Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.11.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 23.11.1927, Blaðsíða 2
s LÖGRJETTA LÖGRJgTTA 3 ............. -* i LÖQRJBTTA Útgefandi eg riUtjóri Kritiim Qiiliion Þingholtfistrietí 17. Simi 178. Innheimta og afg’relðfila i Miðitrœtí 3. | ---------------------------------1 ar eða fyrirmyndar, að kynna sjer sjerleyfalöggjöf Rússa. En sjerleyfin eru eitt af merkileg- ustu sporunum í þjóðlífi þeirra síðasta áratuginn. Þau sýna tvent, annað það, að erlendu auð- valdsríkin telja Rússland ekki eins glæpsamlegt land og heillum horfið og oft er látið í veðri vaka — þegar þau hafa þar hagsmuna- von, og svo hitt, að Rússar telja heldur ekki svívirðingu auðvalds- ins sjerlega sára, þegar þeir þurfa og geta sjálfir tekið hana í þjónustu þjóðlegrar viðreisnar sinnar. Síðari málin sem nefnd voru til dæmis um rússneskt ástand voru mentamálin. Rússar höfðu um skeið fyrir heimsstyrjöldina ver- ið ein af glæsilegustu forustu- þjóðum í bókmentum, og eins listum og vísindum að nokkru leyti. En andlegu lífi hafði mjög hnignað þar á ófriðar og bylt- ingarárunum og ekki sýnilegt að þeir hafi eignast menn á borð við öndvegishöfunda síðustu kyn- slóða, þótt merkilegir höfundar hafi að vísu komið fram á bylt- ingarárunum. Skólaskipulagið komst einnig á ringulreið, en á síðari árum hefur verið reynt að bæta það og koma á það nýju sniði. Ymsum eftirtektarverðum og merkilegum stofnunum hefur verið komið upp, en mikið hefur líka lent við orðin tóm. Einkum er bama- og alþýðufræðslu áfátt, eins og löngum hefur að vísu verið í Rússlandi, og er ekki enn komin í sama lag og hún var fyrir ófrið. Árið 1913 vom gjöld til barnaskóla c. 300 milj., en ár- ið 1925 c. 1721/2 niilj. Kenn- arar era einnig ver launaðir en áður. Rússar viðurkenna þetta sjálfir opinberlega, að menta- málastarf þeirra eigi erfitt upp- i dráttar, þótt þeir bendi einnig á það, sem þeir hafi afrekað. „Pradwa“ sagði í apríl 1926, að skólaskorturinn væri mjög til- finnanlegur og þúsundum saman yrði að neita bömum upptöku. Skólar okkar fullnægja ekki ein- földustu kröfum, segir í menta- málablaði frá svipuðum tíma. All- mikið hefur samt verið að því gert, að reisa bamahæli. 80 þús. böm höfðu til skams tíma verið tekin í þessi hæli, en 7 milj. | bama vom samt eftir heimilis- laus, segir Krupskaja, ekkja Lenins. Fleiri málaflokka mætti rekja, með svipuðum árangri. Tíu ár sovjet-stjómarinnar hafa afrekað ýmsu og orðið til nytsemdar, en einnig mistekist á mörgum svið- um og ekki einu sinni tekist að endurreisa það, sem byltingin eyddi eða kom á ringulreið í því gamla skipulagi, sem hún var sett j til höfuðs. Og heimsbyltingin er ókomin enn, en heimafyrir í Rúss- | landi eiga helstu mennimir í hættulegum deilum. Og enginn veit hvað næstu tíu árin kunna að geyma. Síðustu fregnir. Seðlafölsunarmál stór em nú á 1 döfinni og hafa verið falsaðir rússneskir seðlar í Þýskalandi og franskir í París og er sendisveit ráðstjómarinnar sögð við það mál riðin. Enska stjómin hefur ákveðið, að láta