Lögrétta

Issue

Lögrétta - 30.11.1927, Page 1

Lögrétta - 30.11.1927, Page 1
XXIL ár. Reykjavík, miðvikudaginn 30. nóvember 1927. 61. tbL Um víða veröld. Dostojewski og byltingin og framtíðarríkið. 1 síðasta blaði var sagt nokkuð frá ástandi og horfum í Sovjet- Rússlandi í sambandi við tíu ára afmæli byltingarinnar. Þess var getið hversu byltingin hefði ver- ið undirbúin á ýmsan hátt og höfðu sumir af glöggskygnustu mönnum Rússlands sagt það fyr- ir, að nokkru leyti, sem verða myndi. Öndvegishöfundar Rússa á síðasta mannsaldri höfðu feng- ist meira eða minna við þessi efni og þegar menn leitast við að skilja byltinguna, undirrót hennar og eðli, verður ekki fram hjá farið skoðunum og ummælum þessara manna, enda varpa störf og rit manna eins og Tolstoys, Dostojewskis og annara slíkra merkilegu Ijósi yfir alla menn- ingarþróun síðustu ára. 1 Vestur- Evrópu hefur Tolstoy orðið hvað kunnastur sem einskonar spámað- ur rússneskrar menningar, en meðal Rússa sjálfra munu marg- ir líta til Dostojewskis sem meiri og merkari þjóðemisleiðtoga og þjóðræknispostula, sem vísað hafi Slöfum hinn rjetta veg menning- ar þeirra og hlutskiftis í heim- inum, jafnframt því, sem hann, ásamt Tolstoy, var hið ágætasta skáld þeirra. Dostojewski var ekki byltingamaður í skilningi hinna vestrænu landa sinna, hann varð einn af aðalleiðtogum Slafophilanna keisaraveldis og kirkjusinni, en boðaði samt ýms- ar umbætur og nauðsyn nýs anda, eða rjettara sagt nauðsyn þess, að mentamenn Rússlands tileink- uðu sjer anda rússneskrar al- þýðu, og endurfæddu ríkið fyrir kraft hans. En af mótsetning- unni milli hinna vestrænu menta- manna og hinnar austrænu al- þýðu, spratt og sprettur að ýmsu leyti enn, ólga sú í þjóðlífinu, sem komið hefur af stað bylt- ingum þar og m. a. hefur orðið kommunistastjóminni til ýmis- legra vandræða í viðskiftum hennar við bænduma og það svo, að hún hefur í ýmsum greinum orðið að víkja fyrir þeim og slá af kröfum sínum. Fyrirlítið ekki alþýðuna, sagði Dostojewski um þetta í einum kafla í „Dagbók rithöfundar", gleymið því, að hún var áður þræll ykkar, virðið hugsjónir al- þýðunnar; elskið það, sem hún elskar; hrífist af því, sem hana hrífur. Því ef þið anið áfram í sjálfsþótta í þá stefnu að reyna að þröngva henni til hlýðni við evrópiskar hugsjónir, sem hún getur ekki skilið og mun aldrei skilja, þá kemur að því áður en langt um líður, að alþýðan af- neitar ykkur, vestrænu menta- mönnunum, snýr baki við ykkur og leitar annara leiðtoga . . . Þeg- ar Rússlandi verður stjómað eftir óskum alþýðunnar, mun ekkert ilt koma fyrir, og landinu mun vegna vel. En þegar þið einangrið ykkur frá alþýðunni á þvættingsþingi á evrópuvísu, þá munuð þið reika í myrkri og rekast hver á annan og hljóta áverka í stað þess að upplýsa Rússland. Fjölgið alþýðu- skólum yðar, aukið jámbrauta- net yðar, en leitist um fram alt við að eignast góðan her. Því Evrópa hatar ykkur og fyrirlít- ur og hugsar um það eitt, að slá eign sinni á land yðar. Evrópu- mennimir vita