Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.11.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 16.11.1927, Blaðsíða 3
4 lOgrjetta STILLUR kvæði eftir Jakob Thorarensen. — Verðkr. 5.50 og 7.00 í bandi. Fæst hjá öllum bóksölum. Aðalútsala: Prentsmiðjan Acta h.f., Mjóstræti 6. ‘ " .»• %***•&'. Vilh. Bjerregaard: Jeg lofa . . . ! Saga frá upphafi skátahreyf- ingarinnar í Danmörku. Besta bókin sem fæst handa drengjum. Verð kr. 5.00 og 6.50 í bandi. Fæst hjá bóksölum. Aðalútsala: Frenfsmiðjan flcfa h.f. 2sTý- t>ó3s:! Minn ingar eftir Einar Þorkelsson fyrv. skrifstofustjóra. Eru það 3 sögur um fágætar konur alþýðu. — Verð kr. 5,00 og kr. 6,50 í bandi. :: :: :: Fást hjá öllum bóksölum. :: :: :: Aðalútsala: Prentsmiðjan Acta h.f. Með vígðum efnum og ákveðn- um athöfnum má magna ýmsa staði, svo sem kirkjur, kirkju- garða og aðra staði, þar sem helgisiðir eru um hönd hafðir. Frh. ----o--- Nf íesbók ensk. Simeon Potter: Everyday English for Foreign Students. Pitman, Lon- don 1927. Verð 3/6. Það er út af fyrir sig ekki í frásögur færandi að út kemur ný lesbók í ensku, því þær koma út í tugatali árlega. En ekki má mergðin verða til þess, að þag- að sje yfir þeim bókum, sem í einhverju verulegu bera af hin- um eldri; og því mun með eng- um rökum verða neitað, að svo er um þá bók, sem að ofan er nefnd. Mjer er alveg óhætt að fullyrða, að meðan jeg var að læra ensku fór jeg yfir hverja einustu er- lenda bók, sem notuð var við enskukenslu í íslenskum skólum á þeim árum. Á þenna hátt lærði jeg að sjálfsögðu eigi all-lítið í bókmálinu, en þegar til Englands kom, fann jeg það skjótlega að kunnáttu minni var sorglega áfátt í því sem þá reið mest á, sem sje daglega málinu. Auk þess komu mjer siðir og hættir þjóðarinnar og alt umhverfið því nær jafnókunnuglega fyrir eins og jeg hefði enga enska bók lesið, enda er það sannast að segja að ein bókin (eftir Jespersen) hafði laumað inn hjá mjer beinlínis villandi hugmyndum í þessu efni. Það er því augljóst að á þessum bókum hafði verið harla alvarleg- ur annmarki, enda tók jeg upp alt annað bókaval er jeg fór sjálfur að kenna ensku. Þeir sem erlenda tungu kenna eiga vitaskuld að leitast við að opna fyrir nemendum sínum hugsunarhátt þeirrar þjóðar, sem þá tungu talar, og gefa þeim sem ljósasta mynd af daglegu lífi þjóðarinnar. Til þess að það tak- ist vel, þarf kennarinn að hafa góðan kunnugleik á þessum efn- um, en hitt skiftir líka geysilega miklu máli, hvem stuðning les- bækumar veita honum þar. Þær eru margar, sem leitast við að sinna þessari þörf, en mjög vill það takast misjafnlega. Það þyk- ist jeg mega fullyrða, að í þessu efni beri bók próf. Potters af öllum þeim er jeg þekki. Hún er alveg ótrúlega yfirgripsmikil mynd af daglegri ensku og jafn- framt af daglegu lífi á Englandi, því ýmist er beinlínis skýrt frá þjóðháttum, siðvenjum og dag- legum athöfnum, eða þá að slíkt kemur af sjálfu sjer berlega fram í samtölum og frásögn. Kennara mun varla iðra þess ómaks að hafa kynt sjer þessa bók. Höfundurinn er enskur mál- fræðingur, er um langt skeið hef- ur kent móðurmál sitt erlendis og er nú prófessor 1 ensku við háskóla í Tsjekkóslóvakíu og kennari við útvarpið þar í landi. Hann var á sínum tíma nemandi Craigies og vann sjer mikið álit hjá honum, enda skrifar nú Craigie formála fyrir bók hans og kemst þar m. a. svo að orði: „Þó að bókin verði að sjálf- sögðu þeim kærkomnust, sem eru að læra málið til hversdagslegrar nytsemdar, ættu samt hinir, sem eru að læra það vegna bókment- anna, ekki að láta sjer sjást yfir, það, hve gagnleg hún er fyrir þá á þeirra eigin sviði. Mikill hluti af enskum nútíðarbókmentum verður því aðeins rjett skilinn að lesandinn hafi gagngerða þekk- ingu á daglega málinu, eins og það er leitt í Ijós í þessari bók, og á þeim atvikum daglega lífs- ins, sem hjer er svo ítarlega lýst“. Bókin er öll með framburðar- merkjum Craigies, og er þannig í rauninni hljóðrituð, þó að þeir þurfi vitaskuld ekkert að skifta sjer af merkjunum, sem eru vel að sjer að þurfa aldrei á neinni leiðbeiningu að halda um fram- burðinn — ef slíkir menn eru til hjer á landi, sem jeg á bágt með að trúa, því þeir eru furðu tor- fundnir á sjálfu Englandi. Flest- um nemendum hygg jeg að muni koma það vel, að þurfa aldrei að vera í vafa um framburð orða eins og plough, trough, rough, thought, through, although, thorough, svo að jeg taki til dæmis nokkur orð sem allir kenn- arar kunna að vísu að bera fram, en sem eru þó því vandkvæði bundin, að ein og sama samstaf- an táknar sjö meira eða minna ólík hljóð. Geta má þess, að framan við lesbók Potters er ítarleg tafla, sem ber saman hljóðritun Craigies og þá hljóðritun, sem kend er við Association phoné- tique intemationale. Er það til þæginda fyrir þá, sem vanir eru eldri aðferðinni en hafa ekki kynt sjer reglumar fyrir aðferð Craigies, sem þó kostar engan mikinn tíma eða fyrirhöfn. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess, að bók þessi verði fáan- leg hjema í Reykjavík og mun hún verða auglýst í Lögrjettu áð- ur langt um líður. Sn. J. ----o—— Hjúskapur. 5. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af sr. Árna Sigurðssyni, frk. Inga Ámadóttir og meistari Vilhjálmur Þ. Gísla- son. „Vesalingamir“. — Það hefur gleymst að geta þess í Lögrjettu, hverjar ástæður voru til þess, að breytt var útgáfufyrirkomulagi á „Vesalingunum“ í blaðinu nú á miðju ári, þ. s. að III. hefti sög- unnar var sent út sjerprentað sem hluti af blaðinu, en IV. hefti er sett neðanmáls. Póststjómin bannaði að senda söguna sjer- prentaða, eða rjettara sagt, neit- aði að flytja blaðið, ef ekki yrði breytt til, áleit, að með fyrra fyrirkomulaginu væri send út bók fyrir burðargjald, sem aðeins væri í lögum ætlað blöðum. — Margir kaupendur Lögr. hafa kvartað yfir breytingunni, en ekki skilið, hvemig á henni stend- ur. En hjer er um að ræða galla á póstlögunum, sem Alþingi ætti að laga. Um Krishnamurti flutti frú Aðalbjörg Sigurðardóttir fjölsótt- an fyrirlestur 6. þ. m. Hefur hún kynst Kr. persónulega og heyrt til hans og lætur mikið af hæfi- leikum hans og krafti þeim, sem frá honum streymi. Ekki kvaðst frúin vilja leggja dóm á það, hvort hann væri Kristur, en glæsilegur yfirburðaandi væri hann. Skip fórst 5. þ. m. hjá Langa- nesi. Það hjet Jarstein og var á útleið með síldarmjelsfarm frá Eyjafirði og sprakk í því skil- rúm milli lesta og veltist það þá á hliðina. Einn skipverja drukn- aði, en hinum bjargaði bretskur togari. Ljósálfar heitir ljóðabók, sem nýkomin er út, eftir Sigurjón Jónsson, sjerlega falleg og vönd- uð útgáfa. Verður nánar getið Sr. Magnús Helgason kennara- skólastjóri varð sjötugur 12. þ. m. og var þá fagnaður haldinn í skólanum. Núverandi nemendur skólans færðu honum víðvarps- tæki að gjöf, en kennarar ýmsir, gamlir nemendur hans, gáfu hon- um stól, eða öndvegi, forlátagrip og listasmíð, skorinn í gömlum íslenskum stíl af Ríkharði Jóns- syni. Margar kveðjur bárust Vilhj. Þ. Gíslason: íslensk endurreisn Eggert Ólafsson íslensk þjóðfræði Fæst hjá bóksölum. skólastjóranum, einkum frá kenn- urum, enda hafa flestir þeirra sótt nám sitt undir handleiðslu hans og hefur hann verið manna ástsælastur og best virtur. Sjötugur er í dag sr. Jón Sveinsson, hinn alkunni og vin- sæli höfundur Nonna-sagnanna. Eggert Stefánsson söngvari er nýlega farinn til útlanda, fyrst til Parísar og síðan í söngvaför til ýmsra annara staða í Evrópu. Prestskosningar. Á Akureyri er kosinn lögmætri kosningu sr. Friðrik Rafnar með 761 atkv. Sr. Sveinbjöm Högnason á Breiðaból- stað hlaut 397 atkv., sr. Ingólfur Þorvaldsson, settur prestur á Akureyri, 57 atkv. og sr. Sigurð- urður Einarsson í Flatey 47 atk. I Saurbæjarþingum var einn um- sækjandi, cand. Sig. Z. Gíslason og hlaut 134 atkv., en 9 mótat- kvæði voru greidd. Að Staðar- hrauni var kosinn lögmætri kosn- ingu sr. Þorsteinn Ástráðsson með 72 af 81 greiddu atkv. Mjólkurbú. Nýlega hefur verið ákveðið af bændum á áveitusvæð- inu í Flóanum að stofna sameigin- legt mjólkurbú með nýtísku sniði, svo stórt, að það geti tekið til vinslu alla þá mjólk, sem fram- leidd er í Flóanum og ekki notuð til heimilisþarfa. Gert er ráð fyrir því, að ríkið veiti lán til stofnun- ar búsins, samkvæmt gildandi lagaheimild og búist við að það taki til starfa á næsta ári. I undir- búningsnefndinni eiga sæti Geir G. Zoega vegamálastjóri, Magnús bóndi á Blikastöðum og Valtýr Stefánsson ritstj. Bruni. 1. þ. m. brann til kaldra kola bærinn Melrakkadalur í Víðidal, óvátrygður, og sömu- leiðis húsbúnaður og matföng öll. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.