einungis smíða eitt af þremur beitiskipum, sem smíða átti. Bandaríkjamenn vilja ekkert takmarka sína flotaaukn- ingu. Joffe, fyrv. sendiherra Rússa, hefur framið sjálfsmorð, í taugaveiklun, að sögn. Miklar viðsjár em nú með ítölum og Albönum. « ---o-- Jakob Thora?ensen. „Stillur" er fjórða kvæðabók Jakobs Thorarensen og má það heita vel að verið um ekki eldri mann. Fyrstu kvæði hans, sem komu í Öðni, vöktu þegar at- hygli ljóðelskra manna á honum og hefur hann síðan verið í vin- sælustu skálda röð. í hverri nýrri bók, sem hann hefur sent frá sjer hafa verið ágætiskvæði, mót- uð af hinni sjerkennilegu skáld- gáfu hans, nokkuð harkaleg stundum, en hispurslaus, með skarpri athugun á yrkisefnunum og oft hnittinni og napurri ádeilu, orkt á kjammiklu máli og vel kveðin. Stillur bera mörg hin góðu einkenni fyrri bókanna og má nafnið þó máske til sanns vegar færast þannig, að nokkm stiltara eða kyrrara sje yfir kveð- skapnum nú, en stundum áður. 1 bókinni em mörg góð kvæði, svo sem sögukvæði, um Sturlu Sig- hvatsson og Þangbrand, skýrar og smellnar mannlýsingar eða lífslýsingar, eins og kvæðin um Öskukarlinn, Búðarstúlkuna eða G%irfinnu í Vík, eða einskonar hugvekjukvæði, ef svo má segja, þar sem skáldið vill skýra og meta möguleika og líf einstakling- anna eða þjóðarinnar, eins og í Dagur og í Bólstrar. Fleiri mætti telja fram, og em kvæði J. Th. flest mörkuð svo skýmm persónu- legum sjerkennum hans, að þau þekkjast fljótlega. Þrátt fyrir alt, sem menn telja aðfinningarvert (og leirburðar er vissulega ekki vant) er nú margt gott um ís- lenska ljóðagerð. Þeir sem fylgj- ast vilja með í því sem best er kveðið, munu ekki láta hin snjöllu kvæði Jakobs Thorarensen fram hjá sjer fara. ---0-- Frá Holtamönnum. I. ForspjalL Það er ekki hvers- dagslegur viðburður, að blöðin færi lesendum sínum frjettapistla hjeðan úr sveit. Veit jeg eigi hvað mestu veldur um það: Tómlætið, tímaleysið eða þá hið þriðja, að hjer gerist færri tíðindi, sem segjandi sjeu í aðrar sveitir en annarsstaðar víða. Hitt veit jeg, að sínu myndi svara til hver, ef spurt væri. Satt er það, flestir hafa hjer lítinn tíma til leikja. Svo sverf- ur nú að flestum bændum fólks- leysið, a. m. k. alla annatíma árs- ins. En vel er á vinnutíma haldið víðar en hjer og virðast í ná- grannalöndum vomm jafnbetur en hjer. Þó minnist jeg þess bæði frá Jaðri og Jótlandi, að þar fluttu blöðin hversdagslega fleiri frjettabrjef utan úr sveitunum, þau voru oft hin besta efnisbót. Hjer sjást slík sveitabrjef sjald- an. Eins og hjer standi alt í stað v og ekkert nýtt gerist eða sje i hugsað, sem frásagnar sje vert. j Eða eins og allflestir sveitamenn væm óskrifandi, andlausir og vit- j lausir(!!!). Að vísu er skriftin flestra ekki nærri góð. Og vel mætti andríkið og vitið vera : meira. En alt væri það viðunandi, j ef vilji væri nægur. Tómlætið tefur okkur íslendinga mest. Og ; silakeppshátturinn er örðugasti draugurinn á öllum vegum vomm. Væmm við svo fljótir til fram- j kvæmda sem við emm seigir í raun, væri saga vor öll óslitin | röð