Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.11.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 23.11.1927, Blaðsíða 3
4 JLÖGRJETTA áður haft nein kynni af þessum æðsta trúmálahöf ðingj a þjóðar sinnar. Hann hafði í musterinu aðeins átt orðastað við þá, sem lægra voru settir. Nú fyrst stend- ur hann frammi fyrir þeim, sem voldugastur var, og nú er hann ekki ákærandi, heldur sakboming- ur. Þetta er fyrsta yfirheyrslan. Á fáum klukkustundum er hann yfirheyrður af fjórum valda- mönnum: Annasi og Kaifasi frá hálfu hins klerklega valds, og af Antipas og Pílatusi af hálfu hins veraldlega. Annas vildi fyrst fá að vita, hverjir væru lærisveinar hans. Á Messíasarþvættinginn lagði hann litla áherslu, eins og allir Sadu- sear. En honum var umhugað, að fá að vita, úr hverjum stjettum lærisveinar Jesú einkum væri, til þess að reyna að komast fyrir, hve útbreidd þessi uppreisnar- og villutrúar-hreyfing væri, sem nú var svo mikið um talað. En Jesú svaraði honum engu upp á þær spumingar. Dúfnakaupmað- urinn varð engu nær um það efni. Þá spurði hann, hver væru meginatriði kenningar hans. „Jeg hef talað opinberlega", svaraði Jesús; „jeg hef flutt kenningar mínar í samkunduhúsunum og í musterinu og ekkert farið leyni- lega með þær. Spurðu þá, sem heyrt hafa til mín, hvað jeg hafi sagt'. Líklega hefur það sjest á andliti eða í látbragði Annasar prests, að honum hafi mislíkað þetta svar, því einn af varðmönn- unum, sem stóðu hjá Jesú, sló hann í andlitið og sagði: „Svarar þú svona æðsta prestinum?“ Jesús sneri sjer við og mælti: „Hafi jeg talað rangt, þá sanna þú það, en hafi jeg talað rjett, því slær þú mig þá?“ Annas prest fór nú að gruna, að þessi Galilei væri eitthvað annað en algengur æfintýramað- ur, en því fremur var ástæða til þess að ryðja honum úr vegi. Og þar sem yfirheyrslan þama var árangurslaus, sendi hann Jesús bundinn til Kaífasar, svo að rjett- arrannsóknin gæti þegar byrjað. Tðframagn helgisiða. Eftir Jón Ámason. NáðarmeðöL Þegar skilyrðum þeim er full- nægt, sem að framan getur, er unt að veita mönnum sakra- mentin eða náðarmeðölin. Þau koma eigi einungis kirkjugestum að gagni, heldur einnig öllum þeim, er dvelja í nálægð kirkj- unnar. Veitast þau einnig öllum heimi um leið og þau veitast hverjum einstökum. Við skímarsakramentið vigir presturinn skímarlaugina og not- ar hreinsandi kraft vatnsins til þess að undirbúa bamið og gera það móttækilegra fyrir mögn þau, sem eiga að veitast því. Og hann notar kraftorð og kraftteikn við veitingu sakramentisins. Á þenn- an hátt gerir hann bamið hæft til þess að veita viðtöku öflum þeim er kirkjan hefur yfir að ráða. Hann opnar ákveðna far- vegi fyrir æðri öfl í baminu, sem að öðrum kosti hefðu verið lokaðir og setur það í ákveðið samband við höfuð kirkjunnar, Krist. Þetta getur hann gert vegna vígslunnar, sem hann hef- ur og með þeirri aðferð, sem fyrirskipuð er. Presturinn er far- vegur fyrir sjerstaka tegund orku, sem Kristur veitir í gegn- um kirkjuna og í skíminni bind- ur hann band á milli Krists og þess, sem skírður er. I fermingunni er þetta sam- band gert miklu fullkomnara og því er það, að maður, sem er farvegur fyrir miklu sterkari orkustrauma samkv. vígslu sinni, biskupinn, er látinn framkvæma þá athöfn. Altarissakramentið er iðulega um hönd haft og hefur því stöð- ug, varanleg og endumýjandi á- hrif á þá, sem njóta þess. Hefur messan náð hámarki sínu þegar sakramentið er veitt. Þá endur- nýjar presturinn samband safn- aðarins við Krist og orkuflóð æðri afla streymir yfir hann og alt umhverfið. Þegar brauðið og vín- ið hafa verið vígð, eru þau orð- in farvegur fyrir orku frá hon- um. Frá hærri sviðum sjest hvítt Ijósflóð streyma í gegnum brauð- ið þegar presturinn lyftir því og fyllir alt æðri krafti. Þetta er það, sem átt er við þegar talað er um líkama Krists. Það er rjett í æðri og andlegum skilningi, því það er magn frá honum, hans líf, sem mennimir meðtaka við neytslu hins vígða brauðs og blóð hans við neytslu hins vígða víns. En alt fyrir milligöngu prestsins, sem með vígslu sinni hefur verið gerður farvegur fyrir þessa orku frá Kristi sjálfum. I þessum skilningi er prestur- inn meðalgangari á milli Krists og safnaðarins í kirkjunni, eins og Kristur er meðalgangari milli guðs og manna í hinni miklu kirkju, tilverunni. Frá sjónar- miði dulfræðanna er það vís- indalegur sannleikur, að vínið er Krists sannarlegt blóð, því andi hans hefur fylt það og brauðið er líkami hans, því það er hlaðið lífsmagni frá honum. HST-ý loólcl Minn ingar eftir Einar Þorkelsson fyrv. skrifstofustjóra. Eru það 3 sögur um fágætar konur alþýðu. — Verð kr. 5,00 og kr. 6,50 í bandi. :: :: :: Fást hjá öllum bóksölum. :: :: :: Aðalútsala: Prentsmiðjan Acta h.f. Ásigling varð nýlega í Norður- siónum milli ísl. togarans Maf og skotska togarans Prosyon og sökk sá síðamefndi, en Maí barg mönnunum og fiutti þá til enskrar hafnar. Sjóprófum er ekki lokið, en sagt að áreksturinn sje ekki Maí að kenna. Gunnlaugur Blöndal hefur haft onna hjer í bænum máiverkasýn- ingu, og sýnt um 45 myndir og j teikningar. Myndir hans hafa hlotið lof erlendis þar sem hann hefur sýnt, enda ágætar margar. Háskólinn hefur nvlega sett nefnd til þess að gera tillögur um ráðstafanir gegn of mikilli stúd- entafiölgun. Innfluttar voru í október vörur fyrir 3 milj. 769 þús. kr., þar af til ‘Rvíkur fyrir 2 milj. 560 þús. Trúlofun sína hafa opinberað Ritsafn eftir Gest Pálsson kostar fyrir áskrifendur fram til 15. des. 1927 kr. 10,00. Innb. kr. 12,50. — Áskrifendalistar em hjá öllum bóksölum. frk. Guðrún Magnúsdóttir, bæj- arfógeta í Hafnarfirði og Carl Tulinius tryggingastjóri. Dáinn er hjer í bænum 16. þ. m. Helgi Zoega kaupm. og einnig Ámi Zakaríasson verkstjóri. tslenska listsýningu á að halda innan skamms í ýmsum borgum Þýskalands og í Kaupmannahöfn fyrir tilstilli Norræna fjelagsins í Liibeck. Um Krishnamurti hefur dr. Helgi Pjeturss skrifað í Mgbl. og neitar því afdráttarlaust, að hann geti verið Kristur, ef það orð eigi að þýða leiðtoga mann- kynsins á hina rjettu braut. Magnanin, sem frá honum sje sögð stafa, sje að visu merkileg, en engin sönnun fyrir heilagleika eða góðri heimspeki, því áþekk magnan sje algeng t. d. hjá töfra- mönnum svertingja og telji eng- inn þá „mannkynsfræðara“ þar fyrir. H. P. segir að Krishna- murti boði ekki neinn nýjan sannleik og ritgerðir hans beri vott vanþekkingar á ýmsum merkustu lögmálum lífsins. Magnús Jónsson docent hefur undanfarið haft málverkasýningu hjer og voru þar ýmsar smekk- legar og fallegar myndir. Páll ísólfsson hjelt 13. Frí- kirkjukonsert sinn 17. þ. m. og fór með lög eftir Bach, Reger, Liszt og Jón Leifs. óskar Norð- mann aðstoðaði með söng. Klukknavígsla fór fram s. 1. sunnudag í Landakotskirkjunni, sem nú er verið að reisa, með viðhöfn og að viðstöddu fjöl- menni. Framkvæmdi Monseigneur Meulenberg vígsluna og flutti snjalla ræðu, en Stefán frá Hvíta- dal hafði orkt fögur vígsluljóð, sem sungin voru. Eru klukkum- ar brjár og heitir sú stærsta Jesú konungs klukka, en hinar Maríuklukka og Jósefsklukka og hefir Jens Eyjólfsson, byggingar- meistari kirkjunnar, gefið þær. Kirkjusmíðin sjálf er nú vel á veg komin og verður kirkjan hin fegursta og ber hátt fyrir bæinn. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ er nú leitað almennra framlaga og munu margir vilja verða til þess, að styrkja slíkt minnismerki svo ástsæls skálds, sem Hallgrímur Pjetursson er. Frú Halldóra Bjaraadóttir í Háteigi við [viryiay [iglisli for Foreign Students, eftir próf. S. POTTER. Samkvæmt ráðstöfun útgefend- anna verður þessi ágæta lesbók fyrst um sinn til sölu hjá Snæ- bimi Jónssyni skjalaþýðara á 7B Holtgötu í Reykjavík. Kaupendur úti um land geta fengið sjer hana senda með póstkröfu. Vilhj. Þ. Gíslason: íslensk endurrelsn Eggert Ólafsson íslensk þjóðfræSi Fæst hjá bóksölum. Reykjavík veitir framlögum við- töku. Um fsland hefur E. Dieth þýskukennari við Aberdeen-há- skóla í Skotlandi, skrifað alllanga grein í The American Scandina- vian Review. Heitir hún Um sögustaði Islands og fylgja nokkr- ar góðar myndir. Höf. segir að ferð til Islands sje skemtileg nýj- ung einnig fyrir þá, sem komi þangað með þorsta sem Sviss, Italíu og Egiftaland geti ekki lengur svalað. Þeir geti svalað sjer þar á undrum og fjölbreytni náttúrunnar á hálfum mánuði, en skemtilegra sje samt og merki- legra að reyna að kynnast nánar landi og þjóð og sögu hennar. Islendingurinn sjálfur sje mesta ánægjuuppsprettan, þótt útlend- ingnum hætti við að misskilja hann fyrst í stað, álíti hann ein- rænan og ómannblendinn. Hann segir að Island sje eina menn- ingarlandið, sem ekki hafi kaf- færst í nútímamenningunni, Is- lendingar hafi aldrei látið fortíð sína deyja og gleymast og því sje miklu lærdómsríkara að ferðast um íslenska sögustaði en t. d. þýska, þar sem Niflunga- saga gerist. Embættisrannsókn hefur dóms- málaráðherra fyrirskipað hjá Einari M. Jónassyni sýslum. í Barðastrandasýslu og sendi vest- ur til þess að framkvæma rann- sóknina þá St. Jóh. Stefánsson hæstarjettarmálafl.m. og Þorlák Einarsson lögreglustjóraskrifara í Rvík. Sagt er að nokkrir fleiri sýslumenn eigi von á svipaðri heimsókn. Bjarni Ásgeirsson alþm. hefur verið sendur utan af hálfu Bún- aðarfjelags og landsstjóraar til þess að undirbúa löggjöf um sölu og meðferð tilbúins áburðar. Dáinn er nýlega í Danmörku Lefolii, sem lengi var kaupmaður á Eyrarbakka. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.