sagði áður: Með vorri þjóð væri hin mesta þörf á því, að lögleidd væri verkleg jarðræktarnáms- skylda fyrir alla unga menn. Og verkskyldumennirnir ættu að starfa að undirbúningi og frum- ræktun nýbýla handa sjálfum sjer, eða þeim úr þeirra hóp, sem afgangs verða, þegar fullskipuð eru gömlu býlin. — Starfa að því, að sem fæstir þurfi að flýja úr sveitunum nauðugir fyrir þá sök eina, að þá langar að eignast eigið heimili. Nýbýlaræktin er eitthvert næsta verkefnið, sem hjer ligg- ur fyrir oss í náinni framtíð. Og það verk verður vinnufrekt. Væri það ósanngjarnt eða illa til fund- ið, að lofa þeim sjálfum, sem fyrstir eiga að njðta býlanna, að leggja dálítið lið til flýtis því þarfa verki? Mjer finst það ekki. Hvað finst ykkur hinum? VI. Jeg sný mjer aftur að skólamálinu sunnlenska. Tvær ný- afstaðnar atkvæðagreiðslur (hvor- ug ársgömul enn), hafa sýnt það ljóslega, að mikill meiri hluti at- kvæðisbærra manna í Rangár- þingi, óska ekki eftir sjerskóla fyrir þá sýslu. Eru miklar líkur til og þó nokkur von um, að for- mælendur sjerskólahugmyndar- innar, sem allrar virðingar eru auðvitað verðir fyrir áhuga sinn, stillist nú og láti sansast. Væri það áreiðanlega mikill og góður liðstyrkur Suðurlandsskólanum, ef þeir áhugamenn allir snerust óskiftir á sveifina hans. Haldi þeir hinsvegar áfram sjerskóla- stríði sínu, getur hver sjeð það sjálfur, að þeir vinna ver en til einskis gagns. Sjerskólanum koma þeir ekki upp í fyrirsjáan- legri framtíð. En fyrir samskól- anum tefðu þeir e. t. v. enn á ný. Ekki má það vonda verk vera ólastað, sem ýmsir láta sjer þó sæma að vinna í sambandi við skólamálsdeilurnar sunnlensku:

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.