stórviðburða. En þjóðin öll tómir afbragðsmenn. Síðan þá leið: Ólaf Þórðarson í Sumarliðabæ, Þórð í Hala og Sigurð heitinn í Hellir, hafa varla sjest, svo að teljandi sje, frjetta- pistlar úr Holtunum. Mig langar nú til að víkja dálítið frá venj- unni og semja svolítið brjef um j Holtin og Holtamenn. II. Veðrin og vaninn. Það er íslenskur þjóðarsiður að tala jafn- an fyrst um veðrið þar sem einn | eða fleiri finnast. Nokkur vork- unn er það að vísu, svo mikið sem við oftast eigum undir veðrátt- unni. En orðhagari mætti þá al- menningur vera en hann er, ef ekki ætti það tal að vera þreyt- andi þeim sem víða kemur og mörgum mætir. Og margt mætti þarflegra mæla, en þetta þrot- lausa veðurmas, sem allir kunna j utan að. En handhægt er það í auðvitað til ígripa, þeim sem ekk- j ert gætu annars sagt. Hjeðan er ekki aðra sögu að segja, en annarstaðar frá. Þetta hefur verið eitt allra besta árið, sem menn muna. Veturinn í fyrra var í besta lagi mildur. Vorið j kom vel og fljótt og vorköst vom lítil. Sumarið var eitt hið ágæt- : asta, sem hjer syðra getur komið, j og haustið mjög gott hingað til. Einn einasta illviðrisdag telja menn að gert hafi, það sem af er árinu. Og þau man eg ólíkust sumur á æfi minni, þessi tvö síð- ustu. I fyrra voru hrakveðrin svo j samfeld, að fáir fóra svo á engj- j ar eða annað daglangt, að ekki hefði olíuklæði með sjer. 1 sum- ar komu ýmsir ekki í líuflík endi- langan sláttinn. I fyrra var sól- skin eins og sjaldgæft og úrfelli í sumar. Og áþekkur er munur- inn á heyjafeng bændanna. Þá áttu ekki aðrir æta tuggu en j stórhappamenn og yfirburða- bændur. Nú eiga ekki aðrir skemd j hey en stórsóðar og vandræða- : búskussar. Að vonum vora ■ skepnuhöldin ekki allsstaðar nærri i góð síðastl. vor. En verði vetur- | inn næsti góður, þá verður það ekki guði að kenna, heldur bænd- j unum sjálfum, ef fjenaðurinn j þeirra kemur ekki feitur úr fóðr- : unum í vor. En svo hefur það nú líka oft áður verið. Það hafa ! sjálfsagt fæstar af horsyndunum verið honum að kenna. Hefði ís- lenskur búfjenaður aldrei fallið úr hor nema þegar það var óhjá- kvæmilegt, þá væri horsögulop- inn ekki svo óslitinn sem hann er, j frá hinum fyrsta vetri Islands- j bygðar til hins síðasta. Og þó að I ólíkt betur sje nú fóðraður fjen- j aðurinn, en áður var, vantar þó mikið á enn að vel sje. Um með- í ferð fjenaðar hjer í sveit mun j það sanni nær að segja þetta: Nokkrir fóðra allan fjenað sinn vel og njóta þess í auknum arði ! af hverjum góðum grip. — Flest- ir fóðra nokkumveginn skamm- laust og þó sumir í lakara lagi. Horkóngar, meiri og minni, era og innan um enn, — bændur, sem jafnan treysta á fremsta hlunn, til að spara fóðrið og vera í fymingum. Og virðast láta sjer vel lynda að koma flesta vetur fleiri eða færri skepnum sínum á merg. Og horfella jafnvel sama vorið og hálfar era hlöður þeirra af heyfymingum!! Horkóngamir eru einskonar lifandi minnisvarð- ar hinnar verstu ómenningar, sem við eigum sögur af. Og þeir era merkilegur vitnisburður þess hvað mikils vaninn má, þegar hann einu sinni hefur fengið fult vald yfir mannskepnunni. Það er nærri því sama í hvors þjónustu vaninn gengur: drottins eða djöfulsins. Hafi annarhvor náð á honum undirtökunum, kemur hinn engum vömum við. En það merkilegasta í þessu sambandi er það, að sama sálin virðist geta vanið sig á að þjóna þeim jöfn- um höndum báðum, án þess að annar fari halloka fyrir hinum, svo að sýnilegt sé. En sigraðu drottinn horkónganna! H. H. ----o--- ÍBuðrún^Pálsdóttlr 9 Frú Guðrún Pálsdóttir, móðir sr. Friðriks Friðrikssonar í K. F. U. M. ljetst á heimili sonar síns 16. þ. m. Hún var mjög far- in að heilsu hin síðari árin, enda öldruð orðin, 88 ára. Annars var hún dugnaðar- og þrekkona og ljúfmenni, og eignaðist marga vini og kunningja, enda oft mjög mannkvæmt hjá henni og syni hennar, en hún var lengi fyrir búi hjá honum, gestrisin, örlát og alúðleg. ----o--- Æfisaga Krists Eftir Giovanni Papini. (Ágrip). Annas. Jesús var nú fluttur til Annasar prests, en þar bjó einn- ig Kaifas æðsti prestur, sem var tengdasonur Annasar. Var nú i langt liðið á nóttina, en margir af dómuranum ekki komnir á j fætur, þótt gert hefði verið ráð fyrir því daginn áður, að komið yrði með Jesús þangað snemma um morguninn. Ráðandi menn- irnir vildu þó flýta þessari at- höfn sem mest, til þess að fregn- ir um hana bærast sem minst út meðal almennings og yrðu þar | ekki að æsingaefni, og líka til | þess að Pílatus landstjóri fengi ( sem minstan frest til umhugsun- ; ar. Voru því ýmsir af þeim, sem komu úr sendiförinni til Olíu- | fjallsins sendir til að vekja þá ; helstu meðal hinna skriftlærðu og öldunganna, en á meðan ætlaði Annas gamli, sem vakað hafði alla nóttina, að halda einslega rannsókn yfir falsspámanninum. Annas Sethsson hafði áður verið æðsti prestur í sjö ár. Hafði hann látið embættið laust árið 14, er Tíberíus keisari tók við völd- um, en hafði samt sem áður í raun og vera allan þennan tíma verið höfuð Gyðingakirkjunnar. Hann var Sadusei og ættarjöfur einnar ríkustu og voldugustu prestaættarinnar. Fimm af son- um hans urðu síðar æðstu prest- ar, og einn af þeim, Annas, ljet grýta Jakob, bróður Jesú. Jesús var nú leiddur fram fyr- ir Annas prest, og hafði timbur- mannssonurinn frá Nazaret aldrei V. Hugo. VESALINGARNIR. var gatan, styrjöld hans var borgarastyrjöld. Hrollur fór um hann er hann sá ginnungagap borgarastyrjaldarinnar fyrir augum sjer. Hann mintist korðans, er afi hans hafði selt fomgripasalanum. Hann hafði sáran harmað misst hans, en fanst nú, að vel væri að þetta góða, hreina vopn hefði sloppið úr höndum hans. Það hafði flúið, af því að það var vitsmunum gætt og sá fram í tímann, grunaði upp- reisnina, götubardagana og ódrengilegar viðureignir. Honum fanst, að korðinn mundi hafa brent sig í lófann, ef hann hefði dirfst að bera hann á samborgara sína í París, eftir þau afrek, sem með honum höfðu verið unnin við Marengo og Friedland. Maríus grjet sáran. Þetta var ægilegt. En hvað átti hann að gera. Hann gat ekki lifað án Cósettu. Hann varð að deyja fyrst hún var farin. Hann hafði heitið henni því, að hann skyldi deyja. Auk þess var það auðsjeð, að hún unni honum ekki lengur, fyrst hún yfirgaf hann án þess að gera honum nokkur boð eða brjef, þótt hún vissi heimilisfang hans. Til hvers átti hann nú að !ifa? Það var líka ótækt að vera kominn svona langt og snúa svo við, vera kominn inn í virkið og hopa svo undan hættunni, jafnvel þó um borgarastyrjöld væri að ræða. Það var eins og að bregðast öllu í senn: ást, vináttu og lof- orði sínu undir yfirskini heigulslegrar ættjarðarástar. Og :f andi föður hans stæði þama í skugganum og sæi hann 'iörfa, mundi hann slæma til hans korðanum 0g kalla: áfram, heigull. En alt í einu rjetti Maríus úr sjer. Það er sjerkenni- 'egt fyrir mannlega hugsun, að í nánd dauðans verður hún víðsýnni en ella. Maður, sem stendur öðrum fæti í gröf- nni, verður skarpsýnn. Bardaginn, sem Maríus bjóst nú il að taka þátt í, var nú ekki framar harmþranginn í lugum hans, hann sá hann í geislandi ljóma. Öllum efa íans var alt í einu svarað. Því skyldi föður hans gremj- st? Svo gat verið ástatt, að uppreisnin væri skylda. Hvað ar það í þeirri baráttu, er fyrir höndum var, sem gat lítil- ækkað son Pontmercys liðsforingja? Nú var að vísu ekki .arist um heilagt land, heldur um heilaga hugsjón. Föður- landið kveinkar sjer kanske, en alt mannkynið er með þessu. Frakklandi blæðir, en frelsið brosir og við bros frelsisins gleymir Frakkland sári sínu. Frá æðra sjónar- miði þarf ekki að vera um borgarastyrjöld að ræða.. Eða er eiginlega til nokkur styrjöld, sem ekki er borgarastyrj- öld? Era ekki allar styrjaldir bræðravíg? Það, sem greinir styrjaldimar er tilgangur þeirra. Til er hvorki styrjöld gegn útlendingum nje borgarastyrjöld, heldur aðeins rjett- lát og órjettlát styrjöld. Fram til þess dags, er stofnað verður hið mikla bræðralag mannkynsins, getur að minsta kosti verið nauðsynleg sú styrjöld, sem er vottur um ó- þolinmóða viðleitni framtíðarinnar til þess að stinga af stokki silalegri fortíð.Styrjöldin verðurþá fyrst að svívirð- ing, korðinn þá fyrst að kuta, þegar hann myrðir rjett- Iæti, framsókn, skynsemi, menningu og sannleika. Þá er styrjöldin órjettlæti og glæpur, hverju nafni sem hún nefnist. Með hvaða rjetti, öðrum en rjetti hins heilaga rjettlætis, skyldi ein styrjöldin fyrirlíta aðra. Með hvaða rjetti gæti sverð Washingtons afneitað spjóti Desmou- lins? Hvor er meiri: Leonidas gegn útlendingnum eða Timoleon gegn harðstjóranum. Annar er verjandi, hinn frelsandi. Geta menn, án þess að meta tilganginn, svívirt alla þá atbruði, þar sem borgarar hafa gripið til vopna, og brennimerkt Brutus, Amold frá Winkelried og Coligny? Því skyldi ekki mega heyja styrjöld á götum úti? Þannig barðist Ambiorix gegn Róm, Artevelde gegn Frakklandi, Mamix gegn Spáni, Pelagius gegn Márum — allir gegn erlendu valdi. En einveldið er líka erlent vald, kúgunin er erlent vald, konungsdæmið af guðs náð er erlent vald. Harðstjórinn ræðst á landamæri andans, eins og innrásar- her óvinarins ræðst á landamæri ríkisins. Það að reka harðstjórann af höndum sjer og að flæma Englendinginn burtu, er hvorutveggja sama og að taka aftur landeign sína. Sú stund kemur, að mótlæti ein eru ekki nægileg. I kjölfar hugsunarinnar kemur framkvæmdin, lifandi kraft- ur verður að fullkomna það, sem hugsjónin" hefur hafið. Múgurinn er til þess hneigður að leggja sig undir vald höfðingjans. Múgurinn verður sljór og þjappast saman í hlýðinn knapp. Það er því nauðsynlegt, að hrista hann til og hrinda honum áfram, til frelsunar sjálfum sjer, særa sjón hans til þess að sýna honum sannleikann, varpa að honum ljósinu í geigvænleg'ttm gusum. Hann þarf að vissu leyti að verða þramulostinn af sjálfs sín frelsi. Log- andi bjarmi þess vekur hann af dvalanum. Þess vegna eru nauðsynleg stríð og styrjarklukkur. Hinar miklu hetjur þurfa að hervæðast, upplýsa bjóðirnar með hreystiverk- um sínum, skaka þessa hryg^armynd mannkynsins, sem guðlegur rjettur, frægð keisarans, valdið, ofstækið, á- byrgðarleysið og ótakmarkað kongdæmi hefur oi-pið á skuggum sínum. Niður með harðstjórann. En hvað er að tama? hvem er að tala. Kallarðu Lúðvík Filipus harðstjóra? Hann var það ekki fremur en Lúðvík sextándi. Þeir voru báðir góðir konungar, sem svo eru nefndir í sögunni. En rðkvísi sannleikans er ströng. Hverri ofbeldistilraun verður að vísa á bug. Lúðvík sext- ándi var konungur af guðs náð, Lúðvík Filipus hafði bourbona blóð í æðum sínum. ^eir voru því báðir að vissu leyti tákn rjettarráns og til bess að ryðja burtu almennu ofbeldi varð að berjast gegn beim. Það var nauðsyn, því í?akkland fer ávalt fyrir öðrum. Þegar höfðingi fellur í Frakklandi, fellur hann alstaðar. Hvaða málefni er rjett- látara og hvaða barátta glæsúegri, en sú, er að því stefnir að endurreisa sannleika þjóðftelagsins, leysa hásætisvald- ið úr ánauð, gefa þjóðinni aftur sjálfa sig, fá manninum sjálfum hið æðsta vald, breiða -Purpuraskykkj u valdsins á herðar Frakklandi, láta rjett og sanngimi njóta sín, út- rýma öllu misrjetti með því að gefa sjerhverjum aftur sjálfan sig og eyða þeirri homiu, sem konungdæmið er gegn almennri einingu. Þessháttar styrjöld færir mönnum frið. Ennþá stendur vígi hleypjúóma, forrjettinda, hjátrú- ar, lyga, kúgunar, ofbeldis, °rjettlætis og myrkurs og ögrar heiminum með tumum haturs síns. Þetta vígi verð- ur að brjóta, þessum vanskapnaði verður að velta um koll. Það er glæsilegt að sigra við Austerlitz, en það er stórkostlegt afrek að vinna Bastilluna. Allir hafa veitt því athygli á sjálfum sjer, að vegna . þess, að sálin er í senn einstæð og alstaðar nálæg, hefui' hún þann einkennilega hæfileika að geta hugsað rólega í hinum æstustu atvikum. Það kemur oft fyrir, að í dauða- teygjum hins ógurlegasta eintals sálarinnar, í ofsa ör- væntingarinnar og örvæntingu ofsans, eru rökræddav spumingar og álit. Rökvísin blandast æsingunni og þráð- ur orsaka og afleiðinga flögrar án þess að slitna í fár- legum stormi hugsananna. Svo var nú ástatt um Maríus. Meðan hann sat í þessum hugsunum horfði hann hjer og hvar um virkið. Bak við hann skröfuðu uppreisnarmenn- imir en í gluggakistu fyrir ofan sig sá hann andlit þög- uls áhorfanda. Það var eins og dauður maðurinn virti fyr- ir sjer þá, sem áttu að deyja. Langur blóðstraumur seitl- aði úr höfði hans niður húsvegginn. Fjórtánda bók: Tign örvæntingarinnar. Enn skeði ekkert. Klukkan sló tíu í Saint-Merry. Enjolras og Combeferre höfðu setst með byssuna í hend- inni við opið á stærra virkinu. Þeir hlustuðu þögulir eftir minsta hljóði, sem heyrast kynni af hergöngu í fjarska. Alt í einu rauf hvellur söngur hina geigvænlegu þögn. Það var götustrákurinn, sem gaf þeim merki. Hann kom svo á harðahlaupi eftir mannlausri götunni, stökk upp í virkið og var óðamála — Fáið mjer byssuna mína, nú koma þeir. Allir kiptust við og gripu vopn sín. — Viltu mína byssu? spurði Enjolras drenginn. — Nei, jeg vil heldur löngu byssuna, sagði hann og tók byssu Javerts. Tveir útverðimir komu inn í virkið næstum því samtímis stráknum, en einn var kyr og því engin árásarhætta úr þeirri átt. Hver uppreisnarmaður var kominn á sinn stað. Fjörutíu og þrír þeirra, þar á meðal flestir leiðtogarnir, lágu á knjám innan við virkisvegginn með byssumar hlaðnar. Sex stóðu í Korintugluggunum, einnig með hlaðnar byssur. Nokkur andartök liðu. Svo heyrðist greinilegt þungt og fast skóhljóð margra manna, fyrst dauft, svo ákveðn- ara, og loks þungt og hvelt. Svo fór að sjást glampa á byssustingina og skeftin við bjarmann af virkisblysinu. Aftur varð hlje, eins og báðir aðiljar biðu átekta. Alt í einu var hrópað utan úr dimmunni, eins og myrkrið mælti sjálft — Hver er þar? og um leið heyrðist byssum miðað. Enjolras svaraði hárri, skjálfandi stoltri rödd — Hjer er franska byltingin. Þá var hrópað — Skjótið — og í einni svipan urðu húsveggimir rauðir, eins og alt í einu hefði opnast og lokast aftur hurð á glóandi ofni. Hræðilegur brestur hristi virkið og rauði fáninn fjell. Nokkrar kúlur, sem hrukku af veggjunum, hrutu inn í virkið og særðu marga. Hrollkaldur geigur fór um marga hina hraust- ustu. — Fjelagar, hrópaði Courfeyrac, eyðum ekki púðri okkar — bíðum uns þeir koma alveg inn í götuna. — Og umfram alt, kallaði Enjolras, reisum aftur fána okkar. Hann tók fánann upp, en enginn bauðst til að hefja hann á stöng. — Býðst enginn til þess af sjálfsdáðum að hefja fánann ? sagði hann aftur. Um leið og hann sagði þetta kom Mabeuf gamli fram á þröskuld veitingahússins. Hann gekk rakleiðis til Enjolras og þreif fánann, en uppreisn- armennimir viku fyrir honum virðulega. Enginn þorði að stansa hann, er hann gekk hægum skrefum upp stein- þrep virkisins. Það var svo hræðilegt og samt svo tignar- legt, að allir tóku ofan. Mjallhvítt hár hans sást flögra fyr- ir vindinum. í blóðugum bjarmanum frá blysinu stækkaði hann þegar upp á virkið kom og varð eins og vofa frá 1893, er reis upp úr gröf sinni með fána ógnartímans í höndum sjer. Um hann luktist þögn kraftaverksins. En alt í einu veifaði öldungurinn rauða fánanum og hrópaði — Lifi byltingin! lifi lýðveldið! Bræðralag, jöfnuður og dauði! Álengdar heyrðist rödd aftur hrópa — Farið þið

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.