það, að rússneska þjóðin verður ávalt óvinveitt auðvaldsdraumum ágjamra borg- ara. Þeir finna það, að Rússland ber í skauti sínu þann nýja fagn- aðarboðskap um kristilegt bræðra- lag, sem eyða mun hinni borgara- legu stjóm yðar. Við eigum ekkl að vinna með Evrópumönnum, heldur með Asíumönnum, því við Rússar erum alt eins mikið Asíu- þjóð, eins og Evrópuþjóð. Stjóm- málaafglöp okkar síðustu tvær aldimar hafa verið í því fólgin, að við höfum reynt að fá Evrópu- þjóðimar til að trúa því, að við værum sannir Evrópumenn . . . 1 Evrópu vorum við aðskotadýr, í Asíu verðum við húsbændur. Dostojewski hafi einnig talað af miklum krafti um þessi efni í annálaðri ræðu á minningar- hátíð þjóðskáldsins Puschins. Þið mentamennimir, sagði hann, ætt- uð að reyna að skilja hinar heil- ögu hugsjónir þjóðar ykkar. Því þessi ómentaði lýður, sem þið snúið baki við í fyrirlitningu, á í sjer fólgið hið kristilega orðið. Þið getið ekki þjónað mannkyn- inu með ósjálfstæðri upptuggu á heilaspuna Evrópumenningar, sem leiðir Evrópu sjálfa í glötunina, heldur með því að undirbúa, ásamt þjóð ykkar, hina nýju hug- sjón rjetttrúnaðarins. Út af þessum og þvílíkum hug- leiðingum Dostojewskis hafa margir myndað sjer skoðun sína um þá byltingu bolsjevíkanna, sem nú hefir gengið yfir í tíu ár. Þeir em henni að vísu and- stæðir á ýmsan hátt, en sætta sig við hana að nokkm leyti, því hún hafi verið nauðsynlegur áfangi, en markið sje annað og meira. Því muni byltingin aftur hverfa og eyðast, en upp rísa ný og voldug slafnesk menning í víð- áttumiklu slafnesku ríki og sú menning eigi að taka við kyndli heimsmenningarinnar, er hann, áður en langt um líður, fellur úr hendi germananna, sem við hon- um tóku úr höndum Rómverja. Síðustu fregnir. Rússneska stjómin mótmælir því, að óeirðir sjeu út af flokks- rekstri Trotskys og fjelaga hans. 1 Tyrklandi hafa verið handtekn- ir fyrir undirróður 60 kommún- istar og búist við því, að nokkuð kólni vináttan með Rússum og Tyrkjum. I Belgíu sagði stjómin nýlega af sjer, en sami maður, Jaspar, hefur myndað nýja sam- steypustjóra. Danski málarinn Tuxen er nýdáinn. Rússar munu ætla að reyna að koma á aftur stjómmálasambandinu við Breta. Bratianu, forsætisráðherra í Rúmeníu og aðalmótstöðumaður Carols prins, er dáinn. ----o---- Frá Holtamðnnum. ----- NL III. Andinn sem á að vaka. Sú var tíðin lengi, að fátt var um framfarimar víða í sveitum, og ekki hvað síst hjer í Holtunum. Húsakynnin voru yfirleitt hrör- leg og þröng. Túnin víðast ógirt og kargþýfð. Flestir hugsuðu ekki hærra en að hafa 1 sig og á og strituðust við að lifa sam- lcvæmt þeirri hugsjón sinni! Fje- lagsskapur var hjer varla til. Og jarðabætur litlar aðrar en ein og ein illagerð beðasljetta hjer og þar. Túnaukar vom varla til. Og þó að einstöku menn sýndu fram- takssemi gengu flestir ósnortnir fram hjá því. Efnalítill einyrki, Gísli heit. Magnússon á Brekk- um, jók t. d. túnið sitt um 2—3 dagsl., sljettaði túnaukann og mikið af gamla túninu með hand- verkfærum einum. Og hlóð auk þess axlarháan garð umhverfis túnið, vann þó oft annarsstaðar og hirti eigi ver um heimili sitt eða bú en aðrir bændur. Jarða- bæturnar hans vom allar unnar í hjáverkum og af mestu atorku. Þó er jeg ekki viss um, að allir grannar hans hafi veitt því eftir- tekt hvað hann hafðist að. Þess sjer að minsta kosti ekki merki, að þeir hafi fylgt því fyrirdæmi sem hann gaf þeim, svo lengi sem hann lifði og vann. Þeir em til sem halda því fram, að verk þeirra, sem fyrstir hefjast handa, sjeu í raun og veru miklu meira verð en þau sýnast. Vera má að áhugaaldan, sem vor eftir vor knúði Gísla heitinn á Brekkum á fætur og út í flögin sín, um óttuskeið eða fyrri, sje nú að skella á sveit- ungum hans og efla í þeim sama andann. Vel er, ef svo væri! Sú hamingja hefur fallið mjer til handa, að fá að fara plógi um sveitina mína tvö sumurin síð- ustu. Vera má að ennþá auðnist mjer að fara slíku fram, um fleiri eða færri sumur. Og það segi jeg sannast: Fáa eða enga förunauta kysi jeg mjer fremur í það flakk en andlegt áhugar magn þessa fáláta föðurbróður míns. Sannast að segja hefur merki- lega almennur jarðabótaáhugi komið í ljós hjer í sveitinni núna á allra síðustu árum. Mesta jarða- bótin sem hjer hefur verið gerð er fyrirhleðslan í Djúpós. Hún mun hafa kostað 80—90 þús. kr. Að henni standa um 50 bændur. Hún var svo að segja lífsnauð- synleg landvöm rúmlega 30 bænda. Enda var þar atorkusam- lega að gengið. Mjög mikið hefur 2—8 vorin síðustu verið gert af girðingum. Nokkrir bændur hafa þegar girt öll lönd sín. Flest tún er nú búið að girða og engjar allvíða. Á- veitur hafa og verið gerðar á nokkram bæjum. En almennast- ar af öllum jarðabótum eru þó plægingamar að verða. Tvö síð- ustu sumur hafa verið plægðar rúmar hundrað dagsláttur í Holtunum hjá 63 bændum. Fyrra sumarið lagði búnaðarsamband Suðurlands bændunum til plæg- ingamenn og hesta og tók fyrir hverja plægða vallardagsláttu 40 —50 krónur. 1 sumar þóttist Sam- bandsstjómin ekki geta lagt Holtamönnum þetta litla lið aft- ur. Hljóp þá „Búnaðarfjelag IIoItamanna“ undir baggann, og Ijet plægja hjá bændum fyrir 30—35 krónur dagsláttuna. Og sú vinna bar sig mikið til. Flögin frá fyrra sumrinu voru að mestu leyti herfuð í vor. Sum- ir bændur herfuðu flögin sín sjálfir eða Ijetu heimamenn herfa þau. En mikið var herfað af jarðyrkjunemendum á styrk frá Búnaðarfjelagi Islands. Þrír af þeim fóru um sveitina og unnu 6—8 vikur hver. Vinna þeirra varð bændum ódýr. Því auk þess sem kaupið var mjög lágt, voru alstaðar notaðir hestar frá heim- ilunum sjálfum. Þannig fengu ýmsir dagsláttuna herfaða fyrir aðeins 10—12 króna beina greiðslu. Hestavinnuna má auð- vitað reikna. En hana ber að reikna eigi síður til tekna en út- gjalda. Því hefðu hestamir ekki verið notaðir til þess ama, hefðu þeir langvíðast staðið þennan tíma arðlausir í haganum! Bein peningaborgun fyrir jarðvinsluna hefur því ekki orðin nema 60— 70 kr. á dagsláttuna! Og hefði